Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 39 Enn segir í afmælisgreininni: „Svo hefur Guðmundur ísaksson hagað verkum sínum, að hann verð- ur að teljast hinn ókrýndi verk- fræðingur. Verkhyggni hans, verk- lagni og útsjón er á svo háu stigi, að fágætt mun vera. Trúmennska hans og orðheldni er víðar kennd. Hjálpsemi hans er þekkt. Fleiri en ég og mínir eiga honum þökk að gjalda." Guðmundur kvæntist ekki og átti ekki böm. Hann var hjarta- hreinn og hjartahlýr og annarra manna böm nutu gæsku hans. Fyrst böm óskyldra en síðar systk- inaböm hans og þeirra böm. Ég man það, eftir að Guðmundur flutt- ist í Smárahvamm, til Kristjáns, bróður síns, og Guðrúnar, konu hans, hve sérstaka væntumþykju hann bar til bama þeirra og ekki síst til Sigurðar, sonar þeirra, sem svo dmkknaði þrítugur að aldri. Þó að grein þessi sé skrifuð til minningar um Guðmund, þá tel ég mér skylt að geta einnig Kristjáns, bróður hans og bónda í Smára- hvammi, sem lést síðsumars 1974 og er sárt til þess að vita að enginn skyldi þá skrifa minningargrein um þann mæta mann. Kristján og Dúna, eins og Guðrún er jafnan kölluð, hófu búskap í Smárahvammi árið 1942. Var það nýbýli á hluta Fífuhvammslands. Ég gat þess fyrr í þessari grein að við bömin úr nærliggjandi sum- arbústöðum fengum að hjálpa til við heyskapinn á „Jaðrinum" og að launum (óverðugum að mínu mati) tók Kristján okkur með í útreiðatúr einn dag á sumri í nokkur sumur. Var það ógleymanlegt ævintýri. Er Kristján mér afar minnisstæður sakir höfðingsskapar og þeirrar góðmennsku, sem honum pg þessu fólki öllu var í blóð borið. Ég er svo lánsöm að hafa eignast Guðrúnu, ekkju hans að vinkonu og enn man ég hvemig glampaði á álhrífuna, sem Kristján gaf henni í trúlofunar- standinu og sem hún rakaði með af miklum dugnaði á „Jaðrinum". Þær em ófáar kartöflumar, sem hún hefur gefíð mér með heim í áranna rás. Blessuð sé minning þeirra feðga, Kristjáns og Sigurðar heitins og megi blessun Guðs hvfla yfir fjölskyldunni allri. Svo hugumstór var Guðmundur að á sjötugsaldri festi hann kaup á tveimur höfuðbólum í Skagafjarð- arsýslu, kirkjustaðnum Felli í Fells- hreppi (1967) og Vatni I og II í Hofshreppi (1968). Hafði hann ráðsmenn á jörðum sínum en dvald- ist löngum fyrir norðan. Vorið 1979 fór hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og dvaldi þar upp frá því. Hafði hann oft orð á því við skyldmenni sín hve starfsfólkið væri sér gott. Blessuð sé minning Guðmundar Isakssonar. Rannveig Tryggvadóttir best. Hann hafði séð hinn stóra heim í áratugi en vissi að hvergi var betra en heima. Oft hefur verið margt um mann- inn á Háteigsveginum og veislumar stórar. Alltaf var tími til að sinna gestum, hvort sem um fjölmenni var að ræða eða litlar manneskjur á leið úr dansskóla. Afi naut sín vel sem gestgjafi. Hann var virðu- legur heimsmaður en jafnframt sannur húmoristi. Hann var bjart- sýnn og kjarkaður. Slíkir menn era fæddir leiðtogar. Þrátt fyrír háan aldur var afi heilsugóður allt þar til í sumar. Teinréttur gekk hann um götur með hatt og í frakka eða fór ferða sinna á bfl. Reisn sinni hélt hann þar til yfir lauk. I afmælisdagbók er rithönd Jón- asar afa við hlið þessara fallegu orða nafna hans Hallgrímssonar: „Dýrlegt er að sjá eftir dag liðinn, haustsól brosandi, í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðarkossi og á fjöllin sezt.“ Blessuð sé minning Jónasar afa. Óli, Jónas, Hulda, Oddný og Hari. GístíKr. Skúlason húsgagnasmíða- meistari - Minning Fæddur 4. janúar 1906 Dáinn 2. október 1988 Mig langar að minnast tengda- föður míns með örfáum orðum. Hann lést í Borgarspítalanum í Reykjavík 2. október eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um skeið og verður jarðsunginn á morgun, mánudag. Gísli fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 4. janúar 1906, sonur hjónanna Kristínar Einarsdóttur og Skúla Bergsveinssonar bónda þar. Gísli kvæntist Guðrúnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá Stykkishólmi 8. október 1932 og bjuggu þau lengst af í Reykjavík, en hún lést árið 1984. Sonur þeirra er Skúli Kristinn, vélfræðingur. Á heimili þeirra hjóna ríkti alla tíð fegurð og trúfesta og var fjölskyldan þeim allt. Ég man alltaf þá stund er ég fyrst hitti Gísla í garðinum hans á Þóroddsstöðum fyrir einum 27 áram. Þegar hann heilsaði mér geislaði af honum góðvildin og handtak hans var kærleikshlýtt. Ég sé hann líka fyrir mér við hefilbekk- inn svo iðinn við störf sín og minn- ist með þakklæti stundanna er við röbbuðum saman um' heima og geima. Margar vora þá sögumar sagðar frá lífinu í eyjunum þegar hann var að alast upp og alltaf vora þær jafn lifandi í frásögn hans. Gísli gaf sér líka alltaf tíma fyrir okkur og bamabörnin þijú og svo marga aðra sem leituðu til hans og ekki var í kot vísað þegar heimili þeirra hjóna var annars vegar. Ég og bamabömin þökkum honum fyr- ir alla umhyggjuna og allan kær- leikann sem hann sýndi okkur ávallt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristín Gunnarsdóttir Landsbankinn býr vel um hnútara í verðbréfeviðskiptum í Verðbréfaviðskiptum á Laugavegi 7 og á 43 afgreiðslustöðum um land allt býður Lands- bankinn örugg verðbréf í mörgum verðflokkum og með mismunandi gildistíma. Spari- skírteini ríkissjóðs eru þar á meðal, að ógleymdum bankabréfum Landsbankans. Banka- bréf Landsbankans eru ein traustasta fjárfesting sem nú er völ á. Ástæðan er einföld: Bankabréf eru útgefin og innleyst af bankanum sjálfum. Þau eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu, gefa háa ávöxtun og eru auk þess með endursölutryggingu, sem tryggir skjóta innlausn þegar þörf krefur. í Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7, býðst viðskipta- mönnum fjárvarsla, sem felur í sér ráðgjöf og umsjón með fjármunum, s.s. verðbréfum og innláns- reikningum. Þér er óhætt að treysta verðbréfaþjónustu og ráðgjöf Landsbankans. Landsbanki íslands Bankj allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.