Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 41 Afinæliskveðja: Pétur Jónsson forstjóri sjötugur Innarlega í botni Svínadals er Dragháls, nafntogað bændabýli. Norðan dalsins er Skarðsheiði, hvít og blá að hausti, að sunnan sjálfur Hvalfjörður lygn, kyrr og langur. Niður hlíðar dalsins keppast lindir og lækfr við að renna ár og síð um gróðursælar brekkur og beitilönd, að leita hafsins. Margur hefur haft orð á fegurð náttúrunnar á þessu svæði sem er bæði smáfrítt og stór- brotið. Þar milli fjallanna fæddist sveinninn Pétur Jónsson, hinn 11. september 1918. Að honum stendur stór og sterkur frændgarður þar um slóðir, allt frá því á nítjándu öid og fram á þennan dag. Foreldr- ar hans voru þau Jón Pétursson og Steinunn Bjamadóttir. Þau voru búandi þá á Draghálsi og eignuðust níu böm alls. Seinna fluttist þessi ijölskylda að Geitabergi í sömu sveit, allt var þetta meira og minna brattgengt fólk og vant fjöllum. Grafardals fögmm við gengum í hlíðum, söng ungt fólk við raust í byijun aldarinnar, það var á því skeiði þegar ungmennafélögin höfðu breiðst um landið, og tóku undir með íslenskum vorfuglum. Rómantík og eftirvænting höfðu byr undir vængjum í átt til nýrra tíma. Pétur var í föðurgarði fram und- ir fimmtán ára aldur. Samhliða hugsuninni um almenn sveitarstörf bjó í hug hans áhugi til að hefja landnám á nýjum vettvangi, þar sem ekki væri eingöngu stuðst við pál og reku. Honum varð snemma ljós sú staðreynd að í þúsund ár höfðu íslendingar barist vopnlausir við hijóstur og harðfenni. Þetta var að vísu sama niðurstaða um arf- leifðina og flestir samtíðarmenn Péturs hafa komist að. Innan við tvítugt fór Pétur til náms í alþýðuskólanum í Reyk- holti, eins og fjöldi annarra borg- firskra ungmenna hafði gert á und- an honum. Þar var hann í tvö ár og sóttist námið vel, einkum í reikn- ingi, enda hefur það fag legið vel fyrir honum alla tíð síðan. Beinni skólagöngu hefur hann ekki sinnt síðan, en notið hennar til fulls á við aðra samtíðarmenn. Umsvif þessa unga manns hefj- ast upp úr þessu. Hann fór til sjó- róðra norður á Strandirmeð skóla- félögum sínum. Þar reri hann tvær vertíðir, en þaðan lá leiðin austur yfir Hrútafjörð, og gerði út bát á eigin kostnað. En útgerðarmaður- inn færði sig þá um set og varð sjómaður í Höfnum suður á útgerð hjá Helga frá Tungu, síðar í Keflavík en lauk þar sjóferðum Péturs því báturinn sem hann var á fórst í lendingu og brotnaði í spón, en Pétur og félagar hans dregnir í land. Þetta var í byrjun stríðsins. Þá sneri Pétur heim í Geitaberg, sinnti þar vegagerð og fleiru þar í dalnum. En árið 1956 keypti halin fyrstu stórvirku vinnuvélina og vann hann með hana við malamám og á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafði farið fram hjá honum að bylting var orðin í alls konar verktækni á öllum sviðum í kjölfar stríðsins. Nýjar stórvirkar vélar voru sem óðast að komast í gagnið, þær gátu breytt mörgum dagsverkum f klukkustundavinnu eða svo. Hann stofnaði þá þungavinnuvélafyrir- tæki sem hann nefndi Véltækni hf. Það var fyrir 30 árum og er það nú elsta fyrirtæki sinnar tegundar sem starfað hefur samfellt síðan. Fyrstu árin annaðist Véltækni jarð- vinnslu til undirbúnings nýbygg- ingu á’ höfuðborgarsvæðinu, lagði vatns- og skolplagnir. Meðal annars tók það að sér að byggja skolpræsi í Fossvogi, sem var eitt stærsta verk á sínum tíma. Um þessar mundir hafði Pétur í þjónustu sinni hjá Véltækni hundrað manns, verk- stjóra, verkfræðinga og ve'rkamenn. Alla tíð hefur farið vel á með starfs- fóHci Péturs, enda nokkuð heppinn með samstarfsmenn. Þegar fram- leiðsla á olíumöl hófst var Pétur þátttakandi þar, allt þar til sveitar- félöein stofnuðu fyrirtækið Olíumöl hf. Árið 1976 flutti Véltækni inn frá Bandaríkjunum svokallaða kantsteypuvél, seinna komu til við- bótar tvær vélar, þannig að fyrir- tækið hefur nú þremur vélum á að skipa. Með vélum þessum eru fram- leiddir jámbentjr kantsteinar í gangstéttar. íslendingar urðu fyrst- ir Evrópuþjóða til að nýta sér þessa nýju aðferð og hefur Véltækni ann- ast það fyrir nær 40 sveitarfélög, Vegagerð ríkisins og marga verk- taka síðan. Fyrir utan þetta hefur það sinnt verktökum á Irlandi, Saudi Arabíu og Noregi, og vakti þessi starfsemi verulega athygli á hveijum þessara staða. Raunverulega hefur fátt verið rakið í þessari afmælisgrein sem rekið hefur á fjömr piltsins úr Svínadal, enda mun í undirbúningi ritun ævisögu hans. Samferða- mönnum hans ber saman um að hann hafi iðulega siglt djarft með köflum en þó jafnan komið skipi sínu heilu í höfn. Hann er vinsæll af samtíðarmönnum og viðskipta- mönnum víðs vegar um landið, rausnarmaður hinn mesti og hvers manns hugljúfi á gleðistundum svo að á orði má hafa. Fer þó jafnan sínar eigin leiðir. • Og meðal annars til þess að valda ekki hinum stóra hópi kunningja óþarfa ónæði kaus hann að eyða afmælisdegi sínum í Piccadilly í London, í stórborginni við Thames innan um hið margbreytta og marg- lita mannlíf, sem þar streymir fram af hillum og stöllum eins og lindim- ar við hlíðar Geitabergs, kristallað- ar í fegurð á leið til hafsins. Bestu hamingjuóskir. Valtýr Guðjónsson lf M þýiir ekki il sttage tltai oo gera ekki neitt! Ef þú ert meðal þeirra, sem óttast áhrif vaxandi verðbólgu en veist ekki hvað þú átt að gera, er mál til komið að fá ráðleggingar og aðstoð hjá Fjárfestingarfélaginu. Það er óráðlegt að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir betri tíð. Þetta á sérstaklega við þá, sem þurfa að geyma peninga í skemmri tíma, peninga sem ættu að bera háa vexti, en það gera Skyndibréf Fjárfestingarfélagsins. Skyndibréfín bera nafn sitt með rentu! Þeim er ætlað að leysa vanda þeirra, sem þurfa að ávaxta fé til skamms tíma með hæstu mögulegum vöxtum. Þessi bréf henta því bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. Skyndibréf eru tilvalin fyrir þá sem þurfa t.d. að geyma og ávaxta peninga á milli sölu og kaupa á fasteignum. Skyndibréfín eru sem sagt ætluð til skammtíma fjármála- lausna. Ávöxtun þeirra er á bihnu 7-9% umfram verð- bólgu. Skyndibréf eru að jafnaði innleyst samdægurs, - án innlausnargjalds. Kostir þeirra eru óumdeilanlegir. FIÁRFESriNGARFÉLAGIÐ Hafnarstræti - Kringlunni - Akureýri Aöili að Verðbréfaþingi íslands Hluthafar: Verslunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin, Lifeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga. Fjármál þín — sérgrein okkar VISÍ7BS0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.