Morgunblaðið - 12.10.1988, Page 29

Morgunblaðið - 12.10.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 29 Hrakningar á Kaldadal: Þrig'gja sólar- hringa bið eftirhjálp ÞRÍR ferðalangar lentu í vand- ræðum í Kaldadal um helgina, en var bjargað af björgunar- sveitamönnum. Einn þessara ferðalanga hafði setið í bíl sínum í þijá sólarhringa, áður en þjálp- in barst. Á iaugardagsmorgun voru þeir félagar Sævar Reynisson og Berg- þór Kristleifsson á ferð í jeppa suð- ur fyrir Langjökul. Þeir eru báðir í björgunarsveitum, Sævar í Kópa- vogi og Bergþór í Reykholtsdal. „Þegar við komum suður yfir Langahrygg sáum við fólksbíl, sem hafði farið út af veginum í Kaldad- al,“ sagði Bergþór í samtali við Morgunblaðið. „Bíllinn var mann- laus og við létum lögregluna þegar vita. Þegar við höfðum keyrt um þijá kílómetra ókum við fram á mann á göngu. Hann var þá á leið í slysavamaskýli í Kaldadal, en hafði látið fyrir berast í bíl sínum frá því á miðvikudag. Hann var illa búinn, orðinn nokkuð svangur og þrekaður, en sæng sem hann hafði í bílnum hafði haldið á honum hita. Við ókum honum til móts við lög- regluna á Selfossi, sem kom honum til byggða." Síðdegis á laugardag átti lítil flugvél leið yfir Kaldadal og sáu menn í henni þá tvo ferðalanga standa við bifreið og veifa. Þegar flugvélinni var aftur flogið yfir um kvöldmatarleytið stóð fólkið enn við bflinn og veifaði nú sýnu ákafar en áður. Þá var gert viðvart og björg- unarsveitin Ok í Reykholti benti á að einn liðsmaður sveitarinnar væri á þessum slóðum. „Við höfðum ákveðið að fara Uxahryggjaieið til baka, en þegar okkur var tilkynnt að ferðalangar ættu í erfiðleikum í Kaldadal lögðum við leið okkar þangað," sagði Bergþór. „Þama voru á ferðinni þýsk stelpa og svissneskur kærasti hennar á jeppa og höfðu þau fengið þær upplýsing- ar að Kaldidalur væri greiðfær. Sannleikurinn er hins vegar sá að Kaldidalur er illfær jeppum. Það amaði ekkert að fólkinu, enda hafði það ekki verið þama lengi. Við drógum bfl þeirra upp úr skafli og fylgdum þeim Uxahryggjaleið." Bergþór sagði alltof algengt að fólk færi á fjöll án þess að þekkja nokkuð aðstæður. Kaldidalur væri tii dæmis með hæstu fjallvegum á landinu og veður skipuðust þar skjótt í lofti. JL-húsið: Krafist gjald- þrots vegna 60 þúsund króna skuldar JÓN Sólnes hrl. hefur lagt fram, á grundvelli árangurslaus fjárnáms, kröfu um að bú fyrrum rekstraraðila JL-hússins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafa skjólstæðings Jóns mun nema rúmum 60 þúsund krónum. Fyrirtekt vegna málsins verður sennilega í skiptarétti í dag. Að því loknu verður málið tekið til úrskurð- ar eða stuttur frestur veittur til að koma fram athugasemdum. Þó fjárhæð kröfunnar sé aðeins um 60 þúsund, getur hún hmndið af stað skriðu krafna gegn búinu í skiptarétti þar sem aðrir, sem eiga aðfararhæfar kröfur í búið, geta krafist gjaldþrots á grundveili þess að þegar hafi fjámám verið reynt án árangurs. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fráfarandi forseti Sameinaðs þings, óskar Guðrúnu Helgadóttur, ný- kjörnum forseta, til heilla með embættið. Guðrún Helgadóttir for- seti Sameinaðs þings Salome Þorkelsdóttir og Valgerð- ur Sverrisdóttir varaforsetar Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagi, var kjörin forseti Sameinaðs þings í gær með 39 Fjögur stjórnarfúmvörp vóru lögð fram á Alþingi í gær: 1) Frumvarp til laga um efna- hagsráðstafanir, það er frum- varp til staðfestingar á bráða- birgðalögum frá 28. september 1988 um aðgerðir í atvinnumál- um, verðlags- og kjaramálum. ■ Þessi lög taka m.a. til „frysting- ar launa“ til 15. febrúar 1989. 2) Frumvarp til breytinga á lög- um um viðskiptabanka og spari- sjóði. 3) Frumvarp um verðbréfavið- skipti og verðbréfasjóði og 4) Frumvarp um eignarleigu- starfsemi. atkvæðum. Salome Þorkels- dóttir, Sjálfstæðisflokki, var kjörin fyrri varaforseti með 55 Frumvarp til laga um eignar- leigustarfsemi (eingarleiga, fjár- mögnunarleiga, kaupleiga, rekstr- arleiga) er samið af nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði í febrú- armánuðu síðast liðnum. Það er „flutt til þess að tryggja að örugg- ar og sanngjamar reglur gildi um hvers konar starfsemi á fjár- magnsmarkaði og að sams konar reglur gildi um sams konar starf- semi á þessu sviði“, að því er segir í athugasemdum með frumvarpinu. atkvæðum og Valgerður Sverr- isdóttir, Framsóknarflokki, annar varaforseti með 52 at- kvæðum. Guðrún Helgadóttir er fyrsta konan sem gegnir forsetastörfum í Sameinuðu þingi. Hún var fyrsti varaforseti Sameinaðs þings á næstliðnu þingi. Konur hafa áður gegnt forsetastörfum bæði í efri og neðri deild Alþingis. Kjör forseta er skriflegt og óbundið. Guðrún Helgadóttir hlaut 39 atkvæði, auðir seðlar vóru 23 og einn þingmaður var fjarverandi. Salome Þorkelsdóttir var kjörin fyrri varaforseti Sameinaðs þings með 55 atkvæðum, Þorvaldur Garðar Kristjánsson hlaut 1 at- kvæði, 5 seðlar vóru auðir og tveir þingmenn vóru ijarverandi at- kvæðagreiðsluna. Salome var for- seti efri deildar Alþingis á næst-_ liðnu þingi. Valgerður Sverrisdóttir var kjör- in annar varaforseti Sameinaðs þings með 52 atkvæðum, Egill Jónsson og Ólafur Þ. Þórðarson hlutu sitt atkvæðið hvor, 7 seðlar vóru auðir og tveir þingmenn vóru ljarverandi atkvæðagreiðsluna. Skrifarar Sameinaðs þings vóru lgomir Jóhann Einvarðsson, Fram- sóknarflokki, og Málmfríður Sig- urðardóttir, Samtökum um kvennalista. Tillögur til þingsályktunar: Fyrstu þingmálin: Stj órnar frumvörp um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði Staðfestingarfrumvarp á „frystingu launa“ til 15. febrúar Deildaforsetar Alþingis: Kjartan Jóhanns- son og Jón Helgason Kjartan Jóhannsson, Alþýðu- flokki, var kjörinn forseti neðri deildar Alþingis í gær. Jón Helgason, Framsóknarflokki, var kjörinn forseti efri deildar. Kjartan Jóhannsson verður for- seti neðri deildar Alþingis á 111 löggjafarþinginu. Hann hlaut 31 atkvæði við forsetakjör. Auðir seðlar vóru 2. Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, gegndi þessu embætti á síðasta þingi. Fyrri varaforseti var kjörinn Óli Þ. Guðbjartsson, Borgaraflokki. Hann hlaut 39 atkvæði en 2 seðlar vóru auðir. Óli hafði þetta embætti einnig á hendi á síðasta þingi. Annar varaforseti þingdeildar- innar var kjörinn Hjörleifur Gutt- ormsson, Alþýðubandalagi. Hann hlaut 31 atkvæði, Stefán Valgeirs- son 1 en 7 seðlar vóm auðir. Kjartan Jó- Jón Helgason, hannsson, for- forseti efri seti neðri deild- deildar. ar. Skrifarar þingdeildarinnar vóm kjömir Jón Sæmundur Siguijóns- son, Alþýðuflokki, og Hreggviður Jónsson, Borgaraflokki. Jón Helgason, Framsóknarflokki, var kjörinn forseti efri deildar Al- þingis með 16 atkvæðum en 4 seðlar vóm auðir. Guðrún Agnarsdóttir, Samtökum um kvennalista, var kjörin fyrri varaforseti þingdeildarinnar, með 17 atkvæðum, 3 seðlar vóra auðir. Karl Steinar Guðnason, Alþýðu- flokki, hlaut kjör sem annar varfor- seti deildarinnar með 18 atkvæðum en 2 seðlar vóm auðir. Skrifarar efri deildar vóm kjöm- ir Egill Jónsson, Sjálfstæðisflokki, og Valgerður Sverrisdóttir, Fram- sóknarflokki. AIÞinGI Þrírjaftiréttisráðgjafar Fræösla um umhverfismál - bann við geimvopnum Fyrsttalda fmmvarpið er flutt til staðfestingar á bráðabirgðalögum ríkisstjómarinnar frá í endaðan septembermánuð sl., sem fela m.a. í sér „frystingu" launa og verðlags. Framvarp til laga um verðbréfa- viðskipti og verðbréfasjóði er að stofni til samið af nefnd, sem við- skiptaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum til að fjalla um starf- semi á fjármagnsmarkaði utan banka og sparisjóða. Fmmvarpið felur í sér „ramma“ um starfsemi verðbréfamiðlara, verðbréfafyrirtækja og verðbréfa- sjóða, fjallar m.a. um ársreikninga verðbréfafyrirtækja og -sjóða, sem og endurskoðun og eftirlit. Fmmvarp um breytingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði er flutt í tenglsum við fmmvarp til laga um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt fmmvarpinu verður bönkum og sparisjóðum heimilað að starfrækja verðbréfafyrirtæki. Þijár þingsályktunartillögur vóru lagðar fram á fyrsta starfs- degi Alþingis: 1) um ráðningu þriggja jafinrétt- isráðgjafa, 2) um aukna fræðslu um um- hverfismál í grunn- og firam- haldsskólum og 3) um bann við geimvopnum. Þrírjafhréttisráðgjafar Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Ámi Gunnarsson, Að- alheiður Bjamfreðsdóttir og Val- gerður Sverrisdóttir flytja tillögu um jafnréttisráðgjafa. Samkvæmt henni ber ríkisstjórninni að „ráða á vegum félagsmálaráðuneytis þijá jafnréttisráðgjafa til þriggja ára sem hafi það verkefni að vinna að leiðréttingu á stöðu kvenna í stofn- unum og fyrirtækjum um land allt í samvinnu við starfsmenn og stjómendur". U mhverfisfræðsla Kristín Halldórsdóttir og fimm aðrir þingmenn Samtaka um kvennalista flytja tillögu um aukna umhverfisfræðslu. Samkvæmt til- lögunni skal menntamálaráðherra „efla og samræma fræðslu um umverfismál í gmnnskólum og framhaldsskólum landsins og meðal almennings". Bann við geimvopnum Hjörleifur Guttormsson og Guðrún Agnarsdóttir flytja tillögu til þings- ályktunar um bann við geimvopn- um. Samkvæmt tillögunni ber ríkis- stjóminni að styðja á alþjóðavett- vangi bann við geimvopnum þar sem miðað verði við: 1) að rann- sóknir og tilraunir sem tengjast hemaði í himingeimnum verði þeg- ar stöðvaðar, 2) að hemaðarumsvif og vopnakerfi í himingeimnum verði bönnuð, 3) að óheimiluð verði smíði vopna sem grandað geti gervihnött- um sem tengjast friðsamlegri nýt- ingu himinhvolfsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.