Morgunblaðið - 12.10.1988, Side 44

Morgunblaðið - 12.10.1988, Side 44
ii MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 KNATTSPYRNA Guðmundur og unnusta hans Erla Björk Guðjónsdóttir. Skrífaði undir eins ðrs samning Guðmundur segir að andinn í hinu nýja félagi sé mjöggóður, leik- menn leggi sig alla fram um að gera sitt besta. Sex nýir leikmenn voru keyptir, þar á meðal ungversk- ur landsliðsmaður, Laszllo Giymesi frá Honved Budapest, og belgíski landsliðsmaðurinn Gérard Plessers, sem keyptur var frá Hamburger SV í Þýskalandi. Guðmundur skrifaði undir eins árs samning hjá félaginu: „Til stóð, að ég færi til Rapid Vín í vor; samn- ingamir voru tilþúnir, og ég átti bara eftir að skrifa undir. Svo kem- ur sú staða upp, að þriðji útlending- urinn hjá Vín, Júgóslavinn Stojad- inovic sem ég átti að koma í stað- inn fyrir, var ekki seldur til Espan- ol Barcelona, eins og til stóð, heldur ungur og óþekktur Austurríkismað- ur. Allt skeði þetta á síðustu stundu. „Síðan," heldur Guðmundur áfram, „skrifaði ég undir eins árs samning hjá Rc. Genk og er ég mjög ánægð- ur með hann. Þama sést á þessum unga Austurríkismanni hvað heppnin hefur mikið að segja í knattspymuleiknum.“ Þjálfari félagsins er Þjóðveijinn Emst Kunnecke, sem hefur þjálfað mörg félög, þar á meðal KV Mec- helen, Standard, Basel í Sviss o.s.frv. „Okkur kemur ágætlega saman," segir Guðmundur um þjálfarann „en það er þó stundum, sem við emm ekki á sömu skoðun." Guðmundur er bjartsýnn á gengi félagsins í vetur: „Liðið er sterkt, en samt vil ég vera varkár með allar spár, vegna þess hvað erfitt er að starta svona nýju liði. Við emm með sterkt lið á pappímum en í knattspymu getur allt gerst.“ „Betri og betrí með hverjum leik“ Guðmundur fær góð ummæli í belgískum blöðum, og sagði blaðið „Het Laatste Nieuws" eftir leikinn við Beveren nú á dögunum: „Hann verður betri og betri með hveijum leik.“ „í framhaldi af þessu með blaðaskrif og umfjöllun fjölmiðla, þá er maður óspart látinn heyra það ef illa gengur. Kannski koma 3 eða ’ 4 leikir í röð, þegar vel gengur, svo . kemur einn ekkert sérstakur eða \ iélegur, þá er strax búið að gleyma og grafa þetta góða. En sem betur fer er blaða- mennskan hér í Belgíu ekki eins og ' í Þýskalandi eða Italíu, þar sem S slúðrið er alsráðandi og hægt að } eyðileggja menn með einni setn- ingu. Annars spilar sjálfstraustið líka mikið þama inn í og um að gera þótt á móti blási að yfírvinna mót- spymuna." „Atvinnuknattspyman ererfíð vinna“ Guðmundur segist sjálfur vera í mjög góðu formi um þessar mund- ir. „Allt er þetta bundið sjálfstraust- inu, ef það er í lagi þá getur maður sýnt hvað í honum býr, nú svo þarf heilsan líka að vera 100%. Ef hún er það ekki þá getur maður gleymt þessu." Guðmundur segir að at- vinnumennskan sé ekki bara gull og grænir skógar eins og margir halda: „Þetta er eins og hver önnur Guðmundur Torfason sóst hér ð ferðlnni með knöttinn í iandsleik á Laugardalsvellinum. O ,Sjálfs- traust skiptir miklu máli" GUÐMUNDUR Torfason er einn af þeim leikmönnum sem verður í sviðsljósinu í Istanbul í dag, þegar íslenska landsliðið leikur sinn annan leik í undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar. íslenska liðið gerði jafn- tefli, 1:1, gegn Sovétmönnum í fyrsta leiknum, en nú eru mótherjarnirTyrkir. Guðmund- ur kom til Istanbul frá Belgíu, en þangað fór hann fyrir tveim- ur árum ásamt unnustu sinni, Erlu Björk Guðjónsdóttur, til að leika með 1. deildarfélaginu SK Beveren. Þar komst hann að því eins og margir aðrir - að atvinnumennskan er ekki bara dans á rósum. Morgun- blaðið heimsótti Guðmund rétt áður en hann hélt til Tyrklands, i núverandi heimabæ hans Genk, sem er í héraðinu Limb- urg. Guðmundur lék með í fjórtán af 34 leikjum Beveren á tíma- bilinu 1986/87. Guðmundur segir að mikil pressa sé á leikmönnum er þeir koma til nýs félags og þurfí þeir helst að sýna topp- leik í sínum fyrsta leik. Þrýstingurinn er enn meiri, sértu útlendingur. Meiri kröfur eru gerðar en til ann- arra leikmanna og þú ert undir smásjá hjá hveijum einasta manni. Þurftl að búa á hóteli íQóramánuði Það sem bætti ekki stöðu Guð- mundar hjá Beveren voru aðstæð- ur. Hann og Erla þurftu að búa á hóteli í rúma fjóra mánuði á meðan félagið var að fínna húsnæði handa þeim. „Margt var gert til að reyna að bijóta menn niður, en þá er það sjálfstraustið sem skiptir mestu máli og að vera nógu harður á móti. Samt verða ungir menn, sem eru að stíga sín fyrstu meistaraflokks- spor, og ég tala nú ekki um, ef það er í atvinnumennskunni, að kunna að taka mótlæti. Ég veit það, ég hengdi sjálfur haus þegar ég byij- Bjami Markússon skrifarírá Belgiu aði í meistaraflokki og einhver af eldri og reyndari leikmönnum var kannski bara að leiðbeina manni til hins góða. „Þegar maður er ungur, heldur hann, að hann viti allt manna best.“ Undir lok keppnistímabilsins 1986/87 stóð til að kaupa enn einn útlending hjá Beveren, en fimm voru þar fyrir. Guðmundur óskaöi efftlr aö fara frá Beveren Bað Guðmundur þá um að fá að fara, þrátt fyrir tveggja og hálfs árs samning. Hann var seldur til Winterslag, sem er lítill bær sem liggur að Genk. Winterslag var í fallbaráttu í fyrra en tókst undir lokin að halda sér í fyrstu deildinni. Til stóö að lýsa fólagiö gjaldþrota í vor voru svo umræður um að sameina tvö félög Winterslag og Waterschei, hið síðamefnda, sem einnig er staðsett rétt fyrir utan Genk, var um miðja aðra deild og átti í fjárhagslegum örðugleikum. Tii stóð að iýsa félagið gjaldþrota. Þess má geta að Lárus Guðmunds- son og Ragnar Margeirsson léku báðir á sínum tíma með Waterschei. Af þessari sameiningu varð svo í sumar og eru það námufyrirtæki í Genf og Genk-bær sem standa á bakvið hana. Félagið heitir Racing Genc. Til stendur að gera einn glæsilegasta völl sem til verður í Belgíu. Hann mun taka 30.00- 35.000 manns, þar af 20.000 í sæti. Sérstakur matsölustaður verð- ur í innbyggðri stúku þar sem gest- ir geta fylgst með leikjum félagsins í gegnum gler! Völlurinn verður hálfpartinn byggður niður í jörðina, og eiga sérstakir speglar að sjá um að þótt sól skíni að engir skuggar af stúku varpist á völlinn. Þessi mannvirki eiga að kosta um 400 milljónir belgískra franka sem svara nú í dag til tæpra 480 milljóna ísl. króna. Aætlað er að byija að leika á hinum nýja leik- velli á tímabilinu 89/90. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.