Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 243. tbl. 76.árg. SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjóslysið við Pireus: Lofar op- inberri rannsókn London og Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, hét þvi í London í gær, áður en hann hélt heim á leið, að hann mundi fyrir- skipa opinbera rannsókn á sjóslys- inu sem varð, þegar ítalskt flutn- ingaskip og griskt skemmtisigl- ingaskip með 475 bresk skólabörn og kennara þeirra um borð rákust á skammt frá hafiiarborginni Pir- eus á föstudag. Tveir skipveijar á gríska skipinu, sem sökk eftir áreksturinn, fórust og breskrar skólastúlku er saknað. Papandreou vísaði hins vegar á bug ásökunum um, að skipveijar hefðu yfirgefið skólabömin og allt of mörgum farþegum væri hleypt um borð í skemmtisiglingaskip á þessum slóðum. Miðausturlönd: Ovæntur leið- togafundur Kairó. Reuter. HOSNI Mubarak Egyptalands- forseti og Yassir Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínu- manna, flugu í gær óvænt til borg- arinnar Aqaba á Rauðahafsströnd Jórdaníu. Var ætlunin að þeir ættu þar fiind með Hussein Jórd- aníukonungi um sameiginlegar friðartillögur í Miðausturlöndum. Mubarak hefur unnið kappsam- lega að því að fá Arafat og Hussein til að hittast. Kuldi hefur ríkt í sam- skiptum þeirra undanfama mánuði þótt þeir séu sammála um grandvall- aratriði í tillögum um friðarráðstefnu er fjalla skal um málefni Miðaustur- landa. Hussein sagði fyrir nokkram dögum að hann væri fús til að taka aftur upp viðræður við PLO og jafn- framt að hann myndi samþykkja að Jórdanía og PLO sendu sameiginlega sendinefnd á væntanlega friðarráð- stefnu ef Arafat óskaði þess. Raunir gráhvalanna: Samúðarbylgja rís með málstað grænfriðunga Waahington. Frá fivari Guðmundasyni fréttaritara Horgunblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR te\ja sig hafa himin höndum tekið í baráttu sinni gegn hvalveiðum vegna þjóðar- samúðar, sem vaknað hefir i Bandaríkjunum með þremur grá- hvölum, er beijast fyrir lífi sinu í ísnum skammt frá bænum Barrow í Alaska. Fregnir af hvöl- unum í vökinni hafa verið aðal- fréttir Qölmiðla alla vikuna og hafa sjónvarpsmyndir af dýrunum höfðað til tilfinninga almennings í Bandaríkjunum. Nú telja vísinda- menn sig eygja leið til að koma hvölunum út úr ísnum á auðan sjó, eftir að vakir hafa verið sag- aðar i hann. Er reynt að beina hvölunum eftir þeim í átt til hafs. Tilrauniraar til að bjarga hvölun- um hafa vakið samúðaröldu með þeim samtökum sem beijast fyrir vemdun hvala hér í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einmitt haft forystu fyrir þeim er hvetja til þess að ekki sé keyptur fiskur af íslendingum á meðan þeir stunda hvalveiðar. Þegar fréttaritari hafði samband við Eriku Rosenthal í skrifstofu samtaka grænfriðunga í San Fransisco sagði hún, að raunir hvalanna þriggja við Alaska mjmdu hafa „stórkostieg áhrif á afstöðu almennings í Banda- ríkjunum gagnvart hvalveiðum og verða til stuðnings við þá hvatningu grænfriðunga, að kaupa ekki fisk frá Islandi eða öðram hvalveiðiþjóðum." Grænfriðungar reyndu á föstudag að strengja risastóran mótmæla- borða yfir Golden Gate brúna í San Fransisco með áletraninni: „Bannið lq'amavopn á höfunum." Lögregla handtók sautján manns og hirti borð- ann sem var um 1000 fermetrar. Erika Rosenthal sagði fréttaritara að grænfriðungar hefðu fengið þær upplýsingar að íslendingar leyfðu ekki ferðir skipa með kjamorkuvopn í lögsögu sinni og væri það fagnaðar- efni. Sjá frétt um aðgerðir grænfirið- unga { Þýskalandi á bls. 2. Norskur sjónvarps- þáttur um árið 2048: „N-Atlants- hafíð dautt — Island gjaldþrota“ Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. jAIÞJ ÓÐLEG A vistfræðistofii- unin hefiir lýst Norður-Atlants- haf dautt hafsvæði. ísland er gjaldþrota og hefúr gefið frá sér sjálfstæði sitt — Kanada hefúr boðist til að taka við stjórn landsins.“ Þetta er framtíðarsýniri að því er ísland varðar, eins og hún er dregin upp í athyglisverðum dag- skrárþáttum Norska ríkissjón- varpsins. í þáttunum, sem eru tveir, er leitast við að skýra, hvað gerast muni á jörðinni árið 2048, ef jarðarbúar halda áfram að bijóta niður ósonlagið í andrúms- loftinu. í vor sem leið var í fyrsta sinn greint frá því, að ósonlagið væri farið að þynnast jrfír byggð- um svæðum á jörðinni, og á þess- ari staðreynd byggðu norsku fréttamennimir Petter Nome og Thorbjom Morvik þættina, „Árið 2048“ og „Gróðurhúsaáhrifin", sem þeir gerðu með tilstyrk norska umhverfisverndarráðuneytisins og fleiri aðila. Höfundarnir beita þeirri aðferð í báðum þáttunum að ijúfa frá- sögnina með ímyndaðri fréttaút- sendingu árið 2048. Þar gefst áhorfendum kostur á að heyra, hvers vænta má hér í heimi, ef mengun helst í sama mæli og nú um stundir. Útlitið er hrollvekj- andi: Maldiveyjar (á Indlandshafí) og Holland sökkva í sæ. Suður-Évr- ópa breytist í eyðimörk eftir gífur- legt eldgos — fólk flýr hópum sam- an norður eftir Evrópu. Tauga- veiki geisar í Kaupmannahöfn — íbúar Finnlands em fluttir úr landi. Fiskdauði er algjör í Atlantshafí og ísland gjaldþrota. Að sjálfsögðu ræður ímyndun- araflið ferðinni í þessari frásögn, en fleira kemur við sögu. Við gerð þáttanna nutu Nome og Morvik aðstoðar fremstu umhverfíssér- fræðinga í heiminum, bæði í Bandarikjunum og Evrópu. . Flestir vita nú orðið, að ósonlag- ið er lífsnauðsynlegt. Það, sem kemur meira á óvart, em hliðar- áhrifín — hin svonefndu gróður- húsaáhrif. Haldi koltvísýringur og aðrar gastegundir áfram að menga andrúmsloftið í sama mæli og nú þekkist, hækkar hitastig á jörðinni smátt og smátt. Hætta er á, að meðaltalshækkunin nemi þremur gráðum á næstu öld — sem er meira en gerst hefur á milljón- um ára. Og afleiðingarnar geta orðið hrikalegar — allt verður breytingum undirorpið. Meðal annars mun heimskautaísinn bráðna og sjávarmál hækka ógn- vekjandi. Örlagaríkar breytingar verða á vistkerfi og loftslagi. Jafnvel þótt áhrifa þessa gæti á Norðurlöndum, em þau ef til vill sá hluti Evrópu og heimsins, þar sem tjónið verður minnst, af því að þar er svo kalt fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.