Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 * Okunnur loftbelg- ur barst að landi Austfirðingar fengu óvenjulega sendingu af hafi þegar stóran auglýsingaloftbelg bar að landi skammt frá Reyðarfirði. Ekki er vitað hvaðan belgurinn kom. Það var aðfaranótt fimmtudags sem vegfarandi sá belginn veltast við Qöruna í Finnafirði, undir Gunn- ólfsvíkurfjalli. Vegfarandinn hafði snör handtök, greip í spotta sem hékk úr belginum og hnýtti hann fastan við stein í ijöranni. „Belgur- inn er vindillaga og á hann er letr- uð auglýsing um Nissan-bfla,“ sagði Rúnar Valsson, lögregluvarðstjóri á Vopnafirði. „Hann var farinn að tapa mjög lofthæð, en ég reikna með að fullútblásinn sé hann um 7 metrar á lengd og 2lh í ummál. Héma veit enginn hvaðan hann hefur borið að.“ Tveir fótbrotn- uðu í eltingaleik TVEIR piltar á Vopnafirði gættu ekki að sér við leik og fór svo að þeir steyptust fram af skurðbakka og fótbrotnuðu báðir. Piltamir tveir voru við vinnu á sfldarplani á fimmtudagskvöld. Þeir voru að gantast í eltingaleik og hljóp annar þeirra út í myrkrið og hinn á eftir. Rétt við planið er verið að reisa hús og féllu piltamir fram af þriggja metra háum skurðbakka, niður með húsvegg. Þeir fótbrotnuðu báðir. Piltunum tókst að gera vart við sig eftir nokkra stund, en í fyrstu hélt fólk sem heyrði köll þeirra að þeir væru enn að gera að gamni sínu. Annasamt hjá lögreglu MIKIL ölvun var í Reykjavík aðfaranótt laugardags og hafði lögreglan í mörgu að snúast. Fangageymslur lögreglustöðvar- innar við Hverfisgötu yfírfyllt- ust. Að sögn Jónasar Hallssonar, að- alvarðstjóra, vom róstur í mið- bænum og víðar og drykkjulæti fram á morgun. Um kl. 7.30gær- morgun þurftu lögreglumeíin*:*a morgunvakt að hleypa mönnum úr fangageymslum til að rýma fyrir nýjum gestum, en það dugði ekki til, heldur varð að setja þá sem skást hegðuðu sér í stóran almenn- ing. Engin kona var í þessum hópi. Lögreglan varð fyrir nokkm að- kasti í miðbænum og víðar um bæinn. Þannig var algengt að hrækt væri á lögreglu við skyldustörf. Nokkrar rúður voru brotnar hér og þar um bæinn. Grænfriðungar í Vestur-Þýskalandi: Vopnafiörður: Nýsókngegn íslenskum fiskafttrðum í undirbúningi Morgunblaðið/Bjami Tveir af eigendum Þóris Jó- hannssonar, Matthías Ingi- bergsson og Margrét Magnús- dóttir, um borð í bátnum. Inn- fellda myndin sýnir bátinn við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Stelum ekki báti sem við þegar eigum - segir skipstjórinn á Þóri Jóhannssyni GK „VIÐ STELUM ekki okkar eig- in báti. Það er ekki rétt að við höfiim laumast um borð í bátinn á Skagaströnd, því nokkrir menn firá útgerð bátsins unnu við hann þar og bjuggu um borð í honum,“ sagði Mattthías Ingibergsson, skipstjóri og einn af eigendum Þóris Jóhannsson- ar GK, í samtali við Morgun- blaðið. „Það er heldur ekki rétt að báturinn hafi ekki nægilegan ör- yggisbúnað því að um borð í hon- um em til dæmis tveir björgunar- bátar, slökkvibúnaðar, línubyssur og ratsjá. Við höfum einnig sigl- ingaleyfi. Áhöfnin var skráð um leið og báturinn fór frá Skaga- strönd og skipstjómarmennimir em allir með réttindi. Ég hef heldur ekki látið mér detta í hug að við sleppum við að greiða okkar skuldir á Skaga- strönd með því að fara með bátinn þaðan. Mánavör lofaði upphaflega að skila bátnum um síðastliðin áramót og við vomm orðnir þreyttir á þessum seinagangi. Við fórum því með bátinn til Reykjavíkur, meðal annars til að láta ganga frá frystibúnaði um borð í honum,“ sagði Matthías. ræðan fór af stað. Við vonuðum að við gætum hætt við hana. En nú verðum við að halda baráttu okkar ótrauð áfram." Hann sagði að herferðin í Banda- ríkjunum og í Vestur-Þýskalandi hefði borið árangur og vakið fyrir- tæki í Bretlandi til umhugsunar. „Hún hefur komið umræðu af stað og nú er ljóst að talsvert margir á íslandi em á okkar bandi. Umræðan hlýtur því að halda áfram. Vonandi verður hún til þess að hvalveiðar verði bannaðar áður en það er um seinan." Grænfriðungar í Vestur-Þýska- landi beina áróðri sínum gegn íslenskum fískafurðum fyrst og fremst til almennings. En samtökin hafa einnig samband við fyrirtæki og Puecschel sagði að fulltrúar grænfriðunga hefðu átt fund með ráðamönnum Tengelmann-fyrir- tækisins fyrr á þessu ári. Verslun- arkeðjan hætti að selja skjaldböku- súpu fyrir nokkmm árum þegar grænfriðungar börðust fyrir friðun skjaldbakna og ákvað í fyrri viku að hætta að versla með vömr Sölu- stofnunar lagmetis. Vestur-Þjóðveijar verða æ með- vitaðri um umhverfið og náttúm- vemd. í nýlegri könnun nefndu 50% aðspurðra áhrif vöm á umhverfið sem einn þátt í vömvali sfnu. Fyrir þremur ámm sögðu aðeins 28% aðspurðra að umhverfisáhrif vöm skiptu þá máli við innkaupin. Heimsbikarmótið í skák: Sigurganga Jóhanns stóijók aðsókn „ÞAÐ ER skemmst frá því að segja að þetta hefiir tekist allt með miklum ágætum,“ sagði Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar tvö þegar Morgunblaðið spurði hann hvemig honum þætti hafa til tekist með Heimsbikarmótið í skák. Mótinu lýkur annað kvöld. Páll sagði aðsókn áhorfenda hafia aukist mjög í síðari umferðum mótsins og greinilega væri mikil stemmning í kring um vel- gengni Jóhanns Hjartarsonar. Aðsóknin náði meti á föstudag, en þá komu um þúsund áhorfendur að fylgjast með viðureignum stórmeistaranna. Páll sagði mótshaldið hafa gengið fullkomlega hnökralaust, ef undan er skilin deila milli fram- leiðanda og eiganda tölvuskák- borðanna sem notuð voru í byij- un. Því máli Iyktaði svo, að Stöð tvö keypti ný skákborð og voru þau sett upp á milli umferða og trufluðu á engan hátt mótshaldið. Heimsmótið hefur vakið mikla athygli bæði hér á landi og erlend- is. Páll sagði að yfír 150 fjölmiðl- ar úti um allan heim fái reglulega fréttir .af mótinu. Það hefur sýnt sig, sagði Páll, að hægt er að gera skák að spennandi sjón- varpsefni, eins og vísbendingar komu um í beinum útsendingum frá einvígi Jóhanns og Kortsnojs í ársbyijun. Nú væri full vissa fyrir því, að þetta er hægt. „Aðsóknin héma heima hefur farið fram úr öllum áætlunum sem við gerðum," sagði Páll. Hann kvað hafa komið fæst um 300 áhorfendur, en venjulega væm þeir á bilinu 800 til 900, síðan hafi aðsóknin slegið öll met á föstudag þegar um þúsund nianns komu. að horfa á skákimar og hlýða á skákmeistara útskýra gang einstakra viðureigna. Áð- sókn jókst verulega þegar Jóhann Hjartarson og Kasparov fóm að taka endaspretti sína. Páll sagði áhorfendur vera úr öllum áttum. Þama væri hinn harði kjarni eld- heitra áhugamanna sem fylgist með öllum mótum, um 50 manns, síðan væri fólkið úr öllum áttum, ungir sem gamlir. Páll sagði ekki endanlega ljóst hvemig fjárhagsdæmið gengur upp, en flest benti þó til þess að áætlanir muni standast. Sjá einnig skákþátt á bls. 23. zarich, trá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgrinblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR í Vestur-Þýskalandi munu nú halda baráttu sinni fjrir kaupbanni á íslenskar sjávarafiirðir áfram efitir að ríkis- stjórn íslands ákvað að breyta ekki um stefinu í hvalamálinu. „Við vonuðum að ríkisstjórnin samþykkti að banna hvalveiðar á næsta ári á fiindi sínum á fimmtudag," sagði Peter Puecschel, talsmaður nátt- úruverndarsamtakanna í Hamborg. „Við erum vonsvikin en munum ákveða næstu daga hveraig við liöldum baráttu okkar áfram.“ Puecschel sagðist hafa fylgst ferð fyrir kaupbanni á íslenskar náið með umræðunni á íslandi í sjávarafurðir í undirbúningi en vikunni. „Við emm með nýja her- lögðum Hana á hilluna þegar um- MorgunblaðiO/tijami Fréttir breyta um svip Fréttir Ríkissjónvarpsins breyta um svip í kvöld. Ný sviðs- mynd verður tekin í notkun í fyrsta Kastljósþætti vetrarins, sem hefst klukkan 19.30. Frétt- imar era sendar út frá fréttastof- unni, sem er á 4. hæð sjónvarps- hússins við Laugaveg. Sjónvarps- menn vora að leggja lokahönd á undirbúning þáttarins í gærmorg- un.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.