Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 5 A næstunni mun Ferðaskrifstofan Utsýn kynna tilboð sem ekki eiga sér hliðstæðu á íslenskum ferðamarkaði. Með nýjum straumum gefum við enn á ný tóninn í ferðalög íslendinga og hefjum nú leikinn . . . Hálíd í Heidelberg 4. des. - 4 dagar, verð kr. 19.400." Heidelberg. |jeswi draumaborg fjölda íslendinga í Þýskalandi þar sem menning. mannlíf og verslun myndar einstakt andrúmsloft, í fylgd með íslenskum lararstjóra. - Króbærtað versla á Ilauptslrasse, lengstu göngugölu l*ýskalands. - Slcrnningin á stúdentakrúnum er mörgum enn í lersku ntinnl sem (óru meðokkur til Heídelbergsíðustu sumur. - Gamli ba'rinn með hallarrústunum myndar einstaka umgjörð enda er Heidclbcrg ncfnd römantfskasla borg Kýskalands. I'lng frá Kcflavík kl. 0.00 að morgni og lenl i Krankfurt kl. 12:25. Ekið er frá Krankfurt til Heidelberg með Útsýnamilu og gist á afbragðs bóteli, flollandcr Hof. í miðbæ Heidclberg. Tækifæri í Trier 19. nóv. - 4 dagar, vcrð kr. töjyMML- Kjögurra daga lúxusferð lil Trler þar sem gist er á hinu frábæra Dorinl hóteli sem staðsctl er hjá Porta Nigra. hinu fræga rómverska borgarhliðl. -Tricr, þessi lagra borg við Mosel, hcfur unnið hug og hjörtu niargra íslcndinga f gcgnum árin. - Tricr cr einstök vcrslunarborg og hefur uppá fjölria vciLingastaðá að bjóða. - Dorinl hótclið er glæsilcgt hótcl með cigin veitingastöðum og jafnvel eigln spilavíli. Lagl af stað kl. 7:15 frá Keflavík lil Lúxemborgar, |jaðan sem ekið er með Útsýnarrútu tll Trier i P»ýskalandi. llm hádegisbil, þriðjudaginn 22. nóvember er lagt af stað aflur lil íslands. UTSYN Ferðasbifstofan Ftsýn hf ■ wmm Álfabakka 16, 109 Reykjavík, sími: 91-603060 • Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími: 91-26611 Undirbúningur íyrir Miss World hafin: Keppnin verdur örugglega hörð -segir Linda Pétursdóttir LINDA Pétursdóttir, fegurðar- drottning íslands 1988, er nú að undirbúa sig fyrir Miss World keppnina. Linda fer í næstu viku, fyrst til London, en síðan til Costa del Sol á Spáni þar sem keppendur frá 87 löndum búa sig undir keppnina í 10 daga. Að því loknu tekur við önnur 10 daga lota í London en þar fer úrslita- keppnin fram 17. nóvember næstkomandi. „Ég er ekki farin að kvíða fyrir keppninni ennþá en ég verð sjálf- sagt farin að finna fiðring í næstu viku,“ sagði Linda við Morgun- blaðið í vikunni. „Þetta leggst bara vel í mig þótt samkeppnin verði örugglega hörð þar sem aldrei hafa verið jafn margir keppendur og núna, eða 87,“ bætti hún við. Linda sagði að hún hefði verið að búa sig undir Miss World keppn- ina í allt sumar, bæði stundað líkamsrækt af kappi og einnig sank- að að sér fatnaði. „Eg verð úti í þijár vikur og ég get helst aldrei verið í sömu fötunum tvisvar, þann- ig að ég hef verið að útvega mér föt til að vera í með öllum fylgihlut- um og það hefur tekið talsverðan tírna," sagði Linda Pétursdóttir. Morgunblaðið/Bjarni Linda hefúr stundað líkamsrækt af kappi í sumar til að vera sem best undir keppnina búin. Ragnarsbak- arí enn lokað Keflavík. NIÐURSTAÐA hefiir enn ekki fengist á málum Ragnarsbakarís í Keflavík sem var lokað á mánu- dag og allir starfsmennirnir sem eru um 50 voru sendir heim. Bakaríið er enn lokað og nú hef- ur rafinagnið verið tekið af hús- inu vegna vanskila. „Þetta er alvarlegt mál og við erum að vinna að því að fólkið fái greidd laun um mánaðamótin,“ sagði Magnús Gíslason hjá Verslunar- mannafélagi Suðurnesja í gær. Sem kunnugt er var Ragnars- bakarí tekið til gjaldþrotaskipta fyrir rúmu ári og þá selt Ávöxtun sf. í Reykjavík sem síðan seldi bak- aríið Björgvini Víglundssyni úr Reykjavík. Hann stöðvaði síðan reksturinn á mánudag þar sem hann taldi eignastöðu sína það óljósa að ekki væri hægt að halda rekstrinum áfram. Starfsfólk bak- arísins sem eru félagar í Verslunar- mannafélagi Suðumesja fundaði í gær um stöðu mála og þar var ákveðið að bíða átekta fram yfir helgi. Björgvin Víglundsson kom á fundinn og upplýsti að hann hefði sent inn riftun á samningi sínum við Ávöxtun sf. Bústjóri þrotabús Ragnarsbak- arís og Ávöxtunar sf. hafa fundað undanfama daga vegna þessa máls sem er allt hið flóknasta. Eftir að Ávöxtun sf. keypti Ragnarsbakarí var stofnað nýtt fyrirtæki um rekst- urinn sem hét Brauðgerð Suður- nesja og Björgvin stofnaði síðan Suðumesjabakarí þegar hann tók við rekstrinum, en þessi fyrirtæki seldu framleiðsluna undir merki Ragnarsbakarís. BB Mezzoforte íHeita pottinum HLJÓMSVEITIN Mezzo- forte heldur tónleika í kvöld, sunnudagskvöld í Heita pottinum á Duus. Ell- en Kristjánsdóttir söngkona mun syngja nokkur lög með hljómsveitinni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Á efnisskránni em gömul og ný jazzlög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.