Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988
27
kerfí. Verð er t.d. gefið upp í fískum
og fískvættum árið 1619 og hundr-
uðum físka 1684 og 1702. Árið
1776 eru peningaviðskipti orðin al-
gengari og verð er uppgefið í ríkis-
dölum og skildingum. Tæpast er
gerlegt að framreikna bjórverðið
eftir einhverri vísitölu til nútíma-
verðlags. Það verður því að leita
annarra leiða s.s. miða við fískverð
í dag eða reikna út hlutfall milli
bjórs og annarrar vöru í verðlagst-
öxtunum, t.d. smjörs.
Slíkir útreikningar geta orðið
nokkuð flóknir og margbrotnir og
við mat á þeim verður að hafa
ýmislegt í huga. Mettuð feiti virðist
vera í minni metum en áður var; í
dag kostar kílógrammið af smjöri
378 krónur í smásölu. Af þessu leið-
ir að ef miðað er við smjör, verður
„mögulegt og kristilegt" verð til-
tölulega lágt en hærra ef mið er
tekið af físki. Reglu- og bindindis-
samur fræðimaður sagði blaða-
manni Morgunblaðsins að eðlilegra
væri að miða við físk. En þá kemur
það vandamál til sögunnar að verk-
reikniforsendur.
Ef við miðum við 120 potta í
tunnu, drögum tunnuverðið frá og
umreiknum danskan bjór til fiska;
verður niðurstaðan sú að 1 lítri er
jafn virði '/4 hluta af gildum físki.
Ef fískurinn er metinn á núvirði
skreiðar verður lítraverðið 138,75
kr. Aftur á móti ef miðað er við
smjör verður niðurstaðan 23,62
krónur.
Það má e.t.v. segja að þetta séu
vafasamir útreikningar þar eð
óvissuþættir er æðimargir og það
verður að ítreka að ofangreint er
til vitnis um hvað Ari sýslumaður
taldi rétt og sanngjamt, það er
hugsanlegt að sýslumaðurinn hafí
verið hallur undir „neytendasjónar-
mið“. — Allavega, yfírvöldin í Kaup-
mannahöfn töldu þörf á því að setja
niður þessar deilur um verðlagsmál-
in og voru því sett nánari verðlags-
ákvæði. Vörutaxtar eða kaupsetn-
ingar vom útgefnar árin 1619,
1684, 1702 og 1776. í þessum
kaupsetningum er m.a. getið um
bjórtegundir og þær verðlagðar.
Tunna fyrir „vota vöru" var talin
136 pottar. Einn fjórðungur (u.þ.b.
5 kg) smjörs var metinn á 15 fiska.
Sumum kann að þykja verðið á
4- dala-öli í hærra lagi; á núvirði
kostar 1 lítri 530,51 krónur ef
miðað er við skreiðina. Aftur á
móti ef miðað er við smjörið kostar
lítrinn 90,33 krónur.
Nú má geta þess að íslendingum
fannst kaupsetningin 1684 vera
óhagstæð svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Þeir fengu því framgengt
að nýr taxti var settur árið 1702.
Verðlag breyttist nokkuð en verð á
bjómum var þó óbreytt. Smjörverð
hækkaði lítillega í 16 fiska fyrir
fjórðung smjörs.
Arið 1776 var verslunartaxtan-
um enn breytt verulega. Gamlar
mælieiningar aflagðar og verð gefíð
upp í ríkisdölum og skildingum.
Þrátt fyrir að dregið hafi verulega
úr ölneyslu íslendinga er öls getið
í taxtanum. 4-dala-öl með tunnu
kostaði 4 ríkisdali og 32 skildinga.
Tunnan sjálf kostaði 1 ríkisdal og
33 skildinga. Einn pottur af 4-dala-
Bindindismenn eða óánægðir neytendurV
un físks á sautjándu og átjándu öld
var ekki fullkomlega sambærileg
við það sem nú tíðkast. Þó hefur
sá kostur verið tekinn að samlíkja
„gildum físki" landsmanna á sautj-
ándu og átjándu öld við vel verkaða
Ítalíuskreið í dag. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Skreiðarsamlaginu
mun meðalverð vera um 555 krónur
á kílógrammið.
Af fyrrgreindu leiðir að útreikn-
ingar hljóta að verða óvissir, en
samt sem áður er hugsanlegt að
þeir geti orðið nútímamönnum til
nokkurrar leiðsagnar í leitinni að
„mögulegu og kristilegu verði“, eins
og segir í einokunartilskipun Krist-
jáns fjórða frá 1602.
í tilskipuninni segir einnig að
kaupmenn megi ekki hækka vöru-
verð að eigin vild heldur taka mið
af gömlum landsvana. Til marks
um hvað hefur verið talið sann-
gjarnt verð má geta þess að árið
1615 taldi Ari Magnússon sýslu-
maður ísfírðinga þörf á því að
skylda kaupmenn til „að gera öllum
og sérhverjum möguleg kristileg
kaup eftir gömlu lagi sem gamlar
kaupsetningar upp á hlýða". Ari
sýslumaður setti svo verðlagsskrá
og í henni segir m.a: „Tunnu með
ómeingað Sunstöl uppá U/2 vætt.
Tunnu með danskan bjór uppá
vætt.“
Tóm bjórtunna var metin á tvo
ijórðunga og til fróðleiks og saman-
burðar má geta þess að Ari verð-
lagði brennivínskút sem tekur 12
merkur uppá V2 vætt og messuvíns-
áttunginn eins. En af íslenskri vöru
má nefna að hann mat 2 fjórðunga
smjörs uppá vætt og „35 blautir
fiskar uppá vætt, svo að gildingu,
að 30 harðir séu uppá vætt“.
l>að er túlkunaratriði hvað Ari
er að meina með talningu fiska í
vættina. En venja er að telja 40
gilda físka í vætt, ein vætt var 8
fjórðungar, 80 pund, 40 kg. Einn
gildur fískur þurrkaður var því 1
kg. í þessari grein er miðað við þær
í taxtanum frá 1619 gat verð á
sömu vöru verið mismunandi eftir
því á hvaða kjörum var verslað.
Svonefnd „hundraðakaup" sem var
nokkurs konar heildsöluverð þess
tíma, eða allavega verð með mjög
miklum afslætti. „Einkaup" sem
var venjulegt smásöluverð. Einnig
var gerður greinarmunur á því
hvort greitt var í físki (fiskreikning-
ur) eða landbúnaðarafurðum
(pijónles- og sauðareikningur).
I kaupsetningunni 1619 er verð
gefíð upp í þurrum fískum.
í taxtanum er í einkaupi 1 tunna
af góðu skildings-öli metin á 70
físka í fiskreikningi og 80 físka í
prjónles- og sauðareikningi. 1 tunna
af tvísterku öli (Dobbelt eða danskt
öl) var metin á 50 fiska í fískreikn-
ingi en 55 físka ef greitt var fyrir
í landbúnaðarvörum.
Ekki er gefíð upp verð á umbúð-
unum þ.e.a.s. á tómum tunnum; því
verður að ætla að eingöngu sé mið-
að við innihaldið en ef svo er ekki
kemur umbúðaverðið fram í út-
reikningum greinarhöfundar og ölið
verður nokkru dýrara en ella. Gert
er ráð fyrir að 120 pottar séu í
tunnunni. Lítri af skildingsöli í ein-
kaupi og fískreikningi reyndist
kosta 0,58 fiska._ Þ.e.a.s. 323,75
krónur á núvirði Ítalíuskreiðar. Ef
miðað er við smjör er niðurstaðan
55,12 krónur.
Taxtinn 1684 gefur eingöngu
upp verð í einkaupi, þ.e. venjulegu
smásöluverði. Gerður greinarmunur
á því hvort greitt er í físki eða land-
búnaðarafurðum. Verðlagt er í
hundruðum fiska og verður að ætla
að þar sé miðað við stórt hundrað,
þ.e.a.s. 120 fiskar í hundraði. 1
tunna af 4-dala-öli er á 1 hundrað
og 35 físka í fiskreikningi og 1
hundrað 55 fiska í prjónlesreikn-
ingi. Umbúðimar, þ.e.a.s. öltunnan
sjálf, voru taldar kosta í fiskreikn-
ingi 25 fiska og 27 í pijónlesreikn-
ingi. Sem fyrr voru 40 fískar taldir
í vætt og þijár vættir í hundraði.
ölinu kostaði 2V2 skilding. Til sam-
anburðar má geta þess að 1 lýsis-
pund (8 kg) af nýju ósöltuðu smjöri
vel hreinsuðu var verðlagt á 84
skildinga. En 1 skipspund eða 20
lýsispund (160 kg) af stórum og
meðalflötum hörðum físki á 7 ríkis-
dali og 18 skildinga.
Hér er ekki fullvíst hve stór öl-
tunnan á að vera. í taxtanum er
talað um komtunnu sem skyldi vera
144 pottar, lýsistunnu 136 pottar
og tjörutunnu 120 pottar.
Ef miðað er við verðið á stökkum
potti og hertur fískur talinn jafn-
gilda Ítalíuskreið verður niðurstað-
an sú að lítri af 4-dala-öli ætti að
kosta 321,74 krónur. — Nú vill svo
heppilega til að kaupskráin 1776
getur um verð á saltfiski. Ef hann
er talinn jafngilda velverkuðum
saltfíski í dag sem kostar miðað við
tollgengi októbermánaðar 1988 og
upplýsingar frá Sölusambandi
íslenskra fiskframleiðenda, 289,56
kr./kg, verður niðurstaðan sú að '
lítrinn af 4-dala-ölinu ætti að kosta
167,86 krónur. Ef mið er tekið af
smjöri verður verðið á ölinu 90
krónur lítrinn.
Af ofanrituðu má vera ljóst, að
sögulegur vitnisburður leysir ekki
allan vanda verðlagsnefndarinnar
þar eð óvissuþættir eru ærið marg-
ir. Nefndin verður í væntanlegum
útreikningum að taka afstöðu til
ótal álitamála en viðleitni genginna
kynslóða til að fínna „mögulegt og
kristilegt verð“ getur samt e.t.v.
orðið henni nokkur leiðsögn.
Texti: PLE
Eins og fram kemur í greininni eru verðlags-
forsendur og útreikningar ekki auðveld við-
ureignar og reikningar ekki skýrðir nema
að mjög takmörkuðu leyti, en þeim blaðales-
endum sem vilja kynna sér málið nánar er
bent á bækumar Upp er boðið fsaland eftir
Glsla Gunnarsson og Einokunarverslun
Dana & fslandi eftir J6n J. Aðils. Kaupsetn-
ingar má finna I Lovsamling for Island og
einnig er fróðlegt að athuga Alþingisbækur
fslands.
r
FLUGLEIÐIR
Lþúflýg^..
1 í helgaríerð
1 Rugleið^
tii Kauf a^af0
BROTTFÖR
áfimmtudögum,
föstudögum
eða laugardögum.
Dvaliðeríeina, tvær,
eða þrjár nætur.
Verð frá kr.
14.900
■ EIN NÓTT,
15.900
II TVÆR NÆTUR,
16.900
ÞRJÁR NÆTUR.
Fyrir 10 krónur gefst far-
þegum kostur á ferð með
skíðabát til Malmö í
Svíþjóð, en þar eru verslan-
irm.a.opnar
ásunnudögumfrá kl.
11.00-16.00.
Munið að söluskattur af varningi er
endurgreiddur á Kastrupflugvelli á
heimlelð gegn „TAX-FREE" kvittun.
AUarnánari
upplýsingar gefa
söluskrífstofur
F/ugleiða í síma 25100
og ferðaskrifstofurnar.
*Gisting með morgunmat á Hotel Absalon
og dvalið aðfaranótt sunnudags.