Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 41 h Ham hefði fengið mikla fjármuni gæti félagið einfaldlega ekki fengið þá leikmenn til sín sem þeir hefðu áhuga á því þeir vilja einungis fara til hinna „sex stóru“. Þetta væri þróunin í Englandi og henni yrði ekki breytt. íslensk knattspyrna í stöðugri sókn „Ég vissi því miður ekki mikið um íslenska knattspymu áður en ég kom hingað til lands á dögunum, en er nú margs vísari eftir dvöl mína hér,“ sagði Moore þegar um- ræðan beindist að íslenskri knatt- spymu. „En ég veit að mjög góður árangur íslenska landsliðsins hefur vakið verðskuldaða athygli og þá sérstaklega jafnteflið gegn Sov- étríkjunum í undankeppni heims- meistarakeppninnar, en þeir hafa á að skipa einu albesta landsliði heims í dag. Því er heldur ekki að leyna að flest landslið, sem koma hingað til að leika gegn Íslendingum, þykj- ast góð að ná öðru stiginu í viður- eign sinni við þá, og þetta undir- strikar styrkleika landsliðs ykkar. Þá veit ég að þið eigið knattspymu- menn í fremstu röð sem leika með félagsliðum á meginlandi Evrópu, m.a. í Vestur-Þýskalandi og Belgíu. Á uppskeruhátíðinni í Broadway hitti ég þá Ian Ross og Frank Up- ton, sem þjálfa lið hér á íslandi, og voru þeir báðir á einu máli um það að knattspyman hér á Islandi væri í stöðugri framför og nefndu þeir meðal annars góðan sigur Vals gegn meistaraliði Mónakó. En það sem vakti mikla athygli mína á uppskemhátíðinni þegar ég ræddi við íslendinga þar, var hversu gífur- legan áhuga þeir hafa á knattspyrn- unni í Englandi og er hún greini- lega mjög vinsæl hér á landi. Sum- ir sem ég ræddi við virtust vita meira en ég, og er þá mikið sagt.“ Höldum enn tengslum Bobby Moore sagði að leikmenn- imir úr sigurliði Englendinga frá 1966 héldu enn vissum tengslum sín á milli og hefðu þeir m.a. leikið góðgerðaleik fyrir nokkram áram í Þýskalandi gegn liði Þjóðveija úr ' úrslitaleiknum 1966. „Það era aðeins tveir úr liðinu sem era enn í knattspymunni, en það eru þeir Jackie Charlton, sem er landsliðsþjálfari íra, og Alan Ball, sem er framkvæmdastjóri hjá Portsmouth. Gordon Banks býr í Stoke og vinnur hjá markaðsfyrir- tæki í Leicester-skíri og er hann eitthvað viðloðandi markmanns- þjálfun að ég held hjá Aston Villa. Geoff Hurst og Martin Peters starfa hjá sama tryggingafélaginu í Essex og koma hvergi nærri knattspyrnu og ég veit að George Cohen rekur eigið framleiðslufyrirtæki í Loridon. Sjálfur starfa ég hjá fyrirtæki sem heitir Blue Arrow, sem er ráðgjafa- fyrirtæki er sérhæfir sig í að skipu- leggja fyrir einstaklinga og hópa m.a. ferðir á hin ýmsu íþróttamót eins og t.d. golfmót, tennismót og á knattspymuleiki. Ég fer t.d. á þeirra vegum til Dubai við Persaflóa á næstunni og skipulegg keppni og þjálfun fyrir unglingalið í knatt- spymu. Þessi atvinna mín hefur gefið mér tækifæri til mikilla ferða- laga sem ég hef haft mikla ánægju af.“ Bobby Moore dvaldi hér á landi ásamt unnustu sinni, Stephanie, sem er flugfreyja hjá breska flugfé- laginu British Airways. Moore á tvö böm frá fyrra hjónabandi, Robertu 23 ára og Dean sem er 21 árs. „Dvöl mín hérna á íslandi hefur verið afar ánægjuleg í alla staði og höfum við bæði notið þess að vera hér því allt er svo afslappað hér miðað við það sem við þekkjum frá London, svo ég tali nú ekki um þetta frábæra hreina loft héma. Við eram ákveðin í því að koma einhvem tíma aftur til íslands." Texti: Sigþór Eiríksson Stóra Laxá í Hreppum Stóra Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga óskar eftir tilboðum í veiðirétt árinnar 1989. Um er að ræða 10 stangir á fjórum svæðum. Þrjú vönduð veiðihús eru við ána. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafnaöllum. Tilboðum sé skilað fyrir 10. nóv. 1988 til Hilm- ars Jóhannessonar, Syðra Langholti, 801 Selfoss, sem einnig veitir nánari upplýsingar ísíma 98-66718. K • Ö • R • F • U • R Námskeið í körfugerðarlist Irefjast næstu daga.. Norræna ráðherra- nefndin er samvinnu- stofnun fyrir ríkis- stjórnir Norðurlanda. Samvinnan nær yfir alla meginþætti fé- lagsmála. Framkvæmdanefnd ráðherranefndarinnar hefur bæði frumkvæði og annast fram- kvæmdir fyrir nefnd- ina. Framkvæmdanefnd- inni er skipt í 5 sér- deildir: Fjárhags- og stjórnunardeild, upp- lýsingadeild og skrif- stofu aðalritara. NORRÆNA RÁÐHERRANEFNDIN Framkvæmdanefndin auglýsir stöðu RÁÐUNAUTS á rannsóknasviði Einn af ráðunautum okkar á rannsóknasviði lætur af störf- um og við leitum nú að eftir- manni í hans stað. Ráðunautar á rannsóknasviði mynda hóp sem vinnur aö fjöida mismunandi verkefna á sviði norrænnar samvinnu um rannsóknir. Ráðunautarnir undirbúa m.a. rannsóknar- stefnu þá (forsknings polit- iska árenden) sem fjallað er um í norrænu ráðherranefnd- inni og stofnunum hennar. Starfið spannar bæði undir- búningsverk og stjórnunarleg verkefni. Eins og hópur ráðu- nautanna á rannsóknarsvið- inu er núna samsettur mun starf hins nýja ráðunautar aðallega verða samvinna um rannsóknir almennt ásamt stjórnun norrænu líftækni- fræðilegu áætlunarinnar (bio- teknologiska samarbetspro- grammet). Eftir því sem umhverfissjón- armið verða æ meir ríkjandi koma verkefni ráðunautanna til með að snúast einnig um umhverfisstefnu og stefnu í orkumálum (áhrif orkunotkun- ar á umhverfi). Framkvæmdanefndin felur ráðunautunum e.t.v. einnig önnur verkefni. Reynsla í stjórnun þjóðlegra rannsókna og alþjóða sam- vinnu er æskileg. Umsækjandinn verður að geta tjáð sig skýrt bæði skrif- lega og munnlega á einu af þeim tungumálum sem notuð eru: Dönsku, norsku og sænsku. Framkvæmdanefndin býður góð vinnuskilyrði og góð laun. Talsverð ferðalög innan Norð- urlanda eru bundin starfinu. Ráðningin er tímatakmörkuð: 4 ár samningsbundin með möguleika á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum á ráöningar- timanum. Vinnustaðurinn er Kaup- mannahöfn. Framkvæmda- nefndin aðstoðar við útvegun á húsnæði. Norrænar samvinnustofnanir vinna að jafnrétti kynjanna og vænta umsókna jafnt frá kon- um sem körlum. Nánarí upplýsingar veitir Risto Tienari deildarstjóri og Bertel Stáhle sérráðgjafi. Harald Lossius starfs- mannaráðunautur svarar fyrírspurnum um ráðningar- skilmála. Sími í Kaupmanna- höfn 1-11 47 11. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 1988. Skriflegar umsóknir sendist til: Nordiska Ministerrádet Generalsekreteraren Store Strandstræde 18 DK-1255 Köbenhavn Danmark NÝ ÞRÆÐING =lnstant Start= SSSmSSSSmLoading SystemSSSSSS^S ÞAÐ NÝJASTA FRÁSAMYO ER VHR 4100, SEM ER ALGJÖR NÝUNG í VHS MYNDBÖNDUM Nýja þræðingirt frá SANYO gerir það að verkum að tækið vinnur mun hraðar en önnur tæki. T.d. tekur aðeins 1 sek- úndu að fá myndina á skjáinn, eftir að ýtt hefur verið á "spilun", sem áður tók 6 sekúndur. Og tækið þitt slitnar minna við notkun, athugaðu það. Tækið býður einnig upp á: * Fullkomna fjarstýringu * Stafrænan teljara sem telur klst./mín./sek. * Skyndiupptöku (QSR), óháða upptökuminni. * Nákvæma skoðun atriða með skrefspólun. * 39 rásir. * Sjálfvirkan stöðvaleitara. * Eins árs upptökuminni'með átta skráningum. * Hraðspólun í báðar áttir, með mynd. * Endurtekningu á sama hlutinn (repeat), allt að fimm sinnum. * Sjálfvirka bakspólun. * Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. * Hágæða mynd (High Quality). * Stafrænt stjórnborð lýsir öllum aðgerðum tækisins. * Scarttengi. FÁGAÐ ÚTLIT Stílhreinna og fyrirferðarminna tæki finnur þú varla. Tækið er 42 cm á breidd (passar í flesta hljómtækja- SANYO SKREFI FRAMAR Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík. Simi680780.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.