Morgunblaðið - 23.10.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.10.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 45 ingi. Að öðrum kosti hefði þeim ekki auðnast hugvit og kjarkur til að búa þar í fjórtán ár með bama- hópinn sinn. Arið 1926 er Sigurður sautján ára. Þá flytja gömlu hjónin að Innri-Lambadal og voru þar með síðustu ábúendur á Fjallaskaga. í Lambadal bjuggu þau til ársins 1938 að Sigurður tók við búinu og hélt heimili með þeim. Sigurður giftist árið 1944 Karit- as Hinriksdóttur frá Reykjavík. Þau bjuggu í Lambadal til ársins 1954 að hún lést eftir erfíða sjúkdóms- legu. Sigurður og Karitas eignuðust þijú böm, þau Bjama f. 1945 sem er lærður húsgagnasmiður en hefur verið sjúklingur til margra ára, Steinunni f. 1948 lærða sjúkraliða. Hún giftist Hrafni Guðlaugssyni sem lést 1976. Þau eignuðust tvö böm, dóttur og son, og Ingibjörgu húsmóður í Reykjavík. Hún er gift Guðmundi Kr. Olafssyni og eiga þau ijórar dætur. Eftir lát konu sinnar flutti Sig- urður með bömin sín til Reykjavík- ur á Skúlagötu 52 þar sem hann bjó til dauðadags. Hann hóf störf við Trésmiðjuna Víði og vann þar í yfir tuttugu ár. Sigurður safnaði ekki veraldlegum auði. Hans auður vom bömin hans, hann helgaði þeim líf sitt allt. Þegar Steinunn dóttir hans varð ekkja með tvö komaböm var hann samstundis kominn upp að hlið hennar. Síðar fór að bera á sjúkleika hjá Stein- unni sem varð til þess að Sigurður tók hana og telpuna heim á Skúla- götu en drengurinn elst upp hjá frændfólki okkar á Þyrli í Hvalfírði. Uppvaxtarár Sigurðar á Fjalla- skaga, þar sem lífínu var mætt með ró og aeðmleysi, þar sem lífsbarátt- an stóð frá degi til dags, mun vafa- lítið hafa hjálpað honum til þess að mæta erfíðleikum og mótlæti er urðu á vegi hans síðar í lífínu. Hann var þeirrar gerðar að styrkj- ast við hveija þraut. Mér liggur við að segja að hann hafí verið nær algóður maður sem náttúrlega er afar sjaldgæft ef ekki einstakt. Fómarlund hans og þrautseigja var slík að undran sætti. En því miður uppskar hann ekki alltaf eins og hann sáði og það er vont að þurfa að viðurkenna að maður lætur sig oft litlu varða náungann og frænd- fólk sitt, fyrr en maður þarf á því að halda sjálfur. Það er nefnilega að stómm hluta til frænda mínum á Skúlagötunni að þakka að ég lauk námi er ég sótti til Reykjavíkur. Þegar ég stóð frammi fyrir húsa- leigumarkaðnum í Reykjavík, með vasana tóma, var það hann sem kom til sögunnar og lét mér í té íbúð Steinunnar dóttur sinnar með öllum búnaði fyrir sama og ekki neitt. Það var einfaldlega sjálfsagt mál. Mér er líka ógleymanlegt að einhveiju sinni þurfti ég að mæta í próf en þá var sonur minn veikur og ég komst ekki frá honum. Nú vom góð ráð dýr, allir sem ég þekkti vom í vinnu eða skóla. Þá var það Sigurður sem kom mér til bjargar þó sjálfur væri ekki ferða- fær vegna flensu. Svona var hann allur, heill og sannur í hjálpsemi sinni við aðra. Við drakkum stund- um kaffí á laugardagsmorgnum í eldhúsinu í Breiðholtinu. Þá sagði hann mér sögur af afa og ömmu og lífínu á Fjallaskaga, hann sagði mér líka af bömunum sínum. Mikið óskaplega þótti honum vænt um þau. Hann átti sér draum sem hélt í honum lífinu, drauminn um það að eldri bömin hans tvö næðu bata. Því miður lifði hann það ekki. Og nú er það draumurinn minn að hin bjarta minning um föður og afa verði til þess að lýsa afkomendum hans leiðina áfram, án hans. Ég votta afkomendum hans og að- standendum öllum samúð mína og bið þeim guðs blessunar. Sigurður verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 24. okt. kl.15.00. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Blessuð sé minning Sigurðar Bjamasonar. Svanhildur Daníelsdóttir t Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, verður jarösungin í Fossvogskirkju mánudaginn 24. október kl. 13.30 Viggó Bergsveinsson, Ingveldur Viggósdóttir, Gísli Ólafsson, Þráinn Viggósson, Margrót Björnsdóttir. t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar og bróður minn, DR. PÁLMA MÖLLER prófessor, sem lést í Birmingham, Alabama, 19. júní síöastliöinn, verður í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 25. október, kl. 13.30. Málfrföur Óskarsdóttir Möller, Pálmi Möller, Óskar Möller, Jóhann Georg Möller, Þorbjörg Möller Leifs. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi. ÞORVALDUR ÁSGEIRSSON golfkennari, Miöleiti 1, verður jarðsunginn í Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. okt. 1988 kl. 15.00. Ásgeir Þorvaldsson, Erla Alfreðsdóttir, Pótur Þorvaldsson, Ágústa Guömundsdóttir, Stefán Þorvaldsson, Guðrfður Waage, Kristfn Þorvaldsdóttir, T ryggvi T raustason og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ESTER GEORGSDÓTTIR, Barónsstfg 16, Reykjavfk, verður jarösungin fró Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. október kl. 13.30. Guöbjörn Guðbjörnsson, Guðfinna Ásgeirsdóttir, Hólmfrfður Guðbjörnsdóttir, Sigrfður Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Pétursson, Liíja Hólm Ólafsdóttir, Haraldur Gunnarsson, Sigurlaug Hólm Ólafsdóttlr, Birgir Baldursson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR, áður Selvogsgötu 9, Hafnarfirði, verður jarðsungin þriðjudaginn 25. október frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins- félags íslands. Rfkharður Kristjánsson, Guðrún Ólafsdóttir, Skarphéðinn Kristjánsson, Guðrún Bjarnadóttir, Hrefna Kristjánsdóttir, Kolbeinn Grfmsson, Dúfa Kristjánsdóttir, Hörður Hallbergsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJARNASON frá Innri-Lambadal, Dýrafirði, bjó á Skúlagötu 62, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. október kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag fslands. Bjarni Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ingibjörg Siguröardóttir, Guðmundur Kr. Ólafsson og barnabörn. t Hjartanlegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og hlýju við andlát og útför HAUKS HAFSTEIN. Ragnheiður Hafstein og fjölskylda. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, sonar, stjúpföður, afa og bróður, GUÐMUNDAR JÓNS KRISTJÁNSSONAR frá Arnarnúpi. Ásmunda Ólafsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Erna Elrfksdóttir, Bragi Kristjánsson, barnabörn og systkini hins látna. t Færum öllum hjartans þakkir, sem heiðruöu minningu JÓNASAR BÖÐVARSSONAR skipstjóra, Háteigsvegi 32, og vottuðu okkur samúð við fráfall hans. Hulda Haraldsdóttir, Sigrfður Jónasdóttir, Jón Erlendsson, Haraldur Jónasson, Svanhlldur Ólafsdóttir, Marta Marfa Jónasdóttir, Böðvar Jónsson, Erna Aradóttir, barnabörn og fjölskyldur. SÆNSKAR GÆÐADYNUR MÓUE 15 110 200 cm UNI-LUX KING 900.- 90 x 200 cm - kr. 16.400.- 90 X 210 cm - kr. 20.500,- 105 x 200 cm - kr. 20.800.- 120 X 200 cm - kr. 25.650.- 160 X 200 cm - kr. 34.100,- 90X200 cm-kr. 21.700.- 90 x 210 cm - kr. 23.900.- 105 x 200 cm - kr. 25.850,- 120 X 200 cm - kr. 30.650.- 160 x 200 cm - kr. 42.800,- • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HÚSGAGNADEILD KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13-101 Reykjavík - Sx. 91 -625870 90x200 cm-kr. 31.900. Nokkrar tegundir af höfða- göflum og tilheyrandi lappir eða bogar fyrirliggjandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.