Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER 1988 I LAMELLA PARKET 10% afsláttur Mm Rúllugluggatjöld II# JS gluggatjÖld SudurlunJibmut 6. Slmi: 91 -8 32 15. Bjóðum viðskiptavinum okkar 10% afslátt af LAMELLA PARKETI í tilefni finnskrar viku BYGGINGAVÖRUVERSLUN SAMBANDSINS KRÓKHÁLSI 7 SlMI 8 20 33 Fer inn á lang flest heimili landsins! OG KAUPFÉLÖGIN Symphony Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun þessa vinsæla Qölnotaforrits. Að loknu námskeiði eru þátttakendur færir um að nota allar helstu áðgerðir í hug- búnaðinum. Dagskrá: * Almennt um samofinn hugbúnað. * Fjölnotakerfið Symphony. * Töflureiknir. * Ritvinnsla. * Gagnagrunnur. * Notkun glugga. * Samtenging þátta forritsins. * Ýmsar æfingar. * Umræður og fjrrirspumir. TÍMI: 2.-5. NÓVEMBER KL. 13-17. INNRITUN í SÍMUM 687590 OG 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Austur-þýskt postulín á hagstæðu verði MatarsteU fyrir sex kr. 2.750 KaffisteU fyrir sex kr. 1.568 Könnur kr. 78 KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT AF ERLENDUM VETTVANGI Yfirmenn BCCI-bank- ans í aðalhlutverkum Talið er að Medelin eiturlyflahringurinn frá Kólombíu hafi notið fyrirgreiðslu /?C67-bankans við að koma hundruð milljóna króna hagnaði af eiturlyflasölu í umferð. Bandaríkjanna, var einnig í vina- hóp Abedis og Bert Lance, fjár- málastjóri Carter-stjómarinnar, var á launaskrá hjá Abedi. Sá kvittur komst á kreik fyrir mörgum árum að nokkrir starfs- manna BCCI hefðu óhreint mél í pokahominu. En þegar stjómar- maður hjá bankanum var inntur eftir því vísaði hann því á bug og kvað slík ummæli bera vitni um kynþáttafordóma. Hann benti á að BCCZ'-bankinn væri stofnun í eigu Araba, að Pakistanir sæu um rekstur hans og viðskiptavin- imir væm litað fólk frá fátækum löndum. Skyldi nokkum undra að fulltrúum hvíta kynstofnsins, sem á hendur núverandi eða fyrrver- andi starfsmanna BCCI. Akærumar marka endalok rannsóknar sem gekk undir duln- efninu C-Chase og unnin var sam- eiginlega af bandarískum, bresk- um og frönskum yfirvöldum. C-ið er dregið af Century-note sem er gamalt uppneftii á hundrað dala seðli. Rannsóknin hófst í Panama árið 1986 þegar óeinkennisklædd- ur maður frá bandarísku tollgæsl- unni lét sem hann hefði milljarða króna eiturlyfjagróða undir hönd- um sem hann vildi láta „hreinsa". Honum reyndist auðvelt að vekja áhuga yfirmanna 5CC/-bankans sem og annarra „hreinsunar- manna“. Peningahreinsun BCCI fólst í því að yfírmenn bankans tóku við hagnaði af sölu eiturlyfja og lögðu hann inn á reikning f sínum banka. Því næst veittu þeir lán til einhvers útibúa bankans í Frakklandi, Panama, Umguay, Fyrir faeinum dögum hittust ellefu manns í Tampa í Flórída til að vera við brúðkaup. Athöfhin fór þó aldrei fram því að tolla- yfirvöld í Bandaríkjunum handtóku fólkið samstundis. Þar með lauk rannsókn bandarískra tollayfirvalda sem staðið hafði i tvö ár á „hreinsun" eiturlyQagróða og tengslum alþjóðlegrar banka- stofnunar, Bank of Credit and Commerce International (BCCI) við málið. BCCI telst á meðal sjö stærstu einkabanka í heimi og_ for- saga hans er allóvenjuleg. Útibú bankans eru flest undir stjóm móðurfyrirtækja sem em skráð í Lúxemborg eða á Caymaneyjum í Karíbahafi en bankalöggjöfín þykir ekki með strangara móti í þeim löndum. Hlutafjáreign bank- ans nemur rúmum 920 milljörðum ísl. króna og útibúin eru 400 tals- ins í 73 löndum. Talið er að stærstu hluthafamir séu Zayed- §ölskyldan í Abu Dhabi, höfuð- borg Sameinuðu furstadæmanna og Bin Mahfouz-fjölskyldan sem á stærsta bankann í Saudi Arabíu, National Commercial Bank. Árið 1972 stoftiaði Agha Hasan Abedi BCCI-bankann en hann var forstjóri stærsta einkabanka Pak- istans, United Bank, uns stjóm- völd þjóðnýttu bankánn árið 1973. Abedi færði smám saman út kvíamar í Miðausturlöndum og á áttunda áratugnum hóf hann inn- reið sína f Asíulönd, þar á meðal til Kfna og Afríku. BCCI var einn fárra banka sem fékk bankaleyfí í Zimbabwe eftir að landið hlaut sjálfstæði og auk þess opnaði bankinn útibú í Flórída, New York og Panama. Starfsmaður bankans viðurkenndi í vitnaleiðslum eitur- lyfjanefndar Bandaríkjaþings fyrr á þessu ári að hann væri leynileg- ur milliliður bankans við Manuel Noriega, einræðisherra í Panama, sem ákærður var fyrir eiturlyfj- amisferli snemma árs 1988. Vinur Zia-ul-Haqs Því er haldið fram að Abedi, sem gekkst undir hjartagræðingu fyrir tveim mánuðum, sé einráður innan bankans. Á blómaskeiði sínu í Karachi í Pakistan stofnaði hann til náinna kynna við hátt- setta stjómmálamenn þar í landi. Hann var vinur fyrmm forseta Pakistans, Zia ul-Haq, sem fórst nýlega í flugslysi, og réð marga fyrrverandi stjómmálamenn og menn innan hersins til bankans. Þeirra á meðal voru H.U. Baig, fyrrum fjármálaráðherra lands- ins, Rahimuddin Khan hershöfð- ingi, fyrrnm starfsmannastjóri pakistanska hersins og Sultan Khan, fyrmm utanríkisráðherra og sendiherra f Bandaríkjunum. Jimmy Carter, fyrrnm forseti Reuter Margir bændur í löndum Suður-Ameríku hafa lifibrauð sitt af ræktun kókablaða sem kókain er unnið úr. The Economist er allsráðandi í alþjóðlegri banka- starfsemi, væri uppsigað við ban- kann? Eiturlyfjagróði „hreinsaður“ Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska ríkissaksóknaraemb- ættinu em nokkrir starfsmenn bankans viðriðnir „hreinsun" á 1.472 milljónum ísl. krónum. Þar af rann um 644 milljón króna hagnaður af kókaínsölu í gegnum bankann. Hinn illræmdi Medelin eiturlyfjahringur í Kólombíu, sem einokað hefur kókaínviðskiptin í heiminum, á þar stóran hlut að máli. Tollgæslan bandaríska gaf út 80 kæmr 11. október sl. í Tampa í Flórída, þar af vom níu Bahamaeyjum, Lúxemborg eða Englandi og heimiluðu eiturlyfja- smyglumnum að taka þá peninga- upphæð út. Bankinn greiddi síðan upp lánið sem hann hafði nýlega veitt til útibúsins af reikningnum sem hann stofnaði upphaflega fyrir eiturlyfjasmyglarana. Það óvenjulega við málið er að hærrasettir bankamenn em við- riðnir það en svipuð mál sem kom- ið hafa upp. Yfírleitt koma einn eða tveir bankastarfsmenn við sögu siíkra mála og ef til vill for- stöðumaður lítils útibús. í þessu tilfelli hafa háttsettir menn innan bankans verið ákærðir, þar á meðal Amjad Awan, aðstoðarfor- stjóri Suður-Ameríkudeildar bankans og Nazir Chinoy, svæðis- stjóri fyrir Evrópu og Áfríku. Það þykir einnig tíðindum sæta að yfírmenn BCCI höfðu ekki í hyggju að auðgast sjálflr á við- skiptum sínum við eiturlyfja- smyglara heldur efla hag bankans og auka innistæður hans. Það skýrir einnig þá staðreynd að bandarísk yfirvöld ákæra í fyrsta sinn bankastofnun fyrir „peninga- hreinsun" en ekki einstaklinga. Fulltrúar BCCI hafa lýst yfir sakleysi sínu og halda þeir því fram að stofnunin sé fómarlamb rógsherferðar. I kjölfar rannsóknarinnar vom innistæður bankans í BaUda- ríkjunum frystar. Verði sönnur færðar á sekt bankans verður hann að greiða sem samsvarar 52.290 milljónum ísL króna í sekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.