Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 t Móður- og föðursystir okkar, KATRÍN LÚÐVÍKSDÓTTIR, áfiur til heimilis á Seljavegi 15, sem andaðist á Elliheimilinu Grund 22. október verður jarðsett frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. október kl. 10.30. Minninsr: -----o Þórður Guðmunds- son fv. verslunarsljóri Systkinabörn og aðrir vandamenn. t SIGURLAUGUR GUÐMUNDSSON frá Flateyri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. október kl. 10.30. Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Ingileif Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn, SIGURSTEINN FRIÐBERG GUÐLAUGSSON frá Hofsósi, verður jarðsettur að Kotströnd í Ölfusi föstudaginn 28. október kl. 14.00. Fyrir hönd barna og annarra aðstandenda, Guðný Pálsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, STEPHAN STEPHENSEN, Bjarkargötu 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. október kl. 10.30. Ingibjörg Stephensen, Ólafur Stephensen, Klara Stephensen. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi verslunarstjóri, Hvassalelti 58, verður jarðsunginn fimmtudaginn 27. október kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni. Margrót Sigurðardóttir, Kristfn Þórðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Þórðarson, Sigrún Andrésdóttir, Hlldigunnur Þórðardóttir, Finnbogi Höskuldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, Gröf, Miklaholtshreppi, verður jarðsungin frá Fáskrúðabakkakirkju laugardaginn 29. októ- ber kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram frá Neskirkju föstudaginn 28. október kl. 13.30. Ferð verðurfrá BS( kl. 10.00 á laugardag. Kristfn Helgadóttir, Halldór Helgason, Pétur Haukur Helgason, Hilmar Helgason, Ásgeir Heigason, Marteinn S. Björnsson, Jóhanna G. Sigurbergsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Erla Sverrisdóttir, Guðrún K. Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fæddur 19. maí 1908 Dáinn 19. október 1988 Kveðja frá KFUM I dag er kvaddur hinstu kveóju einn úr hópi elstu félaga KFUM, Þórður Guðmundsson, fyrrum verslunarstjóri hjá Hvannbergs- bræðrum. Ungur að árum hóf hann störf hjá því ágæta fyrirtæki og helgaði því starfskrafta sína alla tíð síðan, meðan starfsþrek entist. í 90. Davíðs-sálmi segir svo: „Ævi- dagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár.“ Þórður hafði því náð efri mörkum þessa almenna mælikvarða og var því saddur lífdaga, eins og komist er að orði, enda ekki verið heill heilsu seinustu árin. Hann gekk ungur í KFUM og var árum saman í „Úrvali" yngstu deildar félagsins eins og það var löngum nefnt. En hópur sveitastjóra í drengjastarfí félagsins var í dag- legu tali nefndur „Úrvalið“. Helgað- ist sú nafngift af því að séra Frið- rik og nánustu samverkamenn hans völdu forystumenn í drengja- og unglingastarfínu úr hópi félags- manna. Komu þeir saman á úrvals- fundi vikulega til ráðagerða um starfið og til sambænastunda. Þórð- ur hafði forstöðu fyrir 7. sveit, sem voru piltar úr suðausturhluta borg- arinnar á þeim árum. Mér verða ávallt minnisstæðir þeir fundir á yngri árum mínum þegar Þórður hafði eitthvert fundarefni, hvort sem hann las eða sagði okkur sögu. Allt var svo skilmerkilega fram sett og röddin svo skýr og hljómmikil, að allir gátu notið þess, er fram fór. Hann var einnig liðtækur i sum- + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall föður míns og tengdafööur, MAGNÚSARSTEPHENSEN. Elfn Stephensen, Sigurjón Jónsson. t Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför JÓNS JÓNSSONAR. Laufey Jóhannsdóttir, Jóhann Jónsson, Sólveig Gunnarsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS JÓHANNSSONAR frá Kljé. Róbert Valdimarsson, Elfn Valdimarsdóttir, Slgurður Lárusson, Hulda Valdimarsdóttir, Elis Gfslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför LÁRUSAR JÓNSSONAR, Laugarnesvegi 59. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A6, Borgarspítala, fyrir góða umönnun í veikindum hins látna. Signý Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför dóttur minnar, móður, tengdamóður, systur og ömmu, JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR WAAGE, Ljósheimum 10, Reykjavfk, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guöbjörg Guðmundsdóttir, Geir Waage, Dagný Emllsdóttir, Arnbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jónas Jónsson, og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar STEPHANS STEPHENSEN verða auglýsingastofurnar ÓSA og Gott fólk lokaðar til kl. 13.00 í dag, fimmtudag. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GESTS HALLDÓRSSONAR frá Garðsvfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð. Oddný Gestsdóttir, Hðkon Sigtryggsson, Jóhann Gautl Gestsson, Edda Magnúsdóttir, Ingibjörg Gestsdóttir, Örn Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag frá kl. 14.00-17.00 vegna jarðarfarar ÓLAFAR HAFSTEINS EINARSSONAR, kennara. Úrsmiðir Skólavörðustíg 3, Helgi Sigurðsson og Grétar Helgason. arbúðunum í Vatnaskógi á þessum árum og munaði um hann þar sem hann lagði hönd að verki. Menn leiða gjaman hugann að liðnum tíma þegar samferðamenn kveðja, og rifja upp kynni sín af þeim á lífsleiðinni. Það sem mér er efst í huga þegar ég lít til baka að þessu sinni, er einstæð prúð- mennska, góðvild og tryggð Þórðar við menn og málefni, sem honum voru hugleikin. Hann var trúfastur fundargestur í Aðaldeild KFUM meðan heilsan leyfði og Gideonfé- lagið naut þessara eiginleika hans frá fyrstu tíð. Hann var einnig um langt skeið í forystusveit Sundfé- lagsins Ægis og vann sundíþrótt- inni þar mikið gagn. Það má einnig líta á það sem dæmi um staðfestu hans og tryggð, að hann starfaði alla tíð hjá sama fyrirtækinu og bjó áratugum saman á Sólvallagötu 7, stað sem hann hafði tekið ástfóstri við. Mér er kunnugt um, að orð Guðs var honum dagleg leiðsögn, enda var hann grandvar og samvisku- samur í öllu þvf sem hann tók sér fyrir hendur. Ég tel það heiður fyr- ir KFUM að hafa fengið að telja hann meðal félaga sinna, og sóma að því að hafa e.t.v. átt einhvem þátt í því að byggja upp góðan dreng og heilsteyptan sæmdar- mann. Lífsferill Þórðar minnir mig á bæn, sem er að finna í áður nefnd- um Davíðssálmi: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta." Þessi bæn gæti hafa verið hans leiðarljós og er fordæmi okkur sem eftir lifum. Þessum línum fylgja að lokum einlægar kveðjur til eiginkonu hans og fjölskyldu með blessunaróskum í nútíð og framtíð. Arni Sigurjónsson í hvert sinn sem við sjáum á eft- ir góðum vini fínnum við til trega og þess vegna langar mig til að kveðja Þórð_ Guðmundsson með nokkrum orðum. Þórður andaðist 19. október á Borgarspítalanum eftir sutta legu. Það var fallegur haustdagur, kyrr og fagur, sólin að lækka á lofti og ylurinn óvenjumikill miðað við árstíma. Árið 1926 kom Þórður til starfa við skóverslun Hvannbergsbræðra aðeins 18 ára gamall, beint úr Sam- vinnuskólanum. Eigandi verslunar- innar, Jónas Hvannberg, sá þá fljótt hversu dugiegur og einstaklega traustur Þórður var, og með tíman- um varð hann verslunarstjóri. Þórð- ur vann hjá fyrirtækinu í 60 ár, sem sýnir best tryggð hans og traust. Vorið 1933 réðst Margrét Sig- urðardóttir til Hvannbergsbræðra og felldu þau Þórður hugi saman og giftust þau 20. júní 1936. Voru þau hjónin einstaklega samhent og áttu fallegt og hlýlegt heimili, sem ávallt var gott að koma á. Hjóna- band Þórðar og Margrétar var langt og farsælt og áttu þau miklu bama- láni að fagna. Eignuðust þau 3 böm: Kristínu, Sigurð og Hildigunni og 9 bamaböm. Óll eru þau mikið dugnaðar- og sæmdarfólk, sem Þórður var mjög stoltur af. Þórður var mikill sundmaður og æfði hann lengi með Sundfélaginu Ægi. Keppti hann oft fyrir það fé- lag, meðal annars keppti hann í 100 m bringusundi í Örfírisey ásamt mörgum sterkum sundmönnum þeirra tíma. Æfíngaraðstaða Þórð- ar og félaga hans var nær eingöngu í sjónum. Árið 1936 fór Þórður ásamt fleirum á Ólympíuleikana í Þýskalandi og keppti fyrir íslands hönd. Þórður var virkur í Gideon-félag- inu og ánægjan skein frá Þórði, þegar hann fór til að úthluta Nýja testamentinu til 11 skólabama á hveiju hausti. Þórður var ávallt sem akkeri Hvannbergsbræðra. Sanngjamari og réttsýnni mann er vart hægt að hugsa sér. Harðduglegur var hann og jafnframt afskaplega mikið ljúf- menni, sem hafði góð áhrif á alla, bæði starfsfólk fyrirtækisins og aðra. Mér reyndist Þórður hinn hollasti leiðbeinandi, sem alltaf var boðinn og búinn til að starfa að málum fyrirtækisins jafnt inn á við sem út á við. Fjölskyldu minni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.