Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Fj ármál heilbrigðis- þjónustunnar Hvort á að gilda sj úkratry ggingar eða rekstraráætlanir? eftírSkúla G. Johnsen Inngangur Á 17 áira tímabili frá 1970—1986 jókst raunkostnaður við heilbrigðis- þjónustu Reykvíkinga á verðlagi 1986 úr 1.350 milljónum króna í tæplega 3.850 milljónir. (Mynd I.) Af aukningunni, sem var 2.500 milljónir, fór langstærstur hlutinn, eða 1.900 milljónir, til aukins sjúkrahússkostnaðar en afgangur- inn skiptist á milli lyfja 330 milljón- ir króna, sérfræðinga 140 milljónir, tannlækninga 120 milljónir og rann- sókna 90 milljónir króna. Aðrir lið- ir, þ.e. heilsugæsluliðir, breytast lítið. (Mynd II.) Fjármögnun heilbrigðisþjónustu eftir tryggingaskilmálum annars vegar og árlegum rekstraráætlun- um hins vegar eru ólík flármögnun- arkerfi, sem fara illa saman. Það er nauðsynlegt, að Alþingi og rfkis- stjóm kveði upp úr um hvort á að gilda hér á landi sjúkratryggingar eða árlegar rekstraráætlanir. Heilsugæslan útundan Kostnaður við heilbrigðis- og sjúkraþjónustu landsmanna hefur vaxið töluvert undanfama áratugi. Hin auknu umsvif heilbrigðismál- anna tákna aukinn hlut heilbrigðis- þjónustu í landsframleiðslu og gr það í takt við þróun sem átt hefur sér stað meðal annarra þjóða. Marg- ir gagnrýna aukinn kostnað en fáir hafa raunverulega reynt að skýra hann. Enginn hefur sýnt fram á að aukning kostnaðar á þessu sviði sé óþörf og raunhæfar tillögur um að draga úr kostnaði án þess að draga Mynd II jafnframt úr þjónustu eru fáar. í þessari umræðu hefur verið gefíð í skyn, að eyðslu og óhófi heilbrigðis- stéttanna, ekki sist lækna, sé um að kenna. Sú gagnrýni stenst auð- vitað ekki. Utgjaldaaukningin á þessu sviði á sér eðlilegar skýring- ar, s.s. í aukningu mannfjölda, mik- illi breytingu á aldurssamsetningu þjóðarinnar, breyttu sjúkdóma- mjmstri og síðast en ekki síst á auknum möguleikum til meðferðar á sjúkdómum. Þá eiga breytt vinnu- brögð með aukinni þjónustu við sjúklinga sinn þátt. Það er ekki hin almenna útgjalda- aukning sem öllu máii skiptir, held- ur hitt hvemig varið er vexti hinna ýmsu þátta þjónustunnar. Það gildir m.ö.o. mestu í heilbrigðiskerfínu. hvort tekist hafi að forgangsraða skynsamlega eða hvort hinir ýmsu þættir vaxi tilviljanakennt. Hin almenna útgjaldaaukning á þessu sviði hefur lengi verið kunn en skemmra er síðan vitað var hvemig hinir ýmsu þættir hafa þró- ast. Með athugunum á kostnaði við heilbrigðis- og sjúkraþjónustu Reyk- víkinga hefur verið bætt úr þessu og liggja nú fyrir upplýsingar um hvemig alls 10 mismunandi liðir hafi þróast tímabilið 1970—1986. Þessir liðir em eftirfarandi. 1. Sjúkrahús, 2. lyfjakostnaður, 3. sér- fræðikostnaður, 4. rannsóknir, 5. tannlækningar, 6. heimilislækning- ar, 7. heilsugæslustöðvar, 8. heilsu- vemd, 9. heilbrigðiseftirlit, 10. heimahjúkmn. Það sem e.t.v. kemur mest á óvart er að frumþjónustan, almenn lækn- isþjónusta og heilsuvemd hefur orð- ið útundan hér í Reykjavík. Á því sviði em orð og áætlanir eitt en framkvæmd önnur. Áætlanir um að byggja upp heilsugæsluna í landinu, sem fram komu í heilbrigðisþjónustulögum 1973, em engan veginn séríslenskt fyrírbrigði. Um og upp úr 1970 fóm aðrar þjóðir af stað með áætlanir á þessu sviði, og vom þær vel undir- búnar og þaulhugsaðar. Sú ætlun býr að baki, að aukin heilsuvemd og forvamir séu, eins og nú er komið, besta leiðin til að bæta heilsufarið. Önnur ætlunin er einnig að auka almennar lækningar til að ekki þurfi sérhæfða þjónustu þegar hennar er ekki þörf. Hið þriðja sem býr að baki er að auka skal hagkvæmni og virkni þess risa- vaxna fyrirtækis, sem heilbrigðis- þjónustan er í hinum vestrænu lönd- um. í þessu sambandi skal minnst á, að heilbrigðiskerfíð er ekki sam- sett úr þáttum sem em einangraðir hver frá öðmm, heldur þvert á móti. Sé t.d. framboð almennrar læknis- þjónustu stöðugt of lítið þá beinist eftirspumin til sérhæfðari þátta, sem em jafnframt dýrari. Við þær aðstæður er t.d. sennilega útilokað að byggja nægjanlega mörg sjúkra- rúm til að unnt sé að fullnægja eftir- spuminni. Heilbrigðiskerfið er eitt samfellt þjónustukerfí og þetta kerfi þarf að byggja upp á þann hátt að það þjóni íbúum á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Þessum eigin- leikum heilbrigðiskerfisins, sem hér er rætt um, er nánar lýst í grein í Læknablaðinu, sem birtist árið 1985. Hér á landi gildir heildstæð lög- gjöf um skipulag og sijóm heilbrigð- ismálanna. Það var m.a. markmiðið með þeirri lagasetningu, að tryggja uppbyggingu heilsugæslunnar alls staðar á landinu og einnig er það markmið heilbrigðisþjónustulaga að styrkja stjóm heilbrigðismálanna, bæði hjá ráðuneyti og í heimahérað- um en landinu var með lögunum skipt í 8 umdæmi heilbrigðismála eftir kjördæmaskipuninni. Lögin hafa nú verið í gildi í 14 ár en þrátt fyrir það er skipulagi heilbrigðisþjónustunnar utan sjúkrahúsa ábótavant og eldra fyrir- komulag, sem byggir á því að þjón- ustan við fólkið er háð skilmálum trygginga, er enn mjög ráðandi. Það fyrirkomulag er auðvitað úrelt þar sem góð heilbrigðisþjónusta á að vera réttur hvers og eins. Umsvif sjúkratrygginganna virðast að ýmsu leyti hamla því, að unnt sé að koma á því skipulagi, sem mælt er fyrir um í lögunum og allt bendir til að þessi kerfi eigi illa saman og stang- ist á. Frá því lög um heilbrigðisþjón- ustu tóku gildi, hefur Trygginga- stofnun ríkisins haldið áfram að gera samninga við ýmsar heilbrigð- isstéttir. Það em ekki síst þessir samningar, sem hafa staðið í vegi fyrir skipulagi heilsugæslunnar og uppbyggingu hennar skv. heilbrigð- isþjónustulögum, a.m.k. hér suð- vestanlands, þar sem yfír 60% íbú- anna em. Samningar Trygginga- stofnunar hafa einnig haft mikil áhrif á þróun kostnaðar í heilbrigðis- málum. Til að skýra þessi mál er rétt að gera grein fyrir áhrifum þessara samninga í einstökum atriðum. Tannlækningar Árið 1974 vora starfræktar í Reykjavík umfangsmiklar skóla- tannlækningar. Einnig vom skóla- tannlækningar í Hafnarfirði og áhugi var á að koma þeim á fót í fleiri kaupstöðum. Með skólatann- lækningum í Reykjavík var stefnt að því, að allir gmnnskóianemendur ættu kost á tannvemdarþjónustu og nauðsynlegri tannlæknahjálp og um þetta leyti hafði tekist að sinna þörfum allra gmnnskólanemenda að undanteknum 14 og 15 ára bekkjum í nokkram skólum. Taxta- samningur Reykjavíkurborgar við skólatannlækna hafði verið við lýði í u.þ.b. 10 ár og tók sá taxti einung- is til þeirra verka, sem tilheyrðu skólatannlækningum og var í 32 lið- um. í ársbyijun þetta ár tóku gildi lög um heilbrigðisþjónustu og var þar ákveðið að tannlækningar yrðu eitt af verkefnum heiisugæslustöðva í landinu. Sfðan hefur verið gert ráð fyrir tækjum og rými í stöðvunum í því skyni. Um mitt ár 1974 var gerður samningur milli Tryggingastofnun- ar ríkisins og Tannlæknafélags ís- lands um þjónustu tannlækna við böm á gmnnskólaaldri. Átti Reykjavíkurborg ekki annars kost en ganga að þessum samningi fyrir tannlækna sína og þar með fjölgaði taxtaliðum í 203. Strax og umrædd- ur samningur tók gildi hófust upp- sagnir meðal tannlækna hjá borg- inni, enda töldu þeir að meira væri að hafa upp úr samningi TR á eigin stofum. Fjöldi tannlækna sagði upp störfum og aðrir minnkuðu vinnu- hlutfall sitt. Með þessum hætti og fyrir tilstuðlan samnings TR dró- gust skólatannlækningar f Reykjavík saman og horfði jafnvel svo um tíma að þær myndu leggj- ast niður. Um þetta leyti lögðust Skúli G. Johnsen „Enginn hefur sýnt fram á að aukning kostnaðar á þessu sviði sé óþörf o g raunhæfar tillögur um að draga úr kostnaði án þess að draga jafnframt ór þjónustu eru fáar. í þessari umræðu hefur verið gefið í skyn, að eyðsiu og óhófi heil- brigðisstéttanna, ekki síst lækna, sé um að kenna. Sú gagnrýni stenst auðvitað ekki.“ skólatannlækningar í Hafnarfirði niður og hugmyndir annarra um að koma á fót slíkri starfsemi vom úr sögunni. Eftir að umræddur samningur var gerður tók borgarsjóður að greiða helming útlagðs kostnaðar hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur fyrir tannlæknisþjónustu fyrir nemendur er áður hafði flestum verið þjónað með fullnægjandi hætti hjá skóla- tannlækningum. Raunkostnaður borgarinnar við tannlækningar grunnskólanemenda tvöfaldaðist á næstu tveimur áram, þ.e. 1974— 1976. Pjóram ámm síðar hafði hann þrefaldast. Vegna fjölgunar tannlækna hefur tekist að rétta rekstur skólatann- lækninga í Reykjavík við, og mun nú láta nærri að 75%—80% bama í gmnnskólum Reykjavíkur fái tann- læknisþjónustu í skólunum. Kostn- aður við þann rekstur var á árinu 1986 kr. 42,9 milljónir. Aftur á móti greiddi Sjúkrasam- lag Reylqavíkur það ár kr. 46,8 milljónir fyrir almennar tannlækn- ingar en þær fara ekki fram hjá skólatannlækningum. Sjúkraþjálfun og endurhæfing Árið 1978 var sjúkraþjálfun og endurhæfingu bætt við verkefni heilsugæslustöðva skv. lögum. Prá þeim tíma hefur aðstaða fyrir þessa starfsemi verið byggð upp á heilsu- gæslustöðvum. Tveim ámm áður, 1976, hafði verið gerður samningur milli félags sjúkraþjálfara og Trygg- ingastofnunar ríkisins um greiðslu sjúkrasamlaga fyrir vinnu sjúkra- þjálfara á eigin stofum. Þessi samn- ingur hefúr stoð í samþykktum sjúkrasamlaga. Með samningnum óx áhugi sjúkraþjálfara á að vinna á eigin stofum og varð þá strax vart við fækkun sjúkraþjálfara á sjúkrastofnunum. Af sömu ástæðu hefur reynst ókleift að ráða sjúkra- þjálfara til starfa á heilsugæslu- stöðvar. Hingað til hefur því ekki tekist að koma á skipulagðri þjón- ustu heilsugæslustöðva á þessu sviði og hefur skortur á fastráðnum sjúkraþjálfumm m.a. komið í veg fyrir að forvamarstarfi sjúkraþjálf- ara á heilsugæslustöðvum yrði kom- ið á. Kostnaður sjúkrasamlaga við þessa þjónustu er töluverður en hins vegar hafa þær greiðslur verið innt- ar af hendi áh þess að hið opinbera hafi skípulagt þessa þjónustu skv. lögum. ------------------ HEILDARKOSTNAÐUR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR í REYKJAVÍK. Fast verö ársins 1986. 4000 3600 3200 MILLJ. 2800 KR. 240Q 2000 1600 1200 A r < / / p > s >-< '70 Mynd I '75 '80 ÁR '85 Þróun á kostnaði heilbrigöisþjónustu Reyk víkinga í milljónum kr. 1986, m.t.t. sjúkrahúskostnaðar, lyfjakostnaðar og heilsugæslu samtals. M. KR. sjúkrahúskst. •0- lyfjakostn. hcilsugæsla t 'Heilsugæslá innifclur. íl_íl_í|.g.|heilsugæslustöðvar, t 1 *l heilbrigðiseftirlit, 0 t—i—r 70 '75 ii i—r '80 ÁR '85 heimilislæknar, heilsuvemd, heimahjúkmn. Sérfræðingar vs. heimilislæknar + heilsugæslustöövar. Vísitala kostnaðar heilbrigðisþjónustu við íbúa Reykjavíkur, áriö 1970 er 100. Fast verðlag. MILLJ. KR. 320 280 240 200 160 120 80 — —(— 7° ’ J ■í r i -. —» V j y> tríS >- k >-< / 1 * p-o-f ! 1 í L i i mr '70 '75 '80 '85 AR ♦• heimlækn.+ hgæslustöðvar O- sérfræðingar Mynd III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.