Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 21 Er bókin betri en myndin? Um óbærilegan misskilning tilverunnar eftirAsgrím Sverrisson Stundum grípur mann sú tilfinn- ing að eðli kvikmyndarinnar sé mönnum enn að mestu hulið, þetta mörgum áratugum eftir uppfinning- una. í upphafi þótti þetta óburðugt kríli, ólíklegt til afreka í heimslist- inni en þess líklegra til skammlífis í heimsósómanum. Fyrir einhvem misskilning komst hún þó á legg og lagði sinn skerf í sjóði beggja. Kannski þess vegna hafa systur hennar, leiklistin, tónlistin, mynd- listin og bókmenntimar, ávallt litið hana homauga, eða hverskonar skepna er það sem selur sig í ræs- inu en valsar um leið í helgustu véum sinna nánustu? Nei, meðan stoltið slær í prúðum hjörtum skal hún lifa í skugganum og fyrir hvem skammt aðdáunar, hljóta jafnan hlut fyrirlitningar. Duga þá lítið áminningar um breytta tíma, enginn né engin skal bætast í okkar hóp og lýsa sig fremstan meðal jafn- ingja! Þessi samsæriskenning styðst auðvitað ekki meira við rök en góðu hófi gegnir. En goðsögnin er lífseig meðal mannanna. Aftur og aftur rekur maður sig á að fólk ber kvik- myndina saman við systur sínar, sér í lagi bókmenntir og leikhús, í stað þess að bera kvikmyndina saman við kvikmyndina sjálfa. Eða er gulur fallegri en grænn af því að grænn byggist auk þess á bláum? Jú, bók- in er betri! Þessi vanhugsaða setning er fóta- kefli þess sem upplifir bók og kvik- mynd og kemur eiginlega í veg fyr- ir að hann njóti hvorutveggja til fulls. Við vitum öll hvað bókin gerir okkur. í upphafí var orðið og orðið var hjá Guði, sem var svo vinsamleg- ur að framlengja það til okkar svo við mættum skilja, skynja, sjá og ímynda. Síðan tekur sig til maður sem yrkir á fílmu, leitar uppsprettu í bókinni og færir okkur gjöf, nauð- ugur viljugur því hann getur ekki annað. Og þetta er hans sýn og hans heilaspuni og þú skoðar þessa gjöf og þú veltir henni fyrir þér en þú kemst að þeirri niðurstöðu að hún bregðist vonum þínum því þú hafir sjálfur vitjað upprunans og séð með eigin augum að sannleikurinn leit öðruvísi út? Um þessar mundir er verið að sýna í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar mynd sem án efa verð- ur talin í hópi sígildra verka kvik- myndasögunnar þegar fram líða stundir. Obærilegur léttleiki til- verunnar er ein af þessum myndum sem leyfa okkur að skilja, skynja, sjá og umfram allt — ímynda. Obærilegur léttleiki tilverunnar er ofurþungi sársaukans sem fylgir ástinni. Uppsprettan er sótt, með virðingu, í samnefnda bók Milan Kundera. Fyrir stuttu skrifaði Amaldur Indriðason alllanga grein um mynd- ina í Morgunblaðið, þar sem hann fann henni flest til heilla. Margt er rétt athugað í þessum pistli en þó var ein klausa sem ég hnaut um og langar að gera að umtalsefni. Hún hljóðar svo: „Hvemig fer bandaríski leikstjórinn Kaufmann ... að því að fílma „Léttleika" Kunderas? Því er auðvelt að svara. Hann gerir það sem verður að gera þegar hvaða bók sem er, er sett á fílmu; hann einfaldar." Goðsögnin lifir — i ekki fleiri orð- um. Þijár setningar, byggðar á mis- skilningi, ef ekki óbærilegum þá óviðunandi. Bækur verða ekki kvikmyndaðar. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Slíkt hafa menn reynt við lítinn orðstir. Bókin á það sameiginlegt með kvikmyndinni að gmnnhugsun- in er að segja sögu. Þessvegna er hægt að taka grunnhugsun bókar, sem þá er aðeins innihald án forms, og yrkja kvikmynd þaðan. Þetta gerir sá góði maður Philip Kaufman, sem hefur sýnt það áður t.d. með The Right Stuff (1983) að hann er snjall kvikmyndahöfund- ur. Kaufman setur því ekki bókina á fílmu, eins og Amaldur talar um. Sérílagi ekki þessa tilteknu bók sem svo mjög byggir á eiginleikum hinn- „Bækur verða ekki kvikmyndaðar. Slíkt hafa menn reynt við lítinn orðstír. Bókin á það sameiginlegt með kvikmyndinni að grunnhugsunin er að segja sögn. Þessvegna er hægt að taka grunn- hugsun bókar, sem þá er aðeins innihald án forms, og yrkja kvik- mynd þaðan.“ ar rituðu tjáningar, leikur með orð, vangaveltur og vísanir í aðskiljan- legustu menn og málefni. Inntakið glímir Kaufman aftur á móti við og þessvegna er rangt að segja að hann einfaldi. Um slíkt er ekki að ræða, hann er að vinna með annan miðil. Og hvemig á að bera sig að slíku er síður en svo auðvelt að svara. Þegar menn gera kvikmjmd hlýt- ur fyrsta spumingin alltaf að vera: Hvaða sögu er ég að segja? Og í framhaldi af því: hvemig ætla ég að segja hana? Þá skiptir minnstu hvort hugmyndin komi úr bók, mál- verki eða niðursuðudós. Þess vegna er rangt að tala um að Kaufman skeri frá, höggvi niður, slípi af og minnki vægi eins og Amaldur kemst siðar að orði í grein sinni. Bók Milan Kundera á alls ekki að bera saman við kvikmynd Philip Kaufman á þennan hátt. Bæði verkin standa sjálfstæð og óháð. Kaufman kvik- myndar ekki bók Kunderas, hann finnur uppsprettu. myndar sinnar í gmnnhugsun þessarar sögu. Á þessu er reginmunur. Goðsögnin um bókina sem er betri en myndin verður sjálfsagt langlíf og torsótt verk að kveða hana niður. Þess mikilvægara er að minna sig stöðugt á að kvikmynd byggð á hugsun ákveðins bók- menntaverks er sjálfstætt verk, gjöf til að þiggja en ekki til að mæla á vogarskálum fyrirfram ráðinna úr- slita. Sannleikurinn er eftir allt gulur, rauður, grænn og blár ... Höfundur er kvikmyndagerðar- maður. ai stinia lifiiii Ef þú ert meðal þeirra, sem óttast áhrif vaxandi verðbólgu en veist ekki hvað þú átt að gera, er mál til komið að fá ráðleggingar og aðstoð hjá Fjárfestingarfélaginu. Það er óráðlegt að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir betri tíð. Þetta á sérstaklega við þá, sem þurfa að geyma peninga í skemmri tíma, peninga sem ættu að bera háa vexti, en það gera Skyndibréf Fjárfestingarfélagsins. Skyndibréfin bera nafn sitt með rentu! Þeim er ætlað að leysa vanda þeirra, sem þurfa að ávaxta fé til skamms tíma með hæstu mögulegum vöxtum. Þessi bréf henta því bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. Skyndibréf eru tilvalin fyrir þá sem þurfa t.d. að geyma og ávaxta peninga á milli sölu og kaupa á fasteignum. Skyndibréfin eru sem sagt ætluð til skammtíma fjármála- lausna. Ávöxtun þeirra er á bilinu 7-9% umfram verð- bólgu. Skyndibréf eru að jafnaði innleyst samdægurs, — án innlausnargjalds. Kostir þeirra eru óumdeilanlegir. FjÁRFESTINGARFÉlAGIÐ Hafnarstræti - Kringlunni - Akureyri Aðili að Verðbrélaþingi íslands Hluthafar: Verslunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin, Lífeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga. Fjármál þín - sérgrein okkar VJSPBSQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.