Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 41 Afiriæliskveðja: Bárður Daníels- son arkitekt og verkfræðingur Það var ósjaldan að hinn merki kennari, prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson, sagði við aðstoðar- lækna sína þegar vandasöm sjúk- dómsgreining var í burðarliðnum: „Það er svo lftið sem við vitum og fátt sem við skiljum." Þetta sama lítillæti menntamannsins má telja eitt aðaleinkenni Bárðar Daníels- sonar verkfræðings og arkitekts, sem í gær fyllti sjöunda tuginn. Bárður varð stúdent frá stærð- fræðideild MA 1942 með hárri ein- kunn og lauk verkfræðiprófi frá Stokkhólmsháskóla 1948 og 1960 prófí þar í húsagerðarlist (arkitekt- úr). Hann vann við margvísleg störf fyrir Raforkumálastjóm og Bruna- bótafélag Islands fram til 1954. Hefur síðan rekið eigin verkfræði- og húsameistarastofu. Brunamála- stjóri var hann frá 1970-1978. Umsvif Bárðar Daníelssonar á þess- um sviðum hafa verið mikil. Hefur hann unnið fyrir ýmsar opinberar stofnanir og sveitarfélög. Álit Bárð- ar sem verkfræðings og fram- kvæmdamanns er slíkt að dómstól- ar hafa alloft skipað hann sem meðdómara í málum er snerta hans þekkingu og matsmann til álits- gerða víða á landinu. Sem dæmi um það trúnaðar- traust sem Bárður hafði áunnið sér hjá opinberum aðilum má neftia þátt hans í vali og samningagerð um hús þau sem keypt voru til þess að leysa húsnæðismál þau er sköp- uðust í sambandi við Vestmanna- eyjagosið árið 1973. í þeim störfum reyndist hann farsæll en þó fastur fyrir eins og sönnum Vestfirðingi sæmir. Hér hefur komið í góðar þarfír ljós hugsun, skýr og rökrétt fram- setning á því sem um er íjallað. En auk þess alveg sérstæðar gáfur og áhugi á stærðfræðilegum við- fangsefnum sem Bárður hefur þroskað með sér allt frá stúdents- árum, svo að hann mun vera meðal betri stærðfræðinga hér á landi. Skemmtilestur hans er meðal annars háþróuð stærðfræði og talnavísindi og bókakostur hans á þessu sviði er nútímalegur og víðfeðmur. Stærðfræðin er hinsveg- ar náskyld eðlisfræðinni. Áhugi Bárðar á henni vaknaði mjög snemma og þann akur hefur hann ræktað dyggilega. Enda þótt hann hafi ekki látið stjórnmál eða pólitík til sín taka hefur hann ekki komist undan því gjörsamlega að starfa fyrir með- borgara sína. Hann var bæjarfull- trúi í bæjarstjóm Reykjavíkur 1954-1958 og hefði gjaman mátt vera lengur því það er sannast mála, að það em alltof fáir með hæfíleika slíka sem hans, sem fást til þess að sinna vandamálum í sveitarfélögum og þjóðarinnar allr- ar. Það hefur sjaldan verið ljósara en nú þegar Qölmiðlasíbyljan er á góðri leið með að viila um fyrir al- menningi. Það mætti ætla að maður sem er jafn umsetinn og eftirsóttur hefði á sínum bestu starfsámm haft nóg á sinni könnu. Það kemur því all- nokkuð á óvart að hann hefur mik- inn áhuga á flugi og flugmálum og setti sig rækilega inn í flugmál, og hefur staðgóða þekkingu á flugvél- um og flugtækni, og það var á þessu sérstaka sviði, sem kynni okkar hófust. Samskipti okkar urðu smámsam- an nánari og að því kom að flugfé- lagið Vængir var stofnað undir for- ystu Bárðar og stjómarformanns félagsins, Hreins Haukssonar. Þeir em Vestfírðingar og sveitungar. Þetta félag var hugsað fyrst og fremst sem samgöngubót fyrir Vestfírðina. Vestfirðingar em þrautseigir og fastir fyrir og hafa vafalítið verið það frá upphafí, sam- anber viðbrögð þeirra við kristni- boði Þorvalds víðförla og Friðriks frá Brimum. Undir fomstu stjómarinnar döfn- uðu Vængir. Vélamar stækkuðu og leiðum fjölgaði og flogið var á er- lendri gmnd. Rétt er að geta þess að enginn stjómarmanna fékk greitt neitt fyrir sín störf. Bárður annaðist alla meiriháttar samninga fyrir félagið og var það mikið starf og vandasamt, sérstaklega þegar samið var við erlenda aðila. Þrettán meinatækn- ar brautskráðir TÆKNISKÓLI íslands braut- skráði 13 meinatækna 30. septem- ber sl. Það eru tuttugu ár síðan T1 brautskráði fyrstu meinatækn- ana og hafa alls 317 meinatæknar lokið námi frá Tækniskóla ís- lands. Á myndinni em í aftari röð frá vinstri Brynja R. Guðmundsdóttir deildarstjóri, Thelma Guðmunds- dóttir, Þórdís Jensdóttir, Elva Hildur Hjaltadóttir, Valgerður M. Jóhanns- dóttir og Sigríður Bergþórsdóttir. í fremri röð frá vinstri: Torfhildur Jónsdóttir, Hjördís Þóra Jónsdóttir, Hafdís Bjamadóttir, Katrín Haralds- dóttir og Fríða Dís Bjamadóttir. Einnig brautskráðust Steinunn B. Siguijónsdóttir, Guðrún Reimars- dóttir og Kolbrún Ingólfsdóttir. Þegar félagið skipti um eigendur var hagur þess mjög sæmilegur. Það stóð við allar sínar skuldbind- ingar og hafði gott lánstraust. Enda þótt við hættum rekstri félagsins áttum við þremenningamir saman flugvélar, ásamt Hafsteini Guð- mundssyni útgefanda og eyddum tíma saman meira en áður. Kynni okkar hafa orðið nánari eftir því sem árin hafa liðið og samskiptin snúist meira um aðra hluti en flug- mál, og mér er orðið ljósara hve gott er að geta farið í smiðju til Bárðar með hin margvíslegustu mál, enda verið óspart notað. Mjög mikils af störfum "Bárðar verður ekki getið hér enda flest þeirra unnin í kyrrþey og án bumbu- sláttar. Bárður er kvæntur Öldu Hansen, hinni ágætustu konu, og þó hann hafí verið lánsamur í ævi- starfí sínu, þá er það þó hans mesta lán að hafa haft hana við hlið sér. Þeim báðum sendum við þremenn- ingamir hugheilar þakkir fyrir sam- starfíð og óskum þeim alls hins besta um ókomin ár. Úlfar Þórðarson Og nú erum við í Borgartúni 28 Kransæðasjúkdómar a Islandi og a varnir gegn þeim £2 Fræðslufundur fyrir almenning í Domus Medica við Egilsgötu laugardaginn 29. október 1988 kl. 14.00. Dagskrá: Dr. Sigurður Samúelsson formaður Hjartavemdar: Ávarp. Dr. Nikulás Sigfússon yfirlæknir: Rannsóknir Hjartavernd- ar á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Breytingar á 20 árum. Dr. Guðmundur Þorgeirsson læknir: Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóma meðal islendinga? Niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar. Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir: Nýjungar i meðferð hækkaðrar blóðfitu. Kaffihlé. Uggi Agnarsson hjartasérfræðingur: Kransæðasjúkdómar, horfúr og meðferð. Jón Gíslason næringarfræðingur: Neysluvenjur almenn- ings. Áhrif upplýsinga og fræðslu með tilliti til áhættu- þátta. Hringborðsumræður. Pundarstjóri: Snorri Páll Snorrason prófessor. Fyrirlesarar svara fyrirspurnum að loknum erindum sínum. Fyrirlesarar ræða sín í milli við hringborðið og svara fyrirspumum úr sal. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Hjartavernd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.