Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 48
 48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Minning: Stephan Stephen- sen, kaupmaður Fæddur 15. febrúar 1900 Dáinn 23. október 1988 Þegar góðir drengir hverfa á braut, flýgur í gegnum hugann sú staðreynd, að í raun réttri viljum við að allir séu eilífir. Við vitum að sólsetur lífsins er óumflýjanlegt. Menn fæðast í þennan heim, rétt eins og þeir hverfa héðan á braut. Þrátt fyrir það erum við aldrei nægjanlega viðbúin því að náinn vinur hverfi á braut inn í eilífðina. Ég tel mig hafa verið mjög hepp- inn að fá að kynnast Stephan Steph- ensen. Ég hefði þó óskað þess að vegir okkar lægju enn oftar saman. Náin kynni okkar Stephans urðu vegna vináttu minnar við son hans, Ólaf. Stephan kynntist ég þó Iöngu fyrr sem lífsglöðum, lífsreyndum og jákvæðum manni. Hann hafði þá eiginleika fyrst og fremst til að bera að setja fallega liti á tilver- una. Þeir litir voru ætíð bjartir. Hann hafði unun af að miðla þess- um eiginleikum meðal annarra. Allt til síðasta dags settu lífsgleði, já- kvæðni og kímni sterkastan svip á alla framkomu þessa góða manns. Þannig var Stephan. Þessa jákvæðu minningu um góðan dreng vil ég geyma með mér, þar til við Stephan hittumst síðar meir. Þá verður nægur tími til áframhaldandi skemmtilegra við- ræðna um lífið og tilveruna, því á þeim vettvangi kom enginn að tóm- um kofunum þegar Stephan var annars vegar. Blessuð sé minning þessa góða drengs, og megi Guð halda í hendur eiginkonu, sonar, tengdadóttur, kærra bamabama, annarra ætt- ingja og vina. Ásgeir Gunnarsson í dag verður í Dómkirlq'unni minningarathöfn um Stephan Stephensen, kaupmann. Stephan andaðist árla morguns sunnudaginn 23. október sl. á Borgarspítalanum. Hann verður jarðsettur í Viðeyjar- kirkjugarði. Stephan fæddist að Lágafelli í Mosfellssveit 15. febrúar 1900 og var því á 89. aldursári þegar hann lést. Foreldrar hans vom hjónin Steinunn Eiríksdóttir, bónda að Karlsskála við ReyðarÍQörð Bjöms- sonar og konu hans, Sigríðar Páls- dóttur, og séra ólafiir Stephensen, Magnúsar bónda í Viðey, Ólafsson- ar dómsritara þar Stephensen og konu hans, Áslaugar Eiríksdóttur, sýslumanns Sverrissonar og konu hans, Kristínar Ingvarsdóttur. Séra Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Ólafur var þá prestur á Mosfelli í Mosfellssveit og síðar í Bjamamesi í Homafirði og prófastur í A-Skaftafellsprófastsdæmi. Var Stephan sjötti í röðinni af nfu böm- um þeirra hjóna, sem upp komust. Af systkinum Stephans em á lífi systumar Elín á Égilsstöðum gift Pétri Jónssyni bónda þar og Ingi- björg á Seltjamamesi ekkja eftir Bjöm Jónsson vélstjóra. Látin em Magnús bóndi og síðar afgreiðslu- maður í Reykjavík kvæntur Sigur- björgu Bjömsdóttur, Sigríður hjúkmnarkona í Reykjavík ógift, Aslaug á Selfossi gift Jóni Pálssyni dýralækni, Eiríkur forstjóri í Reylq'avík kvæntur Sigurborgu Sig- uijónsdóttur, Helga gift Stefáni Ámasyni forstjóra á Akureyri og Ragnheiður gift Þorsteini Guð- mundssyni rafvirkjameistara. Stephan ólst upp á heimili for- eldra sinna í hópi systkina og naut þeirrar menntunar, sem böm og unglingar fengu í þá daga. Hann byijaði snemma að vinna fyrir sér og stundaði sjómennsku og póst- flutninga frá fermingaraldri. 18 ára gamall réðst hann til Áma Sigfús- sonar kaupmanns í Vestmannaeyj- um og starfaði þar um eins árs skeið, en fluttist þá til Reykjavík- urog starfaði við skrifstofustörf hjá Pétri J. Thorsteinsson útgerðar- manni og síðar hjá G. Gíslasyni & Hay Ltd. og Geir & Th. Thorsteins- son sf. útgerðarfélögum til ársins 1927 að hann stofnaði Veiðarfæra- verzlunina Verðandi hf. ásamt Jóni Þorvarðarsyni, sem þá starfaði hjá Liverpool. Ráku þeir félagar verzl- unina í norðurhomi Mjólkurfélags- hússins við Tryggvagötu til ársins 1973. Síðar stundaði Stephan um- boðsverzlun og flutti inn útgerðar- vömr í smáum stíl allt til dauða- dags. Þann 25. maí 1929 kvæntist Stephan frændkonu sinni, Ingi- björgu Guðmundsdóttur dóttur Guðmundar Böðvarssonar kaup- manns og Kristínar M. Stephensen frá Viðey. Einkasonur þeirra er Ólafur framkvæmdastjóri, kvæntur Klöm Magnúsdóttur. Böm þeirra eru_ flögur. Árið 1939 keypti Stephan Viðey á Kollafirði. Vom þá rétt 123 ár liðin frá því að forfaðir hans Magn- ús dómsstjóri Stephensen keypti eyjuna af dönsku stjóminni, en fað- ir Magnúsar, Ólafur Stephensen stiftamtmaður, settist þar að árið 1793. Var eyjan í eigu afkomenda Ólafs allt til ársins 1903. Fyrstu árin eftir að Stephan eignaðist Við- ey var stundaður þar búskapur, en eftir að hann lagðist niður fór öllu þar aftur. Stephan seldi Reykjavík- urborg meginhluta eyjarinnar árið 1983 og árið 1986 gaf íslenzka ríkið borginni Viðeyjarstofu og landið umhverfis, sem ríkið hafði eignazt árið 1968. Stephan lifði að sjá Við- eyjarstofu endurbyggða, en eins og kunnugt er hefur Reylq'avíkurborg nú endurbætt hana af miklum myndarskap. Var sú framkvæmd öll Stephani að sjálfsögðu mikið ánægjuefni. Stephan Stephensen setti svip á umhverfí sitt, um hann Iukti aldrei lognmolla. Hann hafði sínar skoð- anir á mönnum og málefnum og setti þær fram umbúðalaust, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Hann var glaðsinna og sá, sem þessar Iínur ritar, minnist þess ekki að hafa hitt hann öðruvísi. Minning- ar mínar um frænda minn eru nán- ast jafngamlar sjálfum mér. Þegar ég kom til vits var hann til staðar og hefur verið til lokadags. Hann var ættrækinn og umhugað um frændfólk sitt. Hann var söngelskur og svo var um systkini hans öll. Var samband þeirra systkina ein- stakt hvað snertir samheldni og einhug. Stephan var líkamsræktarmaður, hann synti um tíma reglulega með kunningjum sínum { sjónum við Örfirisey og sótti síðar Sundlaug- amar í Reykjavík reglulega, síðast Sundlaug Vesturbæjar, en þar var hann daglegur gestur þar til hann veiktist. Hann var vel á sig kominn miðað við aldur, enda alla tíð við hestaheilsu og varð nánast aldrei misdægurt fyrr en hann lagðist banaleguna. Að leiðarlokum er margs að minnast frá góðum kynnum, sem ekki verður tíundað hér. Ég þakka frænda mínum fyrir vináttu við mig og mína. Ingibjörgu, Óla og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Finnur Stephensen Stephan Stephensen, kaupmað- ur, lést í Reykjavík hinn 23. októ- ber sl. Stephan var 6. í röð 10 bama þeirra síra Ólafs Stephensen frá Viðey og konu hans, Steinunnar Eiríksdóttur frá Karlsskála. Elstur bamanna var Magnús, f. 1891 á Mosfelli syðra, kvæntur Sig- urbjörgu Bjömsdóttur frá Karls- skála, Sigríður, f. 1893 á Mosfelli, ógift, Áslaug, f. 1895 á sama stað, gift Jóni Pálssyni dýralækni frá Tungu í Fáskrúðsfírði, Eiríkur, f. 1997 á Lágafelli í Mosfellssveit, kvæntur Gyðu Finnsdóttur, Thord- arsen frá ísafirði, Bjöm, f. 1898 á Lágafelli, kvæntur Sigurborgu Sig- jónsdóttur úr Homafirði, Stephan, f. 15.2. 1900 á Lágafelli, Helga, f. 1901 á Lágafelli, dó þegar Steinunn lá á sæng að Helgu, feddri 1902 á Lágafelli, gift Stefáni Ámsyni úr Svarfaðardal, EHn, f. 1904 í Skild- inganesi, gift Pétri Jónssjmi frá Egilsstöðum, Ingibjörg, f. 1906, gift Bimi Jónssyni frá Ánanaustum, og Ragnheiður, f. 1914 á Grund í Grundarfirði, gift Þorsteini Guð- mundssyni frá Mosfelli í Grímsnesi. Af þessum stóra systkinahóp lifa nú þær Elín og Ingibjörg einar eftir. Svo sem sjá má á fæðingarstöð- um bama þeirra prófastshjónanna, þá þjónaði og bjó séra Ólafur víða um land. Hann var fjörmaður mik- ill, góður bóndi og annálaður fyrir ljúfmennsku og létta lund. Svo seg- ir Eyjólfur frá Hvoli, að séra Ólafur hafi komið með hláturinn í sveitina, þegar hann varð prestur ungur að ámm í Mýrdalnum, aðeins 22 ára. Þar í sveit hafði enginn hlegið fyrr í hans eyru og segir það sína sögu um aldarandann þar í sveit á þeim árum. Enda varð Eyjólfí litla svo bylt við hláturinn, að hann fór að háskæla. Séra Ólafur Stephensen var son- ur Magnúsar bónda í Viðey, Ólafs- sonar, sem kallaður var „sekreteri", Magnússonar „konferenzráðs“, Ólafssonar stiptamtmanns Stefáns- sonar, sem nefndi sigfyrstur Steph- ensen. Steinunn kona Ólafs var einnig glaðsinna og mikil atorkukona. Hafa þessir eiginleikar prófasts- hjónanna án efa gengið mjög í ætt afkomenda þeirra, þvl þar er hver maður öðrum kátari og mikið um dýrðir þá er það frændfólk hittist. Steinunn Eiríksdóttir hafði það eitt að segja aðspurð, hvort ekki hefði verið erfítt að eiga svo mörg böm. „Mér þótti nú aðeins verst að hafa ekki fyllt tylftina." Foreldrar Stein- unnar voru hinn annálaði dugnaðar- forkur Eiríkur á Karlsskála og kona hans, Sigríður Pálsdóttir. Stephan Stephensen, lengst af kenndur við verzlun sína Verðandi, sem hann rak í félagi við Jón Þor- varðarson, föður Guðmundar Jóns- sonar söngvara og þeirra systkina, var í þessu tilliti líkur í sína ætt, dugmikill og glaðvær. Mér er það í bamsminni, hversu mér fannst þessi maður strax við fyrstu sýn vera mikill stórhöfðingi. Hann var hár og herðabreiður, ijóð- ur í andliti og vel ljósslétthærður. Hann hafði þægilegan, karlmann- legan málróm og orðfærið var þann- ig, að það var aldrei neitt minna en stórkostlegt að gerast í kringum hann. Hann virtist auk þessa sífellt vera í góðu skapi. Ég kynntist Stephan hægt og sígandi í gegnum tíðina, fyrst í hestamennsku með föður mínum. Síðar við ýmis §öl- skyldutækifæri, þar sem við vorum allskyldir, af 3. og 5. lið frá Eiríki á Karlsskála, auk þess sem ég kvæntist svo frænku minni og syst- urdóttur hans. Mér fannst það alltaf hátíðar- stund, þegar ég hitti Stephan, sem við strákamir kölluðum stundum okkar á milli Stebba Ste, þó að engum dytti í hug að ávarpa hann öðmvísi en með fullu Stephans- nafni, þvílíkur höfðingi sem hann var að vallarsýn og öllum myndug- Ieika. En því fór fjarri að Stephan væri ekki alþýðlegur í viðmóti við hvem sem var. Hann hafði þennan höfðingsskap aðeins við sig, fyrir- hafnarlaust. Og samræðumar, — maður lif- andi! Orðkynngin óþijótanleg og lýsingarorð sjaldan notuð nema í hástigi. Og frægðarsögumar, sem hann sagði af sér og sínum, voru stílfærðar þannig, að hið hárfína skopskjmi hans beindist mest að honum sjálfum. Þessi frásagnarstíll er ekki nema á færi höfuðsnillinga. Stephani var hann næsta eðlilegur og þess vegna stafaði þvflíkum ljóma af samræðustundum við hann. Heimurinn finnst mér öllu svip- minni eftir, nú þegar maður mætir Stephani ekki lengur í sundlaugum eða á fömum vegi. Menn af hans sauðahúsi eru ekkert algengir nú á þessum staðaltímum meðal- mennsku eða þaðanaf verra. Þess vegna er það mikils virði að hafa átt kjmni við slfkan mann. Stephan var mikill hestamaður og fór vel með hesta sína. Hestam- ir báru auðvitað stórkostleg nöfn, svo sem til dæmis „Roy“, sem hafði tvö framsóknarvit að sögn Steph- ans, og svo „Gagarín, kallaður Gaggi“. Hestar Stephans voru auð- vitað svo sérstakir, að þeirra jafn- ingjar fundust óvíða. Enda voru þeir yfirleitt ekki reyndir í kappreið við aðra, trúlega til þess að þeir síðamefndu fengju ekki minnimátt- arkennd, sem Stephan taldi slæmt fyrir hesta. En Stephan var mikill hestasálfræðingur og vissi gjörla hvemig hestar hans hugsuðu og fundu til. Ég man að hann setti eitt sinn ofan í við mig, þegar ég hafði ungur „misst" mikinn fjörhest föður míns á stjómlítinn langan sprett og varð klárinn móður, mold- ugur, kjaftsár og sveittur. „Svona á ekki að fara með hesta," sagði Stephan við mig með áherzlu. „Maður á að fara vel með þá.“ Og það gerði hann sjálfur sannarlega. Stephan sótti laugar svo lengi sem ég man eftir mér. Hann átti við ýmislegan krankleik að stríða á efri áram en bar sig jafnan þannig, að maður hélt ekki annað en þar færi fflhraustur maður. Hann taldi sundiðkun vera Hfsnauðsynlega og jrfirfærði þá sannfæringu sína lfklega til mín. Við áttum margar góðar stundir saman þá er við hitt- umst við þau tækifæri. Stephan kvæntist 25.5. 1929 Ingibjörgu Guðmundsdóttur Böðv- arssonar úr Hafnarfirði, en þau Ingibjörg vora systkinaböm. Þau eignuðust einn son, Ólaf, forstjóra ÓSA, sem hefur verið framkvöðull mikill á sviði auglýsinga og al- mannatengsla. Ólafur er kvæntur Ágústu Klöra Magnúsdóttur úr Reykjavík og eiga þau 4 böm, Ingi- björgu, Stefán, Magnús og ólaf Bjöm. Bjuggu þau hjónin, Stephan og Ingibjörg, lengst af við mikla rausn á Bjarkargötu 4, þangað sem gott var að koma. Stephan var umsvifamikill og athafnasamur. Hann átti bæði Við- ey, þar sem búið höfðu forfeður hans, og Grand í Grandarfirði, þar sem faðir hans bjó með hann ung- an. Stephan stundaði búskap í Við- ey um skeið. Eftir að því var hætt jókst ágangur spellvirkja á mann- virki þar, svo ekki varð rönd við reist. Nú hefur staðurinn verið end- urreistur af nýjum eiganda sem er Reylq'avíkurborg. Kygg ég, að Stephani hafí líkað vel að sjá höfuð- ból feðra sinna hafið til vegs og virðingar á ný. Verzlun Stephans í Verðandi var landsþekkt og þangað kom margur gestur og gangandi til þess eins að tala við Stephan og aðra þá sem þar unnu, sem margir vora með skemmtilegri mönnum. Var verzlunin mikill mótsstaður fyrir frændfólk utan af landi, þegar það var í kaupstaðarferð. Var því oft glatt á hjalla, margir vindlar reyktir og mikið hlegið í þeirri búð. Ég nefndi það á sunnudaginn var við konu mína, að við ættum að líta inn til Stephans á spítalanum, þar sem hann hafði dvalið um hríð. Við vissum ekki þá, að það væri þegar of seint. Stephan Stephensen hafði andast í svefni þá nótt. Þau orða- skipti verða því að bíða betri tíma. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir það, að hafa fengið að kjmnast Stephani Stephensen, þessum ein- stæða meistara samræðunnar, sem með glaðværð sinni lyfti manni upp úr hversdagsleikanum, þannig að maður fór léttari í spori af hans fundi. Slíkum mönnum kjmnast fæstir oft á ævi sinni. Ég og fjölskylda mín vottum frú Ingibjörgu einlæga samúð. Þessi missir er mikill á háum aldri henn- ar. En með þeim hjónum var mikið jafnræði alla tíð, og héldu þau heim- ili sitt með rausn til þessa dags. ólafi, Klöra og bömum þeirra send- um við einnig hugheilar samúðar- kveðjur. Við munum öll ávallt njóta minn- inganna um Stephan Stephensen, þennan höfðinglega, glaðværa og góða dreng. Halldór Jónsson verkfr. Stórfrændi minn og vinur Steph- an Stephensen er ekki lengur á meðal okkar. Ég hélt satt að segja að hann væri eilífur, því jafn hress og kátur og hann var ávallt þá gat maður ekki ímjmdað sér að slíkur maður færi að jrfirgefa okkur. Stephan var sonur þeirra sr. Ólafs prófasts og maddömu Stein- unnar Stephensen. Ólafur var sonur Magnúsar óðalsbónda í Viðey og bókamanns, sem aftur var sonur Ólafs „sekretera" í hinum Konung- lega Islenska Landsjrfírrétti er var sonur Magnúsar konferensráðs, justitiariusar f hinum sama rétti frá stofnun hans, en Magnús var sonur Ólafs lejmdaretatráðs og stiftamt- manns Stephensen. Steinunn móðir Stephans var dóttir Eiríks bónda að Karlsskála Bjömssonar bónda að Kirkjubóli, Vaðlavlk, Jónssonar bónda, Teiga- gerði, Ásmundssonar, Gunnarsstöð- um, Skógum, Péturssonar. Þannig var Stephan 6. maður frá Magnúsi Gíslasyni amtmanni að Leirá í Borgarfírði, 13. frá Eggert Eggertssyni lénsherra í Víkinni í Noregi, sem barði frækilega á Svíum í skæram Hans konungs gegn þeim á síðari hluta 15. aldar (sonur hans var Hannes á Núpi Dýrafírði er var hriðstjóri yfir ís- landi), 15. frá Bimi hriðstjóra Þor- leifssyni á Skarði og Lopti hirð- sfjóra Guttormssjmi á Möðruvöll- um. 10. frá Magnúsi „prúða" Jóns- syni í Ögri og Bæ á Rauðasandi, 8. frá sr. Stephan skáldi Einarssjmi í Heydölum, 15. frá Gottskálki Nikulássyni byskup hir.um grimma, 10. frá Guðbrandi byskup Þorláks- sjmi á Hólum. 26. frá Þorkatli Ey- úlfssyni á Helgafelli og Guðrúnar Ósvífursdóttir. 31. frá Ólafi hvíta herkonungi og Auði (Unni) djúp- S IfimyD ÖIV1BQQ0J2 ^ OI9J 9 _ , . _ - . • 1 r- • . ••
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.