Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 58

Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Z *1_________*- innrasin i iMOimanoi undirbúin af kappi HSÍ hefur sent út boðskort til sterkustu handknattleiksþjóða heims „VIÐ höfum nú þegar sent út skeyti til nœr allar sterk- ustu handknattleiksþjóðir heims og óskað eftir því að þær komi hingað til lands - til að leika gegn okkur. Við bíðum eftir svari frá þessum þjóðum,“ sagði Gunnar Þór Jónsson, formaður landsliðs- nefndar HSÍ t viðtali við Morg- unblaðíð í gærkvöldi. Gunnar sagði að skeyti hafi verið send til Pólveija, Dana, Frakka og Spánveija, en það eru allt þjóðir sem íslendingar leika ekki gegn ( riðlakeppninni eða milliriðli í B-keppninni í Frakk- landi. „Þá höfum við sent skeyti til flestra þjóðanna sem voru efst- ar á Ólympíuieikunum í Seoul. S-Kóreumanna, Júgóslava, Ung- veija, Svía og A-Þjóðverja. Pólverjar hafa sýnt mikinn áhuga á að koma hingað. Við sendum S-Kóreumönnum skeyti, til að kanna hvort þeir verði á ferðinni í Evrópu á undirbúnings- tfma okkar. Ef þeir verða ekki á ferðinni, þá getum við ekki reikn- að með þeim,“ sagði Gunnar Þór. Sovétmenn eru ekki inn í dæm- inu, þar sem það kostar mikla peninga að fá þá í heimsókn. Átta tll tlu landslelkir „Eins og málin standa nú ligg- ur landsleikjaplanið fyrir í grófum dráttum. Við munum leika tvo landsleiki fyrir jól, tvö leiki á milli jóla og nýárs, tvö leiki í byijun janúar og tvo til fjóra leiki áður en haldið verður til Frakklands," sagði Gunnar Þór, en eins og hefur komið fram þá stefna for- ráðamenn HSÍ á að allir leikimir verði leiknir hér á landi. Undirbúningurinn fyrir innrás- ina í Normandí, þar sem íslend- ingar hefja sókn sína í átt að A-keppninni ( Tékkóslóvakíu 1990, er hafínn af fullum krafti. Landsliðsmenn íslands eru ekki í vamarstöðu - heldur em þeir ákveðnir að sækja fram. Þeir leika fyrst gegn gegn Búlagríu, siðan gegn Kúvait og þá gegn Rúmeníu í riðlakeppninni, en leikirnir fara fram í Cherbourg ( Normandí. Sigurður Lárusson íslensku Isnds- IIAsmennirnlr verða ekkl f varn- arstöðu á næstunni. Þeir eiga eftir að sækja gegn sterkum þjóðum áður en þeir hefla innrás sína í Normandí, þar sem þeir leika í B-keppn- inni! Frakklandi. Hér á myndinni sjást Sig- urður Sveinsson, Sig- urður Gunnarsson, Geir Sveinsson, Kristján Arason og Atli Himarsson. Fyrir aftan Kristján og Atla er Alfreð Gíslason. KNATTSPYRNA Sigurður áframmeð Skagamenn SIGURÐUR Lárusson var í gær endurráðinn þjálfari 1. deildar- liðs Akraness í knattspyrnu. Hann tók við liðinu í fyrra og skilaði því í 3. sæti á Islands- mótinu. Hörður Jóhannesson verður sem fyrr aðstoðarmað- ur Sigurðar. Sigurður Lámsson náði ágætum árangri í fyrra og em bundnar vonir við áframhaldandi störf hans. ÍA hafnaði ( 3. sæti í sumar og tryggði sér rétt til FráJóni að leika í Evrópu- Gunnlaugsson keppni félagsliða 7. áAkranesi árið í röð. í haust vom Skagamenn ekki langt frá því að komast í 2. umferð er þeir mættu Ujpest Dozsa frá Ungveijalandi. „Þetta leggst vel í mig og ég var ánægður með sumarið. Ég held að við getum gert betur næsta sumar, enda menn reynslunni ríkari eftir sumarið," sagði Siguðmr Lámsson jfi gær. Einhveijar breytingar verða á leikmannahóp Skagamanna. Ljóst er að Karl Þórðarson mun leggja skóna á hiljuna og óvíst er hvað verður um Ólaf Þórðarson. KNATTSPYRNA / ENGLAND Norwich er óstöðvandi lan Rush skoraði loks fyrir Liverpool, en það dugði ekki gegn Nottingham Forest NORWICH hefur sex stiga for- skot í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu eftir 2:1-sigurá Manc- hester United á Old Trafford í gærkvöldi. Meistarar Liverpool töpuðu fyrir Middlesbrough, 2:1 og Newcastle sigraði Midd- lesbrough, 3:0. Norwich heldur áfram sigur- göngu sinni og Manchester United varð engin hindmn í gær- kvöldi. Mark Hughes skoraði fyrsta ^■■m mark leiksins fyrir Frá United í upphafi BobHennessy síðari hálfleiks. Un- lEnglandi ited fékk síðan víta- spymu sem McClair misnotaði. Norwich gerði út um leikinn með tveimur mörkum á síðust sex mínútum leiksins. Mike Phelan jafnaði á 84. mínútu og Andy Townsend skoraði sigurmark- ið tveimur mínútum síðar. Liverpool reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Nottingham Forest. Brian Rice kom Forest yfir um miðjan fyrri hálfleik, en Ian Rush jafnaði rétt fyrir leikhlé. Hans fyrsta deildarmark fyrir Liverpool síðan hann kom frá Juventus. Neil Webb kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks og síðan fékk Forest vítaspymu sem Nigel Clough misnotaði. Brasilíumaðurinn Mirandinha skoraði tvö mörk fyrir Newcastle gegn Middlesbrough. Þriðja markið var sjálfsmark Gary Pallister. 24.000 áhorfendur voru á James Brasllfumaöurlnn Mirandlnha átti góðan leik með Newcastle ( gær og skoraði tvívegis. Park. Fjórir leikir fóru fram í 2. deild í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir: Nell Webb skoraði fyrir Nottingham Forest gegn Liverpool. Bradford—Leeds.............1:1 Brighton—Walsall...........2:2 Leicester—Swindon..........3:3 W.B.A.—Manchester City.....1:0 íH&mR FOLK ■ HOWARD Kendall, þjálfari Atletico Madrid, hafnaði í gær boði frá Newcastle, um að gerast framkvæmdastjóri félagsins. „Ég er vonsvikinn, því að ég var bjart- sýnn eftir að hafa rætt við Kendall á Spáni á mánudaginn," sagði Gor- don McKeag, forseti Newcastle. Félagið hefur verið framkvæmda- stjóralaust síðan Willie McFaul var rekinn fyrir tveimur vikum. ■ TOM Krommendijk, sóknar- leikmaður hjá Feyenoord, gekk í gær til liðs við belgíska félagið CS Briigge. Krommendijk er 21 árs. Mörg hollensk félög voru einnig á eftir honum. ■ MIKLAR Kkur eru á þvi að Brian Talbot, fyrmm leikmaður Ipswich, Arsenal og Stoke, taki við framkvæmdastjórastöðu WBA. Hann hefur stjómað leik liðsins síðan Ron Atkinson fór til Atletico Madrid á dögunum. Mark Law- renson, sem hætti sem „stjómi" hjá Oxford í vikunni, hefur einnig áhuga á starfmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.