Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 17 Morgunblaðið/Þorkell Ögmundur Jónasson nýkjörinn forseti BSRB ávarpar 35. þing sam- takanna. Hann þakkaði þingfulltrúum það traust sem þeir sýndu honum og fráfarandi forseta, Kristjáni Thorlacius, fyrir að skila öflugnm samtökum í hendur nýrra manna. eftir á að hyggja hefði slíkt sam- spil verið ákaflega öflugt. Treysta Ogrnundi Óhjákvæmilega fylgja nokkur átök slíkri kosningabaráttu. Ög- mundur lýsti þeirri von sinni í ávarpi til þingfulltrúa í þinglok, að þau yrðu ekki langvinnari og menn gætu snúið sér að framtíðinni sam- einaðir að nýju. Ekki var annað að sjá, en að þingheimur yndi við úr- slitin þegar þau voru kynnt. Nýjum forseta var fagnað kröftuglega og þótt vonbrigði sæjust á nokkrum andlitum, vildi enginn segja úrslitin vond í samtölum við Morgfunblaðið. Allir viðmælendur sögðust treysta nýjum forseta, þótt þeir hefðu sum- ir hveijir kosið annan. Fljótt mun reyna á að Ögmundur sanni sig í þessu nýja embætti sínu, helsta þungavigtarmál þingsins var bar- átta gegn bráðabirgðalögum um launafiystingu, um samningsrétt- inn, og verður það fyrsta stóra málið sem ný forusta þarf að tak- ast á við. Þá mun koma f Ijós hver dugur er í nýja forsetanum og með- stjómendum hans. Fjölgað í stjórn Á sjötta tug mála var afgreiddur á þinginu og þurfti að funda fram á nótt miðvikudag og fimmtudag til þess að takast mætti að ljúka afgreiðslu þeirra fyrir föstudag, sem var kjördagur. Hér á eftir verða helstu málin talin. Stjómarmönnum BSRB fjölgar nú úr 11 í 19 eftir lagabreytingar á þinginu. Aðildargjald félaga í aðalsjóð BSRB var lækkað úr 0,40% af föstum launum f 0,35%. Krafist var orlofs á fullum íaunum í 52 vikur vegna fæðingar eða ættleið- ingar, sömu launa fyrir sambærileg störf og að ekki verði mismunað í launum í formi mismunandi heita sambærilegra starfa. Aðaltillaga mannréttindanefndar var samþykkt samhljóða. Þar er þess m.a. krafist að Alþingi nemi úr gildi !ög um afnám samningsrétt- arins tafarlaust og lýst fordæmingu á þeirri „...lftilsvirðingu sem felst í að nota samningsréttinn, einn grundvallarþáttinn í sjálfsögðum mannréttindum hins fijálsa heims, sem skiptimynt í pólitískum hrossa- kaupum um ráðherrastóla og valda- stöður í þjóðfélaginu." Krafist var hærri skattleysismarka og að bætt verði við nýju skattþrepi á hærri tekjur. Þess var einnig krafist að kaupmáttur launa sem samið er um verði tiyggður með fullum verð- bótum. Ályktað var um byggðamál og sagt nauðsynlegt að kveða niður ríg á milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðis, sem og á milli kjör- dæma. Krafíst var lækkunar vaxta á útlánum strax og og lagt til að fískveiðikvótar verði teknir frá út- gerð og þess í stað úthlutað byggð- akvótum. eftir kjör forseta Gunnlaugur Búi Sveinsson Guðný Aradóttir „Ekki minn frambjóðandi“ Gunnlaugur Búi Sveinsson sagði að sér litist svona þokkalega á nýja formanninn. „En þetta var nú ekki minn frambjóðandi samt.“ Heldur hann að Ögmundur muni standa sig í stykkinu? „Alveg ábyggilega," sagði Gunnlaugur Búi. Um breýt- ingar sagði hann: „Kemur ekki allt- af nýtt blóð með nýjum mönnum?" „Vænti mikils“ „Vel, ég vænti mikils af honum," sagði Guðný Aradóttir um það hvemig henni litist á hinn nýja for- seta BSRB. Má vænta breytinga? „Já, tvfmælalaust. Einstaklingurinn verður virkjaður meira heldur en hefur verið gert hing£ið til og vald- ið fært meira út í félögin og það er gott.“ ' Honda Civic 3ja dyra 16 ventia Verð frá 611 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. (H) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMl 689900 SÆNSKAR VERKSTÆÐIS- BORVÉLAR Til afgreiðslu nú þegar. GOTTVERÐ. G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Simar 18560-13027 HREINT LOFT aukin vellíðan 3ja og 4ra spaða loft- viftur með hraðastýr- ingu í hvítu og brúnu. Hagstætt verð. Einar Farestveit&Co.hff. *«. XMAMl («1) IMH OO UNM - MMO ■<LA«T«X Plaststampar Eigum nú aftur á lager plast- stampana, í stærðunum 40/50 og 100 Itr. m/loki. Þessir stampar eru viður- kenndir af matvælaeftirliti - til geymsluámatvælum. Heildsala. Auðbrekku 2 - Kópavogi. Sími 4 62 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.