Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS það og drakk frá sér alla rænu. Komið var að honum í húsasundi þar sem hann hafði lagst til svefns. Ég hringdi í nokkur drykkjumannahæli en þar var ekki hægt að taka við honum í þessu ástandi. Svo vel vildi til að lögreglan gat hýst hann eina nótt en hjá þeim er allt fullt um helgar og geta þeir þá ekki hýst dauða- drukkna menn. Þeir fá hvergi inni. En hvað á maður að gera þessum mönnum til hjálpar? Eða eiga þeir bara að krókna þar sem þeir liggja rænulausir í húsasundum, skúrum eða undir bátum? Þarf ekki að koma upp einhverri að- stöðu þar sem hægt væri að taka á móti þeim?" Hjól Bleikt telpuhjól með hvítri tösku á stýri var tekið við sund- laugina í Mosfellsbæ sl. þriðjudag. Þeir sem orðið hafa varir við hjól- ið eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 666848. Góð dagskrá á Rás 2 Aðdáandi hringdi: „Ég vil þakka fýrir góða dag- skrá á Rás 2. Hún er orðin skínandi fín eftir að dagskránni þar var breytt, saman fer §öl- breytt og skemmtilegt efni. Rás 2 ber nú af hinum stöðvunum sem eru allar með sama gargið. Ég vona að Rás 2 haldi áfram á sömu braut." Slökum hvergi til í hvalveiðimálinu Margeir Eiríksson hringdi: „Ég er ekki sáttur við yfírlýs- ingar Árna Gunnarssonar þing- manns um hvalveiðimálið. Mér fínnst hann sýna hæpna hugsjó- naglópsku í þessu máli og jafnvel að hann sé bara að láta á sér bera. Ef við hættum hvalveiðum nú vegna ógnana Grænfriðunga gæti það þýtt endalausa undanlát- semi í öðrum málum. Hvalveiði- málið er ekki ólíkt landhelgismál- inu. íslendingar voru virtir fyrir að slaka hvergi til í því. íslending- ar hafa jafan verið virtir fyrir að vera það sem þeir eru en ekki að vera eins og aðrir vilja hafa þá. Við eigum að standa fastir fyrir °g fylgja okkar eigin stefnu." Ekkert afdrep fyrir drykkjumenn M.M. hringdi: „Hvað er hægt að gera fyrir forfallna drykkjumenn sem eru orðnir ósjálfbjaiga? Kunningi minn og ágætur maður var forfall- inn drykkjumaður fyrir nokkrum érum en virtist vera kominn jrfír það. Um daginn datt hann svo í Þessir hrlngdu . . Steudhal Snyrtivörukynning ámorgunfrá kl. 13-18. Snyrtivöruverslunin BRA, Laugavegi. Pera dagsins í dag DULUX EL í ! & ! 80% orkuspamaðurdæmi: | 7 W j » 40 W I ii w LLi - 60 w I 16 W r I « 75 W ; 20 W 100 W L _ .___ OSRAM m JÓHANN ÓLAFSSON & CO.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík-Slmi 688 588 Um ljóð og óljóð Til Velvakanda. Höfundar „Ljóðabókar 1988“ eru stórorðir og sárhneykslaðir útaf skrifum Guðmundar Guðmundar- sonar, — og er það að vonum, því sannleikanum er hver sárreiðastur: Þau tala um „hroka! og skort á vit- glóru og að öllu sé vendilega við snúið". Og líkja honum við Don Quichotte, ekki veit ég hver líkist þeirri sagnapersónu mest. En eitt er víst að varla hef ég lesið grein, sem er jafn full af hroka og heimsku- legri vandlætingu og þessi grein þeirra þremenninga. Og ættu þau Berglind, Kjartan og Jóhann að kasta minna í kringum sig og athuga betur sinn gang, — eða halda þau í alvöru að það sé einhver menningarauki í þessari eft- irhermu, sem þau kalla atómljóð, — aldrei hefur íslenzk menning lagst eins lágt og þegar menn fóru að apa eftir erlendu orðarugli og kalla það ljóð. Að vísu er til frásagnarháttur í óbundnu máli, sem hefur þann ljóð- ræna blæ að vel mætti það kallast órímuð ljóð, en það er ekki nóg að það sé bara órímað til að beita ljóð, — það þarf að vera eitthvað, segja eitthvað, og flytja einhvem boðskap til þess að geta heitið því nafni. Og eftir stendur íslenzk menning, — okkar menningararfur verður ekki bættur með þessu orðarugli. Þau tala um breytingar, og þá væntanlega til hins betra, en vita þau ekki að það er einmitt fyrsta frásagnarformið, sem var órímað af því að menn kunnu ekki að ríma, og þó rímið sé ekki endilega fslenzk uppfinning þá er það nú svo að það voru íslendingar sem ræktuðu þann garð og reittu þaðan illgresi allt og þoldu engan leirburð og þroskuðu málkennd og hrynjandi að hljóðfalli fagurra ljóða og fundu þá tónlist sem f því býr og lyfti ljóðforminu á hærra stig en nokkur önnur þjóð, og það er okkar íslenzki menningar arfur, og það verður að kallast hnignun þegar við hættum við það verk. Og ef við snúum okkur að þeirri aftur- för sem þetta orðarugl er, sem kall- að hefur verið atómljóð en á ekkert sameiginlegt við hugtakið atóm, nema það eitt að vera smátt, þá er lítið eftir sem er svo bitastætt, að það standi undir ljóðaheitinu, og er mér þá næst að halda að best færi að kalla þetta óljóð. Jón Þ. Haraldsson Þakkir skilið! Kæri Velvakandi. Fátt fer eins í taugarnar á mér þessa dagana og þetta sffellda klif á „þakkir skildar". (Jafnvel ekki Ólafur Ragnar.) Við hvers kyns tækifæri (þarf ekki opinber til), eru oftast einhveijir sem eiga „þakkir skildar" fyrir eitthvað sem þeir hafa gert. Nýjustu dæmin tek ég úr DV og Mbl. er Þorsteinn Pálsson svaraði bamalegum ummælum Jóns Bald- vins um samstarfsmenn sína og félaga. Þá á Stöð 2 „þakkir skildar" fyr- ir skipulagningu skákmótsins sem stendur yfír að mati Davíðs Odds- sonar. Hveijum eru þessar þakkir skyld- ar? Ekki mér. Heimir L. Fjeldsted Jesar eru smekkleg V-þýsk sófasett. Fást meðfallegum áklœðum og með "leatherlook”. Verð á 3ja sœta sófa og 2 stólum: Frá kr. 78.800,- AA-->V:V. SUÐURLANDSBRAUT 22 Sími: 36011 NÚNA auglýsingastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.