Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Sigrún og Selma með tónleika á Akureyri ÞÆR Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika á sal Menntaskólans á Akureyri í kvöld. Tónleikarnir eru á vegum Tónlist- arfélags Akureyrar og heQast klukkan 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Sigurð Garðarsson, Claude Debussy og Pablo de Sar- asate. Sigrún er aðeins tæplega tvítug að aldri. Hún hóf nám í fiðluleik fímm ára gömul og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ellefu árum síðar. Hún lauk burtfararprófí frá Curtis Institute of Music í Philad- elphia í Bandaríkjunum síðastliðið vor og kennir nú við New World School of the Arts í Miami á Flórída. Sigrún hefur margoft komið fram á tónleikum bæði hér og erlendis, einnig á sérstökum tónlistarhátíðum. Má þar nefna Marlboro-festival í Vermont í Bandaríkjunum, Biennal ungra norrænna einleikara og Tón- listarhátíð Norðurlanda. I nóvember 1987 hlaut Sigrún 2. verðlaun í Leop- old Mozart fiðlukeppninni fyrir unga fiðluleikara, sem haldin var í Augs- burg í Þýskalandi og í júní 1988 hlaut hún 1. verðlaun í Carl Nielsen fiðlu- keppninni, sem haldin var í þriðja sinn í Óðinsvéum í Danmörku. Sigrún hefur nýlokið við hljóðritun á Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson, sem kem- ur út á hljómdiski innan skamms á vegum íslenskrar tónverkamiðstöðv- ar. Selma lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík, þar sem aðalkennarí hennar var Ámi Kristj- ánsson. Hún stundaði framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarte- um í Salzburg, síðan við Staatliche Hochschule fiir Musik und Theater í Hannover. Selma hefur sótt nám- skeið í píanóleik, meðal annars hjá Frantisek Rauch í Prag og Pierre Sancan í Nice. Fyrstu opinberu tón- leikar Selmu voru hjá Tónlistarfélag- inu í Reykjavík 1977. Síðan hefur hún margsinnis komið fram sem ein- leikari og í samleik, bæði á íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Sl. vetur lék hún píanókonsert eftir Khatsaturian á tvennum tónleikum með Sinfóníuhijómsveit íslands og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi. Fyrir stuttu hélt hún einleikstónleika í París, skömmu eftir að hún lék á þrennum tónleikum með Sigrúnu Eðvaldsdóttur í Þýskalandi. Norðurljós hf.: Greiðslu- stöðvun í tvo mánuði NORÐURLJÓS hf. á Akureyri heftir fengið greiðslustöðvun í tvo mánuði, frá 20. október að telja. Fyrirtækið rekur verslun á Furuvöllum 13 og viðgerðar- verkstæði á Óseyri 6. Á næstunni liggur fyrir könnun á eignum, skuldum og útistandandi kröfum fyrirtækisins og mun Bene- dikt Ólafsson héraðsdómslögmaður hafa umsjón með því verki. Fyrir- tækið er í eigu nokkurra hluthafa. Morgunblaðið/Rúnar Þór Alfreð Almarsson og Kolbeinn Sigurbjörsson markaðsftilltrúar halda hér á akrýl-peysunni sem starfsmaður Álafoss keypti úti i Banda- rikjunum og er framleidd hjá bandaríska fyrirtækinu London Fog. „London Fog“ stælir íslenskar ullarpeysur „EINN af sölumönnunum okkar var á ferð I New York í sumar og þóttist kannast við peysu í einni búðinni. Þar var þá komin eftirlíking af einni af Álafoss- peysunum okkar — sama hönn- un og sama munstur," sagði Alfreð Almarsson, markaðsfúll- trúi hjá Álafossi, í samtali við Morgunblaðið. „Vissulega er það ánægjulegt að vita til þess að svo þekkt fyrir- tæki sjái ástæðu til að líkja eftir íslenskri framleiðslu. Það er ljósi punkturinn í málinu," sagði Alfreð. Fyrirtækið sem um ræðir er bandarískt og heitir London Fog. Peysa þessi var hinsvegar ekki úr ull, heldur var hún pijónuð úr gerviefninu akrýl og kostar jafn- mikið út úr búð í Bandaríkjunum eins og ullarpeysur Álafoss kosta í heiidsölu, þetta 35 til 40 dali, að sögn Alfreðs. Morgunblaðið/Vigdís Kjartansdóttir Tröllin komu niður úr fjöllunum og skemmtu viðstöddum. Grenivíkurskóli: Myndlist, leiklist o g mat argerðarlist á listahátíð Grenivík. NEMENDUR og kennarar Grenivíkurskóla héldu mikla listahátíð um síðustu helgi við fádæma fögnuð viðstaddra. Á dagskrá hátíðarinnar var myndlist, leiklist og matar- gerðarlist. Hingað til hafa nemendur Grenivikurskóla ekki haft myndlistarkennslu í skójanum. Því var ákveðið að fá Om Inga myndlistarmann frá Akureyri til að koma til Grenivíkur og kenna nemend- um skólans myndlist í tvær vikur. Þar með var allt komið á annan endann í skólanum, að sögn skólastjórans, Björns Ingólfssonar. Bömin voru meira og minna í skólanum alla daga fram á kvöld og nætur, en skólatöskumar sínar máttu þau geyma heima. Foreldramir skildu ekki neitt í neinu og mikil leynd hvíldi yfir öllu. Nemendur gáJfu út kvöldblað með hinum ýmsu fróðleiksmolum og þar kom meðal annars fram að eitthvað skemmtilegt myndi gerast í skólanum fyrsta vetrar- dag, Annað var ekki látið uppi. Síðasta sumardag var haldin skrúðganga frá skólahúsinu. í broddi fylkingar var bifreið af gerðinni Land Rover sem bömin höfðu málað í öllum regnbogans litum og í kjölfarið fylgdi halaróf- an skrautlega máluð á eftir. Gengið var um götur þorpsins og að frystihúsi Kaldbaks og endað var við versiun KEA þar sem boðið var upp á kex og Svala. Á laugardag, fyrsta vetr- ardag, hófst síðan aðalhátíðin og Sýnishorn af listaverkum krakkanna í Grenivikurskóla. þá kom svo sannarlega í ljós hvað nemendumir höfðu aðhafst undangengnar tvær vikur. Klukkan 15.30 setti skólastjór- inn, Bjöm Ingólfsson, listahátí- ðina sem samanstóð af myndlist, leiklist og matargerðarlist. Af- hjúpuð voru sjö verk, sem nem- endur höfðu málað á veggi skól- ans og sýndar voru teikningar eftir nemendur og kennara. Því næst var haldið í samkomusal skólans þar sem allir snæddu þríréttaða máltíð og nemendur gengu um beina og sýndu leiklist og dans á meðan á borðhaldi stóð. Nýtt heimsmet var sett þar sem matreiddur var heimsins stærsti sláturkeppur með sveskjum, en keppurinn vó um tíu kíló. Var hann snæddur með öllu tilheyr- andi, rófustöppu og kartöflumús. Er matarveislunni lauk var haldið út undir bert loft og þar haldin heilmikil brenna. Alls kyns púk- ar, grýlur og fleiri kynjaverur komu aðvífandi niður úr nær- liggjandi fjöllum. Þessi listahátíð Grenivíkur- skóla verður lengi í minnum höfð. Margir nemendanna eru upp- rennandi myndlistarmenn, enn aðrir mjög hæfir leikarar og dansarar svo ekki sé nú talað um kokkana. í Grenivíkurskóla sitja 90 nemendur og var það sam- dóma álit gesta og foreldra að krakkarnir ættu bestu þakkir skilið. Vigdís Nýtt verslunarhúsnæði til leigu Til leigu er nýtt verslunar- og iðnaðarhúsnæði við Móasíðu á Akureyri. Óskað er eftir tilboðum. Upplýsingargefur Fasteignasalan, Brekkugötu 4, sími 96-21744. Útvegsmenn á Norðurlandi Munið aðalfundinn í dag kl. 16.00 á Hótel KEA. Stjórnin. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.