Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 H maconde formen MAOE IN PpftTUGAL Glæsileg herraföt Vörumerkiðtryggir gæði og bestusnið Macondeverksmiðjurnar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- jakkar kr. 4.995,- Terylenefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- terlynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. ÍS.............. . iw'ifto Útsölustaðir: Reykjavík: Sparta-Laugavegi 49 Útilíf-Glæsibæ Hummel-Ármúla Hummel-Eiðlstorgi Bikarinn-Skólavörfiustíg 14 Misty-Laugavegi Sportbær-Hraunbæ 102c Landið: Sportbúð-Óskars Keflavík Sporthúsið-Akureyri Sporthlaðan-lsafirði Dansstudio Alice-Akureyri Óðinn-Akrane8i Stykkishólmsapótek Stykkishólmi Heiidsöludreifing: sportvöruþjónustan Eikjuvogi 29-104 Reykjavík - Sími 687084. Allt Austur-þýskt postulín á hagstæðu verði Matarstell fyrir sex Kaffistell fyrir sex Könnur kr. 2.750 kr. 1.568 kr. 78 KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT 35. þing BSRB Forsetakjör speglar vilja tfl breytinga FORSETAKJÖR var sá möndull sem 35. þing- BSRB snerist öðru fremur um, að mati þeirra þingfulltrúa sem Morgunblaðið ræddi við. Þinginu lauk síðastliðinn fóstudag. Valið stóð á milli þriggja. í samtölum við bæði frambjóðendur og einstaka þingfulltrúa kom fram, að tveir frambjóðenda voru álitnir fuUtrúar lítt eða ekki breyttrar stefnu í störfúm samtakanna og áherslu í málflutn- ingi. Ogmundur Jónasson var hins vegar talinn boða breytingar. Á sjötta tug mála var lagður fyrir þingið. Flest hlutu málin góðar undirtektir og voru samþykkt sem ályktanir með Utlum eða engum breytingum. Báðir mótframbjóðendur Ög- mundar, Guðrún Ámadóttir og Örl- ygur Geirsson, sögðu eftir forseta- kjörið, að fólkið hefði viljað breyt- ingar og fengið þær. Ögmundur hefur sjálfur sagt, að ekki verði neinar byltingar í starfí BSRB, en áherslum breytt. Hann hyggst nýta krafta einstaklinga og einstakra félaga innan sambandsins í ríkari mæli en verið hefur og af samtölum við hann má ráða, að hann hyggist nýta fjölmiðla meira en samtökin hafa gert til þess að koma sjónar- miðum þeirra á framfæri. Fyrsta verkeíhið Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið eftir kosninguna að biýnasta verkefnið framundan væri að beijast fyrir endurheimt samn- ingsréttarins. Þá kvað hann það vera ljóst, að forsetaembætti BSRB væri fullt starf og því hlyti hann að láta af störfum hjá Sjónvarpinu á meðan hann gegnir forsetaemb- ættinu. Ný stjóm BSRB kemur saman í næstu viku og á þá að fara yfír niðurstöður þingsins og ákveða hvemig á þeim málum verður hald- ið. „Við emm að bretta upp ermam- ar og skoða vandlega okkar stöðu, bæði inn á við og út á við,“ sagði Ögmundur á öðmm starfsdegi sínum sem forseti BSRB. Ný forusta Allmikil umskipti urðu í foryst- unni í kosningunum. Forseti og báðir varaforsetar em nýtt fólk í þeim stöðum. Af 16 meðstjómend- um em tíu nýir. 1. varaforseti BSRB var kjörinn Haraldur Hannesson, 2. varaforseti Ragnhildur Guð- mundsdóttir. Þau vom sjálfkjörin. Kosið var hins vegar um meðstjóm- endur, þar sem tillögur komu um þijá til viðbótar þeim 16, sem kjör- nefnd hafði tilnefnt. Allir sem kjör- nefnd tilnefndi náðu kjöri. Af þeim hlutu þrír atkvæði allra þingfull- trúa, 208 talsins. 11 hlutu nieira en 200 atkvæði og lægst fengu meðstjómendur 132 atkvæði. Tími Kristjáns Á 35. þingi BSRB vom liðin 28 ár frá því að síðast var kjörinn for- seti samtakanna. Kristján Thorlac- ius hefur gegnt forsetaembættinu allan þann tíma. Fyrirfram var búist við, að Kristján gæfí ekki kost á sér nú, en hann tilkynnti það ekki fyrr en við þingsetninguna. Á þess- um 28 ámm hafa miklar breytingar gerst á högum og kjömm opinberra starfsmanna. Þær stærstu em samningsrétturinn, sem fékkst í áföngum, síðast til fulls með verk- fallsrétti fyrir tólf ámm. BSRB hefur staðið í miklum framkvæmd- um á síðari árum. Nefna má mikla byggð orlofshúsa og hlutdeild í skrifstofuhúsnæðinu að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Áfall En þessi tími hefur ekki liðið áfallalaust. Líklega er stærsta áfall- ið fyrir BSRB útganga kennara, eins stærsta hópsins innan samtak- anna, fyrir tveimur árum. Á þinginu í síðustu viku mátti heyra á sumum fulltrúum sem studdu Ögmund í forsetalgörinu, að ein helsta ástæða þeirra stuðnings væri sú, að hann væri líklegastur frambjóðendanna til að geta tekið á ný upp eðlileg samskipti við kennarana. Sumir gerðu sér jafnvel vonir um að kenn- arar gengju á ný í BSRB. Þegar BSRB klofnaði, kennarar gengu út, gerðist það ekki í sátt og sam- lyndi. Stjóm BSRB tregðaðist við að veita kennuranum lausn. Út- ganga þeirra var ekki einungis sið- ferðilegt áfall fyrir forystu samtak- anna, hún var einnig fjárhagsleg blóðtaka. Kennarar voru einn stærsti hópurinn innan BSRB og félagsgjöld þeirra vógu því þungt. Þeir áttu allmörg orlofshús og til að kóróna sárindin: Þeir áttu - og eiga enn - stóran hluta í skrifstofu- byggingunni á Grettisgötunni og em því sambýlingar við BSRB. Samvinna Hér verður ekki dæmt um hvort ný stjóm BSRB er líkleg til að stofna til sátta við kennara með endurkomu þeirra í huga. Hún hef- ur enga ályktun þingsins að baki sér í því efni að styðjast við og spuming hvort stjómin vill ríða á vaðið. Hitt er ljóst af orðum nýkjör- ins forseta BSRB, að hann vill aukna samvinnu einstakra félaga opinberra starfsmanna sem og ann- ars launafólks og slíkt gerist auðvit- að ekki nema sæmilegt samkomu- lag sé á milli manna. Hvers vegna sigraði Ögmundur? Það verður að teljast líklegt, af orðum allmargra þingfulltrúa að dæma, að nokkur atriði hafi öðmm fremur spilað saman og fært Ög- mundi sigur í kosningunum. í fyrsta lagi það, að hann átti engan þátt í missættinu við kennarana og er talinn líklegur til að geta hafíð sam- skipti við félög þeirra ósnortinn af sárindum fyrri tíma. í öðm lagi boðaði hann breytingar. Þótt ekki væri fýllilega ljóst í hveiju þær ættu að felast, talaði hann um breyttar áherslur, aukið vægi ein- staklinga og félaga, aukin sam- skipti og samstarf félaga launa- fólks. í þriðja lagi var hann þekktur af störfum sínum hjá Sjónvarpinu, bæði af starfí sínu sem fréttamaður og af félagsstörfum. í flórða lagi er ímjmd Ögmundar önnur en keppinauta hans, hann er fremur fulltrúi nýrra tíma og nýrra baráttu- aðferða, á meðan keppinautamir þóttu draga um of dám af liðinni tíð. Að líkindum hefur það einnig haft sín áhrif, að forustan þumbað- ist við að taka inn tvö af fjórum nýjum félögum í upphafi þingsins, fóstmr og meinatækna. Þá kann fleira að koma til að Ögmundur var kjörinn. Það er flokka- og fýlkingaskipting á þing- inu. Margir höfðu á orði í samtölum við blaðamann, að óvenju lítil áhrif væm á þingið frá hinni hefðbundnu flokkapólitík. Önnur pólitík var þar meira áberandi og skipti fulltrúum í flokka sem síðan gátu skarast. Þar vom annars vegar ríkisstarfs- menn og hins vegar bæjarstarfs- menn, einnig skiptust fulltrúar að nokkm eftir starfsgreinum, búsetu og aldri. Rétt áður en kjör forseta átti að hefjast gengu bæjarstarfs- menn afsíðis og réðu ráðum sínum. Það munu hafa verið um 60 fulltrú- ar og munar um færri atkvæði. Spyija má: Var það tilviljun að Ögmundur náði kjöri í fyrstu at- rennu, þvert ofan í það sem búist hafði verið við, og síðan að Harald- ur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar var kjörinn 1. varaforseti? Kannski em þama engin tengsl á milli, en Spurt á BSRB þingi Helgi Kristinsson Ragnhildur Guðmundsdóttir „Mjög ánægður“ „Nýir siðir“ „Ég er mjög ánægður," sagði Helgi Kristinsson. „Það hljóta alltaf að koma inn ný viðhorf með nýjum mönnum, það segir sig sjálft," sagði hann aðspurður um hvort hann teldi kjör Ögmundar hafa breytingar í för með sér. Helgi kvaðst ekki vera reiðubúinn til að segja fyrir um hveijar breytingamar yrðu. „Ég held að reynslan verði að segja til um það.“ „Mér líst mjög vel á Ögmund," sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir. Hún kvaðst búast við breytingum í starfí BSRB með nýjum form- anni. „Að sjálfsögðu koma alltaf nýir siðir með nýjum hermm og ég vænti þess að þetta verði okkur öllum til góðs og að gott samstarf náist með okkur öllum hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.