Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 51 INDLAND reyna kraftana Eins og allir vita er nauðsynlegt að taka á honum stóra sínum þegar farið er í „sjómann“ og fróðir menn segja að styrkurinn aukist með hverju öskri. Nobo nokkur frá norð-austur Indlandi sést hér keppa í þessari einstæðu íþróttagrein, indverskum „sjómanni" í Nýju Delhi nú í vikunni. Hann reynir hér að snúa niður andstæðing sinn, en ekki tókst það, þrátt fyrir augljós átök. Hann tapaði viður- Reuter ELIZABETH TAYLOR Leikkonan p a sjúkrahús Elizabeth Taylor sem í sumar lá á sjúkrahúsi vegna bakveiki hefur verið iögð inn aftur. í þetta skipti er það ekki bakið sem hijáir hana. Heimildir herma að síðustu sex vikur hafi hún misnotað verkja- stillandi lyf og sé þar að auki dott- in ofan í pytt þann er Bakkus ræð- ur yfir. Er sagt að læknar hafi á tímabili óttast að hún fengi lost, þar eð blóðþrýstingur hennar féll mjög hratt. Hinn 29. september síðastliðinn var Elizabeth Taylor færð á St. John’s sjúkrahúsið í eigin limósínu. Sagt er að hún hafi neitað að fara upp í sjúkrabifreið. Var hún í nátt- fötum einum saman og í mjög slæmu ástandi. Það er einnig sagt að í sumar hafi hún reynt að hlýða ráðum lækna um lyfjanotkun en áður en varði hafi hún verið farin að taka 20 verkjastillandi töflur á dag sem var margfaldur skammtur. Þá herma fregnir að hún hafi nærst illa síðustu vikur og borðað ein- göngu það sem telst óheilsusamleg fæða. Haft er eftir læknum hennar að þeir geti ekki gert neitt fyrir hana nema hún taki sjálf af skarið. Til að mynda hefur hún bætt á sig fímmtán kílóum síðustu vikur og neitað að fara í megrun. Eina af fyrstu nóttum hennar á spítalanum Elizabeth Taylor hefur verið bundin við hjólastól síðan í sumar. sást maður lauma pizzu inn á her- bergi hennar, og einnig er sagt að margar vín- og bjórflöskur hafi fundist í fórum hennar. Elizabeth átti um árabil við áfengisvandamál að stríða en fyrir fjórum árum sigraði hún í viður- eigninni við Bakkus og snerti ekki vín um tíma. Haft er eftir læknum hennar að aldrei hafi hún verið eins langt leidd og einmitt nú og sé það undir henni sjálfri komið hvert stefni. OTO A HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 BURT MEÐ AUKAKILÓIN Skráning í dag hjá næringarfræðingi milii kl. 16 og 18.30 ísíma 656970-71. færð Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum, sem glödduö mig á 100 ára afmœli mínu 17. október meÖ heimsóknum, gjöfum, símtölum ogskeytum. Ég biÖ GuÖ aÖ blessa ykkur öll. GuÖrún Hallvarðsdóttir frá Kirkjubæ. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: REKSTRARTÆKNI - VÉLTÆKNI: 14.-15. nóv. 28.-30. nóv. 14.-17. nóv. 21 .-24. nóv. Gæðastjórnun. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning á gæðastjórnun og gæðakerfum. Gæði sem stjórnunartækni. Gæðastaðlar. Uppbygging gæðaeftirlits. Gæðakostnaður og gæðahandbók. 16kennslustundir. Vöruþróun og markaðssókn. Vöruþróun, mark- aðssókn, leið til betri afkomu. Aðferðir til mats á markaðnum, til að laða fram hugmyndir, bera þær saman og meta. Gerð framkvæmdaáætlun- ar, frá hugmynd til framleiðslu. Leiðirtil að fjár- magna vöruþróun o.fl. 16 kennslustundir. Örtölvutækni 2. Framhald af Örtölvutækni 1. Öllum vistháttum örgjörvans er lýst nánar. Hug- tök eins og gluggavistun, kóðagluggi, gagna- gluggi, staflagluggi aukagluggi o.fl. verða skýrð. 36 kennslustundir. Örtölvutækni 3. Framhald af Örtölvutækni 2, Vélbúnaður örtölvukerfa. Kynnt eru kefi með sam- nota (multiplexed) vistunar- og gagnalínum ann- ars vegar og aðskildum línum hins vegar. 36 kennslustundir. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: 3. nóv. 14. nóv. 11. nóv. 5. des. 28. nóv. 2. des. 9. nóv. 22. nóv. 30. nóv. 14. nóv. 5. des. 22. nóv. 7. nóv. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Haldið á Reyðarfirði. Farið er yfir helstu kenningar í stjórn- un og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvað einkennir góð verkfyrirmæli. Konur vlð stjórnun. Farið er yfir ákveðna hegðun einstaklinga, eigin sjálfsmynd o.fl. Helstu viðhorf og fordóma starfsmanna og stjórnenda til kvenna í stjórnunarstörfum. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yf ir skipu- lagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfs- mannafræðslu, líkamsbeitingu við vinnu og vinnu- vistfræði. Verktilsögn og vinnutækni. Haldið á Neskaup- stað. Stjórnun breytinga. Farið yfir stjórnun breytinga, hvernig er best að vinna breytingum fylgi. Starfs- mannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórnun- ar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnis- hópa, vöruþróunarverkefni o.fl. Kjarasamningar og lög. Farið er yfir skaðabóta- rétt og vinnulöggjöf, sakaregluna, saknæmi. Túlk- un kjarasamninga o.fl. Öryggismál. Fariö eryfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. Kostnað slysa og hvað vinnst með bættu öryggi. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu flutn- inga utan og innan fyrirtækja, flutninga til og frá o.fl. Verkskipulagning og tímastjórnun. Farið er yfir undirstöðuatriði í áætlanagerð, verkskipulagn- ingu og tímastjórnun fyrir verkstjóra. Gerð CPM- framkvæmdaáætlana og Gnatt -áætlana. Verkskipulagning og tímastjórnun. Haldið á Akureyri. PROJECT-forrit og verkáætlanir. Haldiö á Vest- urlandi. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagning- ar með aðstoð PC-tölvu, kynning á tölvuforritinu PRJOECT. Innkaupa- og lagerstjórn. Farið er meðal annars yfir helstu atriði við skipulag innkaupa og lager- stjórn o.fl. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91) 68-7000, Fræðsiumiðstöð iðnaðarins í síma (91) 68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91) 68-7009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.