Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 15 Eflaust er nokkuð til í þessu í mörg- um greinum en það á alls ekki við um fiskvinnsluna, aðalframleiðslu- grein landsbyggðar. Það má, með hliðsjón af sögu margra undanfar- inna ára, segja að allur kostnaður sem lagður hefur verið í hagræð- ingu í rekstri sé tapað fé og má nánast saka forráðamenn fyrirtækj- anna um heimsku að leggja í slíkt, oftast fyrir lánsfé. Sagan sýnir nefnilega, að ekki eru þessir menn fyrr búnir að hagræða þannig að rekstur verður t.d. 5% hagkvæmari að meðaltali, en sérfræðingar Þjóð- hagsstofnunar setjast sveittir við að reikna t.d. hvað raungengi megi nú hækka. Innan fárra vikna til mánaða á föstu gengi eru kostnað- arhækkanir innanlands svo búnar að sjá til þess að rekstur fískvinnsl- unnar er aftur kominn niður á og niður fyrir núllið og nýju hagræð- ingarlánin auka enn á greiðsluvand- ann. Grundvallarspumingin, og sú sem skiptir sköpum varðandi raun- verulega byggðastefnu til lengri tíma, er þannig sáraeinföld. Hún snýst einvörðungu um að skapa framleiðslufyrirtækjum í iðnaði og sjávarútvegi skilyrði til arðsemi og þannig möguleika á að greiða niður skuldir og bjóða starfsfólki sínu sambærileg eða betri kjör en tíðkast t.d. í verslunar- og þjónustugrein- um. Svo ekki sé nú minnst á mögu- leika framleiðslufyrirtækja til að keppa um ávöxtun sparifjár lands- manna í formi hlutabréfa. Menn verða að átta sig á því að gróði og góð kjör í verslun og þjón- ustu og tap og lág laun í iðnaði og fiskvinnslu eru alls ekki náttúru- lögmál heldur beinlínis tilkomin vegna stjómvaldsaðgerða. Og auðvitað er einnig hægt að breyta hlutföllunum framleiðslugreinunum í hag með nýjum stjómvaldsaðgerð- ur, ef vilji er fyrir hendi. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Virðist sama hvaða flokkar fara með stjóm, þrýstihópar sem vilja halda núver- andi fyrirkomulagi óbreyttu virðast alltaf hafa betur, e.t.v. fyrst og fremst vegna nálægðar við stjóm- völd og þar með möguleikum á að kynna sín hagsmunamál reglulega. Þessu til stuðnings má minna á að Þorsteinn Pálsson þurftí að fara til Vestflarða til að skilja að fisk- vinnslan þar var að stöðvast. Frelsi í viðskiptum hefur verið að aukast mikið á síðustu árum og sýnist sitt hveijum um ágæti frjáls markaðar fyrir okkar litla hag- kerfí. Hinu hefur minna verið hald- ið á lofti að frelsi þetta á fyrst og fremst við innflutnings-, verslunar- og þjónustugreinar auk peninga- markaðar innanlands. Fijálsræðið er eflaust að mörgu leyti til bóta, hvetur til hagkvæmni í innkaupum og rekstri en gefur jafnframt mögu- leika á að koma kostnaðarhækkun- um strax út í verðlagið. Útflutn- ings- og samkeppnisiðngreinum hefur á sama tíma verið haldið í haftaskrúfstykki í nafni verðjöftiun- arsjóða og fastgengisstefnu og þau fyrirtæki þannig í raun haft sáralít- il áhrif á endanlegt verð sinnar framleiðslu heldur verið skammtað- ur afgangurinn af gjaldeyrissköpun sinni þegar hinir hafa fengið sitt. Niðurstaða mín er sú að stjóm- völd, hveiju nafni sem þau neftiast, ráði af ofangreindum ástæðum aldrei við gjaldeyrismálin svo rétt- látt sé og því eigi Alþingi að stíga síðasta stóra skrefið í að koma á raunverulegu viðskiptafrelsi með því að stofna gjaldeyrismarkað þar sem framleiðendur gjaldeyris geta selt hann hæstbjóðanda. Séu fisk- og grænmetismarkaðir sem velta fáeinum milljónum færir um að starfa eftir markaðslögmálum um framboð og eftirspum ætti gjald- eyrismarkaður sem veltir tugmillj- örðum að geta það einnig. Allavega hlýtur hver maður að sjá að þetta kerfí, að miða gengis- skráningu við að fiskvinnslan sé rekin „á núllinu" (í góðæri?) er gengið sér til húðar. Til að sjá hversu fáránlegt er að miða slíkar þjóðhagsstærðir við afkomu einnar framleiðsluatvinnugreinar má snúa dæminu við og spyija: Hvers vegna ekki að breyta til og miða gengis- skráningu við að heildverslunin sé rekin á núlli um tíma. Velta hennar er svipuð og útflutningsins. Sú leið sem farin hefur verið undanfarin ár með taprekstri fram- leiðslufyrirtækjanna og „redding- um“ fyrir hom með nýjum lánum, skuldbreytingum og ölmusustyrkj- um til að halda framleiðslunni gangandi, (m.a. gegnum Byggða- stofnun) hefur dæmt sig sjálf: Kjör launafólks á landsbyggðinni em mun lakari en á Reykjavíkursvæð- inu og fólki heldur áfram að fækka. Samdráttaraðgerðir, hvort sem þær em í nafni tapreksturs eða hagræðingar, og ölmusur em nefni- lega helstu hvatar þess að bæði stjómendur og starfsfólk missi trúna á framtíð fyrirtækisins, sína eigin og e.t.v byggðarlagsins. Þann- ig em þeir menn hættulegastir raunvemlegri byggðastefnu sem segja sem svo: „Auðvitað viljum við að mest allt landið sé í byggð, þó það kosti heilmikið." Raunvemleg byggðastefna er fyrst og fremst fólgin í því að gera framleiðslufyrirtækjum kleift að skila hagnaði með góðum rekstri og þannig gera þeim mögulegt að auka eigið fé og minnka skuldir, keppa um sparifé landsmanna í formi hlutaQár og keppa um hrá- efni og hæft starfsfólk með betri kjömm. Lykilatriði: 1) Styrkir (ölmusur) hættulegir. 2) Stjómvöld ófær um réttláta gengisskráningu. 3) Framleiðniaukning í fisk- vinnslu heimskuleg. 4) Framboð þjónustu skiptir litlu um búferlaflutninga, launa- kjör em ráðandi. Höfundur er heilaugæslulæknir. yelkMd gardeur > y i lauyaiu Udutttu VERSLUN v/NESVEG. SELTJARNARNESl Stakir jakkar - blaser einlitir Pils - einlit, munstruð Buxnapils Síðbuxur 100% ull ull/terelene 100% bómull Tískuvara - gæðavara Opid daglega 9-18 laugardaga 10-16 ísfísksölur erlendis: Lágt verð vegna mikils framboðs Lægsta verð fyrir karfa síðan í júlí LÁGT VERÐ hefur fengist fyrir óunninn fisk á mörkuðunum í Vestur-Þýskalandi og Bretlandi í þessari viku vegna mikils fram- boðs að undanfórnu, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar full- trúa hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Viðey RE seldi 249 tonn fyrir 12,4 mil(j- ónir króna í Bremerhaven á mánudaginn. Skipið fékk 53,40 króna meðalverð fyrir ufsa og 48,22 króna meðalverð fyrir karfa sem er lægsta meðalverð sem fengist hefúr fyrir karfa í Vestur-Þýskalandi síðan f júlf síðastliðnum, að sögn Vilhjálms. Álftafell SU seldi 77 tonn fyrir 5,6 milljónir króna í Hull í Bret- landi á mánudaginn og fékk 77,30 króna meðalverð fyrir þorsk og 74,57 króna meðalverð fyrir ýsu. Una í Garði GK seldi 57 tonn fyrir 2,3 milljónir króna í Grimsby í Bret- landi á mánudaginn. Skipið fékk 58,99 króna meðalverð fyrir þorsk, 41,43 króna meðalverð fyrir ýsu og 35,68 króna meðalverð fyrir kola. Þrymur BA seldi 66 tonn fyr- ir 4,5 milljónir króna í Grimsby í gær, þriðjudag, og fékk 67,29 króna meðalverð fyrir þorsk, 75,31 krónu meðalverð fýrir ýsu og 71,48 króna meðalverð fyrir kola. NAMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Tríumph-Adler skrif- stofurítvél á verði skólaritvélar. Umbofismenn um land allt: Bókabúð Keflavíkur, Keflavlk, Bókabúfi Olivers Steins Hafnarfiröi, Bókabúflin Gríma, Garflabæ, Grifill, Reykjavik, Hans Arnason, Reykjavík, Jón Bjarnason, Akureyri, Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf., Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi, Penninn, Reykjavík, Rás s.f„ Þorlákshöfn, Stuðull s.f„ Sauflárkróki, Sameind, Reykjavík, Skrifvélin, Reykjavík, Traust, Egilsstöðum. Sendum í póstkröfu • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 28.078 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.