Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Níu ráðherrar og sex ráðherrabílar TVEIR ráðherrar Alþýðubandalags munu ekki ætla að hafa sér- stakan ráðherrabU og bQsfjóra á sinum snærum og Jóhanna Signrðar- dóttir, félagsmálaráðherra, hyggst áfram fara flestra sinna ferða á eigin bifreið. Engir nýir ráðherrabílar hafa verið keyptir eftir stjórn- arskiptin, en nokkrar bifreiðir hafa skipt um ráðuneyti eins og mennimir sem þeim er ætlað að þjóna. Þá eiga ráðuneytin bUa sem ekki flokkast undir „ráðherrabUa" þó að ráðherrar noti þá stundum f ferðalögum. Hér á eftir er gerð grein fyrir bílamálum rikisstjórn- ar Steingrfms Hermannssonar. Upplýsingarnar eru fengnar frá ráð- herrunum sjálfum eða viðkomandi ráðuneyti. — Steingrímur Hermannsson hefur Oldsmobile ’87 til umráða. Bíll þessi er í eigu forsætisráðu- neytisins og var keyptur í fyrri forsætisráðherratíð Steingríms. Hann tók bílinn með sér yfir í utanríkisráðuneytið, en nú eru báðir komnir aftur á fyrri slóðir. — Bíllinn sem Þorsteinn Páls- son ók um á meðan hann var for- sætisráðherra — sem er af gerð- inni Audi 2000 — er nú kominn yfir í utanrfkisráðuneytið og þjón- ar Jóni Baldvin Hannibalssvni. — Fj ármálaráðherra, Olafur Ragnar Grfmsson, ekur um á eig- in bfl, 6 ára gamalli Mözdu 929, og borgar sjálfur kostnað við hann. Ólafur sagðist þó ekki viija útiloka að.hann myndi nýta sér Pajero-jeppa flármálaráðuneytis- ins ef hann þyrfti að fara í lang- ferð á vegum embættisins. — Samgöngu- og landbúnað- arráðherra, Steingrímur Sigfús- son, fékk tvo ráðherrabfla í arf frá forverum sínum. Hann sagðist ekki ætla að hafa sérstakan ráð- herrabfl, en ráðstafa Wagoneer- jeppa, sem Matthías Á. Mathiesen notaði, fyrir starfsmenn ráðuney- tanna beggja. Steingrímur sagðist væntanlega mundu nota jeppann til ferðalaga, sem væru mikil í sfnum ráðuneytum, en nota annan af tveimur bflum flölskyldunnar í einkaerindum. Hann fengi stund- um far f vinnuna hjá bflstjóra samgönguráðuneytisins, þar sem þeir byggju f sama hverfi. — Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, sagðist vera illa akandi þessa stundina og fara ferða sinna á Lödu Sport ’78 sem hann á. Bíll sem fyrirrennari Sva- vars notaði, af gerðinni Mercury Topaz, er nú í viðgerð, en Svavar sagðist eiga von á að aka um í honum. — Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, ekur um á eig- in bfl af Mitsubishi Lancer-gerð, hefur ekki bflstjóra og þiggur ekki greiðslur frá ríkinu vegna afskrifta af bflnum. — Jón Sigurðsson notfærir sér Cherokee-jeppa iðnaðarráðuneyt- isins, árgerð ’88. — Halldór Ásgrímsson hefur til afnota Benz-bifreið sem sjávar- útvegsráðuneytið fékk frá flár- málaráðuneytinu í fyrra. Ráð- herrabfll dómsmálaráiðuneytisins mun hins vegar vera í geymslu. — Heilbrigðisráðherra, Guð- mundur Bjamason, er á Audi- bifreið, sem keypt var f ráðherr- atíð Ragnhildar Helgadóttur. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fékk þennan Audi- bfl i arf frá Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Bifreið Steingrims Hermannssonar forsætisráðherra er amerisk, af Oldsmobile-gerð. Morgunblaðið/Emilía Samgöngurráðherra Steingrímur Sigfússon ætlar að fara ferða sinna á Volvo árgerð 1974, sem hann á sjálfur, en jéppa ráðuneytisins ætlar hann að nota i langferðir. Erum komnir í þrot með fjármögnun fiskeldisins - segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri EWOS hf. „VIÐ erum komnir í algert þrot með að Qármagna rekstur fisk- eldisstöðvanna og ég trúi því að það sama eigi við aðra fóðursala. Ég get ekki séð annað en þetta endi með lokun viðskipta á fyrirtæk- in, við getum ekki varið það gagnvart eigendum fóðurfyrirtækj- anna að leyfa viðskiptavinum okkar að safna endalaust skuldum," sagði Ámi Gunnarsson framkvæmdastjóri EWOS hf þegar leitað var til hana vegna fréttar um 150 miiyóna kr. fóðurskuldir fiskeld- isstöðvanna. „Við erum komnir á ystu brún með að halda þessari lánastarf- semi áfram, enda teljum við það ekki okkar hlutverk að fjármagna Borgarráð: Borgin leysir til sín þrjár lóðir við Túngötu BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum á þriðjudag, að leysa til sín þijár lóðir við Túngötu 2, 4 og 4a fyrir um 7,2 miHjónir króna, sem að hluta til greiðist með tveimur lóðum við Akur- gerði 27 til 29 og Langholtsveg 58, en þær lóðir eru metnar á 3,8 milljónir króna. Lóðimar við Túngötu voru i eigu Húsasmiði hf. og hafði fyrirtækið nýlega keypt lóðina við Túngötu 2 af borginn en sá kaupsamningur gengur til baka að sögn Hjörleifs Kvaran framkvæmdastj óra lög- fræði- og stjómsýsludeildar. Að sögn Hjörléifs, er í deiliskipu- lagi miðbæjarins gert ráð fyrir einu samfelldu húsi á lóðunum við Tún- götu. Þegar hönnun hússins var lokið kom hins vegar í ljós að ná- lægð þess við Aðalstræti 16, sem er timburhús yrði of mikil. „Skipu- lagsnefnd borgarinnar gat ekki fall- ist á að byggt yrði á lóðinni við Túngötu 2, sem borgin hafði selt Húsasmíði hf. og þar með var eng- inn grundvöllur fyrir bygginga- framkvæmdunum," sagði Hjörleif- ur. Þegar skipulag miðbæjarins var samþykkt ákváðu borgaiyfirvöld að taka upp viðræður við eigendur til- tekinna lóða, meðal annars eiganda Ióðarinnar við Aðalstræti 16, um hugsanlega vemdun húsanna. Ann- að hvort með því að borgin keypti tiltekin hús eða að eigendur sæju sjálfir um vemdun þeirra með ein- hverri aðstoð frá borginni. ólafur Laufdal veitingamaður, er eigandi að lóðunum við Aðal- stræti 14 og 16 og sagði Hjörleifur að í svari hans til borgaryfirvalda komi fram að hann hyggðist rífa húsið á lóðinni við Aðalstræti 16 og reisa þar hús samkvæmt sam- þykktu skipulagi. „Þessi innlausn lóðanna við Túngötu er ekki það sem borgaryfirvöld stefndu að og augljóst að framkvæmdir við Aðal- stræti 16 koma til með að stýra því hvað verður um þessar lóðir við Túngötu í framtíðinni,“ sagði Hjör- leifur. fískeldið. Megnið af þessum 160 milljónum sem fóðursalar eiga hjá fískeldinu eru gjaldfallnar skuldir. Fiskeldisfyrirtækin hafa almennt ekki greitt neitt upp í skuldir sínar í marga mánuði," sagði Ámi. „Við erum búnir að bíða eftir lausn í allt sumar. Hver nefndin hefur verið skipuð á fætur ann- arri, skýrslur samdar og alltaf einhver lausn á döfínni en aldrei teknar ákvarðanir. Eina ákvörð- unin sem tekin hefur verið er ákvörðun síðustu ríkisstjómar um að setja öll seiðin í eldi án þess að lausn hafí fengist á fjár- mögnun rekstrarins, það er hvemig halda eigi fískinum lif- andi," sagði Ámi. Ámi sagði að útflutningur EWOS hf til Færeyja væri á allt öðrum grunni en sala innanlands. Þar væri fjármögnun tryggð. „Við gætum selt alla okkar fram- leiðslu úr landi en höfúm haldið áfram á innanlandsmarkaði þrátt fyrir þessa erfíðleika í von um að íslenska fískeldið rétti við,“ sagði Ámi. Hann sagði að það væri sjálfsögð krafa fiskeldis- manna að fá afurðalán með sama sniði og sjávarútvegur og land- búnaður. Þá myndu væntanleg fóðurlán Þróunarfélagsins liðka fyrir. Tónlistarhátið ungra norrænna einleikara: Blokkflautuleikur í Listasaflii íslands DAN Laurin blokkflautuleikari leikur verk eftir van Eyck, Is- hii, Marais, Hirose og fleiri á tónleikum í Listasafai íslands í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Dan Laurin fæddist 1960 í Jönköbing í Svíþjóð og eftir sjálfs- nám á blokkflautu var hann tek- inn inn í Tónlistarháskólann í Óðinsvéum, þaðan sem hann út- skrifaðist með ágætiseinkunn árið 1979. Hann stundaði framhalds- nám í Konunglega tónlistarháskó- lanum I Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófí með tónleikum 1982. Á sama tíma sótti hann einnig flölda námskeiða. Undanfarin ár hefur Dan Laurin haldið fjölda tónleika á Norðurlöndum og í Vestur-Þýskalandi og leikið inn á hljómplötur. Dan Laurin blokkflautuleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.