Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
Níu ráðherrar og
sex ráðherrabílar
TVEIR ráðherrar Alþýðubandalags munu ekki ætla að hafa sér-
stakan ráðherrabU og bQsfjóra á sinum snærum og Jóhanna Signrðar-
dóttir, félagsmálaráðherra, hyggst áfram fara flestra sinna ferða á
eigin bifreið. Engir nýir ráðherrabílar hafa verið keyptir eftir stjórn-
arskiptin, en nokkrar bifreiðir hafa skipt um ráðuneyti eins og
mennimir sem þeim er ætlað að þjóna. Þá eiga ráðuneytin bUa sem
ekki flokkast undir „ráðherrabUa" þó að ráðherrar noti þá stundum
f ferðalögum. Hér á eftir er gerð grein fyrir bílamálum rikisstjórn-
ar Steingrfms Hermannssonar. Upplýsingarnar eru fengnar frá ráð-
herrunum sjálfum eða viðkomandi ráðuneyti.
— Steingrímur Hermannsson
hefur Oldsmobile ’87 til umráða.
Bíll þessi er í eigu forsætisráðu-
neytisins og var keyptur í fyrri
forsætisráðherratíð Steingríms.
Hann tók bílinn með sér yfir í
utanríkisráðuneytið, en nú eru
báðir komnir aftur á fyrri slóðir.
— Bíllinn sem Þorsteinn Páls-
son ók um á meðan hann var for-
sætisráðherra — sem er af gerð-
inni Audi 2000 — er nú kominn
yfir í utanrfkisráðuneytið og þjón-
ar Jóni Baldvin Hannibalssvni.
— Fj ármálaráðherra, Olafur
Ragnar Grfmsson, ekur um á eig-
in bfl, 6 ára gamalli Mözdu 929,
og borgar sjálfur kostnað við
hann. Ólafur sagðist þó ekki viija
útiloka að.hann myndi nýta sér
Pajero-jeppa flármálaráðuneytis-
ins ef hann þyrfti að fara í lang-
ferð á vegum embættisins.
— Samgöngu- og landbúnað-
arráðherra, Steingrímur Sigfús-
son, fékk tvo ráðherrabfla í arf
frá forverum sínum. Hann sagðist
ekki ætla að hafa sérstakan ráð-
herrabfl, en ráðstafa Wagoneer-
jeppa, sem Matthías Á. Mathiesen
notaði, fyrir starfsmenn ráðuney-
tanna beggja. Steingrímur sagðist
væntanlega mundu nota jeppann
til ferðalaga, sem væru mikil í
sfnum ráðuneytum, en nota annan
af tveimur bflum flölskyldunnar í
einkaerindum. Hann fengi stund-
um far f vinnuna hjá bflstjóra
samgönguráðuneytisins, þar sem
þeir byggju f sama hverfi.
— Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, sagðist vera illa
akandi þessa stundina og fara
ferða sinna á Lödu Sport ’78 sem
hann á. Bíll sem fyrirrennari Sva-
vars notaði, af gerðinni Mercury
Topaz, er nú í viðgerð, en Svavar
sagðist eiga von á að aka um í
honum.
— Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, ekur um á eig-
in bfl af Mitsubishi Lancer-gerð,
hefur ekki bflstjóra og þiggur
ekki greiðslur frá ríkinu vegna
afskrifta af bflnum.
— Jón Sigurðsson notfærir sér
Cherokee-jeppa iðnaðarráðuneyt-
isins, árgerð ’88.
— Halldór Ásgrímsson hefur
til afnota Benz-bifreið sem sjávar-
útvegsráðuneytið fékk frá flár-
málaráðuneytinu í fyrra. Ráð-
herrabfll dómsmálaráiðuneytisins
mun hins vegar vera í geymslu.
— Heilbrigðisráðherra, Guð-
mundur Bjamason, er á Audi-
bifreið, sem keypt var f ráðherr-
atíð Ragnhildar Helgadóttur.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fékk þennan Audi- bfl
i arf frá Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi forsætisráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Bifreið Steingrims Hermannssonar forsætisráðherra er amerisk, af
Oldsmobile-gerð.
Morgunblaðið/Emilía
Samgöngurráðherra Steingrímur Sigfússon ætlar að fara ferða sinna
á Volvo árgerð 1974, sem hann á sjálfur, en jéppa ráðuneytisins
ætlar hann að nota i langferðir.
Erum komnir í þrot með
fjármögnun fiskeldisins
- segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri EWOS hf.
„VIÐ erum komnir í algert þrot með að Qármagna rekstur fisk-
eldisstöðvanna og ég trúi því að það sama eigi við aðra fóðursala.
Ég get ekki séð annað en þetta endi með lokun viðskipta á fyrirtæk-
in, við getum ekki varið það gagnvart eigendum fóðurfyrirtækj-
anna að leyfa viðskiptavinum okkar að safna endalaust skuldum,"
sagði Ámi Gunnarsson framkvæmdastjóri EWOS hf þegar leitað
var til hana vegna fréttar um 150 miiyóna kr. fóðurskuldir fiskeld-
isstöðvanna.
„Við erum komnir á ystu brún
með að halda þessari lánastarf-
semi áfram, enda teljum við það
ekki okkar hlutverk að fjármagna
Borgarráð:
Borgin leysir til sín
þrjár lóðir við Túngötu
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sinum á þriðjudag, að leysa til
sín þijár lóðir við Túngötu 2, 4
og 4a fyrir um 7,2 miHjónir
króna, sem að hluta til greiðist
með tveimur lóðum við Akur-
gerði 27 til 29 og Langholtsveg
58, en þær lóðir eru metnar á
3,8 milljónir króna. Lóðimar við
Túngötu voru i eigu Húsasmiði
hf. og hafði fyrirtækið nýlega
keypt lóðina við Túngötu 2 af
borginn en sá kaupsamningur
gengur til baka að sögn Hjörleifs
Kvaran framkvæmdastj óra lög-
fræði- og stjómsýsludeildar.
Að sögn Hjörléifs, er í deiliskipu-
lagi miðbæjarins gert ráð fyrir einu
samfelldu húsi á lóðunum við Tún-
götu. Þegar hönnun hússins var
lokið kom hins vegar í ljós að ná-
lægð þess við Aðalstræti 16, sem
er timburhús yrði of mikil. „Skipu-
lagsnefnd borgarinnar gat ekki fall-
ist á að byggt yrði á lóðinni við
Túngötu 2, sem borgin hafði selt
Húsasmíði hf. og þar með var eng-
inn grundvöllur fyrir bygginga-
framkvæmdunum," sagði Hjörleif-
ur.
Þegar skipulag miðbæjarins var
samþykkt ákváðu borgaiyfirvöld að
taka upp viðræður við eigendur til-
tekinna lóða, meðal annars eiganda
Ióðarinnar við Aðalstræti 16, um
hugsanlega vemdun húsanna. Ann-
að hvort með því að borgin keypti
tiltekin hús eða að eigendur sæju
sjálfir um vemdun þeirra með ein-
hverri aðstoð frá borginni.
ólafur Laufdal veitingamaður,
er eigandi að lóðunum við Aðal-
stræti 14 og 16 og sagði Hjörleifur
að í svari hans til borgaryfirvalda
komi fram að hann hyggðist rífa
húsið á lóðinni við Aðalstræti 16
og reisa þar hús samkvæmt sam-
þykktu skipulagi. „Þessi innlausn
lóðanna við Túngötu er ekki það
sem borgaryfirvöld stefndu að og
augljóst að framkvæmdir við Aðal-
stræti 16 koma til með að stýra
því hvað verður um þessar lóðir við
Túngötu í framtíðinni,“ sagði Hjör-
leifur.
fískeldið. Megnið af þessum 160
milljónum sem fóðursalar eiga
hjá fískeldinu eru gjaldfallnar
skuldir. Fiskeldisfyrirtækin hafa
almennt ekki greitt neitt upp í
skuldir sínar í marga mánuði,"
sagði Ámi.
„Við erum búnir að bíða eftir
lausn í allt sumar. Hver nefndin
hefur verið skipuð á fætur ann-
arri, skýrslur samdar og alltaf
einhver lausn á döfínni en aldrei
teknar ákvarðanir. Eina ákvörð-
unin sem tekin hefur verið er
ákvörðun síðustu ríkisstjómar
um að setja öll seiðin í eldi án
þess að lausn hafí fengist á fjár-
mögnun rekstrarins, það er
hvemig halda eigi fískinum lif-
andi," sagði Ámi.
Ámi sagði að útflutningur
EWOS hf til Færeyja væri á allt
öðrum grunni en sala innanlands.
Þar væri fjármögnun tryggð.
„Við gætum selt alla okkar fram-
leiðslu úr landi en höfúm haldið
áfram á innanlandsmarkaði þrátt
fyrir þessa erfíðleika í von um
að íslenska fískeldið rétti við,“
sagði Ámi. Hann sagði að það
væri sjálfsögð krafa fiskeldis-
manna að fá afurðalán með sama
sniði og sjávarútvegur og land-
búnaður. Þá myndu væntanleg
fóðurlán Þróunarfélagsins liðka
fyrir.
Tónlistarhátið ungra norrænna einleikara:
Blokkflautuleikur í
Listasaflii íslands
DAN Laurin blokkflautuleikari
leikur verk eftir van Eyck, Is-
hii, Marais, Hirose og fleiri á
tónleikum í Listasafai íslands
í dag, fimmtudag, kl. 20.30.
Dan Laurin fæddist 1960 í
Jönköbing í Svíþjóð og eftir sjálfs-
nám á blokkflautu var hann tek-
inn inn í Tónlistarháskólann í
Óðinsvéum, þaðan sem hann út-
skrifaðist með ágætiseinkunn árið
1979. Hann stundaði framhalds-
nám í Konunglega tónlistarháskó-
lanum I Kaupmannahöfn og lauk
þaðan prófí með tónleikum 1982.
Á sama tíma sótti hann einnig
flölda námskeiða. Undanfarin ár
hefur Dan Laurin haldið fjölda
tónleika á Norðurlöndum og í
Vestur-Þýskalandi og leikið inn á
hljómplötur.
Dan Laurin blokkflautuleikari.