Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Líbanon: Tvær loftárásir flughers Israels Perez de Cuellar, aðalritari SÞ for- dæmir árásirnar Sídon. Reuter. ÍSRAELAR gerðu tvær loftár- ásir á bækistöðvar Palestínu- manna i Líbanon í gær. Fyrri loftárásinni var beint að búðum frelsissamtaka Palestínumanna nálægt borginni Sídon. Tals- maður samtakanna sagði að 15 manns hefðu farist í loftárá- sinni og 40 manns slasast. Seinni árásin var gerð á búðir norðan við bæinn Damour, sem liggur miðja vegu milli Sídon og Beir- út. Ekki hefur verið greint frá dauðsfbllum í kjölfar seinni ár- ásarinnar. Talsmaður ísraelska hersins sagði að skotmörkin hefðu verið bækistöðvar hryðjuverkamanna. Samkvæmt heimildum öryggis- sveita í Líbanon voru loftárásimar svar við tilraun sjö liðsmanna Fatah-skæruliðasamtakanna til að laumast inn í ísrael á mánudag. Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi loftárásir ísraela á Líbanon harð- lega í gær og hvatti þá eindregið til að láta af þeim og virða landa- mæri Líbanons. Þetta er íj'órða loftárás ísraela á Líbanon frá því á föstudag í síðustu viku. Alls hafa ísraelar gert 19 loftárásir á Líbanon á þessu ári og að minnsta kosti 70 manns hafa farist af völdum þeirra. Þá greindu sjónarvottar í Jez- zine, 20 km austur af Sídon, frá því að 200 manna herlið Suður- líbanska hersins (SLA), eins þeirra herflokka er beijast innbyrðis í landinu, hefði barist þar við herlið Palestínumanna. Fjórir hermenn Palestínumanna féllu í átökunum. Reuter Michael Dukakis (t.v.) sést hér fylgjast með ieikkonunni Sally Field er hún stjórnar slagorðahrópum mannfjölda sem tók á móti frambjóðandanum á flugvellinum í Denver á þriðjudag. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum: Enn vænkast hagur George Bush í skoðanakönnunum Ósannindi og persónulegt skítkast í kosninga- áróðri frambjóðendanna sætir gagnrýni New York, Washington. Reuter. GEORGE Bush, forsetafram- bjóðandi Repúblikanaflokksins, heldur áfram að bæta við sig fylgi ef marka má skoðanakann- anir. I könnun, sem gerð var fyrir CBS-sjónvarpsstöðina og dagblaðið The New York Times á þriðjudag sögðust 54% að- spurðra styðja Bush en 41% Mic- hael Dukakis, frambjóðanda demókrata. Bush hefúr mjög höfðað til þess að efhahagur fólks sé nú betri en á stjórnará- rum demókratans Carters og varað kjósendur við umskiptum til hins verra ef demókratar nái völdum. Tæpar tvær vikur eru nú fram að kosningunum en Dukakis segir slaginn ekki tap- aðan og bendir á þá staðreynd að mjög margir kjósendur hafa enn ekki gert upp hug sinn. Samsvarandi könnun fyrir tveim vikum sýndi 50% fylgi við Bush en 45% við Dukakis. Þátttakendur í könnuninni á þriðjudag voru spurð- ir um álit á frambjóðendum og sögðust tveir þriðju hlutar þeirra hafa viljað fá einhverja aðra fram- bjóðendur en Bush og Dukakis. Einnig kom fram mikil óánægja með kosningabaráttuna sem margir telja hafa verið innantóma og auk þess hafí hún einkennst af gagn- kvæmum ósannindaáróðri. Demó- kratar hafa sakað repúblikana um að ala á kynþáttafordómum í kosn- ingaáróðri sinum. Hafa þeir einkum lýst óánægju með gagnrýni repú- blikana á lög um útivistarleyfí fanga í Massachusetts þar sem Dukakis er ríkisstjóri. Blökkumað- urinn Willy Horton nauðgaði hvítri konu er hann var í slíku leyfí og er því haldið fram að repúblikanar veki upp hræðslu hvítra við svert- ingja með áróðri sínum þar sem Horton er mjög í sviðsljósinu. Að auki hefur verið bent á að það var fýrirrennari Dukakis í ríkisstjóra- Breska sjónvarpsmyndin um morðið á Kennedy: Frakkar og Bandaríkjamenn vísa staðhæfíngunum á bug Einn Frakkanna, „morðingja Kennedys“, virðist hafa skothelda flarvistarsönnun London. Reuter. I BRESKRI heimildamynd um morðið á John F. Kennedy Banda- ríkjaforseta, sem sýnd var í gær- kvöld, voru nefhdir á nafin þrlr franskir glæpamenn og þvi haldið fram, að bandaríska mafian hefði fengið þá til að myrða forsetann. Sérfróðir menn í Bandaríkjunum og Frakktandi hafiia þessari nið- urstöðu algerlega en framleið- endur myndarinnar segjast standa við sin orð. Meginniðurstaða sjónvarpsmynd- arinnar „Mennimir, sem myrtu Kennedy" er sú, að bandaríska maf- ían hafí viljað ryðja Kennedy forseta úr vegi vegna þess, að hann og bróð- ir hans, Robert, þáverandi dóms- málaráðherra, hafi ætlað að segja henni stríð á hendur og einkanlega eiturlyfjasmyglinu. Hafí þrír fran- skir glæpamenn verið fengnir til verksins. Lucien Sarti, einn glæpamann- anna, sem nefndir eru í myndinni, var drepinn í Mexikó árið 1972 en hinir tveir eru enn á lífí og búa í Marseilles í Frakklandi. Franskir löggæslumenn segjast hins vegar ekki taka mikið mark á þessum full- yrðingum. Bemard Gravet, yfirmað- ur frönsku eiturlyflalögreglunnar, kvaðst t.d. ekki trúa því, að ein- hveijir smáglæpamenn væm færir um að fremja slíkan stórglæp og Honore Gevaudan, sem upprætti eit- urlyljahringinn „Franska samband- ið“ á síðasta áratug, var sömu skoð- unar. „Hvemig getur nokkmm dottið í hug, að tvítugir strákar með hnaus- þykkan Marseille-hreim, vissulega ekki talandi neina Oxford-ensku eða Texas-amerísku, hefðu verið færir um þetta? Hveijir hefðu yfírleitt trú- að J>eim fyrir því?“ sagði Gravet. I Bandaríkjunum hefur niðurstöðu myndarinnar verið vísað aftur til föðurhúsanna og sagði dr. Robert Blakey, helsti ráðgjafí þingnefndar- innar, sem rannsakaði morðið á sínum tíma, að höfundamir gætu augljóslega ekki stutt mál sitt nein- um rökum. „Þungamiðjan í mál- flutningi þeirra er, að kúlumar hafí lent í framanverðu höfðinu hægra megin en það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Blakey og bætti því við, að meintur banamaður Kennedys, Lee Harvey Oswald, hefði verið fyr- ir aftan forsetann eins og kmfningin hefði líka sýnt. í gær átti svo einn Frakkanna, sem nefndir em í myndinni, Sauveur Pironti, 46 ára gamall, viðtal við útvarpsstöð í Frakklandi og hélt því fram, að hann hefði aldrei komið til Dallas í Texas og gæti sannað hvar hann var daginn, sem Kennedy var myrtur. Sauveur Pironti. Reuter Lucien Sarti. Christian David. „Allt, sem ég veit um Dallas, hef ég úr samnefndri sápuópem,“ sagði Pironti og Marseille-blaðið Le Pro- vencal hafði það eftir honum, að hann hefði verið um borð í frönskum tundurduflaslæðara daginn, sem Kennedy var myrtur. Talsmaður franska sjóhersins hefur staðfest það og segir, að Pironti hafí gegnt her- þjónustu á þessum tíma og verið skipveiji á tundurduflaslæðaranum frá því í október 1962 og fram í apríl 1964. Pironti segir einnig, að „sökunautamir" hans tveir hafi ver- ið í fangelsi þegar Kennedy var myrtur og hefur hann nú á pijónun- um að höfða mál á hendur framleið- endum bresku sjónvarpsmyndarinn- ar. David Knight, talsmaður fram- léiðenda myndarinnar, Central Tele- vision, sagði í London í gær, að þeir teldu, að myndin væri langtrúverð- ugasta skýringin á Kennedymorð- inu, sem enn hefði komið fram. Um fjarvistarsönnun Pirontis sagði hann: „Við erum fyrstir til að nefna nöfn ákveðinna manna. Þeir hafa haft heilan aldarfjórðung til að búa til íjarvistarsönnunina." Stjómandi myndarinnar, Nigel Tumer, vann að gerð hennar ásamt bandaríska rithöfundinum Steve Ri- vele en hann segist aftur hafa unnið að rannsókn á Kennedymorðinu í fjögur ár. í myndinni er viðtal við franskan eiturlyfjasmyglara, sem nú bíður dóms í París fyrir morð, en hann heldur því fram, að sér hafi á sínum tíma verið boðinn „samning- ur“ um að myrða Kennedy. Þá er einnig rætt við fyrrverandi eitur- lyfjasmyglara, sem gerðist uppljóstr- ari fyrir bandarísk stjórnvöld. Rivele segist hafa afhent bandarískum dómsmálayfirvöldum allar upplýs- ingamar en samt hafi ekkert verið gert í málinu. Sjálfum hafi honum hins vegar borist hótanir um dauða og tortímingu. embætti Massachusetts og repú- blikani í þokkabót sem staðfesti lögin um útivistarleyfíð á sínum tíma. Demókratar segja um Bush að hann hafí ráðið úrslitum með at- kvæði sínu á þingi er ákveðin hafí verið 20 milljarða dollara lækkun á framlögum til almannatrygginga. Sannleikurinn er sá að Bush greiddi atkvæði með óbreyttum framlögum til þessara mála er atkvæði höfðu fallið jafnt í þinginu og allt var komið í hnút. Loks má geta þess að repúblikanar staðhæfa í áróðri sínum að Dukakis sé mótfallinn öll- um nýjum vopnum sem rætt hafí verið um að framleiða. I reynd er munurinn á stefnu frambjóðend- anna í þessu máli nú afar lítill þótt Dukkais hafi efasemdir um gildi geimvamaáætlunarinnar, SDI, og vilji leggja meiri áherslu á hefð- bundin vopn. Dukakis kom fram í 90 mínútna sjónvarpsþætti ABC-stöðvarinnar aðfaranótt þriðjudags en Bush, sem er á kosningaferðalagi í Mið-Vest- urríkjunum, hafnaði boði um að koma fram í þættinum. Dukakis var aðallega spurður um stefnu sína í utanríkismálum en fylgismenn Bush hafa hamrað á því hve óreynd- ur Dukakis er í þeim málum. Fram- bjóðandinn gagnrýndi þá ákvörðun stjómar Margaret Thatcher í Bret- landi að banna breskum útvarps- og sjónvarpsstöðvum að birta viðtöl við hópa sem mæla með ofbeldi, þ.á m. hryðjuverkasamtök IRA á Norður-írlandi. „Ég er áhyggjufull- ur vegna þessa og í hreinskilni sagt olli þetta mér vonbrigðum," sagði Dukakis. „Mér fannst ákvörðunin óheppileg." Dukakis sagðist vera hlynntur hugmyndum um alþjóðlega ráð- stefnu um frið í Mið-Austurlöndum að því tilskildu að hún leiddi til beinna viðræðna milli fulltrúa fsra- ela og nágrannaþjóðanna. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels og leiðtogi ísraelska Verkamanna- flokksins, hefur mælt eindregið með slíkri ráðstefnu en Shamir forsætis- ráðherra úr Likud-bandalaginu er henni andvígur. Bandarískur sér- fræðingur um alþjóðamál sagði á þriðjudag í Tel Aviv að hann teldi líklegt að Bush myndi ekki taka upp þráðinn í tilraunum George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til að koma á friði milli ísraela og arabískra nágranna þeirra næði frambjóðandinn kjöri 8. nóvember. Bush myndi ekki sætta sig við að ísraelar yrðu þving- aðir til að sætta sig við ákveðna lausn af öðrum ríkjum. Hins vegar myndi hann vera hlynntur þeim kröfu að ísraelar skiluðu aftur her- teknum svæðum araba kæmist frið- ur á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.