Morgunblaðið - 27.10.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
17
Morgunblaðið/Þorkell
Ögmundur Jónasson nýkjörinn forseti BSRB ávarpar 35. þing sam-
takanna. Hann þakkaði þingfulltrúum það traust sem þeir sýndu
honum og fráfarandi forseta, Kristjáni Thorlacius, fyrir að skila
öflugnm samtökum í hendur nýrra manna.
eftir á að hyggja hefði slíkt sam-
spil verið ákaflega öflugt.
Treysta Ogrnundi
Óhjákvæmilega fylgja nokkur
átök slíkri kosningabaráttu. Ög-
mundur lýsti þeirri von sinni í
ávarpi til þingfulltrúa í þinglok, að
þau yrðu ekki langvinnari og menn
gætu snúið sér að framtíðinni sam-
einaðir að nýju. Ekki var annað að
sjá, en að þingheimur yndi við úr-
slitin þegar þau voru kynnt. Nýjum
forseta var fagnað kröftuglega og
þótt vonbrigði sæjust á nokkrum
andlitum, vildi enginn segja úrslitin
vond í samtölum við Morgfunblaðið.
Allir viðmælendur sögðust treysta
nýjum forseta, þótt þeir hefðu sum-
ir hveijir kosið annan. Fljótt mun
reyna á að Ögmundur sanni sig í
þessu nýja embætti sínu, helsta
þungavigtarmál þingsins var bar-
átta gegn bráðabirgðalögum um
launafiystingu, um samningsrétt-
inn, og verður það fyrsta stóra
málið sem ný forusta þarf að tak-
ast á við. Þá mun koma f Ijós hver
dugur er í nýja forsetanum og með-
stjómendum hans.
Fjölgað í stjórn
Á sjötta tug mála var afgreiddur
á þinginu og þurfti að funda fram
á nótt miðvikudag og fimmtudag
til þess að takast mætti að ljúka
afgreiðslu þeirra fyrir föstudag,
sem var kjördagur. Hér á eftir verða
helstu málin talin.
Stjómarmönnum BSRB fjölgar
nú úr 11 í 19 eftir lagabreytingar
á þinginu. Aðildargjald félaga í
aðalsjóð BSRB var lækkað úr 0,40%
af föstum launum f 0,35%. Krafist
var orlofs á fullum íaunum í 52
vikur vegna fæðingar eða ættleið-
ingar, sömu launa fyrir sambærileg
störf og að ekki verði mismunað í
launum í formi mismunandi heita
sambærilegra starfa.
Aðaltillaga mannréttindanefndar
var samþykkt samhljóða. Þar er
þess m.a. krafist að Alþingi nemi
úr gildi !ög um afnám samningsrétt-
arins tafarlaust og lýst fordæmingu
á þeirri „...lftilsvirðingu sem felst í
að nota samningsréttinn, einn
grundvallarþáttinn í sjálfsögðum
mannréttindum hins fijálsa heims,
sem skiptimynt í pólitískum hrossa-
kaupum um ráðherrastóla og valda-
stöður í þjóðfélaginu." Krafist var
hærri skattleysismarka og að bætt
verði við nýju skattþrepi á hærri
tekjur. Þess var einnig krafist að
kaupmáttur launa sem samið er um
verði tiyggður með fullum verð-
bótum. Ályktað var um byggðamál
og sagt nauðsynlegt að kveða niður
ríg á milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis, sem og á milli kjör-
dæma. Krafíst var lækkunar vaxta
á útlánum strax og og lagt til að
fískveiðikvótar verði teknir frá út-
gerð og þess í stað úthlutað byggð-
akvótum.
eftir kjör forseta
Gunnlaugur Búi Sveinsson
Guðný Aradóttir
„Ekki minn
frambjóðandi“
Gunnlaugur Búi Sveinsson sagði
að sér litist svona þokkalega á nýja
formanninn. „En þetta var nú ekki
minn frambjóðandi samt.“ Heldur
hann að Ögmundur muni standa
sig í stykkinu? „Alveg ábyggilega,"
sagði Gunnlaugur Búi. Um breýt-
ingar sagði hann: „Kemur ekki allt-
af nýtt blóð með nýjum mönnum?"
„Vænti mikils“
„Vel, ég vænti mikils af honum,"
sagði Guðný Aradóttir um það
hvemig henni litist á hinn nýja for-
seta BSRB. Má vænta breytinga?
„Já, tvfmælalaust. Einstaklingurinn
verður virkjaður meira heldur en
hefur verið gert hing£ið til og vald-
ið fært meira út í félögin og það
er gott.“ '
Honda
Civic
3ja dyra
16 ventia
Verð frá 611 þúsund,
miðað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988
NÝ AFBORGUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA.
(H)
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMl 689900
SÆNSKAR
VERKSTÆÐIS-
BORVÉLAR
Til afgreiðslu
nú þegar.
GOTTVERÐ.
G.J. Fossberg
vélaverslun hf.
Skúlagötu 63 - Reykjavík
Simar 18560-13027
HREINT LOFT
aukin vellíðan
3ja og 4ra spaða loft-
viftur með hraðastýr-
ingu í hvítu og brúnu.
Hagstætt verð.
Einar Farestveit&Co.hff.
*«. XMAMl («1) IMH OO UNM - MMO ■<LA«T«X
Plaststampar
Eigum nú aftur á lager plast-
stampana, í stærðunum 40/50
og 100 Itr. m/loki.
Þessir stampar eru viður-
kenndir af matvælaeftirliti - til
geymsluámatvælum.
Heildsala.
Auðbrekku 2 - Kópavogi.
Sími 4 62 16