Morgunblaðið - 02.11.1988, Page 18

Morgunblaðið - 02.11.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Flugleiðir/Flugstöð Leifs Eiríkssonar: •• Ollum starfemönnum í hlað- deild hefiir verið sagt upp m Keflavík. ÖLLUM starfsmönnum Flugleiða í hlaðdeild í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, 42 talsins, hefur verið sagt upp störfum frá og með 31. jan- úar 1989. f uppsagnarbréfinu sem starfsmennirnir fengu á föstudag var ástæðan sögð að félagið sæi sig knúið til að mæta stórauknum rekstrarkostnaði með aukinni hagræðingu á öUum sviðum. Ennfrem- ur sagði í uppsagnarbréfinu að tekið yrði upp nýtt rekstrarfyrir- komulag i hlaðdeild og leitað yrði tilboða í þennan verkþátt. Starfsmenn í hlaðdeild eru félag- upp viðræður við Flugleiðir um ar í þremur verkalýðsfélögum á Suðumesjum; í Sandgerði, Garði og í Keflavík. Síðastliðið sunnu- dagskvöld sátu foiystumenn félag- anna ásamt trúnaðarmönnum á fundi vegna þessa máls. Á fundin- um var ákveðið að grípa ekki til neinna aðgerða að sinni og taka málið. Til tals hefur komið, að starfsmenn hlaðdeildarinnar taki að sér þetta verkefni sem eins konar verktakar. Guðmundur Finnsson fram- kvæmdastjóri Verkalýðs og sjó- mannafélags Keflavíkur sagði þetta hafa vofað jrfír nokkuð lengi, eða Lektorsmálinu skotið til umboðs- manns Alþingis ÞEIR Gunnar Helgi Kristinsson og Ólafiir Þ. Harðarson, stjórn- málafræðingar, hyggjast kæra til umboðsmanns Alþingis málsmeð- ferð við ráðningu Hannesar H. Gissurarsonar í lektorsstöðu í stjórn- málafræði við Háskóla íslands. Þeir Gunnar og Ólafiir sóttu báðir nm stöðuna og dæmdi dómnefnd Ólaf vel hæfan til að gegna henni, Gunnar hæfan en Hannes hæfan að hluta. „Við viljum fyrst og fremst fá lagsvísindadeildar Háskólans, mun úr því skorið hvort þetta hafí ekki verið óeðlileg afgreiðsla málsins," sagði Gunnar Helgi Kristinsson. „Það hefur fordæmisgildi." Gunnar sagði að ekki væri að því- stefnt að fá stöðuveitingu Hannesar ógilta, enda hefði umboðsmaður Alþingis ekki vald til slíks. Að sögn Gunnars munu þeir Ólafur ganga á fund Gauks Jör- undssonar, umboðsmanns Alþingis, í dag eða eftir helgina og bera upp erindi sitt. Þórólfur Þórlindsson, forseti fé- eiga fund með kennurum í deildinni í næstu viku. Þar verður að sögn Þórólfs rætt um það, hvort unnt sé að skilgreina stöðu Hannesar H. Gissurarsonar að nýju á sviði, þar sem hann hafí hlotið ótviræðan hæfnisdóm til kennslu, til dæmis stjómmálaheimspeki. „Ef það gengi í gegn ættum við möguleika á að komast í forgangsröð hvað það varðaði að fá ijárveitingu fyrir nýrri stöðu lektors í stjómmálafræði," sagði Þórólfur í samtali við Morgun- blaðið. Bíóborgin: Nýtt hljóðkerfi tekið í notkun Fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum BÍÓBORGIN er fyrsta kvik- myndahús á Norðurlöndum sem tekur í notkun THX-hljóðkerfi frá Lucasfilm, segir í fréttatil- kynningu frá Bióborgihni. Kerf- ið er komið í notkun víða í Banda- ríkjunum og Kanada en Bíóborg- in er með fyrstu kvikmyndahús- um í Evrópu sem tekur þetta kerfi í notkun. Miklar endurbæt- ur hafa verið gerðar á hljóðkerfi Bíóborgarinnar vegna þessa. THX bætir meðal annars stereo- hljóm og hljóðdreifíngu. Kerfíð er hannað af fyrirtækinu Lucasfílm sem er í eigu leikstjórans og kvik- myndaframleiðandans George Luc- as. Við uppsetningu THX-kerfís er farið gaumgæfilega yfír öll þau atriði sem snerta hljóð í viðkomandi kvikmyndasal og strangt eftirlit er haft með til dæmis endurkasti og gæðum hljóðeinangrunar í salnum, segir í fréttatilkynningunni. frá því í sumar. Hann sagði ekki vera á döfínni neinar aðgerðir í þessu máli að svo stöddu, enda væru Flugleiðir ekki að bijóta nein lög með uppsögnunum og fyrir- huguðum skipulagsbreytingum. Rætt hefur verið um að verkstjórar í hlaðdeild taki að sér reksturinn og hafa Flugleiðir haft samband við þá vegna málsins. „Ef verkstjór- amir fá þetta. þá sé ég það fyrir mér að mannskapurinn heldur áfram," sagði Guðmundur. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær við- ræður við Flugleiðir hefjast, en stefnt er að því að það geti orðið mjög fljótlega. „Það hefur lengi vakað fyrir okk- ur að endurskipuleggja þessa deild, það er hluti af endurskipulagningu í öllu fyrirtækinu," sagði Einar Sig- urðsson blaðafulltrúi Flugleiða. Hann sagði að margt annað í rekstri fyrirtækisins hefði verið boðið út nýlega, þar á meðal fraktflutningar til Keflavíkur. „Önnur útboð hafa sýnt að hægt er að ná fram hag- kvæmari rekstri með smærri rekstr- areiningum," sagði Einar. Hann sagði að Flugleiðir hefðu haft frum- kvæði að því að rætt var við verk- stjóra í hlaðdeild um að yfírtaka þennan rekstur, en ekkert hefði verið ákveðið í því efni ennþá. „Það kemur vel til greina," sagði hann. Stefíit er að því, að nýr rekstrarað- ili taki við hlaðdeild þegar uppsagn- imar taka gildi, um mánaðamót janúar og febrúar 1989. -BB Vinnumarkaður: Uppstilling, olíumálverk frá 1950 eftir Kristínu Jónsdóttur, er mynd nóvembermánaðar í Listasafhi íslands. Listasal&i íslands: Mynd mánaðarins eflir Kristínu Jónsdóttur í LISTASAFNI íslands er viku- lega kynnt „Mynd mánaðarins". Mynd nóvembermánaðar er eftir Kristínu Jónsdóttur list- málara: Uppstilling, olíumál- verk málað um 1950. Myndin var keypt til safiisins árið 1962. Myndin er nú á sýningu sem sett héfur verið upp í tilefhi af hundrað ára fæðingarafmæli Kristínar. Sýningunni hefur verið valið þema sem er Kyrra líf, og eru þar sýndar 25 blómamyndir og uppstillingar. Myndefni þetta var Kristínu mjög hugleikið og gefur sýningin góða mynd af þess- um hluta lífsstarfs hennar, þróun listar hennar og breytingum sem á henni verða. Kristín Jónsdóttir fæddist á Amamesi við Eyjafjörð árið 1888 og varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka námi frá hinni Konung- legu Listaakademíu í Kaup- mannahöfn. Kristín lést í Reykjavík árið 1959. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfrasðings, alla fímmtudaga kl. 13.30. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga kl. 11—17. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Útlendingar hafa sama rétt til atvinnuleysisbóta Norðurlandabúar geta flutt með sér réttinn að heiman ÚTLENDINGAR sem hér starfa hafa sama rétt til atvinnuleysisbóta og íslendingar með þeim sömu skilyrðum sem almennt gilda um þessar bætur, það er að hafa áunnið sér réttindin hér á landi. Norð- urlandabúar geta farið beint á atvinnuleysisbætur um leið og þeir koma hingað, ef þeir hafa áunnið sér rétt til þeirra í heimalandi sínu. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á föstudaginn eru 11 útlendingar á atvinnuleysisskrá í Njarðvíkum. Óskar Hallgrims- son hjá félagsmálaráðuneytinu segist ekki minnast þess fyrr, að stöðvun í fískvinnslu hafi verið látin ganga yfir útlendinga. Hann segir nokkuð meira vera um það nú en áður, að synjað sé um atvinnu- leyfi fyrir útlendinga. „Það gildir sama um útlendinga og heimamenn, ef þeir fá atvinnu- lejrfí á annað borð þá vinna þeir sér inn rétt til atvinnuleysisbóta," sagði Óskar. „Norrænir ríkisborgarar þurfa engin atvinnulejrfí. Það þýðir að ef Norðurlandabúi yrði atvinnu- laus hér og hefði bótarétt til dæmis í Danmörku þá flytur hann réttinn með sér. Hann getur farið beint á atvinnuleysisbætur ef hann upp- fyllir lágmarksskilyrði um vinnu- stundun síðustu tólf mánuði. Aðrir erlendir ríkisborgarar sem fá at- vinnuréttindi hér verða að ávinna sér bótarétt eins og heimamenn. Áunninn réttur er að lágmarki 25% atvinnuleysisbóta eftir að hafa skil- að 425 dagvinnustundum á síðustu tólf mánuðum. Þetta fer síðan stig- hækkandi þar til hann hefur náð fulium bótum, til þess þarf að skila 1.700 vinnustundum." Óskar sagði réttindi íslendinga erlendis fara eftir sömu reglum og gilda í hveiju landi fyrir sig, sem væri mjög misjafnt. Á Norðurlönd- unum eru réttindin gagnkvæm. Óskar var spurður hvort menn hafí farið offari í að ráða útlendinga til vinnu hér á landi. „Það hefur auðvitað ekki verið reiknað með því að þeir gætu orðið atvinnulausir þegar þeir voru ráðnir," sagði hann. „En fyrst við vorum að þiggja vinnukrafta þeirra verðum við að taka afleiðingunum. Ég minnist þess ekki fyrr að stöðvun í físk- vinnslu hafí verið látin ganga jrfir útlendinga. Menn tóku ekki þá áhættu að þeir færu burtu og kæmu ekki aftur. Það er fyrst nú að þeir eru látnir hætta þegar um tíma- bundna stöðvun er að ræða. Hvaða vit er í þessu, það er náttúrulega annað mál.“ Óskar sagði atvinnuástandið al- mennt hafa mest áhrif á veitingu atvinnulejrfa til útlendinga. For- sendan er að vinnuafl skorti. Ekki hefur verið mikið um synjanir, þó heldur meira en venja er. Sá sem sækir um atvinnuleyfí þarf að út- vega umsögn viðkomandi verka- lýðsfélags til að fá lejrfið. Borgarnes: 24 sagt upp hjá kaupfélaginu Borgarnesi. ATVINNUÁSTAND í Borgar- nesi, sem annars hefur verið nokkuð gott, breyttist skyndi- lega til hins verra er 23 starfs- mönnum Kaupfélags Borgfirð- inga var sagt upp störfúm á mánudag. Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar kaupfélagsstjóra er hér um að ræða fastráðið starfsfólk í frystihúsi, fóður- vörudeild og sláturhúsi félags- ins. Sagði Þórir Páll að þessar upp- sagnir væru liður í breytingum og hagræðingu í rekstri kaupfélags- ins. Gera mætti ráð fyrir að tölu- verður hluti þeirra sem sagt var upp yrði endurráðinn en ljóst að um 10 manns misstu vinnuna. Þá sagði Þórir að fækkað yrði um IV2 starf í útibúi kaupfélagsins á Hellissandi. Væru þessa ráðstaf- anir liður í að bregðast við sam- drætti í verslun hjá félaginu. TKÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.