Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 19 Konur í athvarfi eftir Guðrúnu Einarsdóttur í tæp sex ár hefur verið starf- rækt athvarf fyrir konur í Reykjavík. Fjölmargar konur og böm þeirra hafa lagt leið sína í athvarfíð og dvalið í lengri eða skemmri tíma. Aðsóknin hefur sýnt og sannað að athvarfs er þörf og gera má ráð fyrir að athvarf kvenna og bama sé komið til að vera í okkar samfélagi. Fyrst, eftir að kvennaathvarfíð leit dagsins ljós, var talsvert um það fjallað og rætt á opinberum vettvangi. Allra síðustu árin hefur þó verið hljótt um tilveru þess og starfsemi. Það er ekki að undra því hlutir em oft fréttnæmastir þegar óvíst er hvort eitthvað verður úr þeim eða ekki. Þá er spennan í hámarki. Seinna, þegar hlutimir hafa skotið rótum er sjaldnast talin ástæða til að tíunda þá. Kvennaathvarfið hefur fest ræt- ur og mótast talsvert á undanförn- um sex ámm. Tilgangurinn með þessum skrifum er að upplýsa kon- ur og aðra áhugasama aðila um athvarfíð og skoða hvemig það kemur til móts við konur og börn sem þurfa að forða sér undan of- beldi og kúgun. Almennar upplýsingar Kvennaathvarfíð er ekki stofnun, heldur heimili haldið og rekið af konum. Hið opinbera styrkir starf- semina fjárhagslega en tengist hvorki rekstri né heimilishaldi. Op- inberir styrkir hafa þó aldrei nægt fyrir rekstrarkostnaði og því hefur starfsemin einnig verið fjármögnuð með gjöfum og samskotum. í athvarfinu dvelja konur og börn á heimili, ekki sínu eigin að vísu, en á heimili þar sem samankominn er hópur kvenna og barna. Dvalar- hópurinn er að sjálfsögðu misstór á hverjum tíma. Dvalartími er einn- ig mislangur, allt frá fáeinum dög- um upp í nokkra mánuði. Tíma- lengdin er háð persónulegum að- stæðum konunnar, þ.e. andlegri líðan og möguleikum í húsnæðis- og atvinnumálum. Þegar konur hafa áttað sig á sjálfum sér og tekið ákvörðun um nánustu framtíð, yfirgefa þær at- hvarfíð. Ef áframhaldandi dvöl á fyrra heimili er út úr myndinni þarf konan að þræða nýjar slóðir og byggja sér og börnum sínum (ef einhver eru) heimili á ný. Dvöl í athvarfínu er ódýr, konur greiða lágmarks daggjöld sem alla jafna ættu ekki að íþyngja fjár- hagnum. Ef kona er mjög illa stæð, má sækja um fjárhagsaðstoð til Félagsmálastofnunar. Hvaða konur koma í athvarfíð? Til kvennaathvarfsins leita konur úr öllum þjóðfélagshópum. Þegar kona ákveður að flytja burtu eða flýja af heimili sínu, eru mál fjöl- skyldunnar ætíð komin í óefni og visst neyðarástand ríkir. Þó má segja að tvenns konar forsendur liggi til grundvallar komu í athvarf- ið: í fyrsta lagi, þegar konur eiga ekki í önnur hús að venda en kvennaathvarfið (hér er ekki átt við hvort konum líkar dvölin eða ekki). í öðru lagi, þegar konur hafa valið sjálfar að koma þótt þær gætu dvalið hjá ættingjum, vinum eða annars staðar. Slíkt val er mjög skiljanlegt og jafnvel æskilegt því tengsl við vini og ættingja eru bet- ur geymd í vissri fjarlægð frá and- legu uppnámi og daglegum venjum konunnar. Fjölskylda og vinir geta best stutt við bakið á henni með því að hvetja hana til sjálfsbjargar og umfram allt að virða sjálfs- ákvörðunarrétt hennar. Ættingjar ættu að vera þess minnugir að þeg- ar fjölskyldumál eru komin í óefni er gagnslaust að ásaka konuna fyr- ir að bijóta upp fjölskylduna. Ekki Guðrún Einarsdóttir „Kvennaathvarfið starfar sérstaklega fyr- ir konur og börn sem sætt hafa líkamiegu of- beldi eða andlegri þrúgun og kúgun. Kon- ur með slíka reynsiu eru því meir en vel- komnar í athvarfið.“ dugar heldur að dvelja mikið við fortíðina heldur fremur að finna lausn á vandanum og fara nýjar leiðir. Þetta eru reyndar þau grund- vallarviðhorf sem kvennaathvarfið starfar eftir. Sjálfsvirðing konu styrkist þegar hún hefur tekist á við ástand sitt og aðstæður í samneyti við aðrar konur sem svipað er ástatt fyrir. Að leita skjóls og stuðnings hjá kvennaathvarfinu ber því ekki vott um ósjálfstæði heldur er þvert á móti sjálfsbjargarviðleitni af hæstu gráðu. Kvennaathvarfið starfar sérstak- lega fyrir konur og böm sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi eða andlegri þrúgun og kúgun. Konur með slíka reynslu eru því meir en velkomnar í athvarfið. Þar geta þær treyst því að vera ekki byrði á öðmm fyrir það eitt að hafa gefist upp á vitleys- unni. Hvað stendur konum og börnum til boða i athvarfinu? Skipta má þjónustu kvennaat- hvarfsins í sex meginþætti. 1. í fyrsta lagi býður athvarfið konum og börnum til dvalar á heimili ásamt fleiri konum og bömum fyrir vægt endurgjald. Boði þessu fylgir flest það sem venjulegt heimili býður upp á pg gerir kröfu til. 2. í athvarfinu fá konur stuðning og uppörvun frá öðmm konum, bæði starfskonum og dvalarkon- um. 3. í athvarfinu starfar bamastarfs- maður sem hefur það hlutverk að styðja við börnin og styrkja tengsl mæðra og bama eftir því sem þörf er á. 4. Athvarfið hefur sérstakan fag- lærðan ráðgjafa á sínum snær- um sem konur geta leitað að- stoðar hjá varðandi andlega upp- byggingu sína og uppeldi bam- anna. 5. Vikulega era haldnir sjálfs- styrkingarfundir í athvarfinu. Þátttakendur em dvalarkonur, fyrrverandi dvalarkonur, konur sem tengjast athvarfinu á annan hátt (t.d. í gegnum viðtöl), starfskonur á vakt svo og fag- lærður ráðgjafi sem leiðir fund- inn. 6. Konur geta hringt í athvarfið og fengið stuðning í gegnum síma eða komið þangað í viðtal. Viðtölin em í umsjá starfskonu á vakt og geta komið til án þess að dvöl í athvarfinu sé á döfinni. Af þessu má ljóst vera að kona sem ætlar sér ekki að dvelja í at- hvarfinu en þarf samt hjálp getur nýtt sér þjónustu á vegum athvarfs- ins. T.d. viðtöl við starfskonu á vakt í gegnum síma eða á staðnum. Einnig er möguleiki á að sækja sjálfsstyrkingarfundi í athvarfinu og/eða einkaviðtöl við ráðgjafa. Kona sem hyggur á dvöl í athvarf- inu, hins vegar, á auðvitað kost á þjónustu á öllum ofantöldum svið- um. Er athvarfíð fyrir þig? Kvennaathvarfíð er raunvemleg- ur valkostur fyrir konur sem vilja bijóta upp neikvætt lífsmynstur og fínna stuðning til að byggja upp nýtt. Kvennaathvarfíð er bæði dval- arstaður og einnig staður sem leita má til án þess að dvöl sé inn í myndinni. Það skal sérstaklega tekið fram að hægt er að leita til kvennaat- hvarfs í tengslum við sifjaspellamál og nauðgunarmál. Þessi mál em sérstaklega viðkvæm og krefjast oftast sérhæfðrar meðhöndlunar. í þeim tilfellum á athvarfið kost á að vísa konum til utanaðkomandi aðila (t.d. fagaðila eða sérstakra hópa) eða nýta sér sjálft utanað- komandi aðstoð. Eins og áður sagði hefur athvarfið sinn eigin ráðgjafa og í samtökum um kvennaathvarf em starfandi nauðgunarhópur og bamahópur sem fjalla sérstaklega um þau mál sem heiti hópanna gefa til kynna. Vinnuhópur um sifjaspellamál er einnig starfandi og þá reyndar hægt að hafa sam- band við hann beint (í s. 21260). Hvernig kemst þú í samband við athvarfíð? Það er mjög einfalt, hringdu í síma (91) 21205 og berðu þín mál upp við starfskonu á vakt. Hún gefur þér nánari leiðbeiningar. Höfundur er sáltræðingur. v I (L1 *t } - r J t. 'vv.- á ■ • | } i' f ' •!'» ri '■P ■,; t t < : ií P f,., . ■ r" I |.'l V fW' *jL >; 1 • ;Éy : » 1, ‘ T FULNINGAHURÐIR Fura - greni a laugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! , Leikandi og létt! SMIÐJUVEGI6, KÓPAVOGI, S: 45670 - 44544 Góóan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.