Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
H
Jón Þ. Arnason:
Spurningin er: Hvað álíta pólitískir greiðasalar
að sér haldist lengi uppi að fara með atkvæði sín
eins og séu þau fé á fæti?
Að skikkan skapanorna eru
kynslóðir 20. aldar bomar í heim-
inn á tímum, sem að sterkum
líkum skera úr um örlög jarðar
og jarðamiðja. Þær hafa dæmzt
til að verða vitni og vitnisburðir
í hamfömm fordæmalausra alda-
hvarfa, og jafnframt gerendur og
hluttakendur. Af þessum forrétt-
indum leiðir, að þeim hefir verið
lögð sú ógnarbyrði á herðar að
hljóta að verða að bera ábyrgð
á, hvort og hvemig líf á himnafar-
inu Jörð fær staðizt aðsteðjandi
tilvistarógnir.
Undan skyldugum ákvörðunum
kjósa langflestir að smeygja sér.
Þeir eigra í hringi með lokuð augu
og stíflaðar hlustir — og mega
ekki til þess hugsa, að einhver,
einhveijir eða eitthvað „hafi vit
fyrir mér“, þó að öll saga sýni og
sanni, að sízt hafí verið vanþörf
á. í smáu og stóm.
Börnin skulu borga
Einkum sökum þess hroka og
sjálfbirgings, sem manneskjunni
er áskapaður, munu refsisvipur
óblíðra náttúmlögmála dynja fyrr
og með meiri þunga á vanhæfum
brotalýð en annars hefði þurft að
óttast. í stað þess að láta það
æðra því lægra ráða, anar rótlaus
grúinn, blindaður af sjálfsdýrkun
og eyðslufýsnum fram á heljar-
brún, og skeytir ekki hót um það,
sem öllu öðm er brýnna: að búa
sig undir að lifa af eigin afglöp.
Víst er ijöldanum vorkunn.
Svonefndir stjómmálamenn í öll-
um verðflokkum leika listir sínir
eins og væm þeir svæfíngalækn-
ar, og skoðanamiðlanir úða
deyfídúndri þeirra linnulaust allan
sólarhringinn. Á meðal alþekktra
lagvopna hefír sú brella skilað
hvað ábatasömustum árangri að
endurtaka í sífellu, að ekki megi
hræða fýlgið með „heimsenda-
spám“ og „svartagallsrausi", því
að þannig missi það allan kjark.
Reyndar mun vera leitun að
velferðarborgara, sem hafnar
yfirvinnu af einskæmm ótta við
afleiðingar hugsunarleysis síns
eða áhyggjum af að böm og
bamaböm kunni að verða að
greiða amstrið dým verði. Þvert
á móti. Allir em svo óhemju-
duglegir og iðnir við að leggja
sitt af mörkum við að tortíma
náttúmríkinu á sem skemmstum
tíma, að þeir eiga enga stund af-
lögti til umhugsunar.
011 almannafæri og allir ívem-
staðir em yfírfullir af fólki, sem
hristir kollinn ofurlítið, þegar
vemleikanum bregður fyrir —. og
snýr sér síðan að andartaki liðnu
að aðaláhugamálinu: að alefla
meltinguna. Og þegar það opnar
munninn til annars en að gleypa,
er það aðeins til að hrópa að sig
vanti meira og að „stjómin verður
að gera eitthvað'*. T.d. að „skapa
rekstrargmndvöll".
Ef hinar fyrirgreiddu fylkingar
atkvæðahólfanna væm í raun
áhyggjufullar eða óttaslegnar,
myndu þær vitanlega gera sér far
um að leita úrræða til að tryggja
sér tilvemrétt. En til þess verður
þeim ekki hnikað. Nema ef vera
kynni eftir að tjónið er orðið
óbætanlegt. Tæknitrúaðir og
„kjarabótafólk" hringar sig niður
í hægindi sín — eða við bílstýrið
— og unir sér við glópasprikl
flokkatrúða í leit að „endanlegri
lausn efnahagsvandans" og
„rekstrargrundvelli framleiðslu-
fyrirtækja" eftir leiðum kaupfé-
lagshyggju og skuldajafnréttis.
Leikaraskapur
gefur góðan arð
Naumast verður neitað, að hin-
um atorkusömu eiginhagsmuna-
mönnum gengur yfírleitt vel að
koma í veg fyrir að glufa opnist
að veruleikanum. Ef þannig skyldi
vilja til, myndi slíkt ólán hafa í
för með sér að styggð setti að
fylginu og þá yrði með öllu óvíst
um, hvort tækist að koma fullri
ró á aftur, þótt ekki skorti þá —
að eigin sögn — vitsmuni, þekk-
ingu og verklagni í baráttunni
fyrir „hagsmunum alþýðunnar".
Lengi hefir verið alkunna að
fjöldinn lifír ekki á brauði einu
saman. Leikar em honum ekki
síður lífsnauðsyn. Þeirri þörf hefir
enda verið og er fullnægt af stakri
samvizkusemi. Fyrst og fremst
með sjónhverfingum. Ábatasam-
asti flimtleikurinn, sem ávallt
hentar undravel til uppfærslu í
nýjum og endurbættum leikgerð-
um, nefnist „Vöxtur hagsins“.
Næstur honum að vinsældum hef-
ir um nokkurt skeið komið ærsla-
leikritið „Markaðsbúskapur", sem
reyndar hefír hlotið misjafna
dóma upp á síðkastið. Síðan árið
1973, skömmu eftir að allir
flokksmálamenn höfðu frétt, að
hráefnaforða jarðar væm tak-
mörk sett, hófust sýningar á
„Orkukreppunni", og nú alveg
nýverið hefir „Umhverfísvemd“
verið lyft á fjalirnar og sýnt við
gífurlega aðsókn og mikinn fögn-
uð leikenda.
En sökum þess að öll atkvæði
em jöfn, hefir einnig þurft að
huga að skrýtnu fólki. Til þess
hefír nöturleikurinn „Þróunar-
hjálp" komið í góðar þarfír, og
verið sýndur í siðabótaskyni án
afláts. Alltaf fyrir fullu húsi.
Sama á að ýmsu við um „Kvóta-
Lífríki og lífshættir CXXV
5FYRIR-
GREIÐSLU-
GARPUR:
„Ég leysi vanda
allra auralausra.!
Án tafar.!“
DANS A FENI
Alræði úr- Rökstuddar Vinsælt
tíningsdeildar efasemdir vopn
konuna" og „Pjölþarfaþorpið", því
að alltaf má treysta á tryggð
fastagesta við heimsharmana.
Lausnir hafa leiðtogamir á
hveijum fíngri. Engu þarf að
kvíða. Stefnuskráin, málefna-
samningurinn (4 síður í dagblaðs-
broti) og órofa samstaða allra vina
„litla mannsins" tryggir „mann-
sæmandi lífskjör". Verkin tala og
tala — endalaust, og því engin
furða, að mörgum hugnist miður
að Paradísarsálmum „stjómmála-
manna“ en heimsendaspádómum
svartsýnismanna; og að teljast
verði ekkert minna en þrekraun
að geta kæft geispa undir gaspr-
inu.
Aukin uppivaðsla hagsmuna-
samtaka síðan um miðja líðandi
öld — og þess vegna vaxandi áhrif
úrtínings — hefir átt einna drýgst-
an þátt í að efasemda um ágæti
hins lýðbundna þingræðis gætir
með stöðugt áleitnari hætti. Þann-
ig komst þýzki stjórnfræðingurinn
Peter Kielmansegg að þeirri nið-
urstöðu fyrir tæpum 20 árum (í
ritgerð sinni í „Die Welt“, Bonn,
hinn 7. apríl 1979), „að það eru
einkum starfshættir á vettvangi
stjórnmála, nánar tiltekið: sam-
keppnislýðræðisins, sem hingað
til hafa gert okkur ókleift að
bregðast við tilvistarógnunum
þeim, er við komumst ekki hjá
að horfast í augu við . . . Sam-
keppnisfyrirkomulagið takmarkar
athafnasvigrúmið í stjórnmálum.
Við lýðræðislegar aðstæður er
aðeins reynt að leysa verkefnin
og kanna úrræðin innan mjög
þröngra marka, og það er hin við-
stöðulausa keppni um fylgi, sem
ákvarðar mörkin. “
Dýrseldur dugnaður
Hið niðurlægjandi og ærulausa
glæfraspil atvinnulýðræðismanna
er að mestu fólgið í þrotlausri
eljusemi stjómarandstöðunnar
hverju sinni við að espa almenning
til óánægju, óhlýðni og uppsteyts,
með öllum tiltækum ráðum, gegn
aðgerðum löglegra stjómvalda þó
að skynsamlegar eða óhjákvæmi-
legar kunni að vera. (Það ber
náttúrlega vott um eitthvað allt
annað en djúpa virðingu fyrir
dómgreind kjósenda, að kækir af
þessu tagi skuli vera taldir líkleg-
ir til árangurs.)
Þegar síðan stjórnarandstöð-
unni tekst að olnboga sig upp í
stólana, ber hún umkomuleysi sitt
með sér í fanginu. Hún telur sig
nauðbeygða til að sanna kok-
hreysti sína og fínna gnægtalof-
orðum sínum stað í verki með því
að gefa kjósendum örlátlegar en
fyrirrennarinn á garðann. Þar
sem það er hins vegar ógemingur
að seðja bruðlhungur hjarðarinnar
að fullu, þá gerir nýja stjórnar-
andstaðan nákvæmlega það, sem
fyrri andstaða gerði. Hún bregður
„stjóminni" um svik. Þannig held-
ur langavitleysan áfram og áfram
— í skemmsta lagi á meðan stjórn-
mál snúast einungis um óhófs-
kröfur munns og maga, og ístm-
skattar og benzíntollar em taldir
ganga glæpi næst.
Gömul speki hermir, að það sé
heimska að trúa engu og regin-
heimska að trúa öllu. Lítið efamál
mun vera, hvor flokkurinn sé fjöl-
mennari. Á þeirri staðreynd hvíla
útbreiðsla, vinsældir og áhrifa-
máttur lyginnar. Hún dregur því
firnalangt til að skýra ríkjandi
heimsástand. Alltof margir hafa
nautn af að smjatta á ósannindum
— og litlu færri beinlínis þörf.
Akurinn er þess vegna afar fijór,
og er með því ekki sagt neitt
nýtt. Að þessu lætur enski
vísindamaðurinn, rithöfundurinn
og heimspekingurinn Sir Francis
Bacon (1561-1626) liggja í „Ess-
ays“ sínum:
„Velt ekki sérhver mann-
eskja, að ef hégómaskapur,
drambsemi, ofmetnaður, reig-
ingur og þvíumlikt yrði slitið
úr hjörtum manna, þá sætu
margir uppi með eymdar-
dæmda skorpusál, harm-
þrungna og örvinglaða, sjálfúm
sér til gremju og armæðu?"
Undir þetta kyndir lygin, þetta
nærir hún og á þessu þrífst hún.
En lygin þjónar ekki þeim til-
gangi einum að sætta einstakling-
inn, stéttina eða hópinn við með-
fæddan vanmátt sinn og vanhæfni
í tilverunni. Hún er líka öflugt
vopn gegn öðrum, oft banvænt. í
stríðum og stjórnmálum er henni
beitt vægðarlaust. Á þeim
vígstöðvum eru vinsældir hennar
og notagildi með þeim fádæmum,
að til hennar er gripið jafnvel
þar, sem sannleikurinn um and-
stæðinginn einn sér dygði.
Það hefir alltaf verið nauðsyn
að varast blekkingar, róg og lygi.
En nú, eftir að ósóminn er orðinn
atvinnuvegur og verzlunarvara,
eftir að vinstrimennskan er orðin
hnattfeðmur lífsmáti, þá er nauð-
synin ekki einungis þrifnaðar-
spursmál heldur að auki blátt
áfram lífsspursmál. Fyrir því virð-
ist fátt, ef nokkuð, nauðsynlegra
en að til forystu veljist fólk, sem
sér og skilur mann og heim eins
og hvort tveggja er, en ekki eins
og fjöldanum og ljúflingum hans
finnst að ætti að vera. I því ligg-
ur raunar vandinn. Löng reynsla
er fyrir því, að efni í skýjaborgir
kostar ekki neitt og að þær geta
allir reist. Aldrei hefir verið kvart-
að undan skorti á vinnufúsum
höndum til slíkra verka. En að
leggja þær í rústir kostar óhemju-
atorku. Og til þess vilja sárafáir
bjóða sig fram.
Kínverskt fordæmi
Enda þótt oftast hafi reynzt
allt annað en auðvelt að skapa
þjóðfélag og rótfesta stjórnskipan,
sem tryggir hinum hæfustu sjálf-
krafa völd yfir miðlungs- og und-
irmálsöfium í ríkinu, þá er oftast
auðvelt að greina hið neikvæða
úrval. Það hreykir sér .vanalega
hæst. Það flýtur ofan á í flokka-
rennslinu.
Úrtíningsdeildin hefir gott lag
á að velja mörg og glymjandi orð,
sem sjaldnast styðjast við neina
raungilda þekkingu, aðeins þekk-
ingarslitrur, þegar bezt lætur, og
orka því heillandi á skarann, sem
yfírleitt lætur sér hjóm bezt líka.
Þessi hæfileiki merkir ekki að
háttvirtur þingmaður sé fáviti eða
áberandi grunnfær með hliðsjón
af því, sem almennt er talið viðun-
andi, heldur að hann standist ekki
þær greindar- eða menntunar-
kröfur, sem sanngjamt er að gera
til manns í þeirri stöðu, er hann
sækist eftir að gegna. „Upp úr
þessum kauðum,“ segir þýzki
geðsjúkdómaprófessorinn __ dr.
Horst Geyer (í bók sinni, „Uber
die Dummheit", Götting-
en/Berlin/Franklúrt 1954), „er
oft hafa vald á talsverðri fími
og hnyttni í slagorðagjálfri,
vellur skvaldur, sem þá fyrst
afhjúpar andlega örbirgð
þeirra í lengra samtali eða þeg-
ar þjarmað er að þeim með
rökrænum andsvörunum.“
Fyrir nálægt 2.300 árum fékk
kínverski liðsforinginn Sun-tzu þá
fyrirskipun keisara síns, Ho-lii,
að kenna hinum 180 hallarfrúm
hans undurstöðuatriði heraga.
Kvennalistanum var skipt niður í
2 sveitir, hvora undir stjóm sinnar
eftirlætiskonu hans hátignar.
Fyrstu tilraunir til að kenna kven-
valinu að ganga í skipulegri röð
að hermannasið fóm þegar í stað
út um þúfur. Dömumar fengust
ekki til annars en að þískra og
skrækja. „Þegar skipunum er ekki
hlýtt, er það liðsforingjunum að
kenna,“ úrskurðaði Sun-tzu — og
lét umsvifalaust taka báðar eftir-
lætisduggur keisara síns af lífí.
Þótt keisarinn harmaði hinn
sársaukafulla missi sinn aö vonum
ákaflega, hreifst hann jafnframt
af hinu áhrifaríka og lærdómsríka
miskunnarleysi, hækkaði Sun-tzu
í tign og skipaði hershöfðingja og
yfirmann herráðsins. (Sun-tzu
varð einn fræknasti stríðsgarpur
Kínaveldis og hefír oft verið
nefndur Clausewitz Asíu vegna
bókar sinnar, „Ping-fa“
(„Stríðslistin"), þar sem hann út-
listar meginreglur hemaðar í 13
köflum, og er höfuðáherzla lögð
á þýðingu stjórnmála fyrir giftu-
ríkan stríðsrekstur.)
Ekki er vafamál, að Vestur-
landabúar geta heilmargt lært af
Kínveijum. Samt sem áður ber
að vona, að framanlýstri aðferð
við stjómarskipti þurfi ekki að
beita þeirra á meðal.
1
L