Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 39 Goethe o g Joachim frá Fiore Erlendar baekur Siglaugur Brynleifsson The Fignarae of Jeachim of Fiore. By Maijorie Reeves and Beatrice Hirsch-Reich. Oxford. Clarendru Press. Johann Wolfgaiig von Goethe: Italienische Reise — Hamburger Ausgabe. Herausgegeben und kommentiert von Herbert von Ein- em. Mit 40 Illustrationen nach zeitgenössischen Vorlagen. De- utscher Taschenbuch Varlag 1988. „Figurae" Joachims frá Fiore eru gefnar út af Warburg Institut og Clarendon Press. Svo vildi til að það fundust tvö handrit að „Liber fíg- urarum“ eftir Joachim, fyrir hreinar tilviljanir, með skömmu millibili, annað á Ítalíu og hitt í Oxford- handritið, því var þessi bók skrifuð og gefín út. Höfundamir leitast við að rekja og útlista hugmyndaheim Joachims frá Fiore með myndunum „figurae". Joachim taldi sig geta sýnt þá mystísku reynslu sem hann varð fyrir fremur með myndum en í rituðu máli. Kenningar Joachims vom á þá leið að heimsaldrar skipt- ust í þrennt, tíma fóðurins, sonarins og hins heilaga anda og hann taldi að á hans dögum (1132-1202) bjarmaði fyrir nýju tímaskeiði, þ.e. tímaskeiði heilags anda. Hann út- listar kenningar sínar í „Liber con- cordiae Novi...“ og í „Psalterium Decem Cordumm". Spengler (Unt- ergang des Abendlandes) telur að Joachim frá Fiore eigi mikinn þátt í mótun þeirra kenninga sem ein- kenndust af sögulegri forlaga- hyggju og tengir kenningar hans söguskoðun Hegels. Joachim taldi að saga mannskynsins væri eðlilega bundin guðlegum vilja og tilgangi og að fullkomnum guðlegs vilja væri framtíðin. Þessar kenningar höfðu mjög mikil áhrif á 13. og 14. öld með þeim múnkareglum og sér- hyggjuhópum sem kröfðust full- komnunar kristilegs samfélags og afneitunar allrar veraldarhyggju. Höfundar þessarar bókar ræða einkum um dulhyggju Joachims og það tilvemstig sem hann taldi til- raun til fullkomnunar guðlegs vilja með sköpun hvers einstaklings, sem væri íhugun guðlegrar spektar. Goete Eins og áður segir hafa þeir mynd- imar „fígurae" sem leiðarvísi. Þær em birtar í bókarlok, minna margar t-æknilega á teikningar Botticellis. Höfundarnir fjalla einnig um hugs- anleg áhrif rita og mynda Joachims á hugmyndaheim og skáldskap Dantes. Bók þessi veitir nokkra hugmynd um táknfræði miðalda, einnig um talnaspekina sem var mikill þáttur táknfræðinnar auk þess að koma til skila innsæi Joachims frá Fiore að svo miklu leyti sem gjörlegt er. Höfundar styjast m.a. við rit Mon- signiore Tondelli, „II Libro delle fíg- ure dell’abate Gioachino da Fiore", sem kom út 1939, en þar birtist þá nýfundið handrit af „figurae", það sem fannst á Ítalíu (í Reggio). Dtv. útgáfan hefur gefíð út þtjú heildarsöfn verka Goetes, Attemis- útgáfuna, Hamborgarútgáfuna og Weimarerútgáfuna, auk einstakra rita hans,. Þessar þijár útgáfur em taldar þær fyllstu, sem út hafa komið. Italíuferð Goethes birtist hér hér í gerð Hamborgarútgáfunnar, sem hluti æviminninga ritanna. Útgefandinn segir í eftirmála „að Ítalíuferð Goethes hafí ekki verið ferðabók, heldur skáldsaga um ferð og inntak sögunnar hafí verið Goethe sjálfur. Þegar Goethe kom frá Ítalíu 1788 hafði hann fundið „Arkadíu" og sjálfan sig sem skáld. Bókin er gefín út myndskreytt. IZUMI STÝRILIÐAR Allar stæröir fyrir allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. Gott verð. = HÉÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Robert Kennedy - hvernig hann var Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Lester og Irene David: ROBERT KENNEDY - the making of a folk hero Útg. Paperbacks Ltd. 1988 Enn er verið að skrifa bækur um þá Kennedy-bræður, John og Ro- bert. f sjálfíi sér ekki óeðlilegt þeg- ar haft er í huga, hvílíkir áhrifavald- ar þeir vom, hvemig þeir lifðu og kannski umfram ailt hvemig þeir dóu, báðir féllu fyrir morðingja- hendi. Kennedy forseti 1963 og Robert bróðir hans fímm og hálfu ári síðar, þegar hann var að keppa að því að verða forsetaefni demó- krataflokksins í Bandaríkjunum. Þessi bók er ólíkt vandaðri en ýmsar aðrar sem ég hef gluggað í um þessa sérstæðu fjölskyldu. Höf- undar leggja sig fram um að safna að sér upplýsingum og staðgóðum heimildum í stað þess að byggja á slúðri og getgátum eins og sumir þeirra sem hafa ritað „ævisögur" bræðranna. Rakinn er ferill Roberts frá unga aldri og fram til síðustu stundar. Það kemur skýrt fram, hversu háð- ur hann var föður sínum og lagði sig fram um að þóknast honum í flestu. í skóla var Robert ekki ýkja áberandi og bekkjarfélagar og ^VERMQvrr Hjólsagarblöð þau endast! BjiigBliiiip ÁRVÍK ÁRMÚU 1 -REYKJAVlK-SlMI 687222 -TELEFAX 687285 kunningjar hans frá þeim árum virðast ekki hafa séð í honum neinn forystusauð né áttað sig á þeim eiginleikum í upplagi hans sem síðar meir urðu ráðandi. Athyglisverð er frásagan um kynni Roberts af McCarthy, hinum illræmda kommúnistahatara sem fór hamförum í ofsóknum á hendur aðskiljanlegum mönnum á árum kalda stríðsins og sá raunar komm- únista í hveiju skoti. Robert átti að sönnu síðar eftir að súpa seyðið af samvinnu sinni við McCarthy og sá stimpill sem á hann komst vegna skoðana hans á yngri árum loddi býsna lengi við. Almennt virðist Robert Kennedy á sínum yngri árum hafa verið ósveigjanlegur stirðbusi, auðkýfíngssonur sem lítt þurfti eða hafði áhuga á öðru en því sem upp sneri og augljóst var. Með árunum breyttist afstaða hans, eins og alkunna er; hann og John Kennedy áttu án efa dijúgan þátt í að auka réttindi svertingja og annarra sem æðri Bandaríkjamenn töldu annars og þriðja flokks þegna. Robert Kennedy var ekki aðeins skeleggur baráttumaður fyrir bætt- um hag svertingja, hann var þvert ofan í það sem um hann var löngum sagt hjartahlýr maður sem smám saman varð gagntekinn löngun til að gera Bandaríkin að betra þjóð- félagi og heiminn sem heild að hugnanlegri verustað fyrir alla. Einnig segir frá einkalífi hans og Ethel Kennedy, sem hann gekk * ■ú.ORlQIKAL RESEARCRAU1X FRESHIN —HEWYOR Kápumynd Reuter að eiga ungur og eignaðist með 11 böm á þeim átján árum sem þau voru í hjónabandi. Ethel er mikil kjamorkukona, kjarkur hennar og kapp, eindreginn stuðningur við eiginmanninn; öllu er þessu lýst. Einnig að hún var umhyggjusöm móðir, þótt bömin virðist stundum hafa setið á hakanum vegna óvenju- lega náins sambands þeirra hjón- anna. Það er greinilegt að höfundar bókarinnar telja Ethel hina ágæt- ustu konu og kostum prýdda, en ekki hreifst ég að ráði. Þessi enda- lausi hressleiki virkaði á mig dálitið yfírdrifínn og smáborgaralegur hugsunarháttur hennar gerir að verkum, að mér fannst hún hvað sem öllum kostum líður, dálítið leið- inleg. Robert Kennedy varð dómsmála- ráðherra í stjóm bróður síns og átti þátt í að koma áfram ýmsum umbótum. Hann og John Kennedy vora mjög nánir vinir og vel kemur fram, hversu John Kennedy snið- gekk oft Lyndon Johnson, varafor- seta sinn, og leitaði ráða hjá bróður sínum. Ekki er heldur dregið úr að lýsa þeirri gagnkvæn.u andúð og vantrú sem var milli þeirra John- sons og Roberts Kennedy. Sögusagnir um samband þeirra bræðra við kyntáknið Marilyn Monroe hafa verið lífseigar og um það skrifaðar bækur. Sagt er að Robert Kennedy hafí heimsótt hana kvöldið sem hún dó og sumir höf- undanna sem hafa skrifað um ást- arævintýrin hafa ekki skirrst við að gefa í skyn að Robert Kennedy hafi á einhvem hátt verið viðriðinn dauða hennar. Þessu máli era einnig gerð skil í bókinni sem hér um ræðir. Það er nokkum veginn öraggt að þeirra dómi, að hafí Robert Kennedy ein- hvem tíma orðið ástfanginn af ann- arri konu en Ethel^ hafí það verið Marilyn Monroe. Á hinn bóginn draga höfundar í efa, að hann hafí staðið í sambandi við hana og hafí hann gert það, sem væri vissulega ekki útilokað, telja þeir af og frá að hann hafí komið nálægt heimili hennar kvöldið fyrir lát hennar og færa rök fyrir því. Þeir viðurkenna að sönnu að allt megi hrekja og sannanir fyrir því að hann hafí ekki komið séu ekki pottþéttar og svör muni ekki fást héðan af. Þetta er í hvívetna hin læsileg- asta bók og lesandi fær góðan skiln- ing á manninum Robert Kennedy og áttar sig ennfremur betur en áður á hversu umtalsverð áhrif hans sem stjómmálamanns hafa verið. Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til við- talstíma íValhöll, Háaleitisbraut 1, í nóvember. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10-12 eru til viðtals Kristinn Pétursson, þingmaður Austfirðinga, Birgir Isleifur Gunnarsson, þingmaður Reykvíkinga. M'm Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17-19 eru til viðtals Friðjón Þórðarson, þingmaður Vesturlands og Salómi Þorkelsdóttir, þingmaður Reyknesinga. «4. Sovéskir aagar ÁrlegirSovéskirdagar MÍR, að þessusinni sérstaklega helgaðir Sovétlýðveldinu Kirgizíu, verða settir í Félagsheimili Kópavogs miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Fluttverða ávörp og listafólkfrá Kirgizíu skemmtir með söng, dansi og hljóðfæraleik. Aðgangur ókeypis ogöllum heimill. MIR ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.