Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
fclk f
fréttum
RANNSÓKN Á KONUM
ÍSLENSKAR KONUR SJÁLF-
STÆÐARIEN BANDARÍSKAR
- segir Tanya Berg-Reeves eftir dvöl sína hér
Tanya Berg-Reeves, banda-
rískur nemi í stjórnmálafræð-
um, var stödd hér á landi um
tveggja vikna skeið, ásamt próf-
essor sínum í kvennafræðum og
heimspeki frá háskólanum í Kali-
forniu. Þær komu hingað I þeim
tilgangi að gera forkönnun á
íslensku samfélagi með tilliti til
stöðu kvenna og kanna viðhorf
fólks til þróunar jafnréttismála
hér á landi en þær telja íslenskar
konur hafa náð langt f baráttunni.
Islenskar konur sjálf
stæðari en bandarískar
„í Bandaríkjunum hafa konur oft
reynt að skipuleggja slíka hrejrfíngu
sem Kvennalistinn er hér á landi en
það hefur alltaf mistekist," segir
Tanya. Hvers vegna gekk það svo
vel á íslandi sem raun ber vitni? Við
fyrsta yfírlit kemur í ljós gífurlegur
munur á skoðunum og aðstöðu
íslenskra kvenna og amerískra, án
tillits til uppruna.
Tanya segir: „Konur eru miklu
sjálfstæðari hér á landi en heima.
Þær virðast í heildina óhræddar við
að taka einar á sig ábyrgð fjöl-
skyldu, ef marka má ijölda ein-
hleypra mæðra, virðast vera mjög
sjálfstæðar við töku ákvarðana og
komast oft langt í atvinnulífínu.
Konur í Bandaríkjunum eru mjög
hikandi við að fara sömu leið og
konur hér, og þó þær hefðu opin-
berlega sama rétt og karlmenn vissu
þær varla hvað gera ætti. Þær eru
fyrst og fremst aldar upp sem dætur
feðra sinna og síðar verða þær konur
eiginmanna og mæður bamanna."
íslenskum karlmönnum
fínnst þeim ekki ógnað
Hér á landi töluðu þær einnig
við karlmenn til þess að fá mynd
af skoðunum þeirra á jafnrétti kynj-
anna, eða hvort þeim þætti þeim
ógnað á einhvem hátt, af fram-
göngu kvenna. Svo virðist ekki vera
segir Tanya. „En í Bandaríkjunum
eru konur á engan hátt metnar sem
jafningjar karla, þar hafa þeir völd-
in og íjármagnið og fínnst þeim á
margan hátt vera ógnað af konum
sem standa í jafnréttisbaráttu. Þeir
Morgunblaðið/KGA
Tanya Berg-Reeves.
hindra í raun eðlilegar framfarir."
Það kom í ljós að í tilviljana-
kenndu úrtaki fundust karlmenn
sem vissu hvað enska orðið „femin-
ismi“ þýðir og töldu sig jafnvel til-
heyra þeirri hugmyndafræði. Þriðji
hluti þeirra kvenna sem spurðar
voru um merkingu þessa orðs vissi
hana ekki, enda hefur reynst erfítt
að þýða orðið yfír á íslenskt mál.
Tveir þriðju hluti aðspurðra lagði
sína eigin merkingu í orðið. Oft
fengust svör eins og „karlahatur",
að „konur vilja verða meiri körl-
um“, „lesbíui “, „reiðar konur", „að-
skilnaðarstefna", „stríð milli kynj-
anna“ og svo framvegis. Viðmæl-
endur virtust sumir hveijir tengja
orðið við Rauðsokkahreyfínguna,
en aðrir nefndu orðin, frelsi, jafn-
rétti og bræðralag.
Betur upplýstar
Stofnun Kvennalistans hefur
vakið mikla athygli víða um heim
og lék þeim forvitni á að heyra
skoðanir íslenskra kvenna á þeim
samtökum. Þegar viðmælendur
voru spurðir um hlutverk Kvenna-
listans og hvað þeir héldu að hann
stæði fyrir, var svarið hjá sumum
það að stofnun hans hefði verið í
þeim tilgangi að fá konur hér á
landi til þess að vinna á sama
grundvelli og karlar, hann væri
svar við karlveldi, að konur vildu
vera metnar og virtar sem konur,
og hafa áhrif á þróun stjómmála.
Stofnun hans væri einfaldlega leið
til jafnréttis.
Sumar konur töldu áhrifin gífur-
leg, en aðrar konur töldu Kvenna-
listann ekki hafa haft nein áhrif á
líf sitt, eða skoðanamyndun. Ekki
lágu fyrir niðurstöður hver bein
áhrif stofnun hans eða starf hefði
haft á íslenskt samfélag, en hins
vegar taldi Tanya ljóst gildi hans
fyrir böm þessa lands, þar sem
konur væm virkar í stjómmálum.
Þær stöllur héldu því fram að
íslenskar konur væm almennt
langtum betur upplýstar banda-
rískar, sem séu oft mjög fáfróðar.
íslenskar konur séu sterkar konur
sem óttist ekki að standa á eigin
fótum. Þau sem þátt tóku í könn-
unni, töldu konur hér á landi hafa
náð langt í jafnréttisbaráttunni, og
varð sumum ungum konum hugsað
til mæðra sinna.
Tilviljun réð því að meira en
heimingur viðmælenda vom ein-
hleypar mæður og virtust þær ekki
síður en aðrar konur í könnuninni
telja sig eiga góða möguleika á því
að ná persónulegum markmiðum.
Hver og ein kona svaraði því ját-
andi að hún kæmist eins langt og
hún vildi, og vakti það mikla furðu
spyijandans.
„Konur hér virðast hafa mikla
trú á sjálfum sér og sjálfsálit þeirra
virðist vera ótrúlega gott í heildina.
Konur í Bandaríkjunum em undir
stöðugu álagi. Þær em mjög með
hugann við útlit sitt er ótrúlega
mikið lagt upp úr því að þær séu
fallegar að mati karla, ímyndin af
konu er dregin upp í auglýsingum
þar sem líkami fag urrar konu er
oft notaður. Ég varð mjög hissa,
og ánægð að sjá ekki slíkar auglýs-
ingar hér.“
Einhleypar mæður
eru allar útivinnandi
„Einhleypar mæður heyja annars
konar baráttu í Bandaríkjunum en
á íslandi. Þær vinna sumar frá
bömum sínum, en ekki svo langan
vinnudag sem þær íslensku. Ef þær
bandarísku ætla að nota trygginga-
kerfíð mega þær ekki vera útivinn-
andi, og fá þær mjög lágar §ár-
hæðir til framfærslu. Ef kona reyn-
ir að fá styrk frá ríkinu til náms
nægir ekki það fjármagn sem hún
fær. Ef hún er frábær námsmaður
og fær styrk frá skólanum til fram-
haldsnáms grípur ríkisstjórnin inn
í og sker niður þá upphæð sem hún
ætti að fá með réttu. Þeim er hald-
ið niðri meðal annars á þennan
hátt og ef þær vilja vinna úti þarf
að borga gæslu fyrir börnin sem
er mjög dýr og borgar þetta sig
ekki í flestum tilvikum."
Það kom spyijandanum ekki á
óvart að aðstaða einhleypra mæðra
væri mjög ólík annarra kvenna, en
bjartsýni virtist einkenna flestar
þeirra að sögn viðmælandans. Þær
sem hún talaði við voru allar úti-
vinnandi og vinna mun lengri vinnu-
dag en giftar mæður, og hafa al-
mennt lítinn, eða engan tíma fyrir
sjálfar sig. Það vakti og athygli
hennar að fáar eða engin einhleyp
móðir virtist hafa tíma fyrir áhuga-
mál sín, eða átti engin.
Giftar konur sem talað var við
virtust gera sér ljósan aðstöðumun-
inn miðað við einhleypar og margar
töldu sig ekki geta staðið einar
undir ábyrgð, fjárhagslega eða á
annan hátt. Munur var á skoðunum
eldri og yngri kvenna, og á aðstöðu
fyrir tuttugu árum og nú. „Þær
■"mæður sem voru eldri en fjörtíu ára
höfðu þegar alið upp sín böm og
höfðu oft aðrar skoðanir en tvítugar
mæður á jafnrétti og breytingum
sem orðið hafa í þjóðfélaginu. En
almennt séð voru þær ánægðar með
breytt þjóðfélag, fyrir utan dýr-
tíðina. Þær hafa fengið ný tæki-
færi til dæmis til náms,“ segir
Tanya.
Skrýtið hve sam-
félagið er íslenskt
Að lokum var hún spurð hvað
henni persónulega fyndist um
íslenskt samfélag, eins og það kæmi
henni fyrir sjónir? „Hér gæti ég
hugsað mér að búa á. Af því sem
hrífur mig hér get ég til dæmis
nefnt náttúrufegurð, öryggi og heil-
brigðiskerfíð, sem mér fínnst til
fyrirmyndar. Það fyrsta sem vakti
athygli mína á götum úti var sú
staðreynd að mæður geta skilið
böm sín eftir í bamavögnum fyrir
utan búðir án þess að óttast að
þeim verði stolið. Því venst ég aldr-
ei þar sem mæður heima eru flestar
famar að beisla bömin við sjálfar
sig, annaðhvort við úlnliðinn eða
mittið. Mér finnst stórkostlegt að
kynnast þessu hér og finnst ég vera
örugg, bæði dag og nótt.“
Annað þykir mér miður. í fyrsta
lagi er dýrtíðin óheyrileg og svo er
hér aðeins hvítt fólk. Ég vil frekar
að fólk af ólíkum uppmna búi sam-
an í sama landi. Mér finnst skrýtið
hve samfélagið er íslenskt og skil
ekki hvers vegna. Einnig finnst mér
það undarlegt að allir em fæddir
inn í sömu kirkju. Síðar komst ég
hins vegar að því að það skiptir
ekki máli þar sem hver og einn virð-
ist leggja sína eigin persónulegu
merkingu í trú sína, og em ekki
allir ríkistrúar samkvæmt svömm
sem ég fékk. Þeir taka bara ekki
opinbera afstöðu.
Ég varð áberandi vör ’við mikla
fordóma gagnvart samkynhneigðu
fólki. Þegar ég spurði um orðið
„feminismi" töldu margar konur
það tákna bijálaðar lesbíur og fyrir-
litningarsvipur kom á andlit þeirra.
Ef ég hefði verið að taka viðtöl við
bandarískar konur væm 10% þeirra
lesbískar. En enginn viðmælanda
sagðist vera samkynhneigður.
Það sem mér fínnst líka sláandi
er að konur hér virðast ekki bundn-
ar við kvenímyndina hvað útlit varð-
ar. Þær virðast hafa skynsamlegan
og góðan fatasmekk. Þær ganga
ekki á áberandi hælaháum skóm,
svo eitthvað sé nefnt og svo virðast
þær ekki nota andlitsfarða, að því
marki sem bandarískar konur gera.
I Bandaríkjunum sést varla kona
utan dyra nema hún sé sterkmáluð,
eins og þær í auglýsingunum."
Margt annað sagðist Tanya geta
nefnt um samfélag okkar, eins og
það kom henni fyrir sjónir, og að
hennar mati var ýmislegt annað
þess virði fyrir utanaðkomandi að
rannsaka, og jafnvel draga lærdóm
af. Hún mun að ölium líkindum, ef
fjármagn fæst, koma aftur með
prófessor sínum og hópi fólks að
ári liðnu og halda áfram rannsókn
á íslensku samfélagi, og þá án sér-
staks tillits til kvenna.
Hann er ólíkt
fiýnilegri án
gervisins. Ro-
bert og kona
hans á brúð-
kaupsdaginn.
Robert Englund í gervi Freddy
fjöldamorðingja eins og flestir
þekkja hann.
MEXÍKÚ
Brúðartertan skreytt
með beinagrindum
að er hvorki ýkt né logið að
halda því fram að Robert Eng-
lund sé ófrýnilegur. Til allrar ham-
ingju fyrir nágrannana er hann eng-
inn þarmaskelfir dagsdaglega eða í
heimahúsi. Robert Ieikur fjöldamorð-
ingja í sjónvarpsþáttum sem nefnast
„Martröð við Álmviðargötu“. Þetta
er einn vinsælasti þátturinn í Mexíkó
nú um stundir og þótti það því frétt-
næmt þegar aðalleikarinn gekk í
hjónband.
Robert kvæntist stúlku að nafni
Nancy Booth og segist hún vera alls
óhrædd við að faðma morðóða
skrímslið í fullu gervi. Robert segist
hinsvegar sjálfur fyllast viðbjóði í
hvert sinn sem hún ætli að kyssa
ófétið og forðist, öllu frekar en hún,
að kjassast í gervi Freddy.
Hann segir að það að leika ljótan
fjöldamorðmgja hafí sín áhrif í ein-
kalífinu. Eitt kvöldið hafi hann farið
heim án þess að taka gervið af sér
og sofnað þannig. Þegar hann vakn-
aði og leit í spegil varð honum svo
mikið um að óhljóðin í honum heyrð-
ust um allt hverfið segir konan hans.
Búast má við því að hún sé sú eina
sem treysti sér til þess að hvíla við
síðu hans þá nótt.
Brúðkaup þeirra var haldið í 100
ára gamalli kirkju í Santa Fe í Mex-
íkó. Veisluföng voru hin kræsi-
legustu, brúðartertan var skreytt
með litlum beinagrindum sem gest-
imir muldu, sjálfsagt með bestu lyst.