Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 /, ÉQ þar-f ab nota báÉia-rhenciur við ab he-^gja.." 'XJ» ) - - í Búið að stela fínasta hand- ldæðinu mínu. Það stóð þó á því Hilton hótel. Því horfír þú svona á mig. Ég er að ná í hnapp til að festa á jakkann_ Furðulegar framkvæmdir Kæri Velvakandi. Gata nokkur í Reykjavík ber nafnið „Álfheimar" og við þessa götu hef ég undirritaður unað hag mínum allvel um nokkra ára skeið. En eins og kerlingin sagði var Adam ekki lengi í Paradís og svo var um mig. Dag einn þegar síðastliðnu sumri var næstum lokið vildi ég aka til vinnu minnar árla morguns, en það háttalag er komið í nokkurskonar hefð hjá mér eftir margra ára iðk- an. Ekki hafði ég lengi ekið þegar allrahanda uppákomur tóku _ að hefta ferðafrelsi mitt. Þama, í Álf- heimunum voru menn að störfum með handverkfærum og risastórum maskínum sem ég kann ekki að nefna. Nú er ekkert nýtt að mæta fólki við vinnu á götum borgarinnar og vakti það enga furðu hjá mér en það sem þessir menn höfðust að vakti hjá mér slíka forundran að ég hef vart mátt mæla síðan og er þá mikið sagt. Þessir mætu menn voru að byggja eyjar og annes vítt og breitt um götuna, þannig að loknum skemmdarverkum virðist hún verða lítt ökufær fyrir þá umferð sem sífellt streymir eftir henni. Eins og elstu menn muna voru Álfheimarn- ir ein af breiðustu og greiðfærustu götum borgarinnar og þess vegna skilur fólk ekki hví verið er að hefta för þess með slíkum fíflalátum. Menn spytja hveijir aðra hvort höfundar áðumefndra óhappaverka muni vera böm í leikskólum, at- vinnulausir uppfinningamenn eða skrúðgarðaarkitektar, að æfa sig, en gatan mun einna helst líkjast skrúðgarði eftir athæfi þeitta. Fólk veltir mjög vöngum yfir fyrmefndri aðför að götu þessari ágætri og ætla sumir að hönnuðir verksins hyggist setja verslanir Glæsibæjar á hausinn með því að þindra við- skiptavini þeirra í að mæta til jóla- innkaupa. Aðrir álíta að fyrmefndir andans menn eigi óvini búsetta við Álf- heima og séu að sýna þeim í tvo heimana. Enn aðrir fullyrða, að hveijir svo sem beri ábyrgð á þess- um breytingum á götunni væru þannig innrættir að þeir geti ekki unnt íbúum þessarar borgar að hafa það notalegt og una glaðir við sitt. Ýmsar framkvæmdir, sem mæta augum við akstur um götur Reykjavíkur, styðja síðustu tilgát- una. Undirritaður horfir með nokkmm ótta til þess tíma þegar hann kemst hvorki heim né að heiman án þess að verða fyrir ómældu angri og erfíðleikum. Bergþór Sigurðsson SPJALLAÐ Á FERÐALAGI Til Velvakanda. Kunningi minn, stýrimaður, vatt sér að mér og spurði: Geturðu keyrt mig til Reykjavíkur? Stoppaðu héma á tuttugu og þijú, ég þarf að taka með mér nokkrar bjórdósir, sagði hann um leið og hann vippaði sér inn í bílinn aftur. Sagði að frumumar í skrokknum sínum vera orðnar snarruglaðar af langvarandi djöfla- gangi sjávar og sném flestar þvers- um. Þetta gengur svo langt að ég er hættur að skilja íslensku, sagði hann. Til dæmis þegar kornabörn komast upp á lagið með að segja pabbi þá segja þau næst hæ og bæ og svo einhverntíma seina hæ mamma. Skilurðu þennan, sem er að tala í útvarpið núna? Ohérna, myndi ég nú segja, ef mér kæmi eitthvað í hug á annað borð, héma, að segja myndi ég segja „itsokey" ef hann snjóar ekki meir. Við vær- um ekki o’hérna vel í stakk búnir að komast lengra ef hann hættir ekki að snjóa. Hvemig líst þér á ósköpin, spurði stýrimaður. Nú er þetta ekki allt í áttina, svaraði ég. Hvaða andsk. átt, svaraði stýri- maður. Við nálguðumst nú óðfluga höfuðborgina. Á ég að segja þér nokkuð, lagsi? spurði stýrimaður. Eitthvert hið hjartanlegasta orðasamband sem ég hef heyrt er þegar maður þakk- ar fyrir afgreiðslu í verslun og við- komandi afgreiðslustúlka eða af- greiðslumaður svarar með orðun- um: Gjörðu svo vel. Þetta skollans kjaftæði er mun algengara hjá kon- um en körlum. Keyrðu niður Lauga- veginn, lagsi. Ég þarf að skreppa í nokkrar búðir. Um sexleytið brá hann sér inn í síðustu búðina og biðin varð löng. Klukkan rúmlega sjö birtist hann aftur. Ja, mikill andsk., sagði hann. Þetta var í fyrsta skipti sem þetta „Gerðu svo vel“ kjaftæði virkar vel á mig. Heyrðu lagsi, sérðu þennan þama. Þetta er sá sem situr á einni af götóttu gullkistum íslands og miðar tvíhleypu á alla landsstjórn- ina. Nú höfum við loksins eignast alvömlandstjóra! En ég þarf að heimsækja nokkra næturklúbba og gleðihús í nótt, og svo náttúrulega að bjarga bankabókinni á morgun. Þú skilar kveðju í sveitina, lagsi. Jón Gunnarsson Grábrönd- óttur köttur Til Velvakanda. Grábröndóttur köttur með hvíta bringu, kallaður Snotra, fór að heiman frá sér að Lágabergi 9 fyr- ir um það bil hálfum mánuði. Þeir sem hafa orðið varir við hann em vinsamlegast beðnir að hringja í síma 71034. 'T HÖGNI HREKKVISI „ \>ú /eTTlR AÐ FARA MB.D HANN TIL AUGM- J lækwis." Víkverji skrifar Sagt var frá því í frétt hér í blað- inu á laugardag, að Heims- þjónusta breska ríkisútvarpsins BBC World Service myndi þann sama dag, 29. október, breyta dálít- ið um yfírbragð. Víkveiji er einn þeirra sem nýtir sér þessa frábæm þjónustu og hlustar á stuttbylgju- sendingar hennar kvölds og morgna og um miðjan dag, þegar honum gefst tími til þess. Af því sem talsmenn Heims- þjónustunnar sjálfir segja má ráða, að þeir telja þá ákvörðun að taka upp klukkustundar fréttaþátt klukkan 10 á kvöldin (2200), News- hour, mikilvægustu breytinguna. Fyrir íslendinga er meðal annars þægilegt að hlusta á þessa útvarps- stöð, sem margir telja hina bestu í heimi, vegna þess að dagskrá henn- ar er miðuð við meðaltíma Green- wich, en sá tími er einmitt í gildi hér hjá okkur. Iþessum nýja þætti á að flytja heimsfréttir, fréttir frá Bret- iandi, íþróttafréttir, fjármálafréttir, þar eiga fréttaskýrendur að láta ljós sitt skína og einnig þeir sem em fréttaefni á hveijum degi. Forráðamenn BBC segja, að það hafí verið vandasamt að ákveða, hvenær sólarhrings þessi þáttur skyldi vera á dagskránni. Var starfsmönnum þeirrar deildar út- varpsstöðvarinnar, sem annast rannsóknir á hlustun, falið að kanna, hvenær sólarhrings þess væri að vænta, að flestir á allri jarðarkringlunni væm að hlusta á heimsstöðina eða gætu gert það. í blaði Heimsþjónustunnar London Calling segir um þetta: „Að sjálfsögðu er tími sem er góður til hlustunar fyrir íbúa ein- hvers heimshluta slæmur fyrir þá sem búa annars staðar. Þetta er einn helsti vandinn við að setja sam- an dagskrá í útvarpi sem nær til manna um heim allan. En 2200 hefur orðið fyrir valinu sem sá tími, þegar unnt er að ná til margra mikilvægra hlustendahópa: hann hentar vel til kvöldhlustunar í Vest- ur-Evrópu og Afriku, þá sitja menn við morgunverðarborðið í fjarlæg- um Austurlöndum og það er síðdegi hjá þeim hlustendum sem fylgjast með sendingum okkar á austur- strönd Bandaríkjanna og við Karabíahaf." XXX Víkveiji á cft leið um Eskitorg, eftir að skyggja tekur eða áður en birtir á morgnana. Finnst honum undarlegt, hve götulýsingu er áfátt við torgið. Mörg böm í Hlíðaskóla þurfa að fara um torgið á leið í og úr skólanum. Þykir mörgum nóg um bílaumferðina við skólann og hafa varað við hættunni frá henni. Góð götulýsing er liður í sjálfsögð- um ráðstöfunum til að tryggja ör- yggi vegfarenda. Ættu rétt yfirvöld að líta á lýsinguna við Eskitorg og sjá til þess að kveikt sé á þeim ljósa- staurum, sem þar hafa verið reistir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.