Morgunblaðið - 02.11.1988, Page 52
52
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
>
Félagaskipti
Valur
Komnir:
Sigurður Sveinsson frá Lemgo
Þorbjöm Jensson frá Malmö
Farnir:
Þórður Sigurðsson til Olympía
Þorbjöm Guðmundsson hættur
FH
Kominn:
Pálmi Jónsson frá Fram
Farnir:
Pétur Petersen til Bandar.
Sveinn Bragason til UBK
Víkingur
Komnin
Kristján Sveinsson frá UMFN
Jóhann Samúelsson frá Þór
Famir:
Sigurður Gunnarsson til ÍBV
Ingólfur Steingrimsson til Arm.
Hilmar Sigurgíslason til Ármanns
Breiöablik
Komnir:
Sveinn Bragason frá FH
Pétur Ingi Amarsson frá UMFN
Haukur Magnússon frá Fylki
Famir:
Aðalsteinn Jónss. til SchiitterwaJd
Bjöm Jónsson til Habenhausen
Svafar Magnússon til Gróttu
Stjaman
Komnir:
Brynjar Kvaran frá KA
Axel Bjömsson frá KA
Siguijón Aðalsteinsson frá ÍBV
Óskar Friðbjömsson frá Fram
Famir:
Sigmar Þröstur Óskarsson til ÍBV
Magnús Teitsson til UMGN
Siguijón Guðmundsson til UMFN
Hermundur Sigmundss ‘ilNoregs
Guðmundur Óskarsson til Þróttar
KR
Komnir:
Alfreð Gíslason frá Essen
Páll Ólafsson frá Diisseldorf
Einvarður Jóhannsson frá IBK
Fram
Famir:
Atlí Hilmarsson til Granollers
Hannes Leifsson til Ármanns
KA
Komnir:
Axel Stefánsson frá Þór
Sigurpáll Á. Aðalsteinsson frá Þór
Ólafur Hilmarsson frá Þór
Bragi Sigurðsson frá Ármanni
Farnir:
Brynjar Kvaran til Stjömunnar
Axel Bjömsson til Stjömunnar
Eggert Tiyggvason til Danmerkur
ÍBV
Komnir:
Sigurður Gunnarsson frá Vikingi
Sigmar Þ. Óskarss. frá Stjömunni
Farnlr:
Jón Bragi Amarson til Noregs
Siguij. Aðalsteinss. til Stjörnunnar
Grótta
Komnir:
Svafar Magnússon frá UBK
Gauti Grétarsson frá Noregi
Stefán Amarson frá Reyni
Páll Bjömsson frá Reyni
Willum Þór Þórsson frá Reyni
Farnir:
Ólafur Valur Ólafsson til Sviss
Kristján Guðlaugsson hættur
Axei Friðriksson hættur
KEPPNI í 1. deiid karla í hand-
knattleik hefst í kvöld. Vegna
nýafstaðinna Ólympíuleika í
Seoul hefst deildin óvenju
seint og eins hefur þátttaka í
b-keppninni þau áhrif að þéttar
er leikið en áður. Mótið skiptist
í þrennt og verður leikið frekar
þétt í byrjun; fyrstu níu um-
ferðirnar verða leiknar á rúm-
um mánuði, fjórar umferðir
verða í janúar og fimm um-
ferðir eftir b-keppnina í Frakk-
landi eða frá 5. mars til 5. apríl.
íslandsmótið var skemmtilegt
og spennandi ífyrra og margir
gera að því skóna að keppnin
verði enn fjörugri i ár. Munar
þar mestu um endurkomu
landsliðsmannanna Sigurðar
Sveinssonar, Páls Ólafssonar
og Alfreðs Gíslasonar, sem
hafa gert garðinn frægan í
Vestur-Þýskalandi undanfarin
ár, og eins má gera ráð fyrir
að Þorbjörn Jensson eigi eftir
að láta til sín taka eftir Svíþjóð-
ardvölina.
Þorglls Óttar Mathlesen FHog Páll Ólafsson KR verða í sviðsljósinu með liðum sínum í vetur.
Valsmenn með besta liðið
en gera má ráð fyrir
opnu og skemmtilegu móti
- segir Hilmar Björnsson, sem er einn reyndasti þjálfari landsins í handknattleik
Sérfræðingar hallast flestir að
því að Valsmenn veiji titilinn
en KR-ingar og FH-ingar komi til
með að veita þeim harða keppni.
giBBMRB Morgvnblaðið fékk
Steinþór Hilmar Björnsson,
Guðbjartsson fyrrverandi lands-
skri,ar liðsmann og einn
reyndasta hand-
knattleiksþjálfara landsins, til að
spá í spilin.
„Valsmenn eiga að sigra“
Hilmar hefur þá trú að leikmenn-
irnir, sem hafa leikið erlendis und-
anfarin ár en eru nú komnir heim
aftur, eigi eftir að setja mikinn svip
á mótið. Það verði ekki síður opið
og skemmtilegt vegna vegna þess
að varnarleikur flestra liða er ekki
nægjanlega góður og því fái sóknar-
leikurinn að njóta sín.
„Ljóst er að mótið verður mjög
skemmtilegt. „Nýju“ mennirnir
lyfta leikjunum á hærra plan og svo
má ekki gleyma að ungir strákar
hafa fengið dýrmæt tækifæri í ijar-
veru landsliðsmannanna, fengið frið
til að sanna sig, sem á örugglega
eftir að koma þeim og félögum
þeirra til góða í vetur,“ segir Hilm-
ar.
Hilmar, sem þjálfar Hauka í 2.
deild í vetur, telur að bikarinn verði
áfram að Hlíðarenda. „Valsmenn
eru sigurstranglegastir og eiga
samkvæmt öllum kokkabókum að
sigra. Þeir eru sterkir í öllum stöð-
um. Eru með stóra og öfluga menn
í vörn og Einar Þorvarðarson í
markinu — geta því leikið 6-0 vörn
aftarlega. Leikskipulagið verður
loks eðlilegt í sókninni með tilkomu
Sigurðar Sveinssonar, en rétthentur
maður. hefur leikið í hans stöðu.
Valsmenn eru með tvo fljótustu
hornamenn landsins og við sterkt
lið bætist mikilvægur heimavöllur.
Helsta vandamál íslandsmeistar-
anna verður að deila út kvótanum,
spila sem liðsheild. í liðinu eru
margir, sem eru vanir að reka enda-
hnútinn á fimm til tíu sóknir í leik,
og því er ljóst hvað þetta varðar
að til að árangur náist verður ein-
hver að fórna sér fyrir liðið í hveij-
um leik. Þá er liðið brothætt og
má ekki við skakkaföllum, því
breiddina vantar."
Óvissuþættir hjá KR
Margir telja KR-inga líklega til
afreka í vetur. „Liðið er vissulega
sterkt á pappírnum með þokkalega
góða menn í hverri stöðu, en „bekk-
inn“ skortir reynslu. Alfreð Gíslason
og Páll Ólafsson styrkja KR gífur-
lega sem einstaklingar, en spurn-
ingin er hvernig þeir falla inn í
heildina og þá hvenær. Vörnin er
ekki eins sterk og hjá Val og erfitt
er að segja til um hvaða áhrif fjar-
vera Gísla Felix Bjamasonar hefur
á liðið. Það verður samt að öllum
líkindum í baráttu um gullið."
„FH þarf að sanna sig“
FH-ingar stóðu sig vel í fyrra,
töpuðu úrslitaleiknum um Islands-
meistaratitilinn, en eru einu ári eldri
og reynslunni ríkari.
„Talað hefur verið um FH-liðið
sem ungt og efnilegt, en nú er tími
til kominn að leikmennirnir spryngi
út ætli þeir að standa undir vænt-
ingunum. FH þarf að sanna sig og
þó margt bendi til að liðið verði í
hópi efstu liða á það við erfið vanda-
mál að stríða.
Vamarleikurinn er höfuðverkur
sem og markvarslan. Það fékk 30
mörk á sig í Evrópukeppninni um
síðustu helgi, mótið er að byija og
því hætt við að ekki náist að setja
fyrir lekann í tíma. Heimavöllurinn
er liðinu dýrmætur, en hætt er við
að mikilvæg stig tapist á útivöll-
um.“
„KA vantar herslumuninn"
Nokkrar breytingar hafa orðið á
liði KA frá síðasta keppnistímabili,
en maður hefur komið í manns stað.
„Júgóslavneski þjálfarinn er
líklegur til að ná miklu út úr liðinu,
leikmennirnir em ánægðir og þeir
verða erfiðir heim að sækja. Eins
til tveggja marka tap á útivelli hef-
ur hins vegar oft verið fylgifiskur
liðsins. KA vantar herslumuninn til
að keppa um verðlaun og verður
því um miðbik deildarinnar."
ÍBV halar inn stig
„Nýliðar Eyjamanna eiga eftir
að koma á óvart. Þeir voru með
sterka stráka í fyrra og hafa feng-
ið liðsauka, sem um munar. Reynd-
ar verður Sigurður Gunnarsson í
erfíðu hlutverki sem þjálfari og leik-
maður. Hann þarf að fá góða að-
stoð við stjórnunina til að kraftam-
ir nýtist sem best inni á vellinum,
en allir vita hvers hann er megnug-
ur. Þá styrkir Sigmar Þröstur
Óskarsson liðið mikið.
ÍBV á eftir að setja strik í reikn-
inginn, en spurningin er hvort leik-
mennimir hafi almennt næga
reynslu til að halda sér í baráttu
efstu liða. Hins vegar fær ekkert
lið stig á silfurfati í Eyjurn."
Stjaman samstilK
„Stjaman er með samstilltan
mannskap, sem getur gert góða
Slgurður Sveinsson styrkir íslandsmeistara Vals mikið og miklar vonir eru
bundnar við Alfreð Gíslason hjá KR.