Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD > Félagaskipti Valur Komnir: Sigurður Sveinsson frá Lemgo Þorbjöm Jensson frá Malmö Farnir: Þórður Sigurðsson til Olympía Þorbjöm Guðmundsson hættur FH Kominn: Pálmi Jónsson frá Fram Farnir: Pétur Petersen til Bandar. Sveinn Bragason til UBK Víkingur Komnin Kristján Sveinsson frá UMFN Jóhann Samúelsson frá Þór Famir: Sigurður Gunnarsson til ÍBV Ingólfur Steingrimsson til Arm. Hilmar Sigurgíslason til Ármanns Breiöablik Komnir: Sveinn Bragason frá FH Pétur Ingi Amarsson frá UMFN Haukur Magnússon frá Fylki Famir: Aðalsteinn Jónss. til SchiitterwaJd Bjöm Jónsson til Habenhausen Svafar Magnússon til Gróttu Stjaman Komnir: Brynjar Kvaran frá KA Axel Bjömsson frá KA Siguijón Aðalsteinsson frá ÍBV Óskar Friðbjömsson frá Fram Famir: Sigmar Þröstur Óskarsson til ÍBV Magnús Teitsson til UMGN Siguijón Guðmundsson til UMFN Hermundur Sigmundss ‘ilNoregs Guðmundur Óskarsson til Þróttar KR Komnir: Alfreð Gíslason frá Essen Páll Ólafsson frá Diisseldorf Einvarður Jóhannsson frá IBK Fram Famir: Atlí Hilmarsson til Granollers Hannes Leifsson til Ármanns KA Komnir: Axel Stefánsson frá Þór Sigurpáll Á. Aðalsteinsson frá Þór Ólafur Hilmarsson frá Þór Bragi Sigurðsson frá Ármanni Farnir: Brynjar Kvaran til Stjömunnar Axel Bjömsson til Stjömunnar Eggert Tiyggvason til Danmerkur ÍBV Komnir: Sigurður Gunnarsson frá Vikingi Sigmar Þ. Óskarss. frá Stjömunni Farnlr: Jón Bragi Amarson til Noregs Siguij. Aðalsteinss. til Stjörnunnar Grótta Komnir: Svafar Magnússon frá UBK Gauti Grétarsson frá Noregi Stefán Amarson frá Reyni Páll Bjömsson frá Reyni Willum Þór Þórsson frá Reyni Farnir: Ólafur Valur Ólafsson til Sviss Kristján Guðlaugsson hættur Axei Friðriksson hættur KEPPNI í 1. deiid karla í hand- knattleik hefst í kvöld. Vegna nýafstaðinna Ólympíuleika í Seoul hefst deildin óvenju seint og eins hefur þátttaka í b-keppninni þau áhrif að þéttar er leikið en áður. Mótið skiptist í þrennt og verður leikið frekar þétt í byrjun; fyrstu níu um- ferðirnar verða leiknar á rúm- um mánuði, fjórar umferðir verða í janúar og fimm um- ferðir eftir b-keppnina í Frakk- landi eða frá 5. mars til 5. apríl. íslandsmótið var skemmtilegt og spennandi ífyrra og margir gera að því skóna að keppnin verði enn fjörugri i ár. Munar þar mestu um endurkomu landsliðsmannanna Sigurðar Sveinssonar, Páls Ólafssonar og Alfreðs Gíslasonar, sem hafa gert garðinn frægan í Vestur-Þýskalandi undanfarin ár, og eins má gera ráð fyrir að Þorbjörn Jensson eigi eftir að láta til sín taka eftir Svíþjóð- ardvölina. Þorglls Óttar Mathlesen FHog Páll Ólafsson KR verða í sviðsljósinu með liðum sínum í vetur. Valsmenn með besta liðið en gera má ráð fyrir opnu og skemmtilegu móti - segir Hilmar Björnsson, sem er einn reyndasti þjálfari landsins í handknattleik Sérfræðingar hallast flestir að því að Valsmenn veiji titilinn en KR-ingar og FH-ingar komi til með að veita þeim harða keppni. giBBMRB Morgvnblaðið fékk Steinþór Hilmar Björnsson, Guðbjartsson fyrrverandi lands- skri,ar liðsmann og einn reyndasta hand- knattleiksþjálfara landsins, til að spá í spilin. „Valsmenn eiga að sigra“ Hilmar hefur þá trú að leikmenn- irnir, sem hafa leikið erlendis und- anfarin ár en eru nú komnir heim aftur, eigi eftir að setja mikinn svip á mótið. Það verði ekki síður opið og skemmtilegt vegna vegna þess að varnarleikur flestra liða er ekki nægjanlega góður og því fái sóknar- leikurinn að njóta sín. „Ljóst er að mótið verður mjög skemmtilegt. „Nýju“ mennirnir lyfta leikjunum á hærra plan og svo má ekki gleyma að ungir strákar hafa fengið dýrmæt tækifæri í ijar- veru landsliðsmannanna, fengið frið til að sanna sig, sem á örugglega eftir að koma þeim og félögum þeirra til góða í vetur,“ segir Hilm- ar. Hilmar, sem þjálfar Hauka í 2. deild í vetur, telur að bikarinn verði áfram að Hlíðarenda. „Valsmenn eru sigurstranglegastir og eiga samkvæmt öllum kokkabókum að sigra. Þeir eru sterkir í öllum stöð- um. Eru með stóra og öfluga menn í vörn og Einar Þorvarðarson í markinu — geta því leikið 6-0 vörn aftarlega. Leikskipulagið verður loks eðlilegt í sókninni með tilkomu Sigurðar Sveinssonar, en rétthentur maður. hefur leikið í hans stöðu. Valsmenn eru með tvo fljótustu hornamenn landsins og við sterkt lið bætist mikilvægur heimavöllur. Helsta vandamál íslandsmeistar- anna verður að deila út kvótanum, spila sem liðsheild. í liðinu eru margir, sem eru vanir að reka enda- hnútinn á fimm til tíu sóknir í leik, og því er ljóst hvað þetta varðar að til að árangur náist verður ein- hver að fórna sér fyrir liðið í hveij- um leik. Þá er liðið brothætt og má ekki við skakkaföllum, því breiddina vantar." Óvissuþættir hjá KR Margir telja KR-inga líklega til afreka í vetur. „Liðið er vissulega sterkt á pappírnum með þokkalega góða menn í hverri stöðu, en „bekk- inn“ skortir reynslu. Alfreð Gíslason og Páll Ólafsson styrkja KR gífur- lega sem einstaklingar, en spurn- ingin er hvernig þeir falla inn í heildina og þá hvenær. Vörnin er ekki eins sterk og hjá Val og erfitt er að segja til um hvaða áhrif fjar- vera Gísla Felix Bjamasonar hefur á liðið. Það verður samt að öllum líkindum í baráttu um gullið." „FH þarf að sanna sig“ FH-ingar stóðu sig vel í fyrra, töpuðu úrslitaleiknum um Islands- meistaratitilinn, en eru einu ári eldri og reynslunni ríkari. „Talað hefur verið um FH-liðið sem ungt og efnilegt, en nú er tími til kominn að leikmennirnir spryngi út ætli þeir að standa undir vænt- ingunum. FH þarf að sanna sig og þó margt bendi til að liðið verði í hópi efstu liða á það við erfið vanda- mál að stríða. Vamarleikurinn er höfuðverkur sem og markvarslan. Það fékk 30 mörk á sig í Evrópukeppninni um síðustu helgi, mótið er að byija og því hætt við að ekki náist að setja fyrir lekann í tíma. Heimavöllurinn er liðinu dýrmætur, en hætt er við að mikilvæg stig tapist á útivöll- um.“ „KA vantar herslumuninn" Nokkrar breytingar hafa orðið á liði KA frá síðasta keppnistímabili, en maður hefur komið í manns stað. „Júgóslavneski þjálfarinn er líklegur til að ná miklu út úr liðinu, leikmennirnir em ánægðir og þeir verða erfiðir heim að sækja. Eins til tveggja marka tap á útivelli hef- ur hins vegar oft verið fylgifiskur liðsins. KA vantar herslumuninn til að keppa um verðlaun og verður því um miðbik deildarinnar." ÍBV halar inn stig „Nýliðar Eyjamanna eiga eftir að koma á óvart. Þeir voru með sterka stráka í fyrra og hafa feng- ið liðsauka, sem um munar. Reynd- ar verður Sigurður Gunnarsson í erfíðu hlutverki sem þjálfari og leik- maður. Hann þarf að fá góða að- stoð við stjórnunina til að kraftam- ir nýtist sem best inni á vellinum, en allir vita hvers hann er megnug- ur. Þá styrkir Sigmar Þröstur Óskarsson liðið mikið. ÍBV á eftir að setja strik í reikn- inginn, en spurningin er hvort leik- mennimir hafi almennt næga reynslu til að halda sér í baráttu efstu liða. Hins vegar fær ekkert lið stig á silfurfati í Eyjurn." Stjaman samstilK „Stjaman er með samstilltan mannskap, sem getur gert góða Slgurður Sveinsson styrkir íslandsmeistara Vals mikið og miklar vonir eru bundnar við Alfreð Gíslason hjá KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.