Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 KEILA / REYKJAVÍKURMÓTIÐ 1988 Ásdfs Steingrímsdóttir og Sigurður Sverrisson urðu Reykjavíkurmeistarar í keilu 1988. 'Ásdís og Sigurður urðu meistarar Reykjavíkurmótinu í keilu lauk í keilusalnum í Öskjuhlíð á laugardaginn. Reykjavíkur- meistari i kvennaflokki varð Ásdís Steingrímsdóttir og Sig- -*urður Sverrisson sigraði í karlaflokki. Keppt var í unglingadeild, para-j liða- og einstaklingskeppni. I parakeppninni mættu 24 pör til leiks, en þar sigruðu Elín Oskars- dóttir og Alois Raschofer eftir úr- slitaleik við Heirúnu Þorbjörnsdóttir og Halldór Sigurðsson. í liðakeppninni voru 16 íjögurra manna lið og spiluðu Keilubanar, Fellibylur og Þröstur til úrslita. Fellibylur stóð síðan uppi sem sigur- vegari eftir spennandi leik við Keilubana. 104 þátttakendur voru í einstakl- ingskeppninni og er það nýtt met. - I kvennaflokki sigraði Ásdís Steingrímsdóttir. Hún hlaut sam- tals 194 stig í úrslitaleik við Jónu Gunnarsdóttur sem hlaut 159 stig. I karlaflokki sigraði Sigurður Sverr- isson eftir að hafa sigrað Alois Raschofer í úrslitum, 193 gegn 188. Úrslit urðu sem hér segir. Stúlkur 10 - 12 ára Bima Einarsdóttir Rannveig Guðmundsdóttir Piltar 10 - 12 ára Konráð Ólafsson Andrés Júlíusson Páll Kristjánsson Stúlkur 13 - 15 ára Heiðrún Haraldsdóttir Guðrún Soffía Guðmundsdóttir Elísabet Geirsdóttir Piltar 13 - 15 ára Kristinn Freyr Guðmundsson ívar Kjartansson Gísli Sturluson Stúlkur 16 - 18 ára Ásdís Ósk Smáradóttir Piltar 16 - 18 ára Róbert Spanó Hörður Siguijónsson Bjöm Vilhjálmsson Parkakeppni Elín Óskarsdóttir og Alois Raschofer Heiðrún Þorbjömsdóttir og Halldór Siguðrsson Dóra Sigurðardóttir og Gunnar Hersir Liðakeppni Keilubanar Fellibylur Þröstur Einstaklingskeppni kvenna Ásdís Steingrímsdóttir Jóna Gunnarsdóttir Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Einstaklingskeppni karla Sigurður V. Sverrisson Alois Raschofer Helgi Ágústsson KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Platini tekur viðfranska landsliðinu landsleiki og skoraði 41 mark. Hann var þrívegis kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu. Hann hefur verið tæknilegur ráðgjafi hjá gamla liðinu sínu Naney að und- anförnu. Jean Tigana, sem nú er orðinn 33 ára og leikur með Bordeaux, er sagður í mjög góðri æfingu og hann er sá leikmaður sem Platini vili láta stjóma liðinu innan vall- ar. Hann lék við hliðina á Piatini í hinu sigursæla liði Frakka sem varð Evrópumeistari 1984. Henri Michel hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu vegna lélegs áranjjurs landsliðsins á síðustu árum. Hann er nú látinn ijúka þrátt fyrir að Frakkar hafa ekki tapað leik á þessu ári - unn- ið fjóra leiki og gert flögur jafn- tefli. HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ ísland í 5. sæti - sigraði Sviss, 19:17, eftirframlengdan leik ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik haf naði í 5. sæti í C-keppninni í handknattleik sem lauk í Frakklandi í gær. ísland sigraði Sviss í leik um 5. sætið með 19 mörkum gegn 17 eftirframlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 16:16. Islenska liðið var undir nær allan leikinn. Svissnesku stúlkumar höfðu undirtökin frá fyrstu mínútu og náðu fjögurra marka forskoti í hálfleik, 6:10. Þegar skammt var til leiksloka var staðan 8:13 fyrir Sviss. Þá tóku íslensku stúlkurnar til sinna ráða og náðu að jafna, 14:14. Svissnesku stúlkurnar skor- uðu næstu tvö mörk og voru þá aðeins tvær mínútur eftir. íslenska liðið náði að minnka muninn í eitt mark og jafna á síðustu sekún- dunni. Kristín Pétursdóttir skoraði jöfnunarmarkið úr hægra hominu. Krlstín Pétursdóttlr skoraði jöfn- unarmark íslands þegar ein sekúnda var eftir og tryggði framlengingu. Framlengja varð leikinn í 2 X 5 mínútur og var íslenska liðið þá sterkara og sigraði örugglega 19:17 eftir að hafa komist í 18:16. Halla Geirsdóttir stóð í markinu í framlengingunni og stóð sig vel. Eins varði Kolbrún vel í síðari hálf- leik. Guðríður Guðjónsdóttir náði sér loks á strik og skoraði 6 mörk með þrumuskotum. Annars var vörnin besti hluti liðsins í gær. Mörk Íslands gerðu: Guðríður Guðjóns- dóttir 6, Margrét Theódórsdóttir .6/4, Kristín Pétursdóttir 2, Rut Baldursdóttir 2, Ema Lúðvíksdóttir 1, Erla Rafnsdóttir 1 og Ama Steinssen 1. íslenska liðið kemur heim á morgun, fimmtudag. FELAGSMAL Aðalfundur FH Aðalfundur knattspymudeildar FH verður haldinn í félags- heimilinu Kaplakrika mánudaginn 7. nóvember og hefst kl. 20.30. FYRRUM fyrirliði franska landsliðsins í knattspyrnu, Michel Platini, tók í gær form- lega við þálfun franska lands- liðsins í stað Henri Michels. Eins mun Jean Tigana koma inn í liðið sem fyrirliði. Að- stoðarmaður Platinis verður Gerard Houilier, fyrrum þjálf- ari PSG og formaður lands- liðsnef ndar verður Claude Bez, formaður Bordeaux. Þessar breytingar koma í kjöl- far lélegs árangur franska landsliðsins að undanförnu. Franska landsliðinu hefur gengið mjög illa undanfarin ár, eða allt frá því 1984 er það varð Evrópumeistari. Franska út- varpsstöðin „France Info“ skýrði frá þessum breytingum snemma í gær- Frá Bemharði Valssyni iFrakklandi mogun og franska knattspymu- sambandið staðfesti þetta í gær- kvöldi. Hugmyndin um að Platini tæki við liðinu kom upp hjá franska knattspymusambandinu eftir að liðið náði aðeins jefnteflið við Kýpur í undankeppni HM fyr- ir 10 dögum. Henri Michel, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá því 1984, kom til fund- ar hjá franska knattspyrnusam- bandinu síðdegis í gær þar sem honum voru tilkynnt tíðindin. Hann kom á hvttum golf og var fölur er hann kom út af fundinum. Platini muni stjóma liðinu gegn Júgóslavíu í Belgrad 19. nóvem- ber t undankeppni HM. Platini, sem lagði knattspyrnu- skóna á hilluna á stðasta ári eftir fimm ár hjá Juventus á Ítalíu, er besti knattspyrnumaður sem Frakkar hafa átt. Hann lék 72 AMERISKI FOTBOLTINN Young rann úr greipum vfldnganna Stjórnandi San Fransico skoraði sjálfur sigurstigin í leik dagsins í NFL-deildinni LEIKUR dagsins í 9. umferð NFL-deildarinnar á sunnudag var milli Minnesota Vikings og San Fransico 49ers. í lið San Fransico vantaði aðalstjórn- anda liðsins, Joe Montana, en 49ers hafa mjög góðan vara- stjórnanda þar sem Steve Yo- ung er. Þegar50 sekúndur voru til leiksloka var staðan 21:17 fyrir Vikings. 49ers voru með boltann 49 metra frá marki og áttu aðeins eina tilraun eftir áður en þeir hefðu misst hann. . - jjfoung settu kerfi í gang og eitthvað fór úrskeiðis, en þá fór Young sjálfur af stað og hljóp í átt að marki. Fimm varnar- menn Víkinganna náðu að hafa hendur á honum í þessari skógarferð, en tiiraunir þeirra að stöðva hann mistókust og Young komst alla leið í mark. San Fransico sigraði því í leikn- um 24:21. ijú af þeim liðum sem höfðu bestann árangur eftir átta umferðir töpuðu um helgina. Los Angeles Rams sigraði New Orleans Saints 12:10, þrátt Gunnar fyrir að liðinu tækist Valgeirsson ekki að skora sner- skrifar timark í leiknum. Fjögur vallarmörk nægðu liðinu í þessum leik þar sem vamimar léku aðalhlutverkið. New Orleans tapaði þar með aðeins öðr- um leik sínum á tímabilinu. Rams eru með sama árangur og virka mjög sterkir um þessar mundir. Chicago Bears steinlágu fyrir New England Patriots 30:7. Stjórn- anda Patriots, Doug litla Flutie, gekk illa að koma sendingum til samheija sinna og aðeins sex sinn- um af átján kom hann boltanum í hendur þeirra. En það kom ekki að sök, því fjórar þeirra rötuðu í hend- urnar á sai.iheijum sem skoruðu. Mjög góð nýting þar! Stjómandi Chicago, hinn litríki Jim McMahon er nú enn einu sinni meiddur. I þetta sinn á hné og mjög líklegt að hann verði ekki meira með á þessu keppnistímabili. I leik liðanna frá Ohio sigraði Cleveland lið Cincinnati Bengals 23:16 að viðstöddum rúmlega 80 þúsund áhorfendum á bökkum Erie vatns í Cleveland. Vöm Cleveland var mjög sterk í þessum leik og stjómandi liðsins, Bemie Kosar, hefur náð sér eftir meiðsl fyrr á keppnistímabilinu. Með þessum ósigri tapaði Cincinnati sínum öðr- um leik, eins og Chicago og New Orleans. Eftir helgina hefur Buffalo Bills bestann árangurinn í deildinni. Lið- ið hefur unnið átta af fyrstu leikjum sínum og um helgina vann liðið Green Bay Packers örugglega 28:0.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.