Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 56
Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Morgunblaðið/Bjami Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs hf., ásamt verðlaunahöfunum, þeim Jónasi Þor- bjarnarsyni og Hansínu R. Ingólfsdóttur. Morgunblaðið 75 ára: J Verðlaun ísamkeppni um Ijóðafhent í tilefni af sjötíu og fímm ára afínæli sinu, sem er í dag 2. nóvember, efhdi Morgunblaðið til verðlaunasamkeppni um ljóð. 431 ljóð barst í keppnina en skilafrestur rann út þann 15. sept- ember síðastliðinn. Verðlaunum var heitið fyrir tvö kvæði, sem dómnefhd taldi best að þeim komin; 200.000 krónum fyrir hvort ljóð. Dómnefndin, sem skipuð var þeim Rannveigu G. Ágústsdóttur, framkvæmdastjóra Rithöfundasam- bands íslands, Þóru Jónsdóttur, skáldkonu, Kristjáni Karlssyni, skáldi, og Matthíasi Johannessen, rit- stjóra og skáldi, hefur skilað áliti sínu og í gær afhenti Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Ár- vakurs hf., vinningshöfum verðlaunin. Verðlaunin hlutu Jónas Þorbjamarson fyrir ljóðið „Þú sem býrð handan árinnar" og Hansína R. Ing- ólfsdóttir fyrir ljóð sem ber heitið „Til Siggu“. Sjá nánar frá verðlaunaafhendingunni i miðopnu. Hvalveiðideilurnar: Ekki var reynt að grafa undan sam- komulagi þjóðanna — segir talsmaður Bandaríkjamanna FULLTRÚI bandaríska viðskiptaráðuneytisins sló fram þeirri hug- mynd að Japanir takmörkuðu innflutning á hvalkjöti á fundi í Japan í september, en hann hafði enga heimild frá stjórnvöldum til að semja um slíkt, að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. Tals- maðurinn sagði að þessi hugmynd hefði ekki verið rædd síðan og engar hugmyndir væru uppi um að hvika á nokkurn hátt frá eða grafa undan samningi íslands og Bandaríkjanna frá því í júní vegna hvalveiða íslendinga í vísindaskyni. Fulltrúar frá bandaríska við- skiptaráðuneytinu ræddu við Japani vegna fyrirhugaðra vísindaveiða í september og sagði talsmaðurinn að engar viðræður um efnið hefðu farið fram síðan. íslenska utanríkisráðu- neytið fékk hins vegar upplýsingar um það frá Japönum að Bill Evans, yfírmaður fískveiðideildar viðskipta- ráðuneytisins, hefði reynt að fá Jap- • ani til að hætta hvalkjötskaupum gegn fríðindum af hálfu Bandaríkja- stjómar, aðeins tveimur dögum eftir fund Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, með George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Fulltrúi frá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu tók ekki þátt í viðræð- unum við Japani í september, að því að talsmaður þess sagði, en fékk upplýsingar um það frá viðskipta- ráðuneytinu að þessi hugmynd hefði komið upp einu sinni í óopinberum viðræðum. Líklega væri þarna um að ræða sambandsleysi á milli manna í stjórnkerfinu, en það væri alls ekki stefna stjórnvalda að gera neitt sem gæti grafið undan júní- samkomulagi þjóðanna. Opinbert svar bandarískra stjórn- valda vegna þessa máls barst í gær og mun Jón Baldvin Hannibalsson kynna svarið í utanríkismálanefnd í dag. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár lagt fram með 1,2 milljarða tekjuafgangi: Skattar hækka verulega og rQdsútgjöld dragast saman Aukin skattheimta 50-60 þúsund á fjölskyldu, segir Pálmi Jónsson 15 þrotabú gerð upp: Eignir 0,3% af skuldum INNAN við þriðjungur úr pró- senti fékkst upp f heildarkröf- ur í 15 þrotabú í Reykjavik, þar sem skiptum er nú lokið. Samtals voru viðurkenndar kröfur að upphæð um 60,3 millj- ónir króna, auk vaxta og kostnað- ar eftir upphafsdag skipta í hveiju búi. Einungis í þremur málanna fékkst eitthvað greitt upp í skuldir, alls krónur 183.184, en það er innan við þriðjungur úr prósenti af heildarkröfunum. Hér var um þijú hlutafélög og tólf einstaklinga að ræða. Stærsta gjaldþrotið var í búi ein- staklings, sem skuldaði um 9,2 milljónir króna án þess að nokkr- ar eignir kæmu á móti. f fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir tekjuaf- gangi af ríkissjóði, sem nemur 1,18 milljörðum króna. Miðað er við að tekjur ríkissjóðs verði 77,3 milljárðar á næsta ári en gjöld 76,1 milljarður. í frumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun beinna og óbeinna skatta, og einnig nýjum leiðum til tekjuöflunar. Hluti þessarar tekju- öflunar kemur til framkvæmda þegar á þessu ári. Þá er boðaður verulegur samdráttur í ríkisútgjöldum, bæði með því að draga úr og fresta framkvæmdum og með því að draga úr launagjöldum sem -^ivarar 250-300 stöðugildum. Að auki er gert ráð fyrir að ríkissjóður taki engin erlend lán heldur greiði niður eldri skuldir. „Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1989 er enginn gleðiboðskapur," sagði Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, þegar hann kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í gær. Samkvæmt frumvarpinu eiga tekjuskattar einstaklinga að hækka þannig að þeir skili 500 milljónum í auknar tekjur til ríkissjóðs. Ekki er enn ljóst hvemig skatthlutfalli verður breytt, en persónuafsláttur _^rnun hækka á móti þannig að skatt- ar hækki ekki af tekjum undir 60-70 þúsund krónum á mánuði. Einnig verða bamabætur hækkað- ar. Þá kemur til greina að setja skattþrep á háar tekjur, en ekki hefur verið skilgreint við hvaða tekjur eigi að miða. Eignaskattar munu hækka al- _y-r,jsennt úr 0,95% í 1% og sett verður hærra skattþrep á skuldlausa eign yfír 12 milljónum króna. Þessi hækkun eignarskatts á að skila 200 milljónum í ríkissjóð. Þá verður lagður skattur á fjármagnstekjur, en ekki er búist við að fmmvarp um þann skatt verði lagt fram fyrr en liðið er á næsta ár. Lagður verð- ur 12% söluskattur á sölu happ- drættisvinninga, og er talið að það skiii 4-500 milljónum í ríkissjóð. Loks verða ýmsir óbeinir skattar hækkaðir, eins og vörugjald, bensíngjald og innflutningsgjald af bílum. Fyrir liggur að hlutfall heildar- tekna ríkissjóðs á næsta ári verður 28,1% af landsframleiðslu sam- kvæmt fjárlagafmmvarpinu og hækkar úr 26,2%. Hlutfall útgjalda hækkar úr 27,4% í 27,7% af lands- framleiðslu, en samkvæmt þjóð- hagsspá dregst landsframleiðsla saman á næsta ári um 1,6%. Fjármálaráðherra segir að tekjur ríkissjóðs hækki aðeins um lx/4% að raungiidi frá fjárlögum 1988, eða um 1 milljarð króna. Ef miðað er við verðlag þessa árs gerir fjár- lagafmmvarpið ráð fyrir 2,5 millj- arða króna meiri tekjuöflun ríkis- sjóðs en áætluð er á þessu ári. Pálmi Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir hins vegar, að með teknu tilliti þess að ríkistekj- ur hækki úr 26,2% af landsfram- leiðslu í 28,1%, þýði það skatta- hækkanir upp á 3,5 til 4 milljarða króna eða 50-60 þúsund krónur á fjögurra manna fjölskyldu. Hann segir slíka skattheimtu óeðlilega þar sem kaupmáttur muni lækka á næsta ári. Sjá fréttir á bls. 2, 34 og 35. Kambaröst í landhelgi Eskifírði. Skuttogarinn Kambaröst SU 200 frá Stöðvarfirði var færður til hafíiar á Eskifírði laust fyrir kl. 16 í gær eftir að varðskipið Oðinn hafði staðið skipið að meintum ólöglegum veiðum úti af Austfjörðum. - Ingólfur Vilja ekki bergja af sama bikar HUGMYNDIR eru uppi um að breyta útdeilingu altarissakrament- is þannig að það fari fram með þeim hætti að oblátunni sé dýft í vínið og síðan gefín þeim sem skal neyta. Ástæða þess er að kirkjunnar menn hafa orðið varir við vaxandi andstöðu við að allir bergi af sama bikar. Sr. Hreinn Hjartarson hefur lagt fram tillögu til þingsályktun- ar á Kirkjuþingi sem nú stendur, þar sem því er beint til biskups að hann láti kanna hvort heimilt sé að berging fari fram með þess- um hætti. I greinargerð með til- lögunni segir, að á fundum með foreldrum fermingarbarna sé mjög að því spurt, hvemig altaris- göngunni sé hagað með tilliti til útdeilingar á víni. „Sífellt fleiri gefa það í skyn að þeir treysti sér ekki til að ganga til altaris verði allir látnir bergja af sama kal- eik,“ segir í greinargerðinni. Þá segir að borið sé við smithættu og ekki síður, að fólki finnst ógeð- fellt, ef ekki ósiðlegt, að allir drekki af sama bikar. í sumum kirkjum eru notaðir sérbikarar. I greinargerð sr. Hreins segir hins vegar að slíkt fyrirkomulag mælist misjafnlega fyrir. Sumum fmnist það minna á veisluhöld og ekki eiga heima í kirkju. Auk þess sé það ekki í samræmi við orð Krists og því fylgi nokkuð umstang. Þá eigi ekki allar kirkjur sér bikara. Sú tilhögun, sem tillagan geri ráð fyrir mundi leysa þetta mál á ein- faldan hátt og prófessor í gxið- fræði við Háskóla Islands telji guðfræðilega séð ekkert því til fyrirstöðu að þessi háttur verði hafður á við útdeilingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.