Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK
254. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Margaret Thatcher í Gdansk í Póllandi:
Pólska stjórnin
getur ekki snið-
gengið Samstöðu
Tugþúsundir manna fagna komu
forsætisráðherrans ákaft
Gdansk. Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær þeg-
ar hún heimsótti pólsku borgina Gdansk að Samstaða, ólöglega verka-
lýðshreyfingin í Póllandi, væri „mjög sterkt afl“ sem pólsk stjóm-
völd gætu ekki sniðgengið. „Ekkert fær stöðvað ykkur,“ sagði hún
við Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, og var greinilegt að hún var
djúpt snortin þegar tugþúsundir Pólverja fögnuðu komu hennar til
Gdansk, þar sem Samstaða var stofnuð. Heimsókn forsætisráðherra
til Póllands lauk í gær.
ráðherrann hefði rætt málið við
Jaruzelski áður en hún hélt til Bret-
lands.
Tugþúsundir manna tóku á móti
Thatcher þegar hún kom til Gdansk.
Henni var ákaft fagnað og Pólveij-
amir hrópuðu slagorð Samstöðu
þegar hún og Walesa lögðu rósa-
krans - sem var rauður og hvítur
eins og fáni Póllands - við minnis-
varða sem Samstaða reisti til minn-
ingar um verfallsmenn sem her-
menn skutu árið 1970.
Þegar Thatcher hélt til Varsjár
með flugvél reyndu þúsundir stuðn-
ingsmanna Samstöðu að ganga
fylktu liði að minnisvarða Sam-
stöðu, en lögreglan dreifði mann-
fjöldanum.
Thatcher virtist tárast í kirkju í
Gdansk þagar Walesa og aðrir
kirkjugestir, meðal annars starfs-
menn skipasmiðju, réttu upp hend-
umar, mynduðu sigurmerki með
fingrunum og sungu: „Guð gefi
okkur aftur fijálst Pólland." „Ég
varð að koma hingað og kynnast
andrúmsloftinu í Póllandi af eigin
raun,“ sagði hún við kirkjugesti,
og þakkaði þeim hlýjar móttökur.
Breskir embættismenn sögðu að
Thatcher hefði látið svo ummælt
við Walesa að hin ólöglega verka-
lýðshreyfmg væri „mjög sterkt afl“
í Póllandi. „Samstaða er meirá en
verkalýðshreyfing,“ höfðu þeir eftir
henni. „Hún er tjáning á skoðunum
og andófi í landi þar sem ekki er
hægt tjá andófið á annan hátt. Hún
er stórmerk hreyfing sem ekki er
hægt að sniðganga."
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
lét svo ummælt að Thatcher væri
„stórkostleg". Hann sagði að þau
Thatcher hefðu rætt um ágreining
Samstöðu og stjómvalda varðandi
viðræður um framtíð Póllands, en
ekki er vitað hvort af þeim verður
þar sem Wojciech Jaruzelski, leið-
tel?hmyLhÍfnr?ríku1mbr- Efasemdir um hvort Sovétmenn hyggist standa við Genfarsamninginn
Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, votta pólskum
verkamönnum, sem hermenn skutu til bana árið 1970, virðingu sína við minnisvörð sem Samstaða reisti
í Gdansk. A bak við þau má sjá Samstöðumenn mynda sigurmerki með fingrunum.
ættismennimir sögðu að Thatcher
skildi vel óánægju Samstöðumanna
með afstöðu stjómvalda og tals-
menn Samstöðu töldu að forsætis-
Brottflutningi sovéskra her-
manna frá Afganistan frestað
Moskvu, Washingfton. Reuter, Daily Telegraph.
SOVETMENN hafa frestað
brottför sovéskra hermanna frá
Afganistan og sent afgönsku
Reuter
Selurá Spánarströnd
Börn virða fyrir sér einn af fjölmörgum selum sem birtust nýlega
á ströndinni Costa Verde á Norður-Spáni og munu þeir hafa
verið að leita að lireinni sjó. Náttúruverndarsamtök hafa hafið
baráttu fyrir því að selirnir verði verndaðir en talið er að þeir
hyggist dvelja á Spánarströndum í vetur.
stjórninni, sem á í vök að verjast
i stríðinu gegn afgönskum
skæruliðum, nýjar vopnabirgðir
og liðsauka. Alexander
Bessmertnykh, aðstoðarutanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, sem
tiikynnti þessa ákvörðun, sagði
hins vegar að Sovétmenn hygð-
ust flytja alla hermenn sina á
brott úr landinu fyrir 15. febrúar
á næsta ári eins og kveðið er á
um í samningi sem undirritaður
var í Genf i apríl. Talið var að
Sovétmenn vonuðust eftir því að
Bandaríkjastjórn beitti sér fyrir
því að vopnaflutningum til afg-
anskra skæruliða frá Pakistan
yrði hætt. Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti lýsti yfir vonbrigð-
um með ákvörðun Sovétmanna
og talsmaður hans, Marlin Fitz-
water, sagði að ákvörðun Sovét-
manna myndi auka á spennu á
svæðinu og vekti efasemdir um
hvort Sovétmenn hygðust standa
við Genfarsamninginn.
„Það sem skiptir máli er ekki hve-
nær brottflutningurinn hefiist að
nýju heldur hvenær honum ljúki,“
sagði Bessmertnykh á blaðamanna-
fundi í Moskvu. Hann bætti við að
allir sovésku hermennirnir yrðu
fluttir á brott frá Afganistan stæðu
allir aðilar við Genfarsamninginn
og hann kvartaði undan því að
Pakistanir hefðu þráfaldlega gerst
brotlegir við hann með því að út-
vega skæruliðum vopn.
Flestir fréttaskýrendur í Moskvu
telja að ákvörðun Sovétmanna sé
að hluta til sýndarhótun en einnig
hernaðarleg varnaraðgerð til að
gefa stjórninni í Kabúl færi á að
mynda breiðari stjómarsamsteypu
sem geti spornað við skæruliðunum.
Hótunin um að stöðva brottflutn-
inginn þar til Pakistanir breyttu
stefnu sinni er einnig sögð endur-
spegla vaxandi ráðaleysi Sovét-
manna vegna slæmrar stöðu lepp-
stjómarinnar í Kabúl og eigin heija
í Afganistan, sem verða fyrir linnu-
lausum árásum skæruliða.
„Ég held að við hljótum allir að
hafa orðið fyrir vonbrigðum," sagði
Ronald Reagan Bandarikjaforseti
við fréttamenn í Chicago í gær.
Hann bætti þó við að eftirtektar-
vert væri að Sovétmenn segðu sjálf-
ir að frestunin væri einungis tíma-
bundin.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði að ákvörð-
un Sovétmanna myndi auka á
spennu í Afganistan og vekti efa-
semdir um hvort þeir hygðust
standa við samninginn í Genf. „Við
vonum að þeir ætli sér það,“ bætti
hann við.
Maldíveyjar:
Flestir mála-
liðanna nást
Colombo. Reuter.
INDVERSKIR hermenn hand-
tóku í gær flesta málaliðana, sem
gerðu valdaránstilraun á Maldív-
eyjum í fyrradag, er þeir reyndu
að flýja á stolnu skipi. Nokkrir
leyndust enn á eyjunum í gær
og var þeirra leitað.
Ríkisútvarpið á Maldíveyjum
skýrði frá því að sjö menn úr lög-
regluliði maldíveysku stjómarinnar
og þrír óbreyttir borgarar hefðu
fallið þegar valdaránstilraunin var
gerð. Maldíveyskur kaupsýslumað-
ur sagði í símaviðtali við fréttarit-
ara Reuters að óbreyttu borgararn-
ir þrír hefðu verið gíslar innrásar-
mannanna.