Morgunblaðið - 05.11.1988, Side 14

Morgunblaðið - 05.11.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Valtýr Pétursson var einn af stofhendum Septem árið 1974 og driftjöður sýninga þess félagsskap- ar. Þá var hann einnig burðarás í FÍM, gjald- keri þess um árabil, i stjórn íslandsdeildar Nor- ræna myndlistarbandalagsins firá 1951 og for- maður þess 1969—73. Valtýr lést sumarið 1988. Þessi sýning er haldin til minningar um hann. Félagar í Septem-hópnum, Jóhannes Jóhannesson, Guðmunda Andrésdóttir og Hafeteinn Austmann við verk Valtýs Péturssonar. SEPTEM Myndlgst Bragi Ásgeirsson Sýningar Septem-hópsins hafa merkilega lengi verið árviss við- burður í myndlistarlífí haustsins og næstum alltaf borið upp í sept- embermánuði í samræmi við nafn- ið. Lástahópurinn á sér þannig lengri sögu en nokkur annar hér á landi frá því að íslendingar hófu að munda pentskúfinn og það eru einmitt slíkir listhópar, er njóta hvað mestrar virðingar ytra en verða um leið fyrir hatrömmum ársásum manna með andstæðar skoðanir. Af siíkum árásum hefur Septem-hópurinn fengið dijúgan skammt í áranna rás en þó hvergi látið deigan síga, og menn end- umýja sig líkt og kameljón, og þannig var síðasta sýning með þeim frísklegustu um langt skeið. í þetta sinn eru þeir félagar nokkuð seint á ferðinni líkt og að eitthvað hafi farið úrskeiðis og sýningin stendur þar að au'ki merkilega stutt við á Kjarvals- stöðum, eða rúma viku, og lýkur henni á sunnudaginn, sjötta nóv- ember. Einhver sagði mér í óspurðum fréttum, að þetta væri sennilega síðasta sýning hópsins og hafði það eftir góðum heimildum, en sjálfsagt kann svo að fara, að þeir ágætu menn sem hér eiga í hlut, hætti við að hætta og það væri svo sem engin saga til næsta bæjar jafn atorkusamir myndlist- armenn og þeir em. Að þessu er vikið vegna þess að driffjöðurin í hópnum, Vaitýr Pétursson, hvarf af sjónarsviðinu í maí sl., en það mun einmitt hafa verið hann, sem jafnan lét taka frá sýningarsal fyrir næsta árs framkvæmd, að lokinni hverri sýningu fyrir sig. Sá þannig um að menn hefðu takmark að keppa að og að engar leiðir lægju til baka í þeim efnum frekar en öðru 1988 í listinni. Og að sjálfsögðu er þessi sýn- ing helguð minningu Valtýs Pét- urssonar, sem á flestar myndir, og spanna þær tímabilið 1947- 1984. Þetta er markverð saman- tekt frá ferli Valtýs þótt myndim- ar séu ekki nema fímmtán að tölu og gefa ljóslega til kynna hve víða hann kom við á ferli sínum. Svo virðist I fljótu bragði og er í raun sannfæring margra, að hápunkturinn á ferli Valtýs hafi verið strangflatatímabilið (geo- metrían) svo og ljóðræna og innsæja-abstrakttímabilið og er óneitanlega margt sem rennir stoðum undir það álit þegar aug- um er rennt yfir þessa saman- tekt. Hún gefur og til kynna þrátt fyrir heillegheit sín, að bylgjumar risu hátt í list Valtýs en lægðimar voru líka fyrir hendi svo sem hjá öllum sem mála þannig af fingrum fram í samræmi við hræringar í útlandinu. Valtýr hallaði sér lengstum að Parísarskólanum og var rnálari form- og litrænna stemmninga hvort heldur hann vann í huglægu eða hlutlægu myndmáli, en hlut- vemleikinn var það sem helst sótti á og það býsna stíft hin síðari ár — átti sér þó langan aðdraganda og mun lengri en stflhvörfin fyrr á lífsleiðinni. — Að öðm leyti er þessi sext- ánda sýning Septem-hópsins um margt keimlík þeim fyrri því að nokkur íhaldssemi einkennir þessa gömlu byltingarseggi, — og eins og stundum áður, m.a. í fyrra, saknar maður þeirra Karls JCvarans og Steinþórs Sigurðsson- ar, sem em ekki með að þessu sinni. En hinar öldnu kempur em þó furðanlega hressar í heildina litið og hvergi dauður punktur, t.d. sýnir Hafeteinn Austmann ein- falda en umbrotamikla dúka og þar af einn risastóran. Er auðséð að hann er í ham þessa stundina og verður fróðlegt að sjá áfram- haldið. Jóhannes Jóhannesson er traustur að vanda og öll verk hans em vel upp byggð í kröftug- um form- og litrænum stígandi og þá einkpm „Víg Kjartans" (49) og „Fjör í fjömnni" (50), sem báðar em frá þessu ári svo sem raunar öll önnur verk hans. Guðmunda Andrésdóttir er fersk og frískleg að þessu sinni og virðist eiginlega geijast eins og eðalvín — einkum er heilmikið að gerast í myndunum „Ljósbrot" (36), „Vorkliður" (38), „Vetrar- korna" (39) og litlu myndunum „Rökkur" (31) og„Vorljóð“ (36). Kristján Daviðsson lætur sér nægja að vera aðeins með þijú málverk, sem öll em einkennandi fyrir hin óformlegu stflbrögð og efnislega, litræna vöxt, sem hann hefur aðhyllst lengi (Art Infor- mel). Mjmdhöggvarinn á sýningunni er svo Guðmundur Benedikts- son, sem nú hefur lagt út í trésk- úlptúra, sem um sumt minna á Siguijón Ólafsson, en hin eldri verk hans í brons, svo og brons og tré, er bera númerin 55, 56 og 58 tel ég hans sterkasta fram- lag til sýningarinnar. Dregið saman í hnotskum er þetta hin ágætasta viðbót við sýn- ingarflóru haustsins og verðskuld- ar dijúga athygli. SVS og Varðberg: Breskur flotaforingi flytur erindi Daði Guðbjörnsson sýnir verk sín á Hótel Borg í nóvember. Daði Guðbjömsson heldur sýningu á Hótel Borg BRESKUR flota- foringi, Sir Jock Slater, ræðir um vamarstefiiu Breta innan vé- banda Atlants- hafebandalags- ins (NATO) á fundi Samtaka og Varðbergs í Átthagasal Hótel Sögu í hádeginu í dag. Ræðumaður hefur frá því á síðasta ári verið yfirmaður breska flotans á Skotlandi og Norður-írlandi ásamt því að vera yfirmaður flota- stöðvarinnar í Rosyth. Þá stjómar hann undirherstjóm NATO á aust- urhluta Atlantshafe og starfar því náið með vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Fundurinn í dag er opinn félögum í SVS og Varðbergi og gestum þeirra. DAÐI Guðbjörnsson heldur myndlistarsýningu á Hótel Borg, Pósthússtræti 11, í nóv- ember. Daði Guðbjömsson fæddist 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reylqavík og síðan framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterd- am. Hann er formaður Félags íslenskra myndlistarmanna og hefur átt sæti í safnráði Listasafns íslands. Daði hefur tekið þátt í fjölda samsýnmga bæði hérlendis og er- lendis. Á sýningunni eru aðallega olíumyndir en einnig nokkuð af vatnslitamyndum. (Fréttatilkynning) GLÆSILEGIR TÓNLEIKAR Tónlist Jón Þórarinsson Það var viðhafnarsvipur á Tsjaíkovskí-tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands i Háskólabíói fímmtudaginn 3. nóvember og voru til þess ýmsar ástæður: Tveir frábærir einleikarar, ungur stjóm- andi sem er að ná betri tökum á hljómsveitinni en flestum hefur áður tekist og síðast en ekki síst var hvert sæti skipað í húsinu og komust að miklu færri en vildu. Það setur lika alltaf hátíðarsvip á slíkar samkomur þegar viðstaddir í upphafi fagna forseta íslands með því að rísa úr sætum. Segja má að þetta væm miklir einleikstónleikar, því að einleikar- ar voru tveir og eins ólíkir og verk- in sem þeir fluttu. Nina Kavtarad- ze lék einleikshlutverkið í píanó- konsertinum nr. 1, op. 23, sem er stórkarlaleg og dálítið losaraleg tónsmíð, af miklum þrótti og inn- lifun svo að hljómsveitin mátti hafa sig alla við að halda í við hana, t.d. í inngangi fyrsta þáttar- ins. Erling Blöndal Bengtsson fór hinsvegar með einleikshlutverkið í „Rókókó-tilbrigðunum", op. 33, með þeirri næmu smekkvísi sem honum er eiginleg' og dró fram alla kosti þessarar fíngerðu tónsmíðar. Það var unun á að hlýða. Báðum einleikurunum var forkunnarvel fagnað. Að lokum flutti svo hljómsveitin tónaljóðið „Francesca da Rimini", op. 32. Þetta er svipmikið tónverk byggt á efnisatriði úr „Hinum guðdómlega gleðileik" Dantes, sögunni um Francescu og Paolo. Hvort menn verða mikils vísari um inntak sögunnar af því að hlýða á tónverkið skal ósagt látið. En verkið er talsverð prófraun fyrir hveija hljómsveit sem það flytur, bæði fyrir einstaka „leið- andi“ menn og sveitina í heild að því er varðar samspil og jafn- vægi. Sinfóníuhljómsveitin komst vel frá þessu, enda er hún að taka undraverðum framförum með viku hverri undir stjóm hins nýja aðal- stjómanda síns. Hann heitir Petri Sakari þótt ekki væri þess getið í efnisskrá þessara tónleika. Hann er að vinna frábært starf með hljómsveitinni. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.