Morgunblaðið - 05.11.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988
Jónas Ingimundarson Sólrún Bragadóttir
Sólrún Bragadóttir syng-
ur í Islensku óperunni
SÓLRÚN Bragadóttir sópran-
söngkona og Jónas Ingimundar-
son píanóleikari halda tónleika í
íslensku óperunni mánudaginn
7. nóvember kl. 20.30. Þessir tón-
leikar eru á vegum Styrktarfé-
lags íslensku óperunnar sem
staðið hefur fyrir rðð nokkurra
slíkra.
Á efnisskránni eru m.a. verk eft-
ir Mozart, Schubert, Bizet, Verdi,
A. Lloyd-Webber, G. Gershwin og
Þorkel Sigurbjömsson.
Sólrún stundaði söngnám við
Tónlistarskóla Kópavogs og síðar
við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Þá hélt hún til Bandaríkjanna til
framhaldssöngnáms og brautskráð-
ist með „masters" gráðu frá Uni-
Holiday Inn:
Sýning á
verkum eft-
ir Snorra
Arinbjarnar
SÝNING á verkum eftir Snorra
Arinbjarnar stendur nú yfir á
Holiday Inn. Á sýningunni eru
um 100 áður ósýnd verk úr dán-
arsafni Snorra, olíu-, pastel-,
krítar- og svartlistarmyndir sem
spanna allan feril hans.
Snorri Arinbjamar fæddist í
Reykjavík 1901. Hann hóf mynd-
listamám hjá Stefáni Eiríkssyni og
Guðmundi Thorsteinssyni, Muggi.
Síðan stundaði hann nám í Dan-
mörku um hríð en árið 1927 hóf
hann, ásamt Þorvaldi Skúiasyni,
nám við Ríkislistaháskólann í Osló
og var kennari hans þar Axel Re-
vold, kunnur málari sem numið
hafði hjá Henri Matisse.
versity of Indiana i Bloomington
árið 1987. Sama haust var hún
ráðin sem fyrsti sópran við Óperuna
í Kaiserslautem í V-Þýskalandi þar
sem hún starfar nú. Þetta eru henn-
ar fyrstu sjálfstæðu einsöngstón-
leikar hér á landi.
Jónas stundaði tónlistamám við
Tónlistarskólann í Reykjavík og
síðar við Tónlistarháskólann i
Vínarborg. Frá árinu 1970 hefur
hann starfað sem píanóleikari, tón-
listarkennari og kórstjóri og haldið
fjölda tónleika um land allt svo og
á Norðurlöndunum, í Rússlandi,
Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.
Einnig hefur hann leikið í útvarpi
og sjónvarpi og á listahátíðum í
Reykjavík og Bergen. Jónas kennir
við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Snorri Arinbjamar: Sjálfsmynd
1928
Snorri kom heim árið 1930 en
dvaldi af og til í Danmörku fram
að seinni heimsstyijöldinni. Hann
hélt §ölda einkasýninga og var einn
af stofnendum Septemberhópsins.
Snorri var einn af leiðandi expres-
sjónistum landsins þar til hann lést
árið 1958.
Sýningin verður opin virka daga
frá kl. 14.00 - 22.00 og frá kl.
14.00 — 23.00 um helgar til 13.
nóvember. Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Júlíus
Verðlaunahafar í samkeppni Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur ásamt formanni
dómnefhdar. Talið frá vinstri: Margrét Þormar, Bergljót Einarsdóttir, Trausti Valsson, Sigrún
Helgadóttir og Þórður Harðarson.
Mannvist í þéttbýli:
Tvær úrlausn-
ir verðlaunaðar
ÚRSLIT liggja nú fyrir í verðlaunasamkeppni Læknafélags ís-
lands og Læknafélags Reykjavíkur, en viðfangsefni samkeppnin-
ar var „Mannvist í þéttbýli.“ Alls bámst ellefu úrlausnir, en tvær
þeirra vora verðlaunaðar. Fyrstu verðlaun, 250 þúsund krónur,
hlaut Trausti Valsson skipulagsfræðingur og arkitekt fyrir rit-
gerð sem hann nefiiir „Stefiia menningargilda og mannlegrar
velferðar." Önnur verðlaun, 150 þúsund krónur, hlutu þær Sig-
rún Helgadóttir lififræðingur, Margrét Þormar arkitekt og Sigríð-
ur Einarsdóttir arkitekt fyrir ritgerð sem þær nefina „Mannvist
í þéttbýli.'
Efnt var til verðlaunasam-
keppninnar í tilefni af 75 ára af-
mæli Læknablaðsins á næsta ári,
en jafnframt til að heiðra minn-
ingu Guðmundar Hannessonar
prófessors, sem var fyrsti ritstjóri
blaðsins. Áuk þess að vera stofn-
andi Læknablaðsins og frumkvöð-
ull á mörgum sviðum heilbrigðis-
mála var Guðmundur brautryðj-
andi á sviði skipulagsmála.
Tilgangur samkeppninnar
„Mannvist í þéttbýli" var að hvetja
fólk til umhugsunar um húsakost
og umhverfi, og leiða fram nýjar
hugmyndir að umbótum í hús-
næðis-, skipulags- og umhverfis-
málum, er geti stuðlað að betra
mannlífi og bættu andlegu og
líkamlegu atgervi komandi kyn-
slóða.
Samkeppnin var kynnt í októ-
ber 1987 með skilafresti í febrúar-
lok 1988, sem síðan var fram-
lengdur um einn mánuð. Ellefu
úrlausnir bárust, en þær fjölluðu
um öldrunarmál, uppeldismál, fé-
lagsmál, skólamál, leikvelli,
streitu, skipulags- og umhverfis-
mál. Fáeinar úrlausnir voru settar
fram á myndrænan hátt, ein var
kvikmyndahandrit, en flestar úr-
lausnanna voru ritgerðir.
í dómnefnd áttu sæti þau Þórð-
ur Harðarson prófessor, sem var
formaður dómnefndarinnar, Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt, Guð-
rún Agnarsdóttir læknir og al-
þingismaður og Sveinn Einarsson
rithöfundur og fyrrverandi Þjóð-
leikhússtjóri. Trúnaðarmaður
dómnefndar og ráðgjafi var Zóp-
hónías Pálsson fyrrverandi skipu-
lagsstjóri.
Trausti Valsson lauk prófi í
arkitektúr með áherslu á borgar-
skipulag í Berlín 1972. Næstu 8
árin starfaði hann við skipulag
Reykjavíkur. Hann stundaði
framhaldsnám í skipulagsfræðum
í Bandaríkjunum og lauk prófi frá
Berkeley háskóla í Kalifomíu.
Hann er höfundur bókanna
Reykjavík - vaxtarbroddur og þró-
un höfuðborgar og Hugmynd að
fyrsta heildarskipulagi Islands.
Hann er nú dósent í skipulags-
fræðum við Háskóla íslands.
Bergljót Einarsdóttir lauk námi
í arkitektúr frá Norges Tekniske
Högskole í Þrándheimi árið 1982,
og kennslufræði frá sama skóla
1983. Hún hefur unnið við
kennslu, arkitekta- og skipulags-
störf í Noregi og á íslandi, og
starfar nú á vinnustofu Geirharðs
Þorsteinssonar arkitekts.
Margrét Þormar lauk námi í
arkitektúr frá Gesamthochschule
Essen árið 1976. Hún hefur unnið
við arkitekta- og skipulagsstörf,
en starfar nú á Borgarskipulagi
Reykjavíkur.
Sigrún Helgadóttir er kennari
og líffræðingur að mennt, með
framhaldsnám í nýtingu náttúru-
auðlinda frá Edinborgarháskóla.
Hún hefur starfað sem kennari
og hjá Náttúruvemdarráði, en
starfar nú hjá þingflokki Kvenna-
listans.
ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ
S0FA MEÐ B0RÁS
Mú þarftu eKKi lengur að kvíða fyrir því að fara í
háttinn. íiann er sænsKur og alveg frábær, þú verð-
ur að prófa hann.
BORÁ5 sængurfatnaður er sænsk gæðavara
úr 100% mjúkri bómull og fæst í öllum helstu
heimilis- og vefnaðarvöruverslunum landsins.
ENGIN SLAGSMAL VIÐ
K0DDAVERIN
B0RÁ5 sængurfatnaðurinn er nefnilega sér-
saumaður fyrir almennileg íslensk heimili.
Koddaverin eru 50x70 cm. Engin afgangsbrot 5em
lafa útaf eða sem verður að troða undir. Eða þá
þessi slagsmál við að troða stóra og góða kodd-
anum sínum inn í alltof lítið koddaver.
I1EITARK! Ég tek sænska B0RÁ5 sængurfatnaðinn
fram yfir allt annað - þú líka.
SAGRES
T