Morgunblaðið - 05.11.1988, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Stefiiuræða
Steingríms
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, flutti
stefnuræðu sína á Alþingi í
fyrrakvöld. í kjölfar hennar
fylgdu umræður, sem útvarpað
var og sjónvarpað að venju.
Þessar umræður voru með hefð-
bundnu sniði en þær sýndu líka,
að Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, verður
harðsnúinn forystumaður stjóm-
arandstöðunnar á Alþingi. Ræða
hans í umræðunum hefur hvar-
vetna vakið athygli vegna þrótt-
mikils málflutnings.
Ástæða er til að staldra við
söguskýringar forsætisráðherra
í stefnuræðunni. Honum varð
tíðrætt um stefnuna í vaxtamál-
um og peningamálum eins og
eðlilegt er og sagði m.a.: „Síðan
1985 má segja, að hér á landi
hafí verið fylgt hefðbundnum
vestrænum leiðum í efnahags-
málum. Ætlað var að skapa jafn-
vægi með því að takmarka fram-
boð fjármagns og láta markað-
inn ráða vöxtum. Um þessa leið
voru að vísu skiptar skoðanir,
en þeir, sem ráðið, hafa stjóm
peningamála í landinu, höfðu
sitt fram.“
Rétt er að vekja athygli á í
þessu sambandi, að fyrstu skref-
in til fijálsræðis í vöxtum vom
stigin haustið 1984, þegar
Steingrímur Hermannsson var
forsætisráðherra. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði forystu um þá
breytingu. Þáverandi forsætis-
ráðherra var henni samþykkur,
þótt andstaða væri að vísu innan
flokks hans, Framsóknarflokks-
ins. Steingrímur Hermannsson
getur því alls ekki fírrt sig
ábyrgð af þessari vaxtapólitík,
eins og hann virðist reyna að
gera í stefnuræðunni nú.
Stefnuræða forsætisráðherra
sýnir, að hann gerir sér glögga
grein fyrir því, að efnahagsráð-
stafanir ríkisstjómarinnar duga
skammt. Raunar er ljóst, að með
þeim er stefíit út í efnahagslegt
kviksyndi. Þegar verðstöðvun-
artímabilinu lýkur biýzt ný verð-
hækkunaralda fram. Ríkis-
stjómin byggir vonir sínar um
framhaldið á tvennu: í fyrsta
lagi að samdráttur í efnahagslíf-
inu og viðskiptum almennt leiði
til þess að seljendur vöm og
þjónustu treysti sér ekki til að
hækka verðlag, þegar færi gefst,
heldur muni þessir aðilar taka á
sig kostnaðarhækkanir. Vel má
vera, að eitthvað verði um það,
að einstaklingar, fyrirtæki og
stofnanir reyni að taka útgjalda-
hækkanir á sig í stað þess að
hækka verð en það er óskhyggj-
an einber að halda að það gerist
í þeim mæli, að máli skipti.
í öðm lagi er ljóst, að ríkis-
stjómin gerir sér vonir um, að
afurðaverð á Bandaríkjamarkaði
fari hækkandi. Forsætisráðherra
sagði í ræðu sinni: „Ýmsir telja,
að verðhækkun muni verða á
sjávarafurðum að vori vegna
uppskembrests í Bandaríkjun-
um.“ Sennilega verður ekki um
frekari verðlækkun að ræða á
Bandaríkjamarkaði og það er
rétt hjá Steingrími Hermanns-
syni, að einhveijar vísbendingar
em um að verðlag kunni að
hækka. En er hægt að byggja
efnahagsstefnu ríkisstjómar á
slíku happdrætti? Það er auðvit-
að fullkomið ábyrgðarleysi.
í ræðu sinni sagði Steingrímur
Hermannsson: „Að mati Þjóð-
hagsstofnunar munu þjóðartekj-
ur dragast saman um 5-6 af
hundraði á yfírstandandi ári og
því næsta. Við þær aðstæður er
óhjákvæmilegt, að kaupmáttur
lækki." Það em mjög skiptar
skoðanir um það, hvort einhvers
konar kreppa sé yfírvofandi.
'Andmælendur þeirrar skoðunar
benda á, að ekkert hmn hafí
orðið í aflabrögðum og þótt verð-
lag hafí lækkað á Bandaríkja-
markaði sé það enn mjög hátt.
Ekkert annað í atvinnu- og efna-
hagsmálum okkar bendi til þess
að raunvemleg kreppa sé í að-
sigi. Þeir sem telja, að svo sé
benda hins vegar á mikinn sam-
drátt í viðskiptum og athafna-
lífí, minnkandi innflutning,
minnkandi veltu, eins og bezt
kemur fram í tekjum ríkissjóðs,
gjaldþrot fyrirtækja o.sv. frv.
Hér skal ekkert fullyrt um,
hvorir hafa rétt fyrir sér. Hitt
er ljóst, að þjóðin hefur lifað um
efni fram og tímabært er orðið
að snúa blaðinu við. Þess vegna
verður að líta svo á, að sá sam-
dráttur, sem nú er að verða, sé
til marks um jákvæða þróun og
vísbending um, að efnahags-
stefna fyrrverandi ríkisstjómar
hafí verið byijuð að bera árang-
ur. Þótt vemlegur samdráttur
verði frá þeirri miklu þenslu, sem
hér hefur ríkt, er það engin
kreppa. Ríkisstjóm Steingríms
Hennannssonar á því ekki að
komast upp með að nota slíka
aðlögun til þess að hræða fólk
með því, að alvarleg kreppa sé
yfírvofandi. Fari hins vegar svo,
að við verðum að skera vemlega
niður aflakvóta fískiskipanna
vegna ástands fískistofnanna
má vel vera, að það harðni á
dalnum.
„Það gildir að halda
í forvitnina...“
Rætt við Erling Blöndal Bengtsson sellóleikara, sem er
kominn hingað enn á ný í tónleikaferð
Af tilviljun lágu leiðir okkar
Erlings Blöndals Bengtssonar
saman um daginn á skartgripa-
sýningu, þar sem sonur hans
sýndi verk sin ásamt félaga
sínum. Reyndar sama tvíeykið
og sýndi í Norræna húsinu fyrir
nokkru, en það er önnur saga.
Liklega er tónlistin aldrei langt
undan í huga Erlings, þvi auk
þess að virða fyrir sér munina
og skiptast á orðum við sýningar-
gesti, þá rölti hann um og raul-
aði lagstúf fyrir munni sér.
Hvort það var brot úr seilósvítum
Bachs, sem hann segist aldrei
þreytast á að spila, eða eitthvað
annað heyrðist ekki glögg-
Iega...
Sellóleikarinn virtist ekkert
hugsa út í, að hann var sá eini
þama, sem hafði tónlistina með
sér. Leiðir hans og tónlistarinnar
hafa legið saman svo lengi, að um
annað er ekki að ræða. Lengi? Nei,
alltaf því hann hefur haft tónlist í
kringum sig síðan hann fæddist.
Móðir hans var íslensk, ættuð frá
ísafirði, en fór ung til Kaupmanna-
hafnar til að stunda píanóleik. Áður
en hún fór utan, spilaði hún meðal
annars undir í Gamla bíói hjá Bíó-
Petersen. Erling finnst það
skemmtileg tilviljun að í þessari
íslandsferð spilar hann þar á vegum
Tónlistarfélagsins . . . og hann spil-
aði J>ar líka í fyrstu tónleikaferðinni
til Isiands 1946, en meira um það
á eftir.
Frá Kaupmannahöfn fór píanó-
leikarinn til Svíþjóðar og spilaði á
hóteli í Nyköbing. Á þeim tímum
var ekkert hótel með hótelum, nema
þar væri boðið upp á stofutónlist
og þar hitti stúlkan fyrir fíðluleik-
ara af sænskum ættum og úr varð
eftimafnið Bengtsson. Mikið rétt,
Blöndalsnafnið er það sama og
málarans okkar. Gunnlaugur var
meira að segja brúðkaupsvottur,
þegar foreldrar Erlings giftu sig
og heima hjá Erling hangir meðal
annars gullfalleg blöndælsk mynd
af fjögurra ára sveinstúf með agn-
arlítið selló. Tilvonandi foreldrar
sellóleikarans fluttust til Danmerk-
ur, ferðuðust um og spiluðu í átta
ár, áttu örugglega fimaskemmti-
legan feril, segir sonurinn. Þetta
er ekki aðeins rifjað upp hér til fróð-
leiks um ætt og uppmna Erlings,
heldur einnig til að bregða upp
mynd af tíma, sem einu sinni var.
Tónlistarmönnum núorðið stendur
margt til boða, en ekki það að spilá
kammertónlist daginn út og daginn
inn á hótelum fyrir lágmælta
gesti...
Reykjavík - Fíladelfía
Stríðið lokaði Dani inni í eigin
landi. Þegar móðuramma Erlings
dó 1941 barst fréttin aðeins í skeyti
til fjölskyldunnar í Danmörku. Það
var allt og sumt, sýnir hvað Danir
vom einangraðir í stríðinu, segir
Erling, en 1946 kom hann í fyrsta
skipti til íslands. Hélt þá tónleika
á vegum Tónlistarfélagsins og vel
á minnst, hann er fæddur 1932.
En ekki vom þetta fyrstu opinbem
tónleikamir, því hapn kom fram
meðan hann var enn á leikskóla-
aldri. Kom fyrst fram á fimmta ári
á jólatónleikum, sem dagblaðið Pol-
itiken stóð fyrir. Á veggnum við
flygilinn í vinnustofunni á heimili
Erlings hangir hljóðfæri sem við
fyrstu sýn virðist fíðla, en er í raun
agnarlítið selló, sem faðir hans lét
smíða drengnum. Og af hveiju þá
selló? Erling brosir, segist vera bú-
inn að segja söguna svo oft... en
það var þannig að þegar honum var
fengin fíðla, rétt rúmlega farinn að
ganga, stakk hann henni ákveðinn
í gólfið og skorðaði hana milli
hnjánna. Þannig skyldi hún vera...
og slíkt hljóðfæri heitir víst selló.
Stór og björt vinnustofan er
byggð út í fallegan garð. Hann er
dauflitur þessa dagana, haust hér
eins og annars staðar, en inni á
milli höggmynda og haustlita gefur
að líta sterkbláa leirbelgi, sem Mer-
ete, eiginkona Erlings, hefur mót-
að. Málverk út um allt hús, líka lítil
silfurhraunlit æfíntýramynd, sem
Erling eignaðist í einni af fyrstu
íslandsferðum sínum. Bjó þá á
Hótel Borg og þar var bankað upp
á einn góðan veðurdag. Á ganginum
stóð undirleitur maður, sem rétti
eldsnöggt fram strigarullu og hvarf
jafnskjótt og Erling hafði tekið við
rullunni. Þannig þakkaði Kjarval
fyrir góða heimsókn ...
Svo er eitthvað til sem heitir
danskur húmor og hann birtist
þarna í vinnustofunni í skáp, troð-
fullum af sellóleikurum af öllum
stærðum og gerðum, sem Erling
hefur safnað á ferðum sínum vítt
og breitt um heiminn. Hollenskur
tréprestur spilandi á selló, músafjöl-
skylda sömuleiðis með selló ... en
enginn spilar á eins gott hljóðfæri
og eigandi safnsins. Sellóið hans
er smíðað af Frakkanum Nicolas
Lupot (1758-1824). Af því allir vita
að Stradivari er höfuðmeistari fiðlu-
smiða, er einfaldast að kalla Lupot
Stradivari sellósmiða. Finnskur
nemandi Erlings sagði honum af
því til sölu í Finnlandi og í 23 ár
hafa þeir haldið saman, Erling og
Lupot.
En það er allt í lagi að halda sig
áfram við Reykjavík 1946, því upp-
úr þeirri heimsókn tóku þeir sig
saman Ragnar Jónsson í Smára,
Ólafur Þorgrímsson og fleiri frum-
kvöðlar í Tónlistarfélaginu og af-
hentu Erling upphæð fyrir tveggja
ára námsdvöl í Bandaríkjunum.
Árið 1948, sextán ára, fór Erling
til Bandaríkjanna, á Curtis-skólann
í Fíladelfíu, stundaði meðal annars
nám hjá Rússanum Gregor Piatig-
orski og varð svo aðstoðarkennari
hans og tók svo við kennslunni af
honum 1950. „Það er óhætt að
segja að tengslin við ísland hafí
haft mikið að segja fyrir mig. Og
árið áður en ég fór til Banda-
ríkjanna, fór ég aftur til íslands og
hitti þá Busch-bræðuma, Adolf og
Fritz, fyrir hér. Þeir komu mér í
kynni við ýmsa þama ytra bentu
mér á Curtis-skólann. Ég rétt náði
því að kynnast þessari kynslóð tón-
listarmanna, meðal annars í gegn-
um Ragnar og tónlistarfélagið.
Bandaríkin vora eins og paradís
eftir hersetu og myrkur heima fyrir
og svo var Rudolf Serkin og fleiri
hans líkar viðloðandi skólann .. .
Kynnin af Piatigorski vora ómetan-
leg.“
„Ég er tortrygginn
gagiivart öllum
sérfræðingum, þegar
tónlistarmenn eru
annars vegar“
„Eftir fímm ár í Bandaríkjunum
fékk ég það hlutverk að heiman að
kenna við Tónlistarháskólann í
Kaupmannahöfn. Síðan hefur heim-
ili mitt verið í Kaupmannahöfn. Þar
kenni ég enn, en spila og kenni svo
hingað og þangað eins og margir
aðrir tónlistarmenn.“ Það era marg-
ir útlendir nemendur sem sækja
kennslu til Erlings í Kaupmanna-
höfn. Líka íslendingar ... Hann
Tónlistardagar Dómkirkjunnar:
Tónleikar til heiðurs í
Þorkell Sigurbjörnsson
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 7. nóv-
ember kl. 20.30 verða haldnir
tónleikar í Dómkirkjunni til
heiðurs Þorkeli Sigurbjömssyni
tónskáldi, sem varð fimmtugur
á liðnu sumri.
í fréttatilkynningu frá Dóm-
kirkjunni segir að Þorkell hafí
verið ötull að semja kirkjutónlist
og hafí verk hans vakið athygli
hér á landi og erlendis. Tónleikam-
ir á mánudagskvöld eru upphafs-
tónleikar á Tónlistardögum Dóm-
kirkjunnar, og auk Dómkórsins
syngja Mótettukór Hallgríms-
kirkju og sönghópurinn Hljó-
meyki. Halldór Vilhelmsson flytur
kantötu eftir Bach, Martial Narde-
au leikur á flautu og Þröstur
Eiríksson leikur einleik á orgel.
Dómkórínn á tónleikum