Morgunblaðið - 05.11.1988, Síða 27
.... :••• • , '•:••.■-■. • = •' •:' v i.- :' '^v . \ 'ÍT
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 27
Morgunblaðið/Þorkell
Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari ásamt tengdadóttur sinni Ninu
Kavtaradze píanóleikara.
minnist með ánægju íslenskra nem-
enda sinna, þeirra Gunnars Kvarans
og Péturs Þorvaldssonar. Heima
fyrir hefur Erling alið upp heila
kynslóð sellóleikara. Eitt sinn sem
oftar spilaði hann með Det konge-
lige kapel og sá þá sér til undrunar
að níu af tíu sellóleikurum hennar
voru nemendur hans. Sá tíundi
sagði það aðeins vera af landfræði-
legum ástæðum, sem hann hefði
ekki líka orðið nemandi hans .. .
Það þarf ekki að hafa mörg orð
um að Erling hefur spilað með öllum
og alls staðar, en hvað með við-
fangsefnin?
„Atvinnutónlistarmaður verður
að spila það sem hann er beðinn
um, en það verður auðvitað að vera
eitthvað gott. Vissulega á ég mér
þó uppáhalds viðfangsefni, þreytist
ekki á að spila sólósvítur Bachs eða
verk eftir Beethoven. Það er ekki
öll tónlist þannig að það sé hægt
að spila hana á hvetjum degi, en
Bach, jú. Tónlistarmaður verður að
hrífast af því sem hann spilar þeg-
ar hann spilar. Það verður að vera
sjálfsagður hlutur að hrífast af við-
fangsefninu.
Eg er tortrygginn gagnvart svo-
kölluðum sérfræðingum, þegar tón-
listarmenn eru annars vegar. Sann-
ur tónlistarmaður verður að vera
vel heima í allri góðri tónlist. Á
íslandi hef ég fengið tækifæri til
að spila margvíslega tónlist, Bach
og Lutoslavski og allt þar á milli.
Efnisskráin núna er líka fjölbreytt.
Fyrir nokkru spilaði ég sellókon-
sert eftir Jón Nordal inn á geisla-
Þorkeli
disk fyrir íslensku tónverkamið-
stöðina, mér til ánægju. Það er
mikilvægt að það er mikið skrifað
fyrir selló af nýjum verkum, svo
það bætast alltaf ný viðfangsefni
við. En í gamalkunnum viðfangs-
efnum er lengi hægt að finna eitt-
hvað nýtt, ég nefni enn og aftur
Bach og það segir mikið um hvers
konar tónlist þetta er. Það vaknar
alltaf löngun til_ að breyta til frá
fyrri flutningi. Áður voru kannski
kaflar, sem mér fannst að ættu að
spilast hratt, en nú kýs ég að spila
þá hægar. Engar stórvægilegar
kollsteypur, en alltaf eitthvað nýtt
sem þessi tónlist gefur tilefni til að
huga að.“
Að gefa sér tíma
„Það gildir að stífna aldrei, halda
forvitninni alltaf vakandi. En þá
verður líka að gefa sér tíma, vera
ekki alltaf að halda tónleika. Ég
held ég hafi gætt þess, reynt að
velja og hafna. Vinnan kemur í
tömum, ekki jafnt og þétt, svo
stundum koma annasamir tímar,
en líka rólegri inn á milli. Það kann
kannski að virðast undarlegt að
vita að eftir tvö eða þijú ár á að
mæta á tilteknum stað og spila til-
tekið verk klukkan þetta og þetta,
en mér finnst gott að vita af hlutun-
um í tíma. Ég væri órólegri, ef ég
gæti ekki lagt verkefnin niður fyrir
mér á þennan hátt. Annars er ég
víst bjartsýnismaður að eðlis-
fari..
Hvað með að halda sér í góðu
formi við hljóðfærið, hvernig ferðu
að því?
„Til þess þarf bara daglegar
æfingar. Það sleppur enginn tónlist-
armaður frá því að vinna. Ég er
herra yfír mínum eigin tíma og það
þarf þá líka sjálfsaga til að halda
sér að verki. En ég þarf ekki að
velta því fyrir mér lengur, sjálfsagi
er fyrir löngu orðinn mitt annað
eðli. Inn á milli fæ ég svo ný verk
að læra og ekki hef ég á móti því,
þvert á móti. En það er engin und-
ankomuleið frá því að vinna. Vinnan
er í eigin þágu og hana þarf til.
Stundum hætta tónlistamemar
námi, þegar það rennur upp fyrir
þeim hve mikið þeir þurfa að leggja
á sig. Og við því er ekkert að segja,
því þeir snúa sér þá að öðru, en
verða gjaman góðir áheyrendur.
Og þeir em líka nauðsynlegir.
Það er enginn fastur taktur í
hvemig dagarnir líða hjá mér ..."
segir Erling. „ .. .Nema við förum
snemma á fætur," bætir Merete
við. Erling tekur undir það, þau séu
morgunfólk. „Annars lifum við ekki
eftir fastri dagskrá, en ætli megi
ekki segja að við lifum reglusömu
lífi. Andstætt til dæmis rithöfund-
um og málurum, þá miðast líf tón-
listarmannsins við tónleika. Miðast
við, að á ákveðnum stað og stundu
þarf hann að geta gert sitt besta.
Slíkar hugsanir íþyngja mér ekki
daglega, en til þess að geta staðið
sig skiptir máli að baksviðið sé í
lagi,“ bætir Erling við og rennir
augunum hýrlega til Merete, sem
segist alltaf hafa verið heima og
þá getað hjálpað til, ef á þurfti að
halda. „Það er ekki hægt að vera
án slíks,“ segir Erling. „Ég verð
að eiga heimili, þar sem ég get
endumýjað kraftana. Við höfum
bæði áhuga á myndlist og okkur
finnst gaman að fara á sýningar
og á uppboð."
„Ég vil helst ekki hugsa um
allt það sem þarf til...“
Þú kennir líka. Hvemig kanntu
þvi?
„Ég er í þeirri öfundsverðu að-
stöðu að geta sjálfur valið nemend-
ur mína. Fyrir mér er kennsla bæði
vekjandi og ánægjuleg. Ég kenndi
áður bæði í Stokkhólmi og Köln,
auk Kaupmannahafnar, en kenni
nú eingöngu heima fyrir, auk þess
sem ég kenni á námskeiðum hér
og þar. Það er afar gaman að sjá
árangur af kennslunni og núna þeg-
ar ég hef verið að í 35 ár, þá em
bamaböm gamalla nemenda farin
að birtast hjá mér. Og nemendur
mínir eru af mörgum þjóðemum.
í kennslunni neyðist kennarinn
til að taka afstöðu til hlutanna, er
þvingaður til að sjá hlutina frá öðr-
um sjónarhomum en sínum eigin.
Hvað nemandanum viðvíkur, þá
þarf hann að þroska eigin persónu,
ekki að verða eftirmynd kennarans.
Kennarinn má ekki vera harðstjóri.
Hlutverk harðstjórans er auðvelt,
ekki hitt. Þegar hefur verið leyst
úr tæknilegum atriðum, þá kemur
til kasta nemandans. Þá þarf hann
sjálfur að þroska sig. Þá er spum-
ing hvort hæfíleikar hans em svo
styrkir, að hann geti staðið einn
og óstuddur, án kennarans. Svo er
misjafnt eftir- hveiju nemendur
sækjast, sumir stefna á hljómsveit-
arleik, aðrir á kammerleik, kennslu
eða einleiksferil. En það segir nokk-
uð um kennsluna, að eftir 35 ár er
ég enn ekki orðinn þreyttur á
henni.“
Ég vel nemendur mína eftir hæfi-
leikum og persónuleika, get ekki
skilið þar á milli. Og hvað þarf til?
Góðar taugar, iðni, tilfínningu og
næmni, hæfni til að skipuleggja
tíma sinn. Einhveija blöndu af
þessu öllu. Ég vil helst ekki hugsa
um allt það sem þarf til... Og það
er ekki hægt að kenna nema sumt,
það er ekki hægt að kenna þá út-
geislun, sem þarf til að hrífa áheyr-
endur með sér. Það hafa aldrei ver-
ið eins margir og eins góðir tónlist-
armenn og um þessar mundir, en
það er spuming, hvort það er mikið
af áhrifamiklum persónuleikum í
hópnum. Svo er spýtt út hljóðriíuii-
um í gríð og erg. Kannski nokkur
hætta á, að fullkomnunarkröfur
nútímans sverfí homin af og geri
þetta allt um of straumlínulagað."
Erling hefur með sér félaga frá
Kaupmannahöfn í þetta skiptið,
Ninu Kavtaradze píanóleikara. Þau
Erling og Nina Kavtaradze hafa
leikið saman um hríð og þegar Erl-
ing er spurður um tildrög samspils-
ins draga þau Merete fram blaðaúr-
klippu úr dönsku blaði. Þar segir
frá því að listmálarinn Stefan
Blöndal Bengtsson sá Nínu í sjón-
varpinu og sá að hún var drauma-
fyrirsæta. Hann hafði samband við
hana, hún tók því strax vel að sitja
fyrir hjá honum og það var í gegn-
um þetta samband sonarins og Ninu
Kavtaradze, sem Erling kynntist
henni. Hún hefur búið í Danmörku
í ellefu ár, spilar kammertónlist
meðal annars með landa sínum,
fíðluleikaranum Gidon Kremer, og
franska flautuleikaranum Jean-
Pierre Rampal, auk þess sem hún
kemur fram sem einleikari. „Við
höfum unnið saman í nokkur ár,
okkur til mikillar ánægju. Um sam-
spilið hef ég ekkert annað en há-
stigsorð að segja og þannig hefyr
það verið frá því fyrsta. Hún heflrr
þessa mögnuðu rússnesku píanó-
hefð að baki sér,“ segir Erling um
Kavtaradze. Það er þá ekki ónýtt
að heyra hana spila annan eins
píanókonsert eins og þann fyrsta
Tsjækofskís.
Og það er heldur ekki ónýtt að
eiga von á því að Erling Blöndal
Bengtsson haldi áfram að koma til
íslands að spila. Það dylst enginn
á sviðinu og þar ber Erling svo
glögglega með sér allt sitt góða
þel. Það geislar af honum strax xig
hann birtist með sellóið sitt í fang-
inu, þegar hann gengur ögn álútur
fram, strákslegur í fasi, í þetta
skiptið líka í Gamla bíói, rétt eins
og fyrir 42 árum.
TEXTI: Sigrún Davíðsdóttir
Háskólanám í listum
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Háskólanám í listum hefur oft
komið til umræðu hér á landi og
nú síðast í tilefni þess að núver-
andi menntamálaráðherra hefur
skipað nefnd þriggja fyrrverandi
menntamálaráðaherra til að vinna
að undirbúningi að stofnun Lista-
háskóla íslands.
í stefnuyfírlýsingu og starfsá-
ætlun ríkisstjómar Þorsteins Páls-
sonar var ítarlega fjallað um menn-
ingar- og menntamál og í einum
kafla var fram tekið að undirbúin
skyldi löggjöf um Tónlistarskólann
í Reykjavík, Leiklistarskóla íslands
og Myndlista- og handíðaskólann,
meðal annars með hliðsjón af námi
á háskólastigi. Það kom í minn
hlut að vinna að undirbúningi þess-
arar löggjafar og því er ekki úr
vegi nú að gera nokkra grein fyrir
stöðu þessara mála og þeim hug-
myndum, sem að baki bjuggu.
Er þörf á háskóla í listum?
Fyrst er rétt að svara spurning-
unni: Er þörf á háskóla í listum
hér á landi? Þeirri spumingu svara
ég ótvírætt játandi. Hin brýna þörf
kemur m.a. fram í því að háskóla-
nám fer nú þegar fram hér á landi
þó ekki sé í skólum sem bera há-
skólanafn. Það á m.a. við um þá
skóla sem tilgreindir voru hér að
framan. Rannsóknarstarfsemi á
þessu sviði er af skomum skammti
hér á landi, en auk kennslu yrðu
rannsóknir mikilvægt verkefni
listaháskóla.
Hvaða leið ber að fara?
En hvemig á þá að skipuleggja
þetta háskólanám? Þar koma ýms-
ar leiðir til greina, en einkum hafa
menn þó hugsað um þijá kosti:
1. Að stofna deild eða deildir í list-
um við Háskóla íslands. 2. Að
gera þá höfuðskóla sem nú starfa
í helstu listgreinum að háskóla.
3. Að stofan einn Listaháskóla ís-
lands.
Enginn vafí er á því að Háskóli
íslands gæti með sóma tekið við
því verkefni að annast kennslu og
rannsóknir í listum og víst hefur
Háskólinn sýnt ýmsu menningar-
og listalífí mikinn áhuga. Háskóli
íslands hefur hins vegar ærin verk-
efni fyrir og þau eiga eflaust eftir
að vaxa á ýmsum öðrum sviðum
en listasviðinu. Það er og alltaf
spuming, hvað eigi að þenja eina
stofnun mikið út og hvort ekki sé
rétt að dreifa verkefnum á fleiri
aðila. Ég hef því ekki talið rétt að
flytja háskólanám í listum inn í
Háskóla íslands.
Löggjöf um hvern skóla
Sú leið sem ég hef talið skyn-
samlegt að fara í stöðunni nú er
að sérstök löggjöf verið sett um
hvem hinna þriggja skóla sem að
ofan greinir og starfa á sviði tón-
listar, myndlistar og leiklistar. Slík
frumvörp eru tilbúin í ráðuneytinu
og ætti að vera unnt að ná góðri
samstöðu á Alþingi um að þau
verði að lögum í vetur. Samkvæmt
þeim fengju allir þessir skólar
stöðu sem háskólar. Frumvarpinu
um tónlistarháskóla þyrfti væntan-
lega að breyta lítillega með tilliti
til þeirra skóla, sem nú halda uppi
kennslu sem telst á háskólastigi.
Þessir þrír skólar em hver með
sínum sérkennum og þeir byggjast
hver á sinni hefð. Hver um sig
hefur sitt starfslið, sína stjómend-
ur og áhugahópa í kringum sig.
Ég óttast að sameining þeirra í
einn skóla með tiltölulega snögg-
um hætti geti haft í för með sér
mikla erfiðleika. Upp munu koma
margvísleg mannleg vandamál og
hætt er við að allt málið muni drag-
ast úr hömlu og í raun munum við
því sitja í sama farinum um hríð.
Sameining síðar í
einn Listaháskóla
Hitt er annað mál að ég tel að
stefna eigi að því í framtíðinn að
sameina þessa skóla í einn Listahá-
skóla. Ég hef hugsað mér að það
gæti gerst á þann veg að skólam-
ir þrír fengju sameiginlegt bygg-
ingarsvæði. Skólamir myndu síðan
hafa samstarf um að byggja yfir
sig á sama svæði, en af því gæti
leitt sameiningu síðar í einn Lista-
háskóla, m.ö.o. málið myndi þróast
í þann farveg. Hafði ég reyndar
sett á laggimar starfshóp með
fulltrúum frá skólunum þremur,
menntamálaráðuneyti og Kenn-
araháskólanum til að vinna að
slíkra samvinnu og er þá haft í
huga byggingarsvæði Kennarahá-
skólans við Stakkahlíð. Samvinna
við Kennaraháskólann er æskileg
því að þar fer nú þegar fram kenn-
aranám fyrir grunnskólakennara í
myndmennt og tónmeni)t. Niður-
staða úr þessari vinnu lá ekki fyr-
ir þegar ég fór úr menntamála-
ráðuneytinu.
Arkitektur
Að lokum er rétt að minnast á
enn eina listgrein sem hlýtur að
koma inn í þessa umræðu, en það
Birgir ísleifúr Gunnarsson
„Fyrst er rétt að svara
spurningunni: Er þörf
á háskóla í listum hér
á landi? Þeirri spurn-
ingu svara ég ótvírætt
játandi.“
er húsagerðarlist (arkitektur). Allt
slíkt nám þurfa menn nú að sækja
til útlanda. Að frumkvæði Arki-
tektafélags íslands setti ég á sl.
vetri á fót nefnd til að kanna hvort
ekki væri rétt að taka þetta nám
upp hér á landi. Nefndin er enn
að störfum og eitt af því sem hún
mun fjalla um er hvar vista eigi
slíkt nám. Kemur þá sterklega til
greina að tengja það listaskólanum
og myndi það verða styrk stoð og
vafalaust flýta fyrir sameiningu í
einn Listaháskóla.
Höfundur er fyrrverandi
menntamálaráðherra.