Morgunblaðið - 05.11.1988, Síða 30
30
~w~
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988
Verkefnaleg staða slæm,
en eiginfj árstaða góð
- segir Signrður G. Ringsted nýráðinn
forstjóri Slippstöðvarinnar hf.
SIGURÐUR Gísli Ringsted var ráðinn forsijóri Slippstöðvarinnar
hf. á Akureyri í gær. Að öllum líkindum tekur Sigurður við forstjóra-
starfínu af Gunnari Ragnars um áramótin. Gunnar hefiir verið for-
stjóri fyrirtækisins siðustu 20 árin, en hann hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa í stað Gísla Konráðsson-
ar, sem hættir fyrir aldurs sakir.
Samþykkt var á stjómarfundi auglýsa ekki forstjórastöðu Slipp-
Slippstöðvarinnar fyrir skömmu að stöðvarinnar. Þess í stað var geng-
ið til viðræðna við Sigurð og var
hann ráðinn í gær með öllum
greiddum atkvæðum stjórnar-
manna, sjö talsins.
„Mér líst ágætlega á að taka við
fyrirtækinu þó róðurinn gæti orðið
erfíður á næstu misserum," sagði
Sigurður Ringsted í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Ég held að
staða Slippstöðvarinnar sé nokkuð
góð. Verkefnaleg staða fyrirtækis-
ins er slæm um þessar mundir, en
JC-Akureyri kannar akstursvenjur ungs fólks 17-20 ára:
Fjórðungur hefiir ekið
með ölvuðum ökumanni
FJÓRÐA hvert ungmenni á aldrinum 17—20 ára á Akureyri hefur
verið farþegi i bifreið ökumanns undir áhrifum áfengis, samkvæmt
nýrri könnun sem félagar í JC-Akureyri stóðu fyrir um síðustu
helgi. Þá kemur fram að 7% fólks á þessum tiltekna aldri heftir
ekið bifreið undir áhrifum áfengis.
Könnunin fór fram laugardaginn
29. október sl. Félagar í JC-Akur-
eyri heimsóttu alla Akureyringa á
aldrinum 17—20 ára, afhentu þeim
%feggspjald til að minna á að akstur
er dauðans alvara og gerðu í leið-
inni skoðanakönnun um umferðar-
menningu. Aðaltilgangur verkefnis-
ins var að vekja unga ökumenn til
umhugsunar um umferðarmál. Alls
eru 967 einstaklingar á þessum
aldri á Akureyri og svöruðu allir
sem náðist til, 312 einstaklingar.
Tíu spurningar voru lagðar fyrir
unglingana. 93% aðspurðra höfðu
bílpróf og 45% áttu sjálfír bíl. Þá
sögðust 45% hafa lent í umferðar-
óhappi á þessu aldursskeiði. Því
næst var spurt um hver hámarks-
hraði væri í þéttbýli annars vegar
og úti á þjóðvegum landsins hins-
vegar. 91% sögðu hámarkshraða í
þéttbýli vera 50 km á klst., en ekki
voru unglingamir sammála um
hámarkshraða utan þess. Stærstur
hluti aðspurðra hélt sig þó við 90
km hraðann eða 155 einstaklingar
af þeim 312 sem spurðir vom. 47
sögðu 70 km, 33 sögðu 80 km,
tveir sögðu 70-80 km, 47 sögðu
70-90 km, 19 manns sögðu 80-90
km og níu svömðu ekki.
180 einstaklingar sögðust ekki
halda sig ávallt innan hámarks-
hraðans, eða 58% aðspurðra. Af
hveiju ekki? Af þessum 180 ein-
staklingum töldu 66 þeirra, 36%
alls fjöldans, hámarkshraða of lág-
an. 52% töldu sig aka hraðar en
leyfílegt væri vegna kæmleysis.
Eins og áður kom fram viðurkenndu
7% aðspurðra að hafa ekið undir
áhrifum áfengis. Það em 23 ein-
staklinganna. 280 manns neituðu
því og níu svömðu spumingunni
ekki. 74 höfðu verið farþegar hjá
ökumanni, sem var undir áhrifum
áfengis, eða um 24% aðspurðra. 236
svömðu spumingunni neitandi og
tveir svömðu ekki.
Alls sögðust 272 ávallt nota
bílbelti við akstur. Tíu sögðu stund-
um, 28 sögðu oftast og tveir svör-
uðu ekki. Þá sagðist mikill meiri-
hluti nota ökuljós við aksturinn, eða
92% aðspurðra.
„Aðalmálið hjá okkur með þess-
ari könnun var ekki að fá þessa
sláandi niðurstöðu. Heldur vildum
við fyrst og fremst heimsækja
krakkana til að gefa þeim vegg-
spjöldin og fá þau til að hugsa um
þessi mál,“ sagði Magga Alda
Magnúsdóttir fráfarandi forseti JC-
Akureyri í samtali við Morgun-
blaðið. JC-dagurinn um land allt
var 29. október sl. og hafði verið
ákveðið að helga daginn æskulýðs-
málum. „Við fengum mjög góðar
viðtökur hjá krökkunum og foreldr-
ar þeirra vom sérstaklega áhuga-
samir og töldu ekki vanþörf á að
minna þau á enda væm þau tiltölu-
lega nýlega búin að fá bílprófið,"
sagði Magga Alda. Umferðarráð
aðstoðaði við framkvæmd könnun-
arinnar.
eiginfjárstaða þess er góð og á því
hefur reksturinn gengið. Ég hef trú
á að rekstur skipasmíðaiðnaðar í
landinu verði áfram erfíður einhver
næstu misserin. Það virðist enginn
hljómgmnnur fyrir því að gera inn-
lendar stöðvar samkeppnishæfar
við erlendar. Það segir sig sjálft
að Slippstöðin ein og sér ræður
ekki við ríkisstyrki annarra landa.
Við emm að keppa við ríkisstyrki
og ríkisvaldið í viðkomandi löndum
hlýtur að telja þá borga sig fyrir
þjóðina í heild. Við emm hvorki
meðmæltir ríkisstyrkjum né höftum
á skipakaup erlendis. Hins vegar
væri hægt að hliðra til með lánafyr-
irgreiðslu og fjármagnskostnað hér
innanlands meira en gert er,“ sagði
Sigurður.
Sigurður sagði að menn sæju
fram á lágmarksviðhaldsverkefni
fram í janúarmánuð, en eftir það
ríkti mikil óvissa. „Við emm að
vinna við smíði á öðmm 240 tonna
togaranum okkar og ef sú vinna
væri ekki fyrir hendi, væri nánast
ekkert að gera hér.“ Hann sagði
að nokkrar fyrirspumir hefðu borist
um togarana tvo sem Slippstöðin
hefur fengið leyfí til að smíða. Eng-
in formleg tilboð hefðu þó enn bor-
ist í skipin. Fyrra skipið verður
væntanlega tilbúið í apríl á næsta
ári og þá verður hafíst handa við
smíði hins togarans, sem verður
sambærilegur. „Þetta skip er ódýr-
ara en sambærileg skip, sem hafa
verið að koma til landsins að und-
anfömu. Við emm til viðræðu um
að taka eldri skip upp í kaupin að
því tilskildu að þau séu í því ástandi
að hægt sé að fá eitthvað fyrir
þau. Rætt hefur verið við örfáa
aðila um slík skipti," sagði Sigurð-
ur. Tvö skip em væntanleg í slipp
á Akureyri á næstu dögum sem
byggja á yfír. Það em Sæþór EA
101 og Gissur hvíti HU 35. „Þrátt
fyrir verkefnaleysi á stundum, hef-
ur Slippstöðin komist hjá fjöldaupp-
sögnum. Hinsvegar höfum við und-
anfarin ár ekki ráðið í þær stöður
sem losna og em starfsmenn nú
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigurður Gísli Ringsted nýráðinn
forstjóri Slippstöðvarinnar hf.
um 220 talsins, en vom þegar mest
var um 300 árið 1984. Stundum
höfum við þurft að grípa til þess
ráðs að hætta yfirvinnu. Yfirleitt
hefur það ástand ekki verið lang-
varandi, en nú sjáum við fram á
slíkt í nokkra mánuði. Unnið er frá
7.30 til 16.00. Útistandandi skuldir
hafa aukist gífurlega á síðustu
mánuðum og nú er svo komið að
við eigum útistandandi um 90 millj.
kr. Útgerðarmenn hafa ekki pen-
inga þó þeir hafi þurft að láta dytta
að skipum sínum og því höfum við
virkað eins og einn bankinn til við-
bótar. Aðeins góð staða fyrirtækis-
ins hefur gert það að verkum að
við höfum getað hliðrað til með
greiðslur." Eigið fé Slippstöðvarinn-
ar var um 174 millj. kr. um síðustu
áramót.
Sigurður G. Ringsted er fæddur
á Akureyri 1. mars árið 1949. For-
eldrar hans em Sigurður Sigurðs-
son Ringsted fyrrverandi banka-
stjóri Iðnaðarbankans á Akureyri
og Hulda Haraldsdóttir. Sigurður
varð stúdent frá MA árið 1969.
Hann lauk fyrrihluta verkfræði-
prófs frá Háskóla íslands árið 1972
og síðan hélt hann til Danmerkur
og lauk þar prófí í skipaverkfræði
frá Danmarks Tekniske Höjskole í
Kaupmannahöfn árið 1975. Er
námi lauk hóf hann störf hjá Slipp-
stöðinni hf. og hefur starfað þar
óslitið síðan. Eiginkona hans er
Sigrún Skarphéðinsdóttir.
Kristniboðsfélögin:
Arleg samkomu-
vika að hefjast
HIN árlega samkomuvika
kristniboðsfélaganna og KFUM
Tölvutæki
Bókval
Akureyri
S. 96-26100
og KFUK hefst á morgun, sunnu-
dag. Samkomur verða á hverju
kvöldi og hefjast þær kl. 20.30
til sunnudagsins 13. nóvember,
sem er kristniboðsdagurinn.
Ræðumenn verða séra Guðni
Gunnarsson skólaprestur, Jónas
Þórisson kristniboði, Carlos Ferrer
æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju,
séra Birgir Snæbjömsson prófastur
og Friðrik Hilmarsson starfsmaður
Kristniboðssambandsins. Sýndar
verða myndir frá starfinu í Afríku.
Laugardaginn 12. nóvember verður
auk samkomunnar kl. 20.30 mið-
nætursamkoma kl. 23.30. Mikill
almennur söngur verður á samkom-
unum og einnig einsöngur. I vik-
unni verður veitt móttöku gjöfum
til kristniboðsins. Það er von þeirra,
sem að samkomuvikunni standa,
að sem flestir gefi sér tíma til að
koma í Sunnuhlíð vikuna 6.-13.
nóvember.
!-Vj }'s*&f4ív$ cft > 'i «’' *j ^ "í »,
Morjjfunblaðið/Rúnar Þór
Miklum borða hefiir verið komið upp við Sjallann. Við
hann á myndinni standa nokkrir aðstandendur pipar-
sveinakvöldsins, frá vinstri: Friðþjófur Sigurðsson,
Margrét Pétursdóttir og Pétur Eggerz leikarar, Bjarni
Bjarnason kynnir kvöldsins, Viðar Þórarinsson og
Páll Jónsson, piparsveinar og kokkar.
Piparsveinar
stoftia samtökin
Pipar-Inn
PIPARSVEINAR á Akureyri og víðar
hyggjast stofiia formlega samtök í Sjal-
lanum á Akureyri í kvöld laugardag.
Samtökunum hefiir verið valið nafiiið
Pipar-Inn. Haldin verður kvöldskemmt-
un piparsveina í Mánasal og gera skipu-
leggjendur kvöldsins ráð fyrir 70 ólofuð-
um sveinum á öllum aldri, ef marka má
undirtektir sveina á Akureyri og i nær-
liggjandi sveitum. Kynnir kvöldsins
verður Bjami Bjarnason.
Viðar Þórarinsson og Páll Jónsson hafa
unnið við undirbúning, en þeir eru báðir
kokkalærðir og hyggjast útbúa matföngin
sjálfir. „Við tókum Mánasalinn á leigu og
ætlum að elda sex-réttaða glæsilega máltíð.
Hátíðin hefst klukkan 19.00 með því að
boðið verður upp á tvenns konar fordrykk
og piparkökur í anddyri. Með kvöldverðinum
fá gestir að njóta úrvals skemmtikrafta í
150 mínútur. Þar á meðal verður frumsýnt
leikrit, sem útskýrir kvenímyndina í okkar
augum," sagði Viðar. Þrír piltar og ein
stúlka leika í verkinu, Pétur Eggerz, Frið-
þjófur Sigurðsson, Gunnar Gunnsteinsson
og Margrét Pétursdóttir. Pétur sagði að
leikhópurinn væri einskonar piparsveinaráð-
gjöf, sem flytja myndi fræðsluballettinn
„Piparsveinavatnið".
i
S t HI i I {: