Morgunblaðið - 05.11.1988, Síða 32
•»32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starfsfólk
Sölumaður/ritari
Símavarsla
vantar á kvöldvakt frá kl. 20.00-24.00.
Upplýsingar í síma 26222 fyrir hádegi.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Yfirfóstra
Dagheimilið Litlakot við Landakotsspítala
óskar að ráða yfirfóstru nú þegar. Litlakot
er ein dagheimilisdeild með 18 hress og góð
börn á aldrinum 1-3ja og hálfs árs. Vegna
vaktavinnu foreldra er hópurinn misstór frá
degi til dags. Vinnutími starfsmanna, sem
eru 5, er einnig breytilegur. Komið eða hring-
ið eftir nánari upplýsingum hjá Dagrúnu f.h.
í síma 19600/297.
Reykjavík, 4. nóvember 1988.
Óskast til starfa hjá gamalgróinni fasteigna-
sölu í miðborginni. Þarf að hafa bifreið til
afnota.
Há söluprósenta í boði.
Eiginhandarumsókn með traustum upplýs-
ingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00
nk. þriðjudag, 8. þ.m. merkt: „Framtíðarat-
vinna - 8026“.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Yfirlæknir
Hér með er auglýst til umsóknar staða yfir-
læknis við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði.
Skilyrði fyrir veitingu stöðunnar eru sérfræð-
ingsréttindi í skurðlækningum.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf sendist stjórn
F.S.Í. fyrir 1. des. nk. í pósthólf 114, 400
ísafirði.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-
16.00.
Starfskraftur óskast við símavörslu. Vakta-
vinna. Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „H - 2276“ fyrir 9. nóvember.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraþjálfarar
Óskum að ráða:
★ Hjúkrunarfræðinga - strax eða eftir nánara
samkomulagi.
★ Sjúkraþjálfara - frá 1. janúar 1989.
Húsnæði til staðar.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra og/eða
yfirsjúkraþjálfara í síma 94-4500 eða 94-3014
alla virka daga frá kl. 8.00-16.00.
| óskast keypt_______________
Þorskkvóti
Samherji hf. óskar eftir að kaupa þorskkvóta.
Upplýsingar í síma 96-26966 eða Þorsteinn
Már í síma 96-26440.
húsnæði í boði
Iðnaðarhúsnæði til leigu
300-1000 fm iðnaðarhúsnæði til leigu í Ör-
firisey. Laust strax.
Upplýsingar síma 619433.
Offsetprentvélar og
plöturammi til sölu
Multilith 1850, pappírsstærð 38x46. Kiepu,
pappírsstærð 38x56. Plöturammi: Helioprint.
Upplýsingar í síma 51714 á daginn og
652025 á kvöldin.
| tilkynningar |
Frá Háskóla íslands
Myndasöfnun í
byggingarsögu
Vegna undirbúnings ritunar og útgáfu bókar
um byggingar- og húsnæðissögu Háskólans
á tímabilinu 1940-1990 eru þeir, sem eiga
áhugaverðar Ijósmyndir, er með einhverjum
hætti tengjast hvers konar byggingarfram-
kvæmdum á vegum Háskólans (einstökum
byggingum á háskólalóðinni eða annars
staðar eða frágangi lóðar) eða hvers konar
notkun húsa, sem tengjast háskólastarf-
semi, vinsamlega beðnir að hafa samband
við Pál Sigurðsson prófessor (sími í Lög-
bergi 694384, heima 12733), ef þeir vilja
leyfa notkun mynda sinna í ritinu. Miklu varð-
ar að góðar myndir fáist í ritið. Heitið er
góðri varðveislu og skilum á innsendum
myndum.
þjónusta
Sandspartl —
hraunun og málun
Getum bætt við okkur verkefnum. Gerum
verðtilboð. Látið fagmennina vinna verkin.
Litbrigði sf.
Sími 611237 — 985-29119.
tifboð — útboð
Frá Reykjavíkurhöfn
Þeir, sem telja sig eiga nætur eða annað í
geymslu á lóðinni Heimaslóð 10 í Örfirisey,
skulu fjarlægja eigur sínar fyrir 1. desember
nk. Eftir þann tíma verða þær fjarlægðar á
kostnað eigenda.
Reykjavík, 4. nóvember 1988.
Hafnarstjórinn í Reykjavík.
Oíted
Tilboð
óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnis þriðjudag-
inn 8. nóvember i Borgartúni 7, Reykjavfk og víðar.
Tegundir
1 stk. Subaru 1800(skemmdureftirveltu)
3 stk. Subaru 1800 station
1 stk. Subaru pick-up
1 stk. Lada 1500 station
2 stk. Ford Econolirle E150
1 stk. Dodge Van sendibifr.
1 stk. Dodge Van B-200 fólksfl.
1 stk. Mazda E-2200 Double Cab pick-up
1 stk. Volkswagen Double Cab fólks-/vörub.
1. stk Volkswagne Double Cab fólks-/vörub. dlesel
1 stk. Chevrolet 4x4 pick-up diesel m/húsi
2 stk. Chevrolet4x4 pick-up bensín m/húsi
1 stk. GMC 4x4 pick-up bensín m/húsi
1 stk. UAZ-452 4x4 bensfn
1 stk. Mitsubishi L-300 Minibus 4x4
2 stk. Mitsubishi Pajero diesel 4x4
2 stk. Isuzu Trooper diesel 4x4
1 stk. MMC L6200 pick-up 4x4
3 stk. Lada Sprot 2121-5 4x4
Tll sýnls hjá birgðastöð Pósts og sfma Jörfa:
1 stk. Lada Sport 4x4 (skemmdur eftir umferðaróhapp) 1987
1 stk. Fiat 127 GL (skemmdur eftir umferðaróhapp) 1985
Til sýnis hjá Vegagerð rfklslns, Akureyrl:
1 stk. Subaru 1800 station 4x4 1983
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðend-
um. Róttur er áskilinn til að hafna tilboöum sem ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844.
Árgerð
1987
1983
1983
1986
1980-82
1982
1979
1987
1984
1983
1982
1979-80
1981
1985
1984
1983
1982
1982
1982-88
bátar — skip
Beitusfld
Ný fryst beitusíld til sölu.
Brynjólfur hf.,
Njarðvík,
sími 92-14666.
atvinnuhúsnæði
Til leigu
240 fm iðnaðarhúsnæði á Eirhöfða í
Reykjavík. Góðar innkeyrsludyr. 7 m lofthæð.
Langur leigusamningur.
Upplýsingar í símum 25775 og 673710.
| fundir — mannfagnaðir |
Jólabasar
Kvenfélagsins Hringsins verður í Fóst-
bræðraheimilinu við Langholtsveg sunnu-
daginn 6. nóvember kl. 14.00.
Allskonar handavinna og kökur.
Basarnefndin.
Aðalfundur Geðhjálpar
verður haldinn fimmtudaginn 10. nóv. kl. 20.00
í félagsmiðstöð félagsins, Veltusundi 3b.
Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar vel-
komnir. Kaffi. Mætum öll.
Stjórnin.