Morgunblaðið - 05.11.1988, Side 34

Morgunblaðið - 05.11.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Allra heilagra messa ÁRBÆJARKIRKJA: Barnasam- koma í Foldaskóla í Grafarvogs- hverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Gufis- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14 Organleikari Jón Mýrdal. Vænst þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra í guðsþjónustunni. sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Einar Sigurbjörnsson messar. Kaffisala safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Munið kirkjubílinn. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Sigríð- ur Jónsdóttir. Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Einar Örn Einarsson syngur einsöng. Miðvikudag: Félagsstarf aldraðra kl. 13—17. Æskulýðsstarf miðviku- dagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn velkomin. Egill og Ólafía. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Fermingarbörn aðstoða við guðs- þjónustuna. Sr. Lárus Halldórs- son. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Mánudag 7. nóv.: Tónleikar kl. 20.30 — Tónlistardag- ar Dómkirkjunnar. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Anders Jósephs- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ra mheiður Sverrisdóttir. Guðs- Guðspjall dagsins: Matt. 5.: Jesús prédikar um sælu. þjónusta kl. 14. Kirkjukór Ólafsvík- ur- og Ingjaldshólskirkna koma í heimsókn og annast guðsþjónustu ásamt sóknarpresti Friðriki Hjartar og sóknarprestum Fella- og Hóla- kirkju, Hreini Hjartarsyni og Guð- mundi Karli Ágústssyni. Organist- ar Kay Wiggs og Elías Davíðsson. Einnig mun Elías leika á aiíslenskt hljóðfæri — Steinaspil. Mánudag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Þriðjudag: Samvera fyrir 12 ára börn kl. 17. Miðvikudag: Guðs- þjónusta og altarisganga kl. 20. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Organleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 (útvarpsguðsþjónusta). Ath. breyttan messutíma. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Barnasamkoma fell- ur niður. Almenn samkoma fimmtudag kl. 20.30. UFMH æsku- lýðshópur Grensáskirkju föstudag kl. 17. Laugardag: Bibblíulestur kl. 10. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Altaris- ganga. Minningar- og þakkarguðs- þjónusta. Minnst þeirra er látist hafa á árinu. Inga Rós Ingólfs- dóttir leikur á selló. Sr. Sigurður Pálsson og Ragnar Fjalar Lárus- son. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- Hnúðkál vex ofanjarðar (er ekki rótargrænmeti) þótt manni sýnist það í fljótu bragði ótrúlegt, þar sem það líkist helst rófu eða næpu. Það er ýmist ljósgrænleitt eða blárautt með mörgum öngum eða blaðstilkum. Hnúðkál hefur ekki mikið verið ræktað hér á landi, en í fyrrahaust og fram eft- ir vetri var víða hægt að fá það í verslunum. Börn í skólagörðum víða um land ræktuðu það með góðum árangri og Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi rækt- aði það auk fleiri aðila. En nú er öldin önnur, ekki sést íslenskt hnúðkál lengur, en stundum er hægt að fá innflutt kál. Ég fékk það um daginn og þóttist hafahim- in höndum tekið, þar sem ég er mjög hrifln af þessu káli, enda er hægt að matreiða ótal ljúffenga rétti úr þvf og það er mjög bæti- efnaríkt. Meira jám er í blöðum þess en í spínati. Þetta hnúðkál sem ég fékk var með ferskum fal- legum blöðum. í þeirri von, að ykkur takist að fá kálið í verslun- um, sendi ég nokkrar uppskriftir með því. Hnúðkálsbakstur með ýsu 500 g hnúðkál saltvatn til að sjóða kálið í 40 g smjör eða smjörlíki 1 dl hveiti 2l/2 dl mjólk 1 msk. ijómaostur án bragðefna 100 g óðalsostur örlítið salt nýmalaður pipar V8 tsk. múskat 300 g ýsuflök safí úr hálfri lítilli sítrónu 1 tsk. salt á flakið nýmalaður pipar á flakið 1. Afhýðið hnúðkálið, skerið í 1 sm þykkar sneiðar. 2. Hitið saltvatn. Sjóðið kálsneið- Hnúðkál amar í vatninu í 10 minútur. Hellið þá vatninu af. 3. Roðdragið flakið, skerið úr því bein. Kreistið safann úr sítrón- unni, hellið jrfir flakið, stráið á það salti og pipar og iátið bíða þannig í 10 mínútur. 4. Smyijið eldfast mót eða álmót. 5. Leggið flakið' í mótið. Setjið Setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í 20 mínútur. Athugið: Þeir sem em í heilsubótarhugleiðing- um og vilja spara fítuna, geta búið til jafning með því að hita mjólkina og hræra hveitihristing út í, þ.e.a.s. baka ekki upp jafn- inginn, og notað léttmjólk í stað fullfeitrar mjólkur. síðan hnúðkálssneiðarnar ofan á. 6. Bræðið smjörið í potti, hrærið út í það hveiti, þynnið með mjólk- inni. 7. Setjið salt, pipar og múskat út í jafninginn. 8. Hrærið rjómaost út í. Hrærið vel í sundur. 9. Rífíð óðalsostinn og setjið í jafninginn. Hellið síðan yfír kálið í mótinu. 10. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170oC. j\ 1 v _ X 1 1 \ um. Miðvikudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Laugardag 5. okL: Samvera fermingarbarna kl. 10. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Munið basar kvenfélagsins í Tónabæ. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknar- prestar. HJALLAPRESTAKALL f Kópavogi. Barnasamkoma kl. 11 í messu- heimili Hjallasóknar, Digranes- skóla. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Umsjón María Daðadóttir og Vilborg ðlafsdóttir. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur Heimisson, cand.theol og Jón Stefánsson sjá um stundina. Állra sálna messa kl. 14. Fermdar verða Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, Safamýri 46 og Þórdís Clausen, Grenimel 7. Kór Lang- holtskirkju syngur. Ræðuefni: Faðmur skaparans rúmar meir en jarðsviðið eitt. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugard. 5. nóv.: Guðsþjónusta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11. Hjónanámskeið verður í Safnaðarheimili Laugar- neskirkju frá kl. 13—19. Fullskipað er á námskeiðið. Næsta námskeið verður væntanlega í janúar. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 17. Altarisganga. Flutt verður Allra heilagra messa eftir Egil Hovland. Kirkjukórinn flyt- ur messuna ásamt sóknarpresti og söfnuði. Undirleik annast hornaflokkur ásamt organistanum, Ann Toril Lindstad. Stjórnandi verður Þröstur Eiríksson. Prédikun annast dr. Hjalti Hugason. Þessi messa var áður flutt á sama degi fyrir tveimur árum. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 18. Fundur í Kvenfélagi Laugarnessóknar kl. 20. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Samverustund aldr- aðra laugardag kl. 15. Ragna Kristín Jónsdóttir og Hrefna Tynes segja frá kvennafundinum_ (Nor- disk Forum) í Osló. Hulda Braga- dóttir og Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir flytja tónlist. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Munið kirkjubílinn. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Eftir guðsþjónustuna flytur Þórir Kr. Þórðarson prófess- or Biblíuerindi um fyrstu Mósebók. Mánudag: Æskulýðsfundurfyrir 12 ára börn kl. 18. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudag: Æskulýðsfundur fyrir 10—11 ára kl. 17.30. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ól- afur Jóhannsson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Mánudag: Æskulýðsfundur kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Messa kl. 14 Kaffisopi eftir messu. Organisti Sighvatur Jónasson. Sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hnúðkál með gxilrótum og-hakki 400 g hnúðkál 200 g gulrætur 30 g smjör + 1 msk. matarolía l/i tsk. salt Vs tsk. múskat 400 g nautahakk 4 tómatar eða J/2 hálfdós niður- soðnir 3/4 tsk. salt */8 tsk. pipar V2 tsk. oregano V2 tsk. basilikum 2 dl mjólk 1 dl mjólk + 2 msk. hveiti 2 msk. ijómaostur án bragðefna 2 egg 100 g óðalsostur eða annar ostur 2 msk. rasp 1. Afhýðið hnúðkálið, hreinsið gulrætumar. Rífið hvort tveggja gróft á rifjámi. 2. Setjið smjör í pott ásamt matar- olíu. Hafíð hægan hita. 3. Setjið hnúðkálið og gulrætum- ar í pottinn og sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. 4. Setjið salt og múskat út í græn- metið. Setjið það síðan á botninn á smurðu eldföstu móti. 5. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni, setjið hakkið á pönnuna, látið sjóða þar til það fer að brún- ast. Takið þá pönnuna af hellunni. 6. Afhýðið tómatana með því að hella yfir þá sjóðandi vatni og fletta húðinni af. Saxið síðan tóm- atana og setjið með hakkinu á pönnuna. 7. Setjið salt, pipar, oregano og basilikum út ( hakkið á pönnunni og sjóðið undir loki í 10 mínútur. Hafíð hægan hita. 8. Setjið hakkið yfír grænmetið í skálinni. 9. Setjið mjólk í pott og látið sjóða. 10. Setjið síðan 1 dl af mjólk og 2 msk. af hveiti í hristiglas og hristið saman. Hellið síðan úr í sjóðandi mjólkina og látið sjóða upp. 11. Takið pottinn af hellunni, hrærið síðan eitt egg í senn út í. 12. Setjið ijómaost út í. Hellið síðan yfir það sem er í skálinni. 13. Rífíð óðalsostinn, setjið hann saman við raspið og setjið yfír skálina. 14. Hitið bakaraofn í 190°C, setj- ið skálina í miðjan ofninn og bak- ið í 25—30 mínútur. Meðlæti: Snittubrauð eða ristað brauð. Hnúðkálssalat 30 g smjör (2 smápakkar) 1 meðalstór laukur 2 tsk. papríkuduft 3 stór hnúðkál V» tsk. salt V2 dl vatn 1 dós sýrður ijómi 1. Setjið smjörið í pott, hafíð hægan hita. Saxið laukinn og sjóðið í smjörinu í 7 mínútur. Setj- ið papríkuduft út í. 2. Afhýðið hnúðkálið, rífið síðan gróft á rifjámi. Setjið út í, bætið vatni í, setjið lok á pottinn og sjóð- ið við vægan hita í 20 mínútur. 3. Takið af hellunni, kælið örlítið én seljið þá sýrða ijómann út í. Malið pipar út í, hrærið saman. Setjið í skál og berið á borð með alls konar kjöti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.