Morgunblaðið - 05.11.1988, Side 41

Morgunblaðið - 05.11.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 41 Minning: StefánJ. Guðmunds- son byggingameistari í dag er jarðsunginn frá Hvera- gerðiskirkju Stefán Jóhann Guð- mundsson byggingameistari og fyrrv. hreppstjóri í Hveragerði. Stefán var fæddur 26. október 1899 og hafði þijá daga á nítug- asta ár þegar hann lést. Stefán var sonur hjónanna Valgerðar Áma- dóttur frá Grænanesi í Norðfírði og Guðmundar Stefánssonar frá Hólum í sömu sveit. Var hann elst- ur níu systkina, átta komust til fullorðinsára, af þeim eru fímm á lífí. Stefán nam trésmiði hjá Ste- fáni Runólfssyni á Seyðisfírði. Að námi loknu kemur Stefán aftur heim á Norðfjörð, þar sem hann er kosinn í fyrstu bæjarstjómina, þeg- ar Neskaupstaður fær kaupstaðar- réttindi 1929, síðan endurkosinn 1930 og 1934. Á þessum ámm stjómaði Stefán m.a. verklegum framkvæmdum bæjarins og hafði auk þess mikil afskipti af félagsmál- um. Þann 1. desember 1931 kvæntist Stefán eftirlifandi konu sinni, Eiínu Guðjónsdóttur frá Eyrarbakka, og hófu þau búskap á Norðfirði. Elín er gáfuð og mikilhæf kona, þetta var þeim báðum gæfuspor. Vorið 1935 flytja Elín og Stefán frá Norð- firði, Stefán fer að vinna að Reykj- um í Ölfusi, þar sem síðar varð Garðyrkjuskólinn, þau fá leigt hús- næði í Gljúfurholti, og eru þar fyrsta veturinn, flytja síðan í Hvera- gerði, em þar í leiguhúsnæði, þar til eigið hús er tilbúið haustið 1937. Þau byggðu á gróðurlausum mel við hverasvæðið, húsið nefndu þau Laufás, eftir húsi foreldra Stefáns í Norðfirði. Á þessum ámm var byggðin í Hveragerði ekki mikil, að austan- verðu við hús þeirra Elínar og Stef- áns var Fagrihvammur, Lækjar- bakki, Varmilækur og Gmnd, að vestan- og norðanverðu Melur, Símstöðin, Helgafell, Hverabakkar, Önnuberg Laugaland, Sólbakki, Ásar, Brekka, Varmahlíð, þing- húsið og bamaskólinn. Nokkrir sumarbústaðir vom vestan og norð- an við hverasvæðið. Húsið sem Elín og Stefán byggðu varð síðan heimili þeirra í fímmtíu ár, það stendur við aðalgötu bæjar- ins og þar í kring hefur um árabil, verið fagur gróðurreitur. Þau Elín og Stefán eignuðust sex böm, fímm syni og dóttur sem þau misstu unga. Synimir era: Ámi Geir, kvæntur Aðalbjörgu Ámadóttur, Unnar, kvæntur Maríu Ólafsdóttur, Guð- mundur, kvæntur Erlu Valdimars- dóttur, Guðjón, kvæntur Guðrúnu Broddadóttur og Atli, ókvæntur. Bamabömin em tólf og 1 bama- bamabam. í vaxandi þéttbýliskjama, var að sjálfsögðu mikill fengur að fá til starfa húsasmið með færni og kunnáttu, sem menn hugðu gott til, og Stefán stóð að teiknun og byggingu fjölmargra íbúðar- og gróðurhúsa sem þá vom óðast að rísa. Fyrsta húsið sem hann byggði var gripahús að Reykjum í Ölfusi, þar sem síðar reis Garðyrkjuskóli ríkisins og við lok langs og farsæls starfsferils var nýtt skólahús við Garðyrkjuskólann síðasta bygging- in sem hann sá um. Stefán var einn af stofnendum og fyrsti formaður Verkalýðsfélags Hveragerðis sem nú er Verkalýðs- félagið Boðinn. Hann var lengi form. Iðnaðarmannafél. Hveragerð- is, sem fulltrúi þessara félaga sat hann bæði Iðnþing og þing Al- þýðusambandsins. Þá var Stefán einn af stofnfélög- um Alþýðuflokksfélagsins í Hvera- gerði og lengi formaður þess, hann fylgdi Alþýðuflokknum að málum alla tíð og var einn af virtustu málsvömm hans í Ámessýslu. Hreppstjóri Hveragerðishrepps varð Stefán 1948 og gegndi því starfí í tæp 32 ár, sem hreppstjóri var hann jafnframt umboðsmaður jarðeigna ríkisins meðan það land sem Hveragerði stendur á var í ríkiseign, þá var hann formaður kjörstjómar við alþingiskosningar og sat margsinnis í kjörstjóm við sveitastjómarkosningar og í fram- talsnefnd fyrir Hveragerðishrepp. Þá var hann formaður stjómar Sparisjóðs Hveragerðis meðan hann starfaði og_ umboðsmaður Bmna- bótafélags íslands í Hveragerði á annan áratug. Heimili þeirra Elínar og Stefáns stóð við aðalgötuna í Hveragerði, það var ætíð rekið með miklum myndarbrag og virt af öllum sem til þekktu. Um árabil áttu flestir Hvergerðingar þangað erindi, þegar Stefán gegndi störfum hreppstjóra og umboðsmanns Bmnabótafélags- ins og Elín var með umboð fyrir öll happdrættin. Á öllum tímum var tekið á móti þeim sem þangað komu. Þau héldu heimili í sínu gamla húsi þar til þau fóm á Hrafnistu í Reykjavík fyrir rúmlega einu ári. Atvikin höguðu því þannig til að síðustu mánuðina sem þau bjuggu í Hveragerði var ég nær daglegur gestur á heimili þeirra, þá var heilsu Stefáns farið að hnigna og hann átti orðið erfíð- ara með að tjá sig. Þá talaði Stefán oft um það að hann væri sáttur við það að fara að kveðja þetta líf, sitt hlutverk væri á enda. Hann hefði átt góða konu og gott heimili, þau hefðu haft bamalán, og notið hér í Hveragerði virðingar og trausts, fyrir það var hann íbúum Hvera- gerðis þakklátur. Ég flyt kveðjur og þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir ára- tuga kynni, þær kveðjur em einnig frá stómm hópi Hvergerðinga sem hafa haft kynni og átt samskipti við Stefán Guðmundsson á liðnum áratugum. Eftirlifandi eiginkonu, sonum og fjölskyldum þeirra em færðar sam- úðarkveðjur. Þeim fækkar óðum fmmbyggjum Hveragerðis, einn af þeim mætustu er kvaddur í dag. Blessuð sé minning Stefáns Guð- mundssonar. Guðmundur V. Ingvarsson í dag er til moldar borinn heiðurs- maðurinn Stefán J. Guðmundsson. Mig langar til að minnast hans í nokkrum orðum. Ég kynntist Stefáni og eftirlif- andi eiginkonu hans, Elínu Guðjóns- dóttur, fyrir aðeins 4 ámm er ég kom inn í fjölskylduna sem unnusta og síðar eiginkona elsta bamabams þeirra. Vom þau fyrsta tengdafólk- ið sem ég var kynnt fyrir. Þau hjón héldu yndislegt heimili í Breiðumörk 17, Hveragerði, svo lengi sem þeim entist heilsa eða þar til fyrir rúmu ári er þau fluttust að Hrafnistu í Reykjavík. Á því leikur enginn vafi að heim- ili þeirra var ávallt mjög kært öllum bamabömunum sem mörg hver dvöldu þar heilu og hálfu sumrin í æsku sinni. Leiðsögn Stefáns um garðinn, flölskrúðugan og gróskumikinn rifj- ast upp. Stoltur rakti hann tegunda- heiti tijánna og hvemig þau höfðu dafnað en mörg em nú vaxin upp fyrir reisulegt húsið. Má segja að garðurinn beri vitni um þá ræktar- semi og alúð sem þau hjón lögðu í allt sitt ævistarf. Þegar hugsað er til garðsins virð- ist það ótrúlegt að þegar þau hjón- in, í kreppunni fyrir stríð, fluttu frá Norðfirði og byggðu sér hús í jaðri hverasvæðis í norðanverðu Ölfusi var þama aðeins ber kísilklöppin. Þama var að byija að myndast þorp og þau vom í hópi fyrstu íbú- anna. En frumheijamir vom komnir til að hagnýta sér sérkenni staðarins. Leiðsla var lögð úr húsinu og henni var stungið niður í næsta hver. Þar með var heita vatnið komið. Og þegar sjóða átti kartöflur var ein- hver sonanna einfaldlega sendur með poka upp á hverasvæði. Slík var sjálfsbjargarviðleitnin. Stefán var smiður í þess orðs fyllstu merkingu. En hann var líka bóndi. Hann átti sitt fjárbú, til ómældrar gleði fyrir bamabömin. Fyrir kindumar sínar heyjaði hann fram á gamalsaldur. Þrátt fyrir háan aldur og þverr- andi kraft hélt Stefán sinni ským hugsun til hins síðasta. Hann var prúðmenni mikið og bjó yfír ríkri kímnigáfu, einnig var minni hans einstakt. Seint mun ég gleyma því þegar við ógift komum með fyrsta langafabamið hans í heimsókn. Með glettni í svip laumaði hann þessum orðum að mén „Þið gerið þetta allt í vitlausri röð.“ Þakka ég góðum Guði fyrir að veita mér þau forréttindi að fá að verða honum samferða hluta lífsleiðarinnar. Með honum er geng- inn yndislegur maður sem hafði góð áhrif á allt og alla í kringum sig. Elsku Elín, Guð styrki þig í sorg þinni og söknuði. Þorgerður 1 t Móðir okkar, tenödamóðir og amma, JENNÝ JÓNSDÓTTIR, Smáratúni 3, | Selfossi, andaðist á Ljósheimum 3. nóvember. ^ Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Baldur Karlsson, og barnabörn. - t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR NORÐFJÖRÐ KÁRDAL, Rauðagerði 12, Reykjavfk, varð bráðakvaddur fimmtudaginn 3. nóvember. Helga Stefándóttir, Jónfna Ó. Kárdal, Anna Marfa Kárdal, Sylvia May Peiluck. Jólagjafír og ýmsir jólamunir verða tíl sölu á basar Húsmæðrafélags- ins. BASAR HJÁ HÚS- MÆÐRAFÉLAGINU Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur sinn árlega basar á morg- un, sunnudaginn 6. nóvember klukkan 14 að Hallveigarstöðum við Túngötu. Allur ágóði af bas- arnum rennur til líknarmála. Á basamum er mikið af allskon- ar handavinnu, svo sem sokkum, vettlingum, peysum, húfum, prjón- uðum dýrum og ísaumuðum og pijónuðum dúkum. Þá verður hægt að kaupa þar ýmislegt sem tengist jólunum, svo sem jóladúka, jóla- svuntur fyrir böm og fullorðna, jólapóstpokar og jólatrésdúkar. Einnig verða til sölu lukkupokar með ýmsu smálegu í til að gleðja bömin. “s t Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR saumakonu Langholtsvegi 202, fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 7. nóv. kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeðjn. Bjarni Ólafsson, Guðmundur Hólm Bjarnason, Þórir Bjarnason, Guðmann Bjarnason, Sigurður Magnús Bjarnason, Ragnar Svanur Bjarnason, Sigrfður Rósa Bjarnadóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir, Guðfinna Pótursdóttir, Jónfna Sóley Snorradóttir, Lára Júlfusdóttir, ( og barnabamabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, tengdason- ur, afi og langafi, HARALDUR ÁGÚSTSSON smiður, Framnesvegi 16, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.00. Blóm vin- samlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag l'slands eða Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Fjóla Eirfksdóttir, Eiríka Haraldsdóttir, Aldís Haraldsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, Haraldur L. Haraldsson, Ágúst Lfndal Haraldsson, Hreinn Lfndal Haraldsson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Antonfa Antonsdóttlr, Sveinbjörg Ormsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn Steinþór Eyþórsson, Sigurður GuAnason, Arnbjörn Óskarsson, Ólöf Thorlacius, Edda Olgeirsdóttir, t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, ÁSTU VIGFÚSSON. Fyrir hönd annarra ættingja, Einar H. Bachmann. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, ÁRNA TÓMASSONAR, Barkarstöðum, FljótshlíA. Fýrir hönd aðstandenda, Daði Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.