Morgunblaðið - 05.11.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988
49
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
MtíJÍ
Þessir hringdu . .
Fleiri leiktæki
Móðir hringdi:
„Ég tel að það væri til mikilla
bóta ef sett yrðu upp leiktæki
fyrir böm víðar hér í borgiiini.
Það eiga ekki nærri öll börn kost
á að fara á dagheimili og víða er
langt fyrir foreldra að fara með
þau á leikvelli. Sjálf bý ég skammt
frá leikvelli og þetta ekki mitt
vandamál en það hafa margir tal-
að við mig um þetta. Svona leik-
tæki em mjög ódýr og ætti því
ekkert að vera því til fyrirstöðu
að sétja þau víðar upp.“
Endursýnið
Austfjarðaþáttinn
Auður hringdi:
„Gæti Ríkissjónvarpið ekki end-
ursýnt þáttinn frá Austfjörðum,
Huldar vættir " í Borgarfirði
eystra? Ég missti af þessum þætti
en hef heyrt að hann sé mjög
góður. Best væri að endursýna
svona þætti á góðum tíma á
sunnudögum því þá hafa flestir
tíma til að horfa á sjónvarp."
Hæpin auglýsing?
Amma hringdi:
„Ég tel mig fremur fijálslynda
og ekki mjög hneykslunargjarna
og hef ég ekki talði ástæðu til
að amast við aulýsingu landlækn-
is þar sem varað er við eyðni. Nú
velti ég því hins vegar fyrir mér
hvort þessi auglýsing geti ekki
komið röngum hugmyndum inn
hjá bömum. Eitt af baranbömum
mínum hafði verið að horfa á
þessa auglýsingu og spurði svo
móður sína: Deyr maður af því
að fara í keló? Þó þessi auglýsing
sé sjálfsagt þörf er ég hrædd um
að hún komi inn röngum hug-
myndum um ástarlíf hjá bömum.“
Frekjulæti?
Kjartan Ólafsson hringdi:
„Bera fjölmiðlar ekki ábyrgð á
frekjulátum fréttamanna sinna?
Ég á við framkomu Halls Halls-
sonar fréttamanns sjónvarps
varðandi málefni Olís hf. Það er
með endemum að horfa á þessar
aðfarir hans.“
Skörulegur
fj ármálaráðherra
G.J. hringdi:
„Ég vil lýsa yfir ánægju með
hve hinn nýi fjármálaráðherra
tekur skömlega á málum. Það var
kominn tími til.“
Hvað ætlar Lífsvon gerá?
Guðrún Jóhannsdóttn'-
hringdi:
„Nú er mikið rætt um kynferð-
islega misnotkun bama vegna
myndarinnar Svívirtu bömin sem
sýnd var á Stöð 2. Það vekur
furðu mína að ekkert heyrist frá
Lífsvon um þetta mál en eins og
flestum mun kunnugt gerist svona
lagað hér á landi eins og annars
staðar. Börn sem fyrir þessu verða
eiga venjulega foreldra sem hirða
lítið eða ekkert um þau og em á
kafi í óreglu. Það getur ekki ver-
ið nóg að börnin fái að fæðast,
lífsskilyrði þeirra mega ekki vera
fyrir neðan allar hellur.“
Hjól
Tveggja gíra drengjahjól, grátt
og silfurlitað, af tegundinni Turbo
var tekið í Yrsufelli fyrir um það
bil mánuði. Þeir sem hafa orðið
varir við hjólið em vinsamlegast
beðinir að hringja í síma 73361.
Rekstrarvandi smásöluverslunarinnar
Kaupmannasamtök íslands boða til almenns félagsfundar á Hótel Loftleiðum, Kristais-
sal, miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 20.30 um rekstrarvanda smásöluverslunarinnar.
Á fundinum flytja eftirtaldir aðilar
stutt framsöguerindi:
Sigurður E. Haraldsson,
kaupmaður,
Guðjón B. Ólafsson,
forstjóri S.Í.S.,
Júlíus Ólafsson,
forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð,
Pétur Blöndal,
forstjóri Kaupþings,
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra.
JU —1
rvi ^ Tf jÉj| |L
Fundarstjóri verður
Guðjón Oddsson,
formaður Kaupmannasamtaka íslands.
Félagsmenn eru hvattir
til þess að mæta á fundinn.
Sendiferðabílstjórar
Eigum
vörulyftur til á lager.
Bif reiða- og
trésmiðja
Borgarness
sími 93-71200.
ERT ÞU I VANDA
VEGNA VÍMU ANNARRA?
Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í
líðan þinni:
• Erfjtt að tjá tilfinningar
• Erfitt að táka sjálfstæðar ákvarðanlr
• Skortur á sjálfstrausti
• Skömmustutilfinning og sektarkennd
• Kviði og ótti
Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam-
takanna, Þverholti 20, sími 623550.
Námskeið í gangi. Viðtalstímar á fimmtudögum.
Akrýsuvíi
KURSAMTÖKIN
HB KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS
Vlllibráð
Við endurtökum okkar vinsælu
villibráðarveislu í kvöld, laugardagskvöld,
í Blómasal Hótels Loftleiða
Villibráðarhlaðborð:
Villibráðarseyði, hreindýrapaté, sjávarréttap-
até, grafmn silungur.
Heilsteiktur hreindýravöðvi, ofnsteikt villigæs,
pönnusteikt lundabringa, smjörsteikt ijúpu-
bringa, ofnsteikt önd, hreindýrapottréttur.
Heit eplakaka með vanilluís og ferskum ávextum.
Og að sjálfsögðu okkar rómaöi sérrétta
matseöill.
HOTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA fip UOTEL