Morgunblaðið - 09.11.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.11.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 23 Krasnojarsk-ratsjárstöðin: Ekki hluti gagn- eldflaugakerfisins -segir sovéskur embættismaður Moskvu. Reuter. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, birti í gær myndir af umdeildri rat- sjárstöð Sovétmanna í Krasnoj- arsk í Síberíu auk þess sem blað- ið vitnaði til ummæla embættis- manns nokkurs þess efhis að tækjabúnaður stöðvarinnar væri ekki liður í varnarvið- búnaði sovéska kjarnorkuheraf- Ians. Embættismaðurinn, B. Shiskín, sem er sérfræðingur á sviði fjar- skipta, sagði fullyrðingar Banda- ríkjamanna um að ratsjársjárstöð- in væri hluti af gagneldflauga- kerfi Sovétmanna fráleitar. Sam- kvæmt sáttmála um takmarkanir gagneldflaugakerfa, sem risaveld- in gerðu með sér árið 1972 og í daglegu tali er nefndur ABM- sáttmálinn, er Sovétmönnum óheimilt að koma upp vamarkerf- um gegn langdrægum kjamorku- eldflaugum í meiri en 150 kíló- metra fjarlægð frá Moskvu. Bandarískir embættismenn líta svo á að með smíði ratsjárstöðvar- innar í Krasnojarsk, sem ekki er Norður-Kórea: lokið, hafi Sovétmenn brotið gegn þessu og fleiri ákvæðum ABM- samningsins. Sovétmenn halda því á hinn bóginn fram að geimvam- aráætlun Bandaríkjastjórnar sé í engu samræmi við sáttmálann og hafa deilur þessar sett mark sitt á viðræður risaveldanna um helm- ingsfækkun langdrægra kjarn- orkuvopna. B. Shiskín sagði að byggingam- ar í Krasnojarsk væm ekki styrkt- ar til að þola kjamorkuárás, sem væri nauðsynlegt væri stöðinni ætlað að vara Sovétmenn við yfir- vofandi árás. Þetta gæti sérhver sérfræðingur séð með því að skoða myndir af byggingunum auk þess sem tækjabúnaður stöðvarinnar væri starfræktur á sérdeilis óhent- ugum bylgjulengdum væri til- gangur hennar þessi. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi lagði nýlega til að ratsjárstöð- ,inni yrði breytt í alþjóðlega geimvísindastofnun en sú tillaga hlaut dræmar undirtektir í Banda- ríkjunum. Tillögur um samein- ingu Kóreuríkjanna Vilja að ríkjasambandið Koryo verði stofnað Tókfó. Reuter. NORÐUR-KÓREUMENN kynntu i gær nýjar tillögur um sameiningu kóresku ríkjanna og ætla þeir að senda Banda- rikjamönnum og Suður-Kóreu- mönnum bréf þar að lútandi. í opinberri tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum, sem flutt var í norður-kóreska útvarpinu í gær, sagði að sameining ríkjanna verði ekki tryggð nema til komi brottflutningur erlends herliðs í ríkjunum og vígbúnaður þeirra verði skorinn niður. í tilkynningunni sagði ennfrem- ur að stofnun lýðræðislegs ríkja- sambands, undir heitinu Koryo, væri besta lausnin á sameiningu ríkjanna. Tillögur Norður-Kóreumanna byggja á því að bandarísk kjam- orkuvopn verði flutt frá Suður- Kóreu í tveimur áföngum og verði hafist handa á því árið 1990. Enn- fremur er gert ráð fyrir að bandarískt herlið hverfi á brott frá landinu í þremur áföngum og er gert ráð fýrir að brottflutningur- inn hefjist árið 1991. Þá er í tillögunum einnig gert ráð fyrir að fækkað verði í hemm ríkjanna úr 400.000 hermönnum í árslok 1989 í 250.000 í árslok 1990 og að herstyrkur ríkjanna verði færri en 100.000 hermenn árið 1992. Frakkland: Bann við hunda- haldi vekur fiirðu París. Frá Margrtti E. Ólafsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSNINGAR í Reykjavík um það hvort leyfa ætti áfram hundahald í borginni hafa náð að vekja athygli Qölmiðla i Frakklandi. Dagblaðið France Soir birti frétt á síðu þijú á miðvikudag undir fyrirsögninni „Hundar bannaðir í Reykjavík“. Fréttin hefst á því að sagt er frá þeirri ákvörðun borgarstjóra að leyfa þeim sem þegar eiga hund að halda þeim þar til jarðvist þeirra lýkur en að engir nýir hundar verði leyfðir í borginni. Síðan er skýrt frá úrslitum kosninganna og að hundar hafi ekki verið leyfðir í Reykjavík á tímabilinu 1926-1985 þegar hundahald hafí verið heimil- að á ný að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum. Allir hunda- eigendur hafí þurft að skrá hunda sína, greiða leyfísgjald og sýna heilbrigðisvottorð frá dýralækni. í lokin er síðan minnst á „ákveð- inn“ stjómmálamann, það er Al- bert Guðmundsson, fyrrverandi ijármálaráðherra og fyrram leik- mann með franska knattspymulið- inu R.C Paris, sem hafí verið vel þekktur fyrir að halda hund í ólevfi á heimili sínu fyrir árið 1985. Það er ekki undarlegt þó Frökk- um finnist þessi ákvörðun að banna hundahald í höfuðborg ís- lands furðuleg. Þeir era miklir gæludýraunnendur og engin þjóð í Evrópu hýsir fleiri hunda og ketti. Hundaskítur er.raunar mikið vandamál í París og hafa verið hannaðir sérstakir vagnar til að halda götum og gangstéttum borgarinnar hreinum. Reuter Lestarslys íFrakklandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og nokkrir slösuðust þegar hrað- lest var beint á rangt spor með þeim afleiðingum að hún rakst á viðgerðarlest nálægt París á mánudag, eins og skýrt var frá i blaðinu í gær. Spánn: Akærður fyrir bjarn- dýrsdráp? León. Reuter. SVO kann að fara að spænskur veiðimaður, sem skaut bjarndýr að því er hann segir í sjálfsvörn, verði dreginn fyrir rétt. Spænskir náttúruverndarsinnar hafa farið þess á leit að tildrög drápsins verði rannsökuð en skóg- arbimir eru í útrýmingarhættu á Spáni. Maðurinn skaut bjamdýrið í síðustu viku í héraðinu Cantabría á Norður-Spáni og segist hafa gert það í sjálfsvöm. Samtök náttúra- vemdarsinna kærðu drápið og þyki ekki sannað að maðurinn hafí fellt dýrið til að veija hendur sínar kann hann að þurfa að greiða sekt þar eð skógarbimir hafa verið friðaðir í Cantabría-héraði. í slandsmótið í handknattleik w 1. flnkkiir karlð* Á Hlíðarenda í kvöld kl. 19.30 fer fram stórleikur þar sem erkifjendurnir mulningsvél Vals og KR eigast við. Síungir „töframenn" Vals fara á kostum að vanda og leika við hvern sinn fingur. Síðustu leikir Vals: Valur: Armassn (mættu ekki) Valnr: Leiftus (dómarar mættu ekki) Valur: Fylkir (mættu ekki) Valur: KA. * mæta þeir? FORLEIKUR: Meistaraflokkur karla 1. deild VALUR - FRAM hefst ki. 18.15. hver gestur fær afruglara, gólfefni á íbúðina, vetrardekkábílinn, sprunguviðgerðir og vélsleða. MÆTIÐ TÍMANLEGA OG FORÐIST ÞRENGSLI Forsala aðgöngumiða í Teppabúðinni frá kl. 13.00 Gísii Jónsson & Co. Vélsleðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.