Morgunblaðið - 09.11.1988, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
Útgefandi imMfifrife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Hrossakaup um
flárlagafrumvarpið
Eftir að Ólafur Ragnar
Grímsson lagði fram fjár-
lagafrumvarpið með þeim
bægslagangi sem honum einum
er laginn, hefur smátt og smátt
verið að koma í ljós, að ekki
hefur verið gengið frá öllum
endum eins og vera ber til að
tryggja framgang þess. Til að
mynda hafa þau tíðindi spurst,
að frumvarpið hafi verið sent
til lokavinnslu í prentsmiðju,
áður en ríkisstjómin hafði tekið
afstöðu til þess. Fréttir af þessu
tagi komast ekki á kreik nema
vegna þess, að einhveijir af
samstarfsmönnum fjármála-
ráðherra vilji að minnsta kosti
láta í það skína, að þeir séu
ekki sáttir við allt, sem fram
kemur í fmmvarpinu.
Síðastliðinn laugardag gerð-
ist það síðan á fundi Framsókn-
arfélags Reykjavíkur, að þar
var einróma samþykkt stjóm-
málaályktun, þar sem mótmælt
er hugmyndum fjármálaráð-
herra um 12% söluskatt á happ-
drættismiða. Þá hefur Guð-
mundur G. Þórarinsson, þing-
maður Framsóknarflokksins í
Reylgavík, skýrt frá því, að
hann telji sig bundinn af þess-
ari samþykkt. Verða þau orð
ekki skilin á annan veg en þann,
að hann ætli að greiða atkvæði
gegn lagafmmvarpi um þessa
skattheimtu. Hitt vekur ekki
síður athygli, að sjálfur forsæt-
isráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, styður ekki heils-
hugar þessi áform um skatt-
heimtu, sem boðuð em í fjár-
lagafmmvarpi stjómar hans.
Segir hann nú, að málið hafi
aldrei verið að fullu afgreitt í
ríkisstjóminni. Á forsíðu Þjóð-
viljans í gær segir síðan Ólafur
Ragnar Grímsson, að hann
kannist ekki við neina andstöðu
við söluskatt á happdrætti fyrir
utan ummæli höfð eftir Guð-
mundi G. Þórarinssyni. Sam-
komulag hafí verið gert um
þetta mál milli stjómarflokk-
anna og Framsóknarflokkurinn
verði að standa við það.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á
þeim sautján ámm sem fram-
sóknarmenn hafa svo til sam-
fellt átt aðild að ríkisstjómum
að mál af þessu tagi koma upp.
Raunar hefur það gerst oft áð-
ur, að forystumenn Framsókn-
arflokksins segjast ekki kann-
ast við að hafa samþykkt mál,
sem mælast illa fyrir. Verður
ekki sagt að þetta sé stórmann-
leg afstaða en hún er staðreynd
og hefur sett vemlegan svip á
störf og stefnu framsóknar-
manna undanfarin ár. Verður
forvitnilegt að fylgjast með því,
hvemig þeim Steingrími Her-
mannssyni og Ólafí Ragnari
Grímssyni tekst að tala sig út
úr þessum ágreiningi.
Hér skal ekki dregið í efa,
að með einhvers konar sjón-
hverfíngum takist að breiða
yfír þennan ágreining á milli
forystu Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins. Hitt er
þó ljóst, að tekjuöflunarfmm-
vörpin sem em forsendan fyrir
því að fjárlagadæmi Ólafs
Ragnars Grímssonar gangi upp
verða ekki samþykkt nema þau
njóti meirihluta bæði í efri og
neðri deild Alþingis. Að öllu
óbreyttu skortir ríkisstjómina
eitt atkvæði í neðri deild. Þar
hefur hún bundið vonir við
„huldumann" Stefáns Valgeirs-
sonar, sem réð úrslitum um
stjómarmyndunina. Guðmund-
ur G. Þórarinsson ásæti í neðri
deild þingsins, þannig að við
afgreiðslu fmmvarpsins um
skattinn á happdrætti vantar
stjórnina tvo nýja stuðnings-
menn á þingi. Ef til vill fer
Guðmundur G. Þórarinsson
sömu leið og Skúli Alexanders-
son og kýs að víkja sæti fyrir
varamanni, þegar skattafmm-
vörpin verða afgreidd, hvað svo
sem Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, hefur um það
að segja. Enn er á það að líta
að þingmenn Kvennalistans em
ekki fráhverfír skattahækkun-
um. Ef til vill á Kvennalistinn
eftir að fylla þau skörð sem
myndast í liði stjómarinnar á
þingi, þegar að frekari skatt-
heimtu kemur.
Það em einkum samtök ör-
yrkja, ýmis líknar- og menning-
arfélög auk íþróttahreyfingar-
innar og háskólans, sem nota
happdrætti sem tekjulind. Er
það ætlan fjármálaráðherra að
þessi skattur skili tæplega hálf-
um milljarði króna í ríkissjóð.
Er ólíklegt að skatturinn njóti
stuðnings manna utan stjómar-
liðsins á Alþingi, þótt alls ekki
sé loku fyrir það skotið að með
einhvers konar hrossakaupum
verði unnt að troða honum í
gegnum Alþingi. Þessi hrossa-
kaup verða að hefjast í ríkis-
stjóminni eftir ályktun Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur á
laugardaginn.
Þarf að bóluselja þig?
eftir Margréti
Guðnadóttur
Bólusetningar eru einfaldar,
ódýrar og oft mjög gagnlegar að-
ferðir til að veijast illvígum smit-
sjúkdómum, sem geta valdið varan-
legu heilsutjóni. Vörnin byggist á
því, að sá bólusetti er sprautaður
með veikluðum eða dauðum sýklum,
eða vissum efnum úr sýklum, svo
að hann myndi gegn þeim mótefni
og verjist síðan öllum árásum sýk-
ilsins, sem bólusetningin beinist
gegn, annaðhvort ævilangt eða um
nokkum tíma. Svo mikið hefur
áunnist í baráttunni við sumar
skæðar sýkingar, t.d. bamaveiki og
mænusótt, að fólk hér á landi man
varla eða veit ekki, að enn finnast
þessar sóttir mjög víða í heiminum
og taka þar sinn toll í mannslífum
og örorku. Við hér höldum þessum
sóttum frá landinu með skipulegum
bólusetningum á hveiju einasta
ungbarni, smábami og skólabarni
á vissum aldursámm. Ekki má
slakna á þessum reglubundnu bólu-
setningum, annars er voðinn vís,
og sóttimar koma aftur. Nútíma
samgöngur greiða sóttum leið milli
fjarlægra staða, og sóttimar ná
útbreiðslu, ef slaknar á vamarað-
gerðum heima fýrir. Þetta á við um
þær sóttir, sem varist er með reglu-
bundnum bólusetningum sem
flestra þjóðfélagsþegna, t.d. bama-
veiki, mænusótt og mislinga. Velja
þarf réttan aldur til hverrar bólu-
setningar og endurtaka hana með
reglulegu millibili, ef vörnin endist
ekki ævilangt. Umfram allt þarf að
vanda val á bóluefnum, sem oft eru
misjöfn að gæðum og geta haft
óæskilega fýlgisjúkdóma í för með
sér, ef framleiðsluaðferðir eru ekki
vandaðar. Bóluefnin þarf svo að
geyma eftir settum reglum og gefa
þau á sem heppilegustum tíma fyr-
ir hvem þann, sem veija á. Öll þessi
atriði þarf að kanna rækilega og
laga að staðháttum, áður en almenn
bólusetning gegn farsótt er tekin
upp í einu þjóðfélagi. Hægt er að
gera meira skaða en gagn með illa
undirbúinni bólusetningu gerðri
með lélegu bóluefni á röngum tíma
í ævi hins bólusetta. Með hveiju
ári, sem líður, koma fleiri og fleiri
bóluefni á markaðinn og fram-
leiðsluaðferðir breytast, ýmist til
batnaðar eða til hins verra, bæði
hvað varðar gæði og óæskilega
fylgisjúkdóma eftir bólusetninguna.
Sérþekking á framleiðsluaðferð-
um við bóluefnagerð og þeim mæl-
ingaaðferðum, sem notaðar eru við
gæðaprófanir á bóluefnum, er
nauðsynleg í hveiju þjóðfélagi, svo
að innlent gæðaeftirlit geti farið
fram. í sumum tilvikum er innlend
bóluefnaframleiðsla æskilegri en
innflutningur bóluefna, og stundum
nauðsynleg, t.d. framleiðsla á inflú-
ensubóluefni í sjúklinga og gamal-
menni, ef inflúensuveira hefur
skyndilega tekið óæskilegum breyt-
ingum og ekkert erlent inflúensu-
bóluefni er fáanlegt. Slík tilvik geta
komið upp fyrirvaralítið og hafa
komið upp á liðnum árum. I þeim
skrifum, sem hér fara á eftir, er
ætlunin að fjalla um nokkur atriði
varðandi bólusetningar, ef það
mætti verða almenningi til fróð-
leiks.
Kúabólusetning
Saga bólusetninga gegn skæðum
farsóttum hófst í Skotlandi í lok
18. aldar, löngu áður en menn vissu,
að veirur og mótefni í blóði voru
til. Árið 1798 birti glöggur læknir
í Skotlandi, Edward Jenner að
nafni, þá athugun sína, að mjalta-
konur í sveitum, sem höfðu fengið
kúabólu á hendurnar við mjaltirnar,
fengu ekki bólusótt, þó að aðrir á
heimilinu veiktust eða dæju úr
henni. Þessi athugun varð til þess,
að læknar fóru að færa kúabólu
af kúnum á fólk, og síðar af einum
manni á annan. Sá, sem var þannig
„bólusettur", fékk óveruleg útbrot
á afmarkaðan blett á húð sinni og
kannske hita, en varðist síðan bólu-
sótt, eins og mjaltakonurnar, sem
upphaflega voru athugaðar. Allir
slíkir flutningar á veikluðum eða
dauðum sýklum eða sýklahlutum í
heilbrigða til að veija þá fyrir erfið-
um smitsjúkdómum hafa síðan ver-
ið kallaðir einu nafni bólusetningar.
Sú einfalda aðgerð að flytja skylda
dýraveiru, sem gerir fólki sáralítið
til, yfir á heilbrigða, sem veija átti
fyrir skæðri drepsótt, lagði grund-
völlinn að öðrum bólusetningum og
útrýmdi loks bólusóttinni alveg. Það
var reyndar ekki fyrr en árið 1977.
Bólusótt er eina farsóttin, sem
læknisfræðin hefur raunverulega
útiýmt, og ekki nema 11 ár síðan
sá merkilegi atburður gerðist.
Lokaspretturinn í langri glímu við
bólusóttina var stórátak á vegum
Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna unnið í Asíu, Afríku og
Suður-Ameríku í 10 ár áður en tak-
markinu, algjörri útrýmingu, var
náð. Sigur vannst í Suður-Ameríku
1973.
Höfuðvígi versta afbrigðisins af
bólusótt (variola major) féll haustið
1975, þegar síðasti sjúklingurinn
með stórubólu fannst í Bangladesh
á Indlandsskaga. Þá var enn eftir
mildara afbrigði af bólusótt (variola
minor) í nokkrum Afríkuríkjum.
Síðasti bólusóttarsjúklingurinn í
heiminum fannst svo í Sómalíu í
Afríku í október 1977. Síðan hefur
Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna og mannkynið allt haft ástæðu
til að gleðjast yfir unnum sigri á
skæðum óvini að lokinni langri og
erfiðri baráttu. Sú barátta kostaði
mörgum mannslífum meira en orðið
hefði, ef veraldarauðnum væri jafn-
ar skipt. Kúabólusetning er ódýr-
asta bólusetningin. Snauðum þjóð-
um var samt ofviða að framkvæma
hana skipulega án alþjóðaaðstoðar.
Framkvæmd annarra bólusetninga
verður þeim einnig ofviða, nema
alþjóðlegt átak komi til. Efniskostn-
aður verður óf mikill og aðstaða til
framkvæmda er víða næstum eng-
in, kannske ekki einu sinni til íbúa-
skrá, hvað þá sérhæfðari búnaður.
Herferð gegn barnaveiki,
mænusótt, mislingum,
stífkrampa og berklum
Að unnum sigri á bólusóttinni
hóf Heilbrigðisstofnun Sameinuðu
þjóðanna herferð til útrýmingar á
bamaveiki, mænusótt, mislingum,
stífkrampa í ungbörnum og berkl-
um í bömum. Takmarkið er að út-
rýma þessum sjúkdómum alveg fyr-
ir árið 2000 og hafa að fyrirmynd
baráttuna til útrýmingar á bólusótt.
Til þess að ná slíku takmarki þarf
mjög öflugt alþjóðlegt átak. Ríkar
þjóðir eiga að útrýma þessum sótt-
um hver hjá sér með tiltækum bólu-
setningum á öllum bömum. Ríkum
þjóðum, líka íslendingum, ber síðan
siðferðileg skylda til að aðstoða
fátækar þjóðir við útrýmingu þess-
ara sótta. Sú aðstoð getur verið
margvísleg. Hægt er annaðhvort
að leggja til sérmenntað fólk til
starfa eða peninga til bóluefna-
kaupa eða bóluefnaframleiðslu.
Unga fólkið okkar, sem hefur kosið
að mennta sig til starfa í heilbrigðis-
þjónustunni, hefði bara gott af því
að taka þátt í þessu mikilvæga
verkefni um tíma, og væri áreiðan-
lega fúst til þess. Það kynntist nýj-
um hliðum á mannlífinu og kæmist
kennske að því, að hér er ekki
mesta fátækt í heimi, þrátt fyrir
allan barlóminn, sem það hefur alist
upp við. Við emm rík, og fáar þjóð-
ir búa við jafngóðar aðstæður hvað
varðar heilsugæslu og heilsufar.
Ríkisstjórn
verður að velja
eftir Þorvald
Gylfason
I
Þjóðartekjur okkar íslendinga
em nú meðal hinna hæstu í heimi
miðað við mannfíölda. Þær munu
nema um einni milljón króna á hvert
mannsbarn í landinu á þessu ári,
eða næstum 23.000 Bandaríkjadoll-
umm á mann við núverandi gengi
krónunnar. Fjögurra manna fíöl-
skylda aflar þannig fjögurra millj-
óna króna að meðaltali á þessu ári,
ef allt er talið. Sú fjárhæð samsvar-
ar andvirði fjögurra herbergja íbúð-
ar í Reykjavík eða átta bíla af
ágætri gerð. Með þessu er að vísu
ekki verið að gefa það í skyn, að
venjuleg fjölskylda ætti með réttu
lagi að geta keypt sér íbúð eða átta
bíla á einu ári, því að í þjóðartekjum
felast ekki aðeins vinnulaun ein-
staklinga, heldur einnig íjármagns-
tekjur fyrirtækja auk annars, en
þetta er fjallhá fúlga samt. Til sam-
anburðar em þjóðartekjur Banda-
ríkjamanna í ár rösklega 19.000
dollarar á mann. Fjölmörg íslenzk
fyrirtæki og heimili ramba samt á
barmi gjaldþrots og örvæntingar
um þessar mundir. Hvernig getur
staðið á því?
Svarið blasir við. Efnahagsvand-
inn er verðbólguvandi fyrst og
fremst. Verðbólgan stafar af því,
að þjóðin eyðir um efni fram, eins
og allir vita. Ofþenslan lýsir sér líka
í því, að erlendar skuldir halda
áfram að hrannast upp. Hverri
ríkisstjórn landsins á eftir annarri
hefur mistekizt að ráða við þennan
vanda þrátt fyrir góðan ásetning.
Hvers vegna?
Því er ekki alveg eins auðvelt að
svara. Ofþenslan í efnahagslífinu á
sér ýmsar orsakir, bæði í einkageir-
anum og í ríkisbúskapnum. Það er
þó varla hægt að skella skuldinni
á heimili og einkafyrirtæki. Þau
eyða meira en þau afla og taka
afganginn að láni, ef þau sjá sér
hag í því hvert um sig og ef þau
geta, annars ekki. Ríkið hegðar sér
eins. Það er eðlilegt. Það var að
vísu höfuðmarkmið fyrrverandi
ríkisstjómar að draga úr verðbólgu
og erlendum skuldum. Ríkisstjórnin
hefði getað hamlað á móti ofþensl-
unni í einkageiranum með ýmsum
hætti, og hún hefði líka getað haft
betra taumhald á ríkisbúskapnum.
En stjómvöld tóku annað fram yfír
viðnám gegn verðbólgu, þegar á
reyndi. Hvað brást?
II
Þrennt skiptir mestu máli hér að
mínum dómi. í fyrsta lagi hefur
gengi krónunnar nú verið fellt
þrisvar á þessu ári þvert á fastgeng-
isstefnu ríkisstjórnarinnar, án þess
að fullnægjandi gagnráðstafanir
hafi verið gerðar til að draga úr
verðbólgu. Án öflugs aðhalds á öðr-
um sviðum til mótvægis er gengis-
felling ekki aðeins verðbólguráð-
stöfun, heldur líka gagnslaus vfir-
leitt nema skamma hríð. Útflutn-
ingsatvinnuvegir em engu betur
settir eftir gengisfellingu, ef verð-
lag og kauplag hækka strax á eft-
ir, þannig að raunvemlegur kostn-
aður og raunvemlegar tekjur fyrir-
tækjanna standa í stað. Þess vegna
er það ævinlega nauðsynlegt, að
gengisfellingu sé fylgt eftir með
öflugum aðhaldsráðstöfunum til að
halda verðbólgu í skefjum. Þar að
auki hefur sú breyting orðið frá
fyrri tíð, að mikill hluti innlendra
skulda útflutningsfyrirtækja er nú
verðtryggður, þannig að skulda-
byrði þeirra léttist ekki vemlega,
þótt gengi krónunnar sé fellt. Af
þessum sökum kæmi gengisfelling
útflutningsfyrirtækjum að minna
gagni nú en oft áður.
Hitt er þó alveg ljóst, að verð
erlends gjaldeyris hefur hækkað
miklu minna en almennt verðlag í
landinu á síðustu þrem ámm. Þetta
kemur meðal annars fram í því, að
í hitteðfyrra, 1986, vom þjóðartekj-
ur á mann í Bandaríkjunum mun
hærri en hér á landi, en em nú
orðnar miklu lægri þar en hér, jafn-
vel þótt hagvöxtur hafí verið svipað-
ur í báðum löndum sl. tvö ár. í
þessum skilningi er dollaragengi
krónunnar því of hátt skráð nú,
hafi það verið rétt skráð í hitteð-
fyrra. Því má þó ekki heldur
gleyjna, að rekstrarvandi fisk-
vinnslu og annars útflutningsiðnað-
ar nú stafar að langmestu leyti af
því, að verðbólga hér heima er
margfalt meiri en í viðskiptalöndum
Þorvaldur Gylfason.
„Úr því að vandinn nú
er fyrst og fremst of
mikil verðbólga og of
mikill viðskiptahalli, þá
blasir lausnin við. Það,
sem þarf, er aukið að-
hald, annars vegar í
ríkisfjármálum til að
draga úr útgjöldum og
lántökum utan lands og
innan og hins vegar í
peningamáium tii að
halda aftur af útlánum
bankakerfísins.“
okkar. Mikinn og vaxandi viðskipta-
halia gagnvart útlöndum og með-
fylgjandi aukningu erlendra skulda
má líka rekja til þess, að verðbólgan
hér heima er alltof mikil. Ef stjóm-
völd hefðu gripið í taumana með
öflugum aðhaldsaðgerðum í ríkis-
fjármálum og peningamálum í tæka
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
25
Margrét Guðnadóttir, prófessor. Morgunbiaðið/Þorkeii
Við íslendingar mættum gjarnan
hugleiða oftar en við gemm, hve
gott við eigum að hafa bægt þessum
sjúkdómum öllum frá bömum okk-
ar. Það em nefnilega ekki liðin
mjög mörg ár síðan barnaveiki,
berklar, mænusótt og mislingar
kostuðu hér mörg mannslíf, örorku
og umtalsverðan ungbarnadauða,
rétt eins og nú gerist meðal fá-
tækra og vannærðra þjóða. Við
ættum því að reyna að leggja fram
okkar skerf með því að taka virk-
ari þátt í baráttunni gegn þessum
vágestum, þar sem þeir em land-
lægr enn. Við getum það vel, án
þess að fara á hausinn fyrir, og
framlag okkar getur verið með
ýmsum hætti, eins og áður greinir.
Beitt vopn em til, vönduð bólu-
efni gegn barnaveiki, stífkrampa,
mænusótt og mislingum. Vandinn
tíð, þ.e. strax í kjölfar kaupfrysting-
arinnar 1983-84 og allavega ekki
síðar en 1985-86, hefði verið hægt
að komast hjá vandanum nú. Ríkis-
valdið hefði átt að nota góðærið til
þess að leggja fé til hliðar og hvetja
einstaklinga og fyrirtæki til hins
sama, 'til dæmis með því að reka
ríkisbúskapinn með myndarlegum
afgangi þessi ár og byggja upp
öfluga sveiflujöfnunarsjóði, einkum
í sjávarútvegi. Þetta var vanrækt,
þótt ríkisstjórnin fengi vinsamlegar
ábendingar úr ýmsum áttum.
III
í öðm lagi ríkir ennþá mikil
þensla á peningamarkaði. Að vísu
em háir raunvextir og hátt gengi
að sínu leyti til marks um aðhald
í peningamálum,-en það er ekki nóg
við núverandi aðstæður.
Útlán bankakerfisins jukust með
vaxandi hraða allt síðasta ár. Fyrstu
átta mánuði þessa árs var útlána-
aukningin um 43% á ári, jafnvel
þótt nauðsyn bæri til þess að halda
útlánum í skefjum til að hamla á
móti verðbólgu. Þvert á móti hafa
bankamir dælt peningum út í efna-
hagslífið síðustu mánuði og ^kynt
undir verðbólgu með því móti. Útlán
bankakerfisins em stjórnstærð í
höndum ríkisvaldsins. Stjórnvöld
geta hamið framboð innlends láns-
fjár upp á eigin spýtur, til dæmis
með bindiskyldu, og bera því fulla
ábyrgð á útlánaaukningu banka og
sparisjóða. Þannig fara aðrar þjóðir
að við svipaðar kringumstæður. Það
er þess vegna áhyggjuefni, að ríkis-
valdið skuli ekki hafa haft betra
taumhald á útlánum bankakerfísins
að undanfömu, enda hlýtur útlána-
þenslan í ár að kynda enn frekar
undir verðbólgunni í landinu eins
og í fyrra, jafnvel þótt núgildandi
verðstöðvun og minnkandi þensla á
vinnumarkaði bæli verðbólguna nið-
ur í bili. Minni útlánaþensla hefði
að vísu hækkað vexti að öðm jöfnu,
en það er haldlítil röksemd gegn
öflugra aðhaldi í peningamálúm nú
vegna þess, að meira aðhald í ríkis-
er sá að koma þeim skipulega til
allra jarðarinnar barna og láta það
ekki taka 180 ár, eins og raunin
varð með kúabólusetningu til vam-
ar bólusótt. Róðurinn gegn berkla-
veiki verður þungur þar sem hún
er landlæg og algeng í fullorðnu
fólki. Fyrir fáum ámm heyrði ég
nefnd 39 amerísk cent á barn, sem
Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefði til umráða í útrýmingar-
herferðinni gegn bamaveiki,
mænusótt, mislingum og stíf-
krampa í ungbörnum og berklum í
bömum. Þetta em tæpar 20 krónur
á barn, svo að betur má, ef duga
skal, þó að bólusetningar séu mjög
ódýrar vamaraðgerðir.
Bóluefhi gegn barnaveiki,
stífkrampa og kíghósta
Bóluefni gegn barnaveiki og
stífkrampa em dauð bóluefni, unnin
fjármálum hefði getað lækkað vexti
til mótvægis og getur það enn. Við
þetta bætist það, að hin nýja ríkis-
stjóm boðar lækkun raunvaxta á
næstunni. Raunvaxtalækkun er
verðbólguráðstöfun, nema vöxtum
sé þrýst niður með því að draga
úr lántökum ríkisins, því að hún
eykur ásókn í lánsfé og þar með
heildareftirspum í hagkerfínu.
Þessi eftirspumaráhrif em yfírleitt
miklu þyngri á metunum en kostn-
aðaráhrifin, sem koma fram í því,
að fjármagnskostnaður fyrirtækja
lækkar, þegar raunvextir lækka.
Eina leiðin til þess að lækka raun-
vexti og verðbólgu samtímis er að
draga myndarlega úr útgjöldum
ríkisins í víðum skilningi og þar
með einnig úr eftirspum eftir láns-
fé eða þá að hækka skatta.
IV
I þriðja lagi birtust hvað eftir
annað fyrr á þessu ári fréttir af
ófyrirhuguðum útgjöldum ríkisins
umfram fjárlög og af nýjum erlend-
um lántökum með ábyrgð eða leyfi
ríkisins umfram lánsfjárlög fyrir
þetta ár. Auk þess hefur ríkið tekið
mun meira fé að láni í Seðlabankan-
um á þessu ári en að var stefnt
vegna tregrar sölu ríkisskuldabréfa
og óvænts samdráttar í skatttekj-
um. Þess vegna virðist stefna í
umtalsverðan hallarekstur í ríkis-
búskapnum í víðum skilningi á
þessu ári eins og undangengin ár.
Þessi verksummerki eru ekki til
þess fallin að efla trú almennings
á aðhaldsvilja stjórnvalda.
Stefnuyfirlýsing stjórnarinnar
nýju boðar að vísu niðurskurð
ríkisútgjalda, hækkun skatta og
aukið aðhald að ríkisábyrgðum og
erlendum framkvæmdalánum, en
lofar jafnframt auknum aðgangi
fyrirtækja að erlendu lánsfé til fjár-
hagslegrar endurskipulagningar.
Það virðist óvíst á þessu stigi, hvort
erlendar lántökur í heild munu auk-
ast eða dragast saman vegna þess-
ara ráðstafana. Það skýrist væntan-
lega við umræður um frumvörp
þannig, að viss efni, sem bakterí-
umar sjálfar framleiða, eru vand-
lega hreinsuð og gerð óskaðleg.
Ungböm þola þessi bóluefni yfír-
leitt vel, og við endurteknar inndæl-
ingar myndast varanleg vörn gegn
sýkingunum. í ungbamaeftirliti hér
á landi em bóluefni gegn barna-
veiki og stífkrampa fyrstu bóluefn-
in, sem bömin fá. Þau em gjaman
gefín í einni sprautu ásamt
kíghóstabóluefni, sem einnig er
dautt bóluefni, unnið úr bakteríu-
gróðri og vandlega hreinsað.
Inndæling þessa þrígilda bóluefn-
is er svo endurtekin með reglulegu
millibili, sem má ekki raskast vem-
lega, þó að foreldrar barna skipti
um bústað eða heilsugæslusvæði.
Börn, sem em fullbólusett gegn
bamaveiki, stífkrampa og kíghósta
í ung- og smábamaeftirliti, em vel
varin fyrir bamaveiki á fullorðins-
ríkisstjómarinnar til fjárlaga og
lánsfíárlaga á Alþingi og meðal al-
mennings á næstu vikum. Reynslan
sker úr á endanum.
Þrátt fyrir allt þetta hafa mikil
umskipti orðið í efnahagslífinu á
þessu ári. Raunvemlegar þjóðar-
tekjur jukust um næstum fjórðung
í góðærinu 1984-87, en munu vænt-
anlega standa nokkum veginn í
stað í ár. Útgjöld þjóðarinnar juk-
ust um næstum þriðjung að raun-
gildi 1984-87, en munu væntanlega
standa í stað í ár. Þessi umskipti
má rekja að nokkm leyti til að-
haldssamrar stefnu stjórnvalda í
vaxtamálum og gengismálum þrátt
fyrir þenslu á öðmm sviðum.
V
Úr því að vandinn nú er fyrst
og fremst of mikil verðbólga og of
mikill viðskiptahalli, þá blasir lausn-
in við. Það, sem þarf, er aukið að-
hald, annars vegar í ríkisfjármálum
til að draga úr útgjöldum og lántök-
um utan lands og innan og hins
vegar í peningamálum til að halda
aftur af útlánum bankakerfísins.
Hvort tveggja myndi hamla á móti
verðbólgu og viðskiptahalla
samtímis. Tímabundin kaupfrysting
og verðstöðvun draga ekki úr þess-
ari þörf. Úr því sem komið er,
gæti verið nauðsynlegt að fella
gengi krónunnar samtímis og festa
það svo, en þá þyrftu aðhaldsað-
gerðimar að vera því öflugri. Hvers
vegna hefur þetta ekki verið gert?
Það virðist stafa af þvf, að ríkis-
valdið hefur ekki treyst sér til þess
að ganga lengra í aðhaldsátt í bili
en það hefur þegar gert. Það hefur
ekki treyst sér til þess að halda
aftur af þenslunni í húsnæðislána-
kerfínu, byggingaframkvæmdum
ýmissa opinberra aðila, erlendri lán-
töku ýmissa opinberra sjóða og
þannig áfram. Það hefur ekki held-
ur treyst sér til þess hingað til að
hækka skatta til að halda aftur af
útgjöldum einkageirans, jafnvel
þótt skattar hér séu meðal hinna
lægstu í okkar heimshluta, en nú
aldri og hafa fengið langvarandi
vöm gegn stífkrampa. Fullorðnir
þurfa þó stundum að fá viðbótar-
sprautu gegn stífkrampa, t.d. eftir
slys. Kíghóstaþátturinn í þessari
þrígildu bóluefnablöndu er linasti
þátturinn, og líka sá þáttur, sem
er líklegastur til að valda lasleika
eftir bólusetninguna. Kíghóstabólu-
setning veitir ekki ævilanga vöm.
Hennar hlutverk er að veija börnin
fyrir kíghósta á viðkvæmasta ævi-
skeiði sínu, ungbarnsámm og for-
skólaaldri. Sjálfsagt er að veija
bömin fyrir kíghósta á þessu ævi-
skeiði. Síðar á ævinni er kíghósta-
sýking ekki líkleg til að valda varan-
legu heilsutjóni. Hún getur aftur á
móti skaðað ungböm og smábörn,
og gerir það þar sem kíghóstabólu-
setning er ekki framkvæmd. Þar
ganga faraldrar í yngstu krökkun- -
um, svo að af hlýst varanlegt heilsu-
tjón og stundum dauðsföll. Kíghósti
er ekki meðal þeirra sjúkdóma, sem
á að útrýma úr heiminum fyrir árið
2000. Miklar tilraunir em nú gerðar
til að endurbæta kíghóstabóluefnið,
gera áhrif þess varanlegri og draga
úr lasleikanum, sem það getur vald-
ið eftir bólusetninguna. Takist
þetta, gæti útrýming kíghósta orðið
þáttur í nýrri herferð gegn farsótt-
um á næstu öld.
Bóluefni gegn berklum
Veiklaðir berklasýklar, sém valda
lítils háttar igerð á stungustað, sé
þeim dælt í fólk, hafa lengi verið
notaðir sem bóluefni í baráttunni
við berklaveiki, ásamt öðmm ráð-
um, svo sem leit að smitberum og
lækningu þeirra með lyfíum. Þar
sem berklaveiki er algeng og land-
læg, dregur úr tíðni alvarlegra sýk-
inga á börnum, ef þau fá þetta
berklabóluefni. Heilbrigðisstofnun
Sameinuðu þjóðanna hefur á
stefnuskrá sinni útrýmingu berkla
í börnum fyrir árið 2000, og gengst
fyrir allsheijar bólusetningu bama
í þróunarlöndum með þessum veik-
luðu sýklum.
Höfúndur er prófessor.
boðar ný ríkisstjórn að vísu nýja
stefnu í skattamálum og niðurskurð
í ríkisrekstri.
Ríkisstjórn, sem telur það vera
höfuðverkefni sitt að halda gengi
krónunnar stöðugu og stöðva verð-
bólgu og erlenda skuldasöfnun,
verður annað hvort að draga úr
útlánum bankakerfisins eða út-
gjöldum ríkisins í víðum skilningi
eða hækka skatta. Stefna stjóm-
valda í efnahagsmálum verður að
vera samkvæm sjálfri sér. Annars
getur hún hvorki borið árangur né
notið trausts. Efnahagsstefna
stjómvalda hér hefur ekki verið
samkvæm sjálfri sér að öllu leyti á
undanfömum ámm, heldur hafa
einstakir þættir hennar rekizt á.
Með þessu er ekki átt við ósam-
kvæmni í málflutningi ráðherra og
ósamkomulagi milli þeirra á opin-
berum vettvangi, þótt hvort tveggja
sé vissulega alvarlegt vandamál,
ekki sízt þegar einstakir ráðherrar
ýta undir ótta almennings við geng-
isfellingu og meðfylgjandi spákaup-
mennsku þvert á stjórnarstefnuna.
Ósamkvæmnin, sem átt er við
hér, er fólgin í því, að ólík mark-
mið efnahagsstefnunnar stangast
á. Ríkisvaldið hefur til dæmis reynt
eftir megni að halda skattheimtu í
skefjum hér á landi og gæta þess
vandlega, að hún verði ekki jafn-
mikil og jafnþrúgandi hér eins og
í mörgum nágrannalöndum okkar.
Þetta hefur tekizt prýðilega. En til
þess að hægt sé að halda sköttum
í skefjum, verða stjórnvöld annað
hvort að hafa hemil á útgjöldum
ríkisins í víðum skilningi eða þá að
sætta sig við áframhaldandi þenslu
í opinberum búskap, verðbólgu og
skuldasöfnun. Og til þess að hægt
sé að halda verðbólgu og skulda-
söfnun í skefjum, verða stjómvöld
annað hvort að hemja opinber út-
gjöld eða hækka skatta. Ríkis-
stjómin verður að velja. Annars
heldur verðbólgan áfram.
Höfundur er hagiræðiprófessor
við Háskóla fslands.