Morgunblaðið - 09.11.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.11.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Álafossmenn farnir til Moskvu: Þrír vinnudagar í viku vegna verkefhaskorts ^ Sovétmenn hafa ekki fyllt upp í rammasamninginn Álafossmenn, þeir Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri og Kol- beinn Signrbjörnsson markaðsfiilltrúi, héldu til Moskvu í gær til viðræðna við Sovétmenn um ullarvörukaup fyrir næsta ár. Jón Sig- urðarson forstjóri Álafoss sagðist vonast til að samningar næðust um átta milljóna dollara ullarvöruviðskipti við Sovétmenn fyrir næsta ár. Þar af myndi ríkisfyrirtækið Razno kaupa ullarvörur fyr- ir fimm milljónir dollara og Sovéska samvinnusambandið fyrir þrjár milljónir dollara. Jón sagði að Sovétmenn hefðu ekki staðið við rammasamning þjóð- anna á yfírstandandi ári og væri beðið eftir viðbótarsamningum þeirra sem gerðu ráð fyrir viðskipt- um upp á þijár milljónir dollara, sem svarartil 140-150 millj. ísl. kr. Harður árekstur á •• v Oxnadals - heiði OKUMAÐUR fólksbíls var flutt- ur á Fjórðungssjúkrahús Akur- eyrar í gær eftir að hafa lent í árekstri við jeppa uppi á miðri Oxnadalsheiði í gær laust eftir kl. 14.00. Meiðsl voru ekki talin alvarlegs eðlis, en bíll hans mun vera nánast ónýtur. Olvaður ökumaður ók á ljósa- staur upp úr hádegi á sunnudag á gatnamótum Hamarsstígs og Þór- unnarstrætis á Akureyri. Engin meiðsl urðu á ökumanninum, sem er um þrítugt. Þá var annar öku- maður tekinn grunaður um ölvun við akstur á sunnudagsmorgun. Nokkrir minniháttar árekstrar urðu í hálkunni, sem myndaðist á sunnudag, og nokkrir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur yfir helgina. Að sögn varðstjóra, er óvenjumikið um að menn aki greiðar en lög og reglur segja til um og á sú góða tíð, sem verið hefur undanfarið, einhvem þátt í því. Hinsvegar sagði varðstjóri að menn þyrftu að vara sig því lögregl- an hefði radara í tveimur bílum og væru þeir yfirleitt alltaf á ferðinni. „Því miður er allt of mikið um að menn aki of hratt. Menn eyða tímanum sínum í rólegheitunum heima fyrir yfír sjónvarpinu, dag- blöðunum og öðru slíku, en svo græða þeir sekúndumar á því að flýta sér þær mínútur sem þeir eru í bflum sínum." Hann sagði að Sojuz hefði uppfyllt sína samninga, en Razno ætti langt í land með að uppfylla rammasamn- ing þjóðanna varðandi ullarvöm- kaup frá íslandi. Upp á vantaði meira en helming af viðskiptunum. Razno hefði aðeins keypt fyrir tvær milljónir dollara á árinu og ætti því eftir að kaupa ullarvörur fyrir þijár millj. dollara, miðað við ramma- samninginn. Af þessum sökum er farið að gæta nokkurs verkefnaskorts hjá Álafossi og fyrir liggur fækkun vinnudaga úr fimm í þijá eftir næstu helgi. Fækkunin kemur í fyrstunni til með að bitna á um 50 starfsmönnum og síðar má búast við að þessi tímabundni samdráttur komi við allt að 120 manns í öllum deildum fyrirtækisins nema vef- deild, að sögn Jóns. Af þeim fjölda eru um 100 á Akureyri og 20 í Mosfellsbæ. Starfsmenn fara á at- vinnuleysisbætur þá tvo daga í vikú sem vinna liggur niðri þannig að „Rokkskór og bítlahár“ í Sjallanum Skemmtidagskráin „Rokkskór og bítlahár“ verður í Sjallanum á Akureyri nk. föstudagskvöld, en siðan í haust hefur hún geng- ið á Hótel íslandi við miklar vin- sældir. Sýningin var reyndar frumsýnd á Akureyri í aprfl sl. og gekk þar fram á sumar. Um síðustu helgi komu skemmtikraftamir norður og var „aldeilis glymrandi stuð“ í saln- um, eins og Inga Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Sjallans orðaði það. Þorsteinn Eggertsson samdi dag- skrána í tilefni af 25 ára afmælis- ári Sjallans og var hún framan af eingöngu skipuð norðlenskum skemmtikröftum. Nú hefur sýning- in hinsvegar tekið nokkrum breyt- ingum og verður hún flutt í þeim nýja búningi á Akureyri á föstudag. þeir koma aðeins til að missa niður bónusinn þennan tíma, að sögn Birgis Marinóssonar starfsmanna- stjóra. Jón sagði það vera ákaflega bagalegt að ekki skuli vera hægt að reiða sig á þá viðskiptabókun, sem í gildi væri á milli þjóðanna. „Stjómvöldum er ljós þessi vandi og eru þau þessa dagana að krefj- ast svara frá Sovétmönnum um það hvert áframhald þeir hyggist hafa á ullarvöruviðskiptum við íslend- inga. Það er höfuðnauðsyn fyrir íslenskan ullariðnað að vita hver framvinda þessara mála verður á næsta ári,“ sagði Jón Sigurðarson að lokum. • • Morgunblaðið/Rúnar Þór Stjórnarskipti í Verði Aðalfúndur Varðar, Félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn um helgina. Þar var m.a. skipt um stjórn, sem nú skipa: Arni Ólafsson formaður, Helga Kristjánsdóttir, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Ragnar As- mundsson og Jónas Þórðarson. Fráfarandi formaður Varðar er Guðmundur Magnússon. Ollu stíU'Csfólki Atla hf. hefiir verið sagt upp ÖLLU starfsfólki hjá vélsmiðj- unni Atla hf., alls um tuttugu talsins, var sagt upp frá og með 1. nóvember sl. Uppsagnirnar munu allar hafa tekið gildi fyrir lok janúarmánaðar, sumar strax í næstu viku og aðrar að þremur mánuðum liðnum. Óvíst er um áframhaldandi rekstur vélsmiðj- unnar, að sögn Marteins Há- mundarsonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Hinsvegar er unnið að því að afla vélsmiðj- unni frekari verkefna, en á með- an verkefni ekki fást ríkir mikil óvissa um framtíð fyrirtækisins. Vélsmiðjan Atli hf. hefíir unnið við alls kyns verkefni fyrir einstakl- inga og fyrirtæki í plötusmíði, vélsmíði og rennismíði um áraraðir og er það eitt elsta fyrirtæki í málmsmíði á Akureyri. „Það eru allir að draga saman seglin, ekki bara við. Okkar viðskiptavinir eru famir að draga saman og vissulega fínnum við fyrir því. Ef engin verk- efni fást, lokum við fyrirtækinu í lok janúar. Við vitum ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér, en við beijumst eins og við getum,“ sagði Marteinn. Hann sagði að fyrirtækið hefði í sumar unnið við að reisa nýtt stálgrindarhús í Krossanes- verksmiðjunni í samvinnu við þijú önnur fyrirtæki á Akureyri, Jám- Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjórir starfsmanna vélsmiðjunnar Atla hf., þeir Stefán Karlsson, Þórður Stefánsson, Jóhann Ólafsson og Marinó Viborg. tækni, Vélsmiðju Steindórs og Vél- smiðjuna Odda hf. „Við erum hætt- ir að keppa um markaðinn, heldur höfum við reynt að vinna saman upp á síðkastið til að ná okkar markmiðum betur." Aðaleigendur fyrirtækisins eru þrír, Aðalheiður Þorleifsdóttir og Alfreð Möller, sem bæði eru búsett á Akureyri, og Ingvar Kjartansson í Reykjavík. Norskur rækjubát- ur landaði á Dalvík Dalvik. Togarinn Ishav frá Myre í Noregi landaði rúmlega 100 tonnum af frystri rækju á Dalvík fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem erlent skip landar frystri rækju hér til vinnslu. Rækjan var veidd á Dohrnbanka og var firyst um borð í togaran- um, en hann var búinn að vera um sjö vikur í veiðiferðinni. Er skipið var á leið inn fjörðinn óskaði skipstjórinn eftir lóðs til Dalvíkur. Á Dalvík er enginn starf- andi lóðs og var því bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, sem er skip- stjóri að mennt, fenginn til að fara á móti Ishav. Söltunarfélag Dalvíkur hf. og Árver hf. á Árskógsströnd keyptu farm skipsins. Lítill afli hefur borist til þeirra og atvinna verið stopul að undanfömu. Hjá Söltunarfélag- inu hafa verið unnin um 2.000 tonn af rækju í ár en það er rúmlega helmingur þess kvóta, sem verk- smiðjunni var úthlutað. Fáir bátar eru nú á rækjuveiðum, en Dalborg, togari félagsins, á eftir að veiða eitthvað af kvóta sínum. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.